Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Bretland
Uppstokk-
un í skatta-
og velferð-
armálum
London. Reuters.
GORDON Brown, fjármála-
ráðherra Bretlands, kynnti í
gær á þingi fjárlagafrumvarp
stjórnarinnar en þar er lagt
til, að gerð verði mikil upp-
stokkun í skatta- og velferðar-
kerfinu. Er markmiðið með
henni að létta íyrirtækjum
róðurinn og koma milljónum
manna af bótum og út á vinnu-
markaðinn.
Pegar Brown kynnti frum-
varpið, sem Tony Blair for-
sætisráðherra hefur kallað
„Stóru stundina" á níu mán-
aða gömlum ferli Verka-
mannaflokksstjómarinnar,
sagði hann, að með því væri
tekist á við hina rótgrónu
veikleika bresks efnahagslífs.
Fréttaskýrendur segja, að
pólitískur tilgangur frum-
varpsins sé fyrst og fremst sá
að gera Verkamannaflokknum
kleift að efna kosningaloforð
um að fækka þeim, sem hafa
verið lengi atvinnulausir og á
bótum, til að unnt sé að auka
framlög til heilbrigðis- og
menntakerfisins.
Hallinn minnkar
Vegna aukinna skatttekna
verður hallinn á ríkissjóði lík-
lega um 600 milljarðar ísl. kr.
á yfirstandandi fjárlagaári en
ekki rúmlega 1.000 milljarðar
eins og Brown taldi í nóvem-
ber. Er því spáð, að hann
verði 480 milljarðar kr. á
næsta fjárlagaári og jafnvægi
komist á um aldamótin.
Brown staðfesti einnig, að
frá október á næsta ári yrði
„vinnandi fjölskyldum" gefinn
skattafsláttur að bandarískri
fyrirmynd í þvi skyni að auka
kaupmátt þeirra og koma í
veg fyrir, að þær þurfi á opin-
berri aðstoð að halda.
noií
Með allt
á hreinu!
MO-EL rafeindastýrd
hreiniætistæki,þar sem
höndin snertir ekki.
Blöndunartæki kr.18.500
Aðstoðarmenn Bills Clintons verjast ásökunum á hendur forsetanum
Willey sögð hafa reynt að
semja um bók fyrir viðtalið
Washington. Reuters.
KATHLEEN Willey,
fyrrverandi starfskona í
Hvíta húsinu, sem hefur
sakað Bill Clinton
Bandaríkjaforseta um
kynferðislega áreitni,
fór þess nýlega á leit við
bókaútgefanda í Los
Angeles að hann gæfi út
sjálfsævisögu hennar,
að sögn Bobs Bennets,
lögfræðings Clintons.
Embættismenn Hvíta
hússins sendu einnig
fjölmiðlunum afrit af
bréfum, sem Willey
sendi forsetanum eftir
að hann á að hafa áreitt
hana kynferðislega, og
sögðu bréfin skýra hvers vegna
Clinton væri „forviða“ á ásökunum
hennar.
Bennet sagði í viðtali í CNN-sjón-
varpinu í fyrrakvöld að lögfræðingur
Willey, Daniel Gecker, hefði fyrst
rætt við bókaútgefandann Michael
Viner íyrir um mánuði og síðast
nokkrum dögum áður en CBS-sjón-
varpið sýndi viðtal við Willey þar
sem hún sakaði forsetann um að hafa
borið ljúgvitni þegar hann neitaði því
í eiðsvarinni yfirlýsingu að hafa
áreitt hana kynferðislega i Hvíta
húsinu fyrir fjórum árum.
Bennet sagði að Gecker hefði sagt
bókaútgefandanum að sjónvarpsvið-
talið myndi tryggja mikla sölu á
sjálfsævisögu hennar. Lögfræðing-
urinn hefði siðast rætt við Viner á
fimmtudag eða fóstudag í vikunni
sem leið og óskað eftir að minnsta
kosti 300.000 dölum, andvirði 22
milljóna króna, í fyrirframgreiðslu.
Sögð skuldum vafin
Army Archerd, greinahöfundur
Daily Varíety, sagði að Viner hefði
hafnað tilboðinu. „Við höfum ekki
áhuga á slíkri útgáfu,"
hafði blaðamaðurinn
eftir bókaútgefandan-
um., Auk þess erum við
stuðningsmenn Clint-
ons.“
Archerd sagði að
Viner hefði þó bætt við
að hann hefði samúð
með Willey þar sem
hún væri „skuldum vaf-
in“.
Bennet sagði að það
væri „sorglegt“ að
bandarískir fjölmiðlar
skyldu hafa „flýtt sér
að dæma Clinton“ eftir
sjónvarpsviðtalið án
þess að kynna sér betur
staðreyndir málsins. Hann sagði að
þeir, sem lásu fréttir blaðanna á
mánudag, hefðu myndað sér allt
aðra skoðun á málinu ef þeim hefði
verið sagt frá því að Willey hygðist
skrifa bók og hagnast á ásökunum
sínum á hendur forsetanum.
