Morgunblaðið - 18.03.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Cook tókst
að móðga alla
ROBIN Cook virðist hafa tekist að
móðga alla deiluaðila með Mið-Austur-
landaför sinni og angra Bandaríkin,
helsta sáttasemjarann á svæðinu.
London. Reuters.
BRETAR eru nú í forsæti
Evrópusambandsins (ESB),
og Robin Cook, utanríkis-
ráðherra Breta, sagði að markmið-
ið með heimsókn sinni til land-
náms gyðinga í Austur-Jerúsalem
væri að sýna fram á að sambandið
óttaðist að útfærsla landnámsins
græfí undan friðarumleitunum því
hún drægi úr trausti Palestínu-
manna.
„Ég vil láta í ijósi áhyggjur okk-
ar af útfærslu landnámsins. Ég
var ákveðinn í að þetta yrði á dag-
skránni,“ sagði Cook. „Hefði ég
ekki farið þangað hefðu arabar
álitið það til marks um að við vær-
um sátt við útfærsluna." Friðar-
umleitanir Palestínumanna og
ísraela fóru út um þúfur fyrir ári
er ísraelsk stjómvöld leyfðu bygg-
ingarframkvæmdir í landnáminu,
sem heitir á hebresku Har Homa.
Á arabísku heitir það Djabal Abu
Gneim.
ísraelar hertóku Austur-Jer-
úsalem í sexdagastríðinu 1967 og
innlimuðu hana nokkru síðar. Inn-
limunin hefur aldrei verið sam-
þykkt á alþjóðavettvangi, en ísra-
elar álíta Jerúsalem óskipta vera
höfuðborg ríkis síns. Palestínu-
menn, hins vegar, ætla Austur-
Jerúsalem í framtíðinni að verða
höfuðborg sjálfstæðs ríkis síns.
Misheppnuð tilraun
Fréttaskýrandi Reuters bendir
á að sem tilraun til að senda
diplómatísk skilaboð hafi för
Cooks á vegum ESB til landnáms-
ins í A-Jerúsalem mistekist
hrapallega. Jafnvel áður en hann
hafí komist nærri staðnum hafi
honum tekist að reita ísraela til
reiði, gera Palestínumenn æfa og
angra Bandaríkjamenn, helstu
bandamenn Breta. Vandræða-
gangurinn muni áreiðanlega grafa
undan möguleikum ESB á að taka
meiri þátt í friðarumleitunum fyrir
botni Miðjarðarhafs, sem hafi þó
átt að vera tilgangur farar Cooks.
Cook ætlaði sér að skoða Djabal
Abu Gneim í íylgd palestínska ráð-
herrans Faisal al-Husseini og
senda þannig þau skilaboð að ESB
liti svo á að Austur-Jerúsalem
væri arabískt land, hersetið af
ísraelum.'En ekki varð af þessu. í
staðinn horfði Cook á Har Homa
úr fjarlægð í fylgd með israelska
ráðherranum Danny Naveh og
sendir þannig þveröfug skilaboð.
Heimsóknin sem aldrei varð?
Benjamjn Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, ásakaði ESB um
að taka málstað Palestínumanna,
og sagði að ekki kæmi til greina að
Cook færi til Har Homa. Naveh
fagnaði sinnaskiptum Cooks með
niðrandi hætti og sagði: „Það virð-
ist nú sem þessari heimsókn muni
ljúka líkt og hún hafi aldrei orðið.“
Evrópskir sérfræðingar í mál-
efnum Mið-Austurlanda voru óá-
nægðir með að Cook virtist hafa
látið undan þrýstingi ísraela.
„Evrópumenn hafa með þessu
sýnt Netanyahu að hann getur
með hávaða og látum fengið þá til
að samþykkja viðhorf ísraels-
stjómar og samþykkja skilning
hennar á skiptingu lands,“ sagði
Yezid Sayigh, Mið-Austurlanda-
sérfræðingur við rannsóknarstofn-
un í alþjóðastjómmálum við Ox-
fordháskóla.
„Það hlutverk sem [Evrópu-
ÞAÐ var úrhellisrigning er Cook skoðaði landnám gyðinga í Aust-
ur-Jerúsalem í gær.
menn] taka að sér með þessum
hætti er í raun og veru ekkert
hlutverk vegna þess að þeir hafa í
raun og veru sýnt að það er hægt
að ráðskast með þá.“ Sayigh sagði
að ESB ætti heldur að taka að sér
- öndvert við Bandaríkin - að sýna
ísraelum og arabaheiminum fram
á, að Netanyahu geti ekki komist
upp með hvað sem er.
Stjómarerindreki ESB velti því
fyrir sér hvort breytingin á heim-
sókn Cooks myndi ekki óvart
senda þau skilaboð að „samnefnar-
inn í Mið-Austurlandastefnu Evr-
ópu hafi lækkað og nú sé gengist
við tilteknum skilningi ísraela á
skiptingu lands í Jerúsalem".
Stefnan skyldi verða
raunhæfari
Bretar vildu ekkert hafa með að
gera það uppátæki Jacques
Chiracs Frakklandsforseta að
hefja hávaðarifrildi við ísraelska
öryggisverði í Gömlu borginni í
Austur-Jerúsalem 1996. Frakkar
skipuðu utanríkisráðherra sínum
að heimsækja ekki ísrael fremur
en láta undan þeirri kröfu Net-
anyahus að fara ekki á skrifstofu
Husseinis í Austur-Jerúsalem.
Breskir embættismenn höfðu
hátt um það að á því hálfa ári sem
þeir sætu í forsæti ESB myndi
stefna þess í Mið-Austurlöndum
ekld verða jafn tilgerðarleg heldur
einkennast af raunsæi og auknum
áhrifum með því að vinna með
Bandaríkjamönnum, sem eru
helsti milligönguaðilinn í þessum
heimshluta.
James Rubin, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sagði
hins vegar í fyrradag að Banda-
ríkjamenn efuðust um að for
Cooks til landnámsins í A-Jerúsal-
em myndi verða til þess að draga
úr spennu fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Adams von-
góður eftir
fund með
Clinton
Washington. Reuters.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hóf í fyrrakvöld röð funda
með öllum deiluaðilum á Norður-
Irlandi. I fyrrinótt, að íslenskum
tíma, átti Clinton fund með Gerry
Adams, leitoga Sinn Fein, og að
fundinum loknum kvaðst Adams
vongóður um að samkomulag gæti
náðst.
Clinton, sem sjálfur er af írskum
ættum, benti á að fulltrúar allra
deiluaðila á N-írlandi væru nú í
Bandaríkjunum í tilefni af degi
heilags Patreks, sem var haldinn
hátíðlegur í gær. Kvaðst forsetinn
vilja nýta byrinn til þess að þoka
friðarumleitunum áfram.
David Trimble, leiðtogi flokks
sambandssinna Ulsters (UUP),
sagði í gær að þótt segja mætti að
samkomulag væri í augsýn hefði
það enn ekld náðst, og enn bæri al-
varleg ágreiningsefni í milli.
Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð-
herra Bretlands, sagði í gær að
drög að samkomulagi lægju fyrir
þótt enn væri ósamið um mörg út-
færsluatriði.
Jim Steinberg, aðstoðaröryggis-
ráðgjafi forsetans, sagði að Clinton
hygðist gera deiluaðilum og bresk-
um og írskum stjórnvöldum grein
fyrir því viðhorfi Bandaríkjamanna
að tími væri kominn til þess að „líta
upp úr skammtímavangaveltum"
og huga að „bjartari framtíð".
Adams sagði eftir klukkustundar
langan fund með Clinton: „Ég held
að það sé kostur á að komast að
samkomulagi. Ég vona að það fari
ekkert úrskeiðis, en fari svo má
það ekki slá okkur út af laginu.“
í gær átti Clinton fund með
Bertie Ahem, forsætisráðherra Ir-
lands og einnig leiðtogum flokka
mótmælenda og kaþólikka sem
eiga aðild að friðarviðræðum á N-
Irlandi. Fyrir helgi sagði Clinton
að til greina kæmi að hann héldi til
Belfast ef viðræðumar í Banda-
ríkjunum skiluðu árangri.
Zhu Rongji tekur við
stj órnartaumunum
ZHU Rongji, nýr forsætisráðherra Kína,
hefur fengíð það erfíða verkefni að stjórna
róttækustu úrbótunum tíl þessa á kín-
verskum ríkisfyrirtækjum og afstýra
hættunni á mikilli þjóðfélagsólgu vegna
vaxandi atvinnuleysis. Niels Peter Arskog,
fréttaritari Morgunblaðsins í Peking, fjall-
ar um nýja forsætisráðherrann og helstu
úrlausnarefni hans.
Zhu Rongji, aðstoðarforsætisráð-
herra Kína, var kjörinn forsætisráð-
herra landsins með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða á kínverska
þinginu í gær. 2.890 þingmenn
greiddu atkvæði með Zhu, 29 á móti
og 31 sat hjá. Hann tekur við emb-
ættinu af Li Peng, sem varð að
víkja samkvæmt stjómarskránni
eftir tíu ára setu.
Zhu fæddist í Hunan-héraði 1.
október 1928 og er af fátæku fólki
kominn. Faðir hans lést af völdum
berkla skömmu áður en Zhu fædd-
ist og móðir hans dó þrítug. Zhu var
þá tíu ára og ólst síðan upp hjá fá-
tækum frænda sínum.
Fljótlega kom í ljós að Zhu var
vel gefinn og frændi hans sá til þess
að hann fengi tækifæri til að stunda
nám í virtasta háskóla Kína, Qing-
hua í Peking. Þar lauk hann námi í
rafverkfræði árið 1951.
Féllídnáð
Zhu gekk þar einnig í ungliða-
hreyfingu kommúnistaflokksins ár-
ið 1947 og varð félagi í flokknum
tveimur áram síðar. Hann var þó
aldrei viðurkenndur sem „sannur
kommúnisti" og var rekinn úr
flokknum í lok sjötta áratugarins,
sakaður um að aðhyllast endur-
skoðunarstefnu. I menningarbylt-
ingunni á árunum 1966-76 var hon-
um gert að starfa úti á landsbyggð-
inni, m.a. við að fóðra svín og
hreinsa salemi.
Zhu fékk þó uppreisn æru 1978,
gekk aftur í kommúnistaflokkinn
og fékk starf í ráðuneyti í Peking.
Ári síðar fékk hann sæti í efnahags-
ráði ríkisins og var varaformaður
þess á áranum 1985-87.
Deng Xiaoping, þáverandi leið-
togi Kína, kynntist Zhu á þessum
tíma og hafði mikla trú á honum
vegna þekkingar hans á hagfræði,
sem fáir leiðtoga landsins skildu.
Deng gerði Zhu að borgarstjóra
Shanghai í stað Jiangs Zemins, sem
hélt embætti flokksleiðtoga í borg-
inni og varð seinna forseti Kína.
Zhu og Jiang unnu saman að því að
gera Shanghai að viðskiptamiðstöð
Kína að nýju eftir 40 ára hnignun-
arskeið borgarinnar.
Það tókst og er Zhu talinn hafa
átt mestan heiðurinn af því. Þegar
Jiang Zemin var sendur til Peking
og gerður að leiðtoga kínverska
kommúnistaflokksins eftir blóðsút-
hellingamar á Torgi hins himneska
friðar 1989 var hann sannfærður
Reuters
JIANG Zemin, forseti Kína
(t.v.), óskar Zhu Rongji til ham-
ingju eftir að hann var kjörinn
forsætisráðherra landsins á
þinginu í gær.
um að Zhu væri ómissandi ef rétta
ætti efnahag landsins við.
Deng Xiaoping var sömu skoðun-
ar og gerði Zhu að aðstoðarforsæt-
isráðherra árið 1991. Hann fór í
fyrstu með utanríkisviðskipti í
stjóminni en tveimur áram síðar
var honum falið að hafa umsjón með
efnahagsumbótunum.
Zhu tókst að hafa hemil á verð-
bólgunni, sem var 21% á þessum
tíma, og tryggja stöðugan hagvöxt,
sem hefur verið um 15% á ári.
Tónvís enskumaður
Eiginkona Zhus, Lao An, er
einnig verkfræðingur og þau eiga
dóttur, sem hefur flutt búferlum til
Kanada, og son, sem hefur stundað
háskólanám í Bandaríkjunum.
Nýi forsætisráðherrann talar
ensku reiprennandi og á auðvelt
með að ræða við erlenda kaupsýslu-
og stjómmálamenn.
Þótt Zhu sjáist sjaldan brosa á
opinberam vettvangi þyldr hann
hafa kímnigáfu og hann hefur mikið
yndi af tónlist, bókmenntum og
Peking-óperunni. Hann hefur sjálf-
ur stundað tónsmíðar og færist
sjaldan undan því að syngja þekkt-
ar aríur þegar leitað er eftir því.
Milljónum manna sagt upp
Búist er við að nýi forsætisráð-
herrann ráði herskara ungra
tæknikrata og hagfræðinga á skrif-
stofur stjómarinnar. Hann fær að-
eins fimm ár til að takast á við það
gríðarstóra verkefni að gera úrbætur
á 100.000 ríkisfyrirtækjum landsins,
sem era mörg rekin með miklu tapi.
Stefiit er að því að sameina fyrir-
tæki í um þúsund stórar samsteypur,
líkt og í Suður-Kóreu, en mörg önnur
fyrirtæki verða seld eða lögð niður.
7,9 milljónir Kínverja era nú þegar
án atvinnu og gert er ráð fyrir að 3,5
milljónum iðnverkamanna verði sagt
upp á árinu, sem skapar hættu á mik-
illi ólgu í þjóðfélaginu.
Eitt af erfiðustu úrlausnarefhum
nýja forsætisráðherrans verður því
að stemma stigu við atvinnuleysi og
bæta kjör fátækra Kínveija. Auk
þess þarf hann að tryggja frekari
fjárfestingar útlendinga í atvinnulíf-
inu, afstýra því að fjármálakreppan í
nágrannaríkjunum skaði eftiahag
Kína, leggja grunninn að sameiningu
Tævans og Kína - og stýra 1,23 millj-
örðum Kínveija inn í nýtt árþúsund.