Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. 10 ÁR FRÁ ÁRÁSINNI Á HALABJA UM MIÐJAN marzmánuð eni 10 ár liðin frá því íraski flugherinn gerði efnavopnaárás á kúrdíska þorpið Hala- bja í norðausturhluta Iraks og varpaði yfu- það bæði taugagasi og sinnepsgasi. Þúsundir borgara fórust í þessari grimmdarlegu árás og meðal íbúanna hafa síðan átt sér stað erfðafræðilegar stökkbreytingar, sem valda vansköpun, fötl- un og veikindum fólksins, sem þama býr. Um er að ræða varanlegar erfðafræðilegar, ólæknandi líkamsskemmdir. Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur, sem sýndur var á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag, fjallaði um afleiðingar þessarar árásar. Þar var fylgzt með brezkum lækni, sem fór í heim- sókn á þessar slóðir nýlega í fylgd sveita frá Sameinuðu þjóðunum. I raun er ekki unnt að lýsa á prenti þeim þreng- ingum og hörmungum, sem þetta vesalings fólk hefur orðið að þola. Börn fæðast vansköpuð og svo ummynduð að þau líkjast vart mannlegum verum. Fólk ummyndað af krabba- meinsæxlum, þakið grófum vörtum um allan líkamann, lam- að og veikt. Og það sem verst er; ekkert virðist unnt að gera þessu fólki til góða, engin lækning er til. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum frá 1925. Þessi árás íraska flughersins var gerð tveimur dög- um eftir miðjan marzmánuð 1988. Megnið af íbúum Halabja lést, þeir sem lifðu hlutu varanleg örkuml. Segja má að með þessari árás hafí írakar og Saddam Hussein gegið fram af heimsbyggðinni með því að beita efnavopnum gegn saklaus- um borgurum í eigin landi. Og enn deila menn við Saddam Hussein um efnavopn 10 árum eftir þann viðbjóð, sem gerðist í Halabja. Hann hefur neitað að leyfa Sameinuðu þjóðunum að gi-annskoða landið í leit að sýkla-, efna- og kjarnavopnum, en nú fallizt á það í samkomulaginu við Kofí Annan. Samkvæmt skýrslu Samein- uðu þjóðanna hefur þegar verið eytt 38.000 efnavopnum, 690 tonnum af eiturefnum í efnavopn, 48 eldflaugum, sem voru tilbúnar til notkunar, 60 föstum skotpöllum fyrir SCUD-eld- flaugar, 30 sprengioddum fyrir efna- og sýklavopn og hund- ruðum tækja til notkunar við framleiðslu efnavopna. Og enn telja eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna ekki nægilega leitað. En fingraför Saddams Husseins í Halabja munu aldrei mást út; ekki frekar en fingraför nazista í útrýmingarbúðun- um. GJALD FYRIR ÚTHAFSVEIÐAR NÚ ER ljóst, að útgerðarmenn hafa greitt gjald fyrir leyfi til þess að stunda kvótabundnar veiðar á úthafinu, sem nemur um 300 milljónum króna. Þetta kom fram í svari Þor- steins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn, sem Svanfríður Jónasdóttir bar fram á Alþingi fyrir nokkru. Að vísu var svarið ekki orðað á þennan veg, enda um það að ræða, að útgerðir afsöluðu sér aflaheimildum í íslenzkri lög- sögu fyrir leyfið til þess að veiða á úthafinu, nánar tiltekið á Reykjaneshrygg og Flæmingjagrunni. Þegar hins vegar verðmæti hinna afsöluðu aflaheimilda er reiknað út kemur í ljós, að það nam um 300 milljónum króna. Það er sú upphæð, sem útgerðirnar borguðu fyrir réttinn til þess að stunda kvótabundnar veiðar utan íslenzkrar lögsögu. Þessi upphæð var að vísu ekki reidd fram í peningum en hún var lögð fram í ígildi þeirra. Þetta er auðvitað eðlileg ráðstöfun. Að hluta til hafa rétt- indi okkar til veiða utan lögsögu orðið til með samningum, sem íslenzk stjórnvöld hafa gert við önnur ríki. En að hluta til hafa útgerðarmenn og sjómenn lagt grunninn að þessum réttindum með veiðum á þessum svæðum. Það er auðvitað sjálfsagt, að útgerðarmenn greiði fyrir þennan veiðirétt um leið, og það er líka sjálfsagt við verðlagningu á þessum rétt- indum, að tekið sé tillit til framlags útgerðarinnar og sjó- manna við öflun þeirra. Hins vegar má spyrja, hvað valdi því, að útgerðarmenn geta fallizt á að greiða gjald fyrir veiðiréttinn utan íslenzkrar lögsögu en ekki innan hennar. Þrátt fyrir þetta gjald hafa þeir séð sér hag í því að stunda þessar veiðar og beinlínis sótzt eftir því. Hver er munurinn á þessum veiðum og þeim, sem stundaðar eru í okkar eigin lögsögu, þegar horft er til þess rekstrargrundvallar, sem byggt er á í báðum tilvikum? Jafnframt er það auðvitað fagnaðarefni, að smátt og smátt er verið að stíga nokkur skref hér og þar í átt til þess að greiðsla komi fyrir réttinn til að veiða úr takmarkaðri auð- lind. Prófessor í fjölmiðlatækni og prentiðnaði spáir prentmiðlum langlífí Morgunblaðið/J6n Svavarsson NILS Enlund, prófessor í fjölmiðlatækni og prentiðnaði við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi. PETER Ollén, ritstjóri og útgefandi Aktuell Grafísk Information. Vefútgáfa ekki orðin fjár- hagslega hagkvæm Meiri forsjá hefði þurft að fylgja kappi út- gefenda við að hasla sér völl á alnetinu að mati Nils Enlunds, prófessors í fjölmiðla- tækni og prentiðnaði við Konunglega tækni- háskólann í Stokkhólmi. A ráðstefnu Prent- tæknistofnunar um seinustu helgi benti hann jafnframt á að ókeypis upplýsingar á Netinu gætu haft áhrif á hvort fólk telji að greiða eigi fyrir fréttir eða ekki, UM HELMINGUR þeirra 6- 7 þúsund dagblaða sem gef- in eru út í heiminum hafa hreiðrað um sig á alnetinu með annaðhvort sérstakri útgáfu eða fréttatengdum heimasíðum, að því er fram kom í máli Nils Enlunds, pró- fessors í fjölmiðlatækni og prentiðn- aði við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi, á ráðstefnu Prenttækni- stofnunar sem haldin var seinasta laugardag. Hann taldi fæst þessara dagblaða hafa haft erindi sem erfiði i fjárhagslegu tilliti. Á ráðstefnunni hélt einnig fyrir- lestur Peter Ollén ritstjóri og útgef- andi tímaritsins Aktuell Grafisk In- formation um framtíð prentsmíðar sem iðngreinar. Gríðarlegur vöxtur Enlund kvaðst hafa skoðað vöxt og viðgang Netsins talsvert að undan- fömu og væri uppgangur þess með ólíkindum þegar haft værí í huga að það var í fæðingu um 1993 til 1994, eða fyrir aðeins fjórum til fimm árum. „Netið hefur verið riðið á gi'íðarleg- um hraða og veraldarvefurinn á enn meiri hraða, ég efast um að nokkurt fyrirbæri hafi nokkru sinni breiðst út á sama hraða, ekki einu sinni plágan,“ sagði Enlund. Hann kvað samanburð á fjölda vefþjóna á alheimsvísu leiða í ljós að í ársbyrjun 1993 hafi þeir verið á aðra milljón talsins og ekki fjölgað að ráði fyrr en í upphafi árs 1995 þeg- ar mikill vaxtarkippur varð. I byrjun þessa árs nálgist fjöldi vefþjóna hins vegar 30 milljónir. Flestir séu vefþjónar í Bandaríkj- unum, eða ríflega 20 milljónir talsins, en þá komi Japan, Þýskaland, Bret- land, Kanada, Ástralía, Finnland og Holland. Ef hins vegar er litið til fjölda vefþjóna á hverja þúsund íbúa, komi í ljós að hæsta hlutfallið sé í Finnlandi, næst komi Bandaríkin að þessu leyti og Island þar á eftir. Fast á hæla Islands kemur Noregur og þá Ástralía, Svíþjóð, Kanada, Danmörk, Holland og England. „Norðurlöndin eru á meðal fremstu landa í heiminum hvað varðar notkun rafeinda- miðla í samskiptum. Útgef- endur dagblaða hafa fylgst grannt með umræðu um Netið og veraldaivefinn frá því að hennar tók að gæta fyrir örfáum árum og hafa flýtt sér inn í útgáfu á Netinu að und- anfömu. Það er erfitt um margt að meta fjölda dagblaða i heiminum, en samkvæmt því sem næst verður konu ist eru þau á sjöunda þúsund talsins. í seinustu viku leit ég á tölfræði um vef- inn sem sýnir fram á að um 3.600 dag- blöð setja fréttir eða efni á vefinn, eða með öðram orðum meira en helming- urinn af dagblöðum í heiminum sem er virkur á vefnum eða stendur að Netútgáfu,“ sagði Enlund. „Útgefendur hafa hraðað sér inn í Netið og keppst um að vera fyrstir, þannig að nú er hægt að lesa sömu fréttir ókeypis á vefnum sem menn myndu annars borga fyrir í áskrift. Þetta hefur leitt til mjög vafasamrar efnahagsþróunar því að ég held að hægt sé að telja þau fyrirtæki á þum- alfingri annarrar handar sem græða á vefútgáfu. Þeir einu sem hagnast á þessum rekstri í dag eru ráðgjafarn- ir,“ sagði Enlund og velti upp þeirri spurningu í kjölfarið hvemig hægt væri að fjármagna vefútgáfu og hagn- ast á henni. Hafa þyrfti hugfast að það að veita fólki aðgang að upplýs- ingum án þess að það þyrfti að greiða fyrir, hefði leitt til þeirrar hugsunar neytenda að fréttir væru eitthvað sem ekki þyrfti að borga fyrir eða að minnsta kosti ekki mikið. „Útgefendur hafa einbh'nt of mikið á tækni, þ.e. þeir hafa haldið að ef þeir aðeins búi til blað á vefnum komi fólk í stríðum straumum," sagði Enlund. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að menn hefðu fengið glýju í augu af tækninni, smitast af fárinu í tengslum við netvæðingu og áhuginn hefði borið skynsemina ofurliði. „Við hefðum átt að spyrja neytendur og lesendur hvort þeir vildu venjuleg dagblöð eða blöð í rafrænu formi og hvað þeir vilja í raun- inni borga fyiir. Kenning mín er sú að við neytendur höfum meiii áhuga á innihaldi en framsetningu efnisins," sagði hann. Enlund kvaðst þó telja að breyttar áherslur yrðu í framtíðinni á fjölmiðlum fyrir tilstilli tæknilegrar þróunar. Þannig myndu Ijósvakamiðlar og frétta- stofur á Netinu einbeita sér að því sem kalla mætti miðlun „stundlegi'a fregna“ og afþreyingarefnis, en prent- miðlar myndu sérhæfa sig frekar en orðið er í að koma á framfæri upplýs- ingum sem hefðu lengri líftíma, varan- legum staðreyndum og bakgrunnsupp- lýsingum sem hefðu sama gildi eftir áratug og þegar þær birtast. Innihald mikilvægara en form Enlund ræddi áfram um samspil inntaks og tækni og taldi þróunina í þá veru að mikilvægara væri að líta á innihald samskipta sem fram fara með aðstoð tæknilegra þátta, í stað þess að einblína á tæknina. Hinn al- menni viðskiptavinur hafi til dæmis engan sérstakan áhuga á hvaða tölvu- nýjungar fyiTrtæki noti í prentverki sínu, heldur aðeins að hann fái prent- grip sinn eins hratt og hægt er með hámarks gæðum og sem minnstum tilkostnaði. „Fyi'st þegar tölvurnar komu fram töluðum við um þær sem rafeinda- heila. Þær eru ekki rafeindaheilar. Næst töluðum við um þær sem stórar reiknivélar en sú lýsing hefur hljóðn- að eftir að við uppgötvuðum að með þeim var hægt að vinna með texta og myndir á háþróaðan hátt. Nú sjáum við loks að tölvur eru upplýsinga- og samskiptatæki," sagði Enlund. Hann benti á að eftir nokkurra ára- tuga vöxt hefði blaðaútgáfa dregist saman í Sviþjóð en þrátt fyrir sam- drátt spáði hann prentmiðlum langlífi og benti á í því sambandi að enginn fjölmiðill hefði nokkru sinni horfið fyrir fullt og allt, þótt öðru máli gegndi um einstök fyrirtæki og starfsgreinar. Litróf fjölmiðla hefði hins vegar orðið fjölbreyttara á und- anförnum árum ásamt tilheyrandi samkeppni og prentmiðlar mundu geta styrkt stöðu sína með sveigjan- leika og getunni til að flétta saman hugkvæmni, hefðum og reynslu. Neytendur muni velja þá upplýsingamiðla sem henti þeim best út frá einstak- lingsbundnu mati og eðli upplýsinganna. Þá væri líka vert að hafa í huga að margumrætt „upplýsingaþjóðfélag" væri í raun staðbundið fyrirbrigði, háð landfræði- legum og fjárhagslegum forsendum. Langan tíma tæki að breyta stað- reyndum á borð við að fleiri símtæki fyndust á Manhattan en í allri Afríku. Hann lauk máli sínu á tilvitnun í breska rithöfundinn og stærðfræð- inginn Lewis Cairoll, þar sem Rauða drottningin beinir máli sínu til Lísu og minnir hana á að hún þurfi að hlaupa af öllum kröftum til að standa i stað og hlaupa tvöfalt hraðar en það til að komast áfram. Peter Ollén, ritstjóri og útgefandi Aktuell Grafísk Information, ræddi á ráðstefnunni þá margvíslegu kosti sem bjóðast í prentiðnaði nútímans fyrir tilstilli tölvutækninnar og þá ekki síst þróun stafrænnar prentun- ar. Hann benti meðal annars á að tölvutæknin er komin á það stig að brátt verði prentplötur, offsetljós- myndun og annað það sem alþekkt er við prentun, úrelt fyrirbrigði í flest- um tæknivæddum prentsmiðjum. Þess í stað verði allt undirbúnings- og þróunarferlið unnið í tölvum, allt til þess tíma að prentun fer fram. Hann benti hins vegar á að ef skanna þ.yrfti svo mikið sem eina blaðsíðu inn vegna prentunar, væri enginn sparnaður af notkun tölvutækninnar. Ollén kvaðst þeirrar skoðunar að einn helsti kostur stafrænnar prent- unar væri möguleikinn sem hún byði upp á varðandi sérhæfingu í dag- blaðaútgáfu. Vegna tölvutækninnar væri hver einasta prentun í raun ein- stök og því gæti dagblað hagað prent- un þannig að tilteknar blaðsíður væru breytilegar eftir þörfum og óskum áskrifenda, upplýsingar sem ætlaðar væru tilteknum landshlutum eða markhópum færu eingöngu í þau blöð sem ætluð væru umræddum lands- hlutum og markhópum. Einnig gætu mörg sérblöð fylgt blaðinu á hverjum útgáfudegi en í stað þess að allir áskrifendur fengu sama sérblað, fengi sá hópur sem áhuga hefði á við- skiptum sérblað um viðskipti, sá hóp- ur sem áhuga hefði á íþróttum sér- blað um íþróttir o.s.frv. Báðir ræddu þeir um hversu lengi fyiTrtæki og einstaklingar eni að að- lagast tækninýjungum á markaði og voru sammála um að um aldarfjórð- ung taki fyrir nýja tækni að ná fullum þroska ef svo má segja, þ.e. nema lönd og verða gjaldgeng í daglegri notkun. Þrátt fyiTr örar tækninýjung- ar seinustu ára og áratuga hafi þetta ekki breyst að ráði. Verðmæti talið aukast Þá fjallaði Ollén um framtíðai'spár varðandi vöxt fjölmiðla og nefndi til sögunnar að velta prent- verks í Evrópu árið 1994 hefði numið 85 milljörðum ECU en yrði að því talið er 115 milljarðar ECU árið 2002, sem væri hlutfalls- lega heldur minni vöxtur en á sviði sjónvarps og útvarps. Væri hins vegar litið á fjárhagslega afkomu, væri mat manna að prentiðnaðurinn í Evrópu myndi vaxa meira í verðmæti en ljósvakamiðlar. Sama máli gegndi um Bandaríkin, í heldur minni mæli þó. Hins vegar telji menn ekki að út- gjöld einstaklinga til kaupa á þjónustu fjölmiðla muni aukast að ráði, með þeim afleiðingum að áskriftartekjur standi að mestu leyti í stað. Því liggi vöxturinn fyrst og fremst í auglýs- ingasölu og öðrum aðferðum við tekjuöflun. Vöxtur Netsins hefur verið með hreinum ólíkindum Mjög örar tækniframfarir í prentiðn- aðinum MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 29 E: : i vrópusambandið stefnir ' ótrautt inn í nýja öld á isviði stafrænnar hljóð- og I myndmiðlunar undir kjör- orðinu „Sjónvarp án landamæra". Nú þegar hefur gríðarlegur vöxt- ur átt sér stað og fyrir tímabilið 1995-2005 er áætluð tekjuaukning um 70% á sviði alls kyns mynd- miðlunar, þ.á m. opinberra og einkarekinna sjónvarpsstöðva, þáttasölusjónvarp (pay-per-view), heimamyndbandaþjónustu (video on demand) og margmiðlunar. Ár- leg fjárfesting á þessu sviði innan Evrópusambandsins nemur nú um 20 milljörðum dollara og beinast kraftar sjónvarpsstöðvanna m.a. að stafrænum útsendingum og á breiðskjá (wide-screen). Reglugerðin sem ber þetta heiti, Sjónvarp án landamæra, var sam- þykkt af þingi bandalagsins og staðfest af ráðherraráði þess á síðasta ári og veitir sjónvarps- stöðvum innan Evrópusam- bandsins lagaramma til að starfa eftir. Það er til marks um hversu hröðum breyting- um sjónvarpsiðnaðurinn tekur að upphaflega reglugerðin frá 1989 var orðin úrelt og voru gerðar ríflega þijátíu breyt- ingar á henni til að ná utan um sjónvarpsiðnaðinn í dag og fylgja honum inn í nýja öld. Mikilvægustu breytingarnar snerta efnisflokka eins og aug- lýsingar, verslun í gegnum sjónvarp, verndun barna fyrir óæskilegu efni og höfundar- rétt, þó grundvallarhugsunin sé eftir sem áður sú sama og fólst í reglugerðinni frá 1989, þ.e. að tryggja lagalegt um- hverfí fyrir frjálsa og óhefta dreifíngu á sjónvarpsefni inn- an Evrópusambandsins. Evrópusambandið þakkar það stefnumörkun sinni að nú, níu árum síðar, geta sjón- varpsáhorfendur innan sam- bandsins valið á milli 250 sjón- varpsrása, tveir þriðju af þeim eru einkareknar, og hefur fjöldi einkastöðvanna tvöfald- ast á sex árum. Árið 1995 voru heildartekjur sjónvarpsstöðv- anna 38 milljarðar Ecu og hafði aukist um 14% frá árinu áður. Gert er ráð fyrir að þenslan lialdi áfram á sömu nótum á næstu ár- um. Sambandið leggur mikla áherslu á að þrátt fyrir sameinaða Evrópu á flestum sviðum, þ.á m. myndmiðlunar, skuli gætt vel að menningarlegri sérstöðu hverrar þjóðar og varðveislu þjóðtungn- anna. Bent er á þetta sem helsta ávinninginn við frelsi til sjón- varpsútsendinga á milli landa; út- sýn opnast til fleiri átta. Fjölmarg- ar sjónvarpsstöðvanna rækja þetta hlutverk sitt af kostgæfni og ábyrgð; ýmiss konar samstarf er í gangi sem tryggir vandaðra (og dýrara) efni en ella og ESB stend- ur að öflugu þjálfunar- og styrkja- kerfi sem veitir fagmönnum í iðn- aðinum möguleika á frekari menntun og samskiptum. „(Með sjónvarpi án landamæra) gefst stórfenglegt tækifæri til veita Evrópubúum aðgang að dýrasta fjársjóði álfunnar þ.e. fiölbreyti- Ieika menningar hennar og þjóð- tungna,“ segir í stefnuyfírlýsingu ESB. Klám og ofbeldi Reynslan af sjónvarpsfrelsinu er vissulega blendin þó já- kvæðu þættirnir séu ótvíræðir í vexti iðnað- arins og gríðarlegri bjartsýni fjárfesta á framtíðarmöguleika hans. Vandamálin bein- ——— ast fyrst og fremst að verndun áhorfenda (barna og ung- linga) fyrir klámi og ofbeldisefni, og óprúttinni auglýsinga- og sölu- mennsku. Einu takmarkanirnar sem lagðar eru á sljórnendur sjón- varpsstöðva innan Evrópusam- bandsins eru settar niður í 22. grein reglugerðarinnar er varðar efni sem getur haft „alvarlega skaðleg áhrif á líkamlegan, and- legan eða siðferðilegan þroska barna og unglinga undir lögaldri“. Þessi grein veitir einu ríki rétt til Sjónvarp án landamæra Stefna Evrópusambandsins inn í nýja öld myndmiðlunar er algjört frelsi sjónvarps- stöðva til útsendinga innan ríkja sambands- ins. Hávar Sigurjónsson kynnti sér hver reynslan er eftir að stefnunni hefur verið fylgt eftir í nokkur ár. Flest brot eru á sviði auglýs- inga og sölu- mennsku að hindra útsendingar frá öðru ríki innan sambandsins ef um greinilegt brot á þessu ákvæði er að ræða. Til þessa hefur ekkert land nema Bretland reynt að beita ákvæðinu til að hindra móttöku kláms frá sjónvarpsstöð í Hollandi. Sjónvarpsstöðin hol- lenska féllst á að takmarka út- sendingar sínar, sem var kannski eins gott, því fram kom að ef reynt hefði á þetta ákvæði reglu- gerðarinnar hefðu ákvæðin um út- sendingarfrelsið innan ESB reynst sterkari. Miklar umræður eru í gangi innan ESB um þessa hlið á út- sendingafrelsinu og er lagt til að ríkin sameinist í baráttu sinni gegn slíku efni þó um leið sé við- urkennt að aðgangur að því verði sífellt auðveldari og erfíðara fyr- ir yfirvöld að hafa stjórn á því. Þing ESB skipaði nefnd á síðasta ári, sem skyldi rannsaka mög- leika á kóðun sjónvarpsefnis til að auðvelda foreldