Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 22

Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ __________________LISTIR Bókasöfn á íslandi Guðrún Sigrún Klara Pálsdtíttir Hannesdtíttir BÆKUR Fræðirit SÁL ALDANNA íslensk bdkasöfn í fortíð og nútíð. Ritstj.: Guðrún Pálsdtíttir og Sigrún Klara Hannesdtíttir. Félagsvísindastofnun Hásktíla íslands, Hásktílaútgáfan, 1997, 448 bls. BÓK þessi er gefin út í tilefni af því að árið 1996 voru fjörutíu ár lið- in frá því að dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður hóf að kenna bókasafnsfræði í Háskóla Islands. Eitthvað hefur því útkoma bókar- innar dregist meira en ætlað var. Efni þessarar þykku bókar er raðað í sex flokka eftir efni. í fyrsta flokki greinir frá sögu bóka- útgáfu, lestrarfélögum og handrita- söfnum. í öðrum flokki eru ritgerð- ir um rannsóknar- og sérfræði- bókasöfn. Þá koma ritgerðir um skjalasöfn og skjalastjóm. Næst eru það almennings- og skólasöfn, síðan er ein ritgerð um safnaþjón- ustu við sérhópa og loks er flokkur sem nefnist Menntun og þjónustu- aðilar. Alls eru í bókinni 33 ritgerðir auk inngangs. Höfundar eru 34. Að nokkrum greinum eru fleiri en einn höfundur og í öðrum tilvikum á sami höfundur tvær greinar. Rit þetta er hin mesta náma fróðleiks um flest það er lýtur að bókasöfnum, hand- ritasöfnum, menntun, stjómun og þjónustu. Nær það bæði yfir for- tíð og nútíð, vöxt og viðgang þessarar margþættu starfsemi og einkum og sér í lagi þær geysimiklu breyt- ingar sem orðið hafa á síðustu árum. Er tæp- lega að bókasafnsheit- ið eigi alls kostar við lengur. Fremur er um að ræða upplýsingamiðstöðvar. Yfirleitt em greinamar vel ritaðar, sumar ágætlega. Fáeinar era þó fremur þumar og rislitlar. Varla er við því að búast að allra safna á íslandi sé getið. Það hefði orðið stór bók (gaman hefði þó ver- ið að sjá lista yfir söfn, t.a.m. með stofnári, bókafjölda og fáeinum öðram upplýsingum). En eðlilegt hefði mér þótt að greint hefði verið frá því í inngangi hvemig söfn vora valin til umfjöllunar. Hvað réð t.a.m. vali þriggja almennings- safna? Af hverju urðu hin stór- merku söfn á Húsavík og Sauðár- króki útundan? Hvað með héraðs- skjalasöfnin? Og var ekki ástæða til að nefna nema eitt safn undir titlinum Safnaþjónusta við sér- hópa? A eftir hverri ritgerð er skrá yfir heimildir og er það eðlilegur háttur. En vel hefði ég kunnað því að sjá nafna- og atriðisorðaskrá í akademísku riti. Myndir af höfundum fylgja hverri grein auk allmargra ann- arra mynda. þá er hér nokkuð af línuritum, töflum og innfelldum textum. Prófarkir hafa verið vel lesnar að því er ég best fæ séð og frágangur allur er prýðilegur. Sigurjón Björnsson Barnagælur og barkabrjótar TðNLIST Listasafn Kðpavogs SÖNGTÓNLEIKAR Lög eftir Jtín Asgeirsson, Jtín Þtírar- insson, Fjölni Stefánsson, Emii Thoroddsen, Atla Heimi Sveinsson, Schumann, Grieg, Sjöberg, Sibelius og Adam-Schmidt. Sigrún Hjálmtýs- dtíttir stípran, Anna Guðný Guð- mundsdtíttir pfantí; Martial Nardeau flauta. Listasafni Ktípavogs, mánu- daginn 16. marz kl. 20.30. BLÍÐAN sem brosti við tón- leikagestum Gerðarsafns á mánu- daginn var - eða hitt þó heldur - náði ekki að setja svip sinn á verkavalið, þar sem sveif ljúfur vorhugur og bamsleg sumarhlýja yfir vötnum. Þau Diddú (hverrar borgaralegt nafn myndi njóta sín með afbrigðum vel á óperaplakati í titilhlutverki Die Walkiire) og Anna Guðný fluttu fyrst tvö yndis- leg lög eftir Jón Asgeirsson við texta þjóðskáldsins heitna að Gljúfrasteini, Hjá lygnri móðu og Vorvísu, og lögðu þegar í stað sal- inn undir sig með afburðasam- stilltri túlkun, þar sem ekki bara textinn