Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 19 ERLENT Jerevan. Reuters. Líkur á að til síðari umferðar komi í forsetakosningunum í Armeníu Asakanir um mik- ið kosningasvindl Ritað und- ir Kyoto- sáttmála KYOTO-saraningurinn um takmarkanir rið losun gróður- húsalofttegunda er tilbúinn til undirritunar en talsmenn Sa- meinuðu þjóðanna sögðu í gær, að samningurinn væri marklaus gerðust Bandaríkin ekki aðili að honum. Fulltrúar Maldive-eyja, Samóa, Antiqua og Barbuda og Sankti Lúsíu skrifuðu nöfnin sín fyrstir og síðan Sriss og Argentínu. Samningurinn öðlast ekki lagagildi fyrr en 55 ríki hafa staðfest hann og í þeim hópi verða að vera iðnríki, sem eiga að minnsta kosti sök á 55% út- blástursins í iðnríkjunum öll- um. Minni bjórdrykkja BJÓRDRYKKJA í Evrópu og um allan heim fer minnkandi og á í harðri samkeppni rið alls konar „undarlegheit" eins og svokallaða íþróttadrykki og kraftdrykki. Kom þetta fram á ráðstefnu ölgerðarmanna í 21 landi í Manila á Filippseyjum. Evrópumenn eru mestu bjór- svelgimir sem fyrr og í Pýska- landi er neyslan á hvert mannsbam 132 lítrar og 210 lítrar í Bæjaralandi einu. Spock látinn BANDARÍSKI læknirinn Benjamin Spock, sem með bókum sínum hafði áhrif á uppeldi milljóna barna um riða veröld, lést á heimili sínu í fyrradag, 94 ára að aldri. Spock lagði til atlögu rið hefð- bundnar uppeldisaðferðir 1946 með bókinni „Bókin um skyn- samlegt barnauppeldi", sem varð metsölubók í flokki al- mennra rita, að Biblíunni frá- talinni, og hefur selst í rúm- lega 30 milljónum eintaka. Lækkaður í tign GENE McKinney, foringi í Bandaríkjaher, sem var sýkn- aður í síðustu riku af ákæm um kynferðislega áreitni, var í gær dæmdur fyrir að reyna að hindra framgang réttrísinnar í máli sínu, sem vakið hefur mikla athygli vestanhafs. Var hann lækkaður í tign og áminntur en getur kvatt her- inn með sóma. Hann verður hins vegar af miklu fé í lífeyri. Oeining á Baskafundi HELSTU leiðtogar Baska, aðrir en aðsldlnaðarsinna, komu saman á fund í gær til að ræða friðaráætlun, sem bundið gæti enda á ofbeldisfulla bar- áttu ETA-samtakanna sl. 30 ár. Lauk fundinum án sam- komulags en vonast er til, að riðræðum verði haldið áfram. Samkvæmt áætluninni skal miðstjórnin í Madrid láta basknesku stjórnmálaflokkun- um eftir að semja um frið auk þess sem ETA-liðar eru hvatt- ir til að sýna friðarrilja sinn í verki með þri að leggja niður vopn. Stærstu stjórnmála- flokkarnir á Spáni, Pjóðar- flokkurinn, sem er rið stjóm, og Sósíalistaflokkurinn eru andrigir ýmsum lykilatriðum í áætluninni. FLEST benti til þess í gær, að til annarrar umferðar kæmi í forseta- kosningunum í Armeníu en þá var búið að telja um fimmtung atkvæða. Af þeim hafði Robert Kocharyan forsætisráðherra og starfandi for- seti fengið 38,9% en helsti andstæð- ingur hans, Karen Demirchyan, leiðtogi Armeníu á sovéttímanum, 27%. Andstæðingar Kocharyans saka stuðningsmenn hans um stór- kostlegt kosningasvindl. Verði niðurstaðan lík þri, sem að ofan greinir, er sennilegt, að kosið verði á milli þeirra Kocharyans og Demirchyans 30. þessa mánaðar en ekki er víst, að það breyti miklu um upplausnarástandið í armenskum stjómmálum. Sex forsetaframbjöð- endanna hafa undirritað yfirlýsingu þar sem segir, að kosningarnar hafi einkennst af stórkostlegu srindli og kenna þeir stuðningsmönnum Kocharyans um. Því sé ekki hægt að segja, að þær hafi verið frjálsar hver sem niðurstaða þeirra verði. Talsmenn Kocharyans hafa risað þessu á bug og segja þeir, að þótt eitthvað kunni að hafa farið úrskeið- is, breyti það engu um niðurstöð- una. Vanburða lýðræði í nágrannaríkjum Armeníu er vel fylgst með ástandinu þar og erlend- ir eftirlitsmenn em að bera saman bækur sínar um kosningafram- kvæmdina. Erlendir stjómarerind- rekar segja, að miklu skipti fyrir ímynd Armeníu út á rið, að kosning- arnar hafi farið eðlilega fram en það er ekki hægt að segja um kosningar í landinu 1995 og ‘96. A kjörskrá í kosningunum á mánudag vora 2,2 milljónir manna en aðeins 60% neyttu atkvæðisrétt- arins. Kocharyan var forsætisráðherra í ríkisstjóm Levons Ter-Petrosyans, sem sagði af sér sem forseti í síð- asta mánuði og var í raun neyddur til þess fyrir að gefa í skyn, að rétt væri að gefa dálítið eftir gagnvart Azerum hvað varðaði stöðu Nagorno-Karabakhs, armensks héraðs inni í Azerbajdzhan. >- s > 2 < ACRRISMR rafdrifnir útispeglar þvottasprautur á aðalljós samlitir stuðarar = öryggispúðar fyrír ökumann og farpega § Z bílbelti með forstrekkjara styrktarbitar í hurðum farangursrými 460 lítrar niðurfellanleg aftursæti hemlaljós í afturrúðu sílsalistar bensínlok opnanlegt innanfrá rafhítaðir útispeglar öryggispúðar í hliðum velour áklæði á sætum m HEKLA klæðning í loki farangursgeymslu þokuljós að aftan ABS hemlalæsivörn hæðarstilli á bílstjórasæti fjarstýrðar hurðasamlæsingar hliðarlistar til verndar hurðum aurhlífarvið öll dekk 1,6 lítra 100 hestöfl eða 1,8 lítra 125 hestöfl (GDl) vökva- og veltistýri 14" felgur og dekk víðsýnisspegill sem eykur sjónsvið ökumanns rafdrifnar rúðuvindur rafhitun í framsætum hreyfiltengd þjófnaðarvörn MITSUBISHI CARISMA KOSTAR FRA KR. 1.565.000 A MITSUBISHI -ímUdummetum !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.