Bennet hafði eftir lögfræðingi
Willey að hún skuldaði lánardrottn-
um sínum hundruð þúsunda dala.
Eiginmaður hennar hafði átt við
mikinn fjárhagsvanda að stríða þeg-
ar hann svipti sig lífi 29. nóvember
1993. Willey segist hafa farið í Hvíta
húsið þann dag til að biðja forsetann
um launað starf en hann hafi reynt
að notfæra sér angist hennar, þuklað
á brjóstum hennar og lagt hönd
hennar á kynfæri sín.
Bennet viðurkenndi að frammi-
staða Willey í sjónvarpsviðtalinu hefði
verið „áhrifamikil". „Eg hef séð
menn... sem eru eins og eiðsvamar yf-
irlýsingar í framan. Þeir geta sagt að
tunglið sé úr bláum osti og fólk trúir
þeim,“ bætti hann við. „Og ég hef séð
aðra menn... sem segja nafn sitt og
heimilisfang og fólk trúir þeim ekki.
Menn geta einfaldlega ekki dæmt fólk
af útlitinu. Þeir verða að bíða eftir öll-
um staðreyndum málsins “
Embættismenn Hvíta hússins
sendu í gær út afrit af fimmtán bréf-
um, sem Willey skrifaði Clinton frá
3. maí 1993 til 13. nóvember 1996.
í nokkrum bréfanna, sem skrifuð
voru eftir atvikið í Hvíta húsinu 29.
nóvember 1993, kvaðst hún vonast til
þess að fá opinbert starf, svo sem
sendiherrastöðu.
Bréf frá „helsta aðdáanda“
Clintons
„Eftir þetta ljúfsára ár er helsta
nýársheit mitt fyi’ir árið 1994 að leita
að mikilvægu starfi. Eg vona að sú
ósk rætist,“ skrifaði hún í einu bréf-
anna og óskaði forsetanum „dásam-
legra jóla“. Bréfið var skrifað 20.
desember 1993, tæpum mánuði eftir
að Clinton er sakaður um að hafa
áreitt Willey í Hvíta húsinu.
í bréfi sem hún skrifaði 11. nóv-
ember 1994 lýsti hún sjálfri sér sem
„helsta aðdáanda" Clintons.
18. október sama ár, eða tæpum
ellefu mánuðum eftir atvikið í Hvíta
húsinu, skrifaði hún þakkarbréf til
forsetans. „Þakka þér kærlega fyrir
að sjá þér fært að hitta mig,“ skrifaði
hún. Hún bætti við að hún hefði rætt
við nokkra embættismenn og vonað-
ist eftir fundi með Leon Panetta, þá-
verandi skrifstofustjóra Hvíta húss-
ins. „Ég myndi vilja að athugað yrði
hvort ég gæti fengið sendiherrastöðu
eða stöðu í sendiráði erlendis."
Willey sagði í eiðsvarinni yfirlýs-
ingu nýlega að hún hefði hitt Clinton
tvisvar, 29. nóvember og 10. desem-
ber 1993, en embættismenn Hvíta
hússins sögðust ekki vita til hvaða
fundar hún vísaði í þakkarbréfinu.
Willey var skipuð í opinbera sendi-
nefnd sem sat alþjóðlegar ráðstefnur
í Danmörku og Indónesíu og emb-
ættismenn Hvíta hússins skipuðu
hana í stjórn stofnunar, sem skipu-
leggur skemmtanir fyrir bandaríska
hermenn. í bréfi frá 5. desember
1995 skrifaði hún þó að embættis-
menn Hvíta hússins hefðu ekki fund-
ið starf handa henni. Hún kvaðst því
vilja hitta forsetann þegar hún færi
til Washington viku síðar til að ræða
hvort hún gæti starfað fyrir hann í
kosningabaráttunni 1996.
Clinton svaraði bréfinu 21. desem-
ber 1995 og skrifaði að sér þætti
miður að hafa ekki getað hitt hana.
„Þetta hljómar eins og þú sért á
réttri braut,“ skrifaði hann um
starfsleit hennar.
Síðasta bréfið, sem gert var opin-
bert í gær, er frá nóvember síðast-
liðnum og það sendi Willey til að-
stoðarmanns Clintons til að óska eft-
ir því að verða boðið í jólaveislu í
Hvíta húsinu.
Jim Kennedy, talsmaður lögfræði-
stofu Hvíta hússins, sagði að bréfin
hefðu verið gerð opinber að beiðni
fjölmiðla og til að skýra viðbrögð
Clintons við ásökunum Kathleen
Willey. Forsetinn kvaðst „forviða“
vegna staðhæfinga hennar í sjón-
varpsviðtalinu og lögfræðingur hans
hafði eftir honum að hann vissi „ekki
sitt rjúkandi ráð“.
Bandaríkjamenn efins
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
ABC-sjónvarpið birti í gær, hneigj-
ast 60% Bandaríkjamanna til að trúa
því að Clinton hafi gerst sekur um
hjúskaparbrot eða ósæmilega hegð-
un gagnvart konum. Um 63% þeirra
sögðust telja að forsetanum bæri að
segja af sér yrði hann staðinn að því
að hafa framið meinsæri.
Um 70% aðspurðra sögðust þó
vilja að hann héldi embættinu miðað
við þær upplýsingar sem liggja fyrir
í málinu og 63% sögðust ánægð með
embættisstörf hans.
Kathleen Willey
Aitken yfirheyrður
JONATHAN Aitken, fyrrverandi
ráðherra í ríkisstjóm brezka
íhaldsflokksins, sést hér koma um-
kringdur blaðaljósmyndurum til
heimilis síns í Lundúnum í gær, eft-
ir að hafa gefið sig fram við lög-
reglu vegna ásakana um að hann
hafi gerzt sekur um meinsæri í
tengslum við meiðyrðamál sem
mikla athygli vakti í Bretlandi í
fyrra. Að sögn brezkra fjölmiðla
var Aitken handtekinn að lokinni
yfirheyrslu, en ekki ákærður strax.
Sautján ára gömul dóttir Ait-
kens, Victoria, hafði daginn áður
verið handtekin vegna gmns um
aðild að samsæri um að hindra
framgang réttvísinnar.
Aitken, sem fór með fjármál í rík-
isstjóm Johns Majors, kærði í fyrra
dagblaðið Guardian og Granada-
sjónvarpsstöðina fyrir að hafa birt
ásakanir um vafasöm viðskipti hans
við Saudi-Araba, þar á meðal miðl-
un vændiskvenna fyrir arabíska
kaupahéðna og tilraunir til að miðla
vopnasölu til Iraks. Hann dró
ákæmna til baka eftir að veijendur
hinna ákærðu tefldu fram gögnum
sem sýndu að þáverandi eiginkona
og dóttir Aitkens hefðu borið Ijúg-
vitni til að staðfesta framburð hans
um hver greiddi fyrir dvöl hans á
lúxushóteli í París.
Reuters
Leiðtogaskipti í Nordrhein-Westfalen
Breytingarnar sagðar
styrkja stöðu Schröders
Bonn. Reuters.
FORYSTUMENN þýzka Jafnaðar-
mannaflokksins, SPD, fógnuðu í
gær leiðtogaskiptum í fjölmennasta
sambandslandi Þýzkalands, Nordr-
hein-Westfalen, og sögðu þau til
þess fallin að styrkja stöðu flokks-
ins til muna í baráttunni við Helmut
Kohl og flokk hans, Kristilega
demókrata (CDU), um sigur í kosn-
ingum til Sambandsþingsins í sept-
ember.
Talsmenn SPD sögðu að útnefn-
ing Wolfgangs Clements, ráðherra
efnahagsmála í Nordrhein-Westfa-
len, sem hefur getið sér orðstír fyrir
að reka stefnu vinsamlega athafna-
Johannes Wolfgang
Rau Clement
lífinu, myndi styrkja stöðu Ger-
hards Schröders, kanzlaraefnis
SPD, í kosningunum í haust.
„Ég vil leggja mitt af mörkum til
að bæta eins og hægt er möguleika
SPD á sigri í kosningunum 27.
september," sagði Johannes Rau,
forsætisráðherra Nordrhein-
Westfalen, í gær, en hann tilkynnti
í fyrrakvöld að hann hygðist fara
frá í júní, eftir 19 ár í embætti, og
víkja sæti fyrir Clement, sem er
áratug yngri.
„Wolfgang Clement verður
Schröder mikil hjálparhella í kosn-
ingabaráttunni. Hún snýst um end-
umýjun í landinu og fyrir hana
standa þeir báðir,“ sagði Peter
Struck, einn forystumanna þing-
flokks SPD.
Talsmenn CDU sögðu að þessar
mannahrókeringar sönnuðu aðeins
að samsteypustjórn SPD og græn-
ingja Nordrhein-Westfalen ætti í
erfiðleikum og héldu því ákveðið
fram að þær snertu lítið stjórnmál í
Þýzkalandi sem heild.
Stjórnmálaskýrendur sögðu að
ákvörðun Raus um að afsala sér
völdum til eftirmanns síns yki á
þrýsting á Kohl að hann viki fyrir
eígin „krónprinsi", Wolfgang
Scháuble. Frá því var greint í gær
að flokksstjórn CDU hefði falið
Scháuble að hafa umsjón með frá-
gangi kosningastefnuskrár flokks-
ins.
Yfir 17 milljónir manna búa í
Nordrhein-Westfalen, en því til-
heyrir m.a. Ruhr-héraðið, mesta
iðnaðarsvæði Þýzkalands. Staða
SPD hefur jafnan verið sterk í hér-
aðinu enda hefur flokkurinn, undir
forystu Raus, verið þar við stjórn-
völinn í 19 ár. Þyldr hklegt að Rau
hyggi síðar á framboð til forseta
Þýzkalands.