heldur líka sjálft inntak kveðskaparins skilaði sér lengst inn í hjartarætur. Sama gilti um perlu Jóns Þórarinssonar, Islenskt vögguljóð á hörpu (einnig við Ijóð HKL) og um Lítið bam með lokk- inn bjarta eftir Fjölni Stefánsson, og söngur Sigrúnar í Litfríð og ljóshærð Emils Thoroddsens, þar sem hún hélt aftur af sér á hárrétt- um stöðum, bar ásamt fínstilltum undirleiknum vott um, að innlifun- in ein dugir ekki listafólki á þessu plani; henni er komið til skila með þeim hnitmiðaða hætti sem bezt dugir. Eftir spriklandi fjöraga túlkun á míníatúrabálki Atla Heimis Sveins- sonar, Ljóð fyrir böm (Matthías Johannessen), sem hljómaði líkt og verið hefði sérsaminn fyrir þær stöllur, var óneitanlega hætt við, að settlegra tónmál Schumanns í Frauenliebe und Leben kæmi út sem hálfgerður andklímax, enda var sem hið fjarlægara umhverfi sönglaganna átta kæmi manni ekki eins mikið við og íslenzku lögin. Spuming er hvort ekki hefði verið betra að byrja á Schumann, því í samanburði við frábæran undan- genginn hluta dagsltrár var nú sem dofnaði aðeins yfir flutningnum, þó að margt væri ágætlega sungið og leikið, t.d. Ich kann’s nicht fassen, nicht glauben, eða síðasta lagið, Nun hast du mir den ersten Sch- merz getan, þar sem eftirspilið var leikið af mýkt sem maður hélt til skamms tíma að Jónas Ingimund- arson hefði einkaleyfi á. Til að jafna töfra íslenzku laganna hefði trúlega þurft að draga betur fram texta von Chamisos en hér tókst, en til þess þarf m.a. snarpari þýzkuframburð en gerist og geng- ur meðal íslenzkra úrvalssöngvara. Norræn frændþjóðalýrík var í fyrirrúmi eftir hlé, og náðu þær Sigrún sér þar aftur á strik og vel það. Söngur Sólveigar var, eins og nánast allt sem Sigrún syngur, klukkuhreinn og heillandi, og varð manni hugsað til misjafnrar inn- tónunar hjá jafnvel frægum er- lendum stórstjömum og til þess hvað þetta „litla“ atriði er í raun fá- gætt og auðvelt að vanmeta. Stend- ur þar Sigrún Hjálmtýsdóttir feti framar flestum íslenzkum kolleg- um sínum. Hin Grieglögin, En Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri Ráðinn til fíi- harmóníusveitar- innar í Rígu GUÐMUNDUR Emilsson hefur verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri og tónlistarstjóri Lettnesku fílharm- óníusveitarinnar í Rígu. Hefur hann þegar tekið við starfinu en fyrstu tónleikamir sem hann stjórnar verða haldnir í Wagner-salnum í Rígu 12. júní næstkomandi. Hljómsveitin hét upphaflega Lat- vian Philharmonic Chamber Orchestra og var sett á laggimar fyr- ir rúmum þremur áratugum. Var hún lengst af ríkisrekin, eða þar til lett- neska ríkið dró sig að verulegu leyti út úr rekstrinum síðastliðið haust í kjölfar niðurskurðar á fjárlögum. Segir Guðmundur hljómsveitina þá hafa staðið á krossgötum og tveir kostir hafi komið til greina - að rifa seglin eða halda ótrauð áfram. Varð síðamefndi kosturinn fyrir valinu. Komu hljóðfæraleikararnir þá á fót sjálfseignarstofnun, sem annast nú reksturinn, en eitt af fyrstu verk- um hennar var að fá Guðmund til liðs við sig. „Mér var fyrst boðið utan í október síðastliðnum til að stjóma hljómsveitinni á alþjóðlegri hátíð samtímatónlistar og í kjölfarið bauð Dröm og Med en vandlilje tókust ekki síður vel, og bronsklingjandi sópranröddin naut sín til fullnustu í Tonema Sjöbergs og Svarta rosor Sibeliusar. Það sem .Tólkið vildi“ (fyrir utan sem hæsta tóna og sem mestan styrk, sem manni finnst stundum vera pínlega á kostnað fíngerðari meðala) kom svo með barkabrjót Adam-Schmidts, söngtilbrigði við ABCD eða ,Ah, vous dirai-je, Maman“, þar sem Sigrún tók á öll- um kverkakúnstum sínum með al- kunnum bravúr, og sem auk píanó- leiks Önnu Guðnýjar skartaði lipr- um fylgiraddarblæstri Martials Nardeau á þverflautu. Þó að glæsitilbrigði þessi séu ekki tónlist af dýpri sortinni og jafnist engan veginn á við meistaratilbrigði Moz- arts fyrir píanó um sama lag, var hægt að hafa gaman af þeim og undrast hvað hægt er að bjóða mannsröddinni. Hafi áður leikið minnstur vafi, þá varð lýðum ljóst á þessum frá- bæra tónleikum, að Anna Guðný er komin í hóp slyngustu undirleikara landsins, og Sigrún Hjálmtýsdóttir sló enn einu sinni föstu með sjötommunöglum, að engin hérlend söngkona stendur henni á sporði, hvort heldur á óperasviði eða á Ijóðasöngpalli. Ríkarður Ö. Pálsson hljómsveitin mér að taka við starfi aðalhljómsveitar- stjóra og tónlist- arstjóra. Þáði ég það ágæta boð á 30 ára afmælishá- tíð hljómsveitar- innar í desem- ber.“ Að sögn Guð- mundar hefur hljómsveitin á að skipa mjög fáguðum og velmenntuð- um tónlistarmönnum. „Þetta er nyög góð hljómsveit sem lotið hefur stjóm margra frábærra stjómenda og gert ótal hljóðritanir fyrir hin ýmsu fyrir- tæki.“ Glaður og hrærður Samningur Guðmundar er til þriggja ára og segir hann alla starf- semi hljómsveitarinnar heyra beint undir sig, svo sem verkefnaval, val á gestastjómendum, einleikurum og fleira. „Ég get í raun átt lokaorðið í öllum málum ef ég kæri mig um það.“ En hvemig leggst verkefnið í hann? „Þetta er einstakt tækifæri. Það er í einu orði sagt stórkostlegt að heil hljómsveit skuli skyndilega fljúga upp í fangið á manni, ekki síst þegar maður veit að það eru margir um hituna. Ég er því bæði glaður og hrærður.“ Guðmundur hyggst ekki flytja til Rígu en gerir ráð fyrir að dveljast þar í allt að fimmtán vikur á ári, auk þess sem hann eigi örugglega eftir að fara með hljómsveitinni í einhverjar tónleikaferðir. „Það standa fyrir dyr- um þrjár tónleikaferðir til Evrópu í júní, meðal annars til Frakklands og Ítalíu, og hljómsveitin á án efa eftir að verða mikið á faraldsfæti á næst- unni. Á íslandi mun ég hins vegar búa áfram - hér er fjölskylda mín, kona og böm, heimili og fjöll." Guðmundur er reyndar vanur því að vera með annan fótinn erlendis. „Mér var beinlínis gert að segja mig úr „eldhafi íslensks tónlistarlífs" þau ár sem ég var tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins, 1989-97. Ég fór þá ósjálfrátt að leita að tækifæram í út- löndum til að stjóma og var svo heppinn að finna fljótt frábæran um- boðsmann sem sá til þess að orlofs- dagar mínir frá útvarpinu ár hvert fóru í tónleikaferðir. Þannig hef ég stjómað hljómsveitum um víða ver- öld síðastliðin átta ár og er til að mynda nýkominn úr sex vikna ferð til Bandaríkjanna. Þetta er ástæðan fyrir því að ég stend í þessum spor- um í dag.“ KRAFAN ER EINFOLD * ÞAU VERÐA AÐ VIRKA f Kr. j5.900,- UMBOÐSMENN ykjavfk Ellingsen^ Verbúöin, Hafnarfiröi Vesturland: Málningarbjónustan, Akranesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrimsson, Grundarfiröi. Asubúö, Búöardal. VestflrAlr: Geirseyjarbúöin Isafiröi. Noröurland: Kf. Húnvetnini ......................... Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, Isafiröi. Noröurlam IÞingeyinga, Húsavlk. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Verslunin Vlk, Neskaupstal Vestmannaeyjum, Beykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg, Grindavlk. a, Blönduósi. Skagfiröingabúö Byggingav. Sauöárkróki. KEA, Akureyri. KEA, Dalvlk. KEA, Ólafsfiröi. KEA, Siglufiröi. Kf. Kf. Vopnfiröinga. KASK, Djúpavogi. KASK, Hðfn. SuAurland: Árvakinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Klakkur, Vlk. Brimnes,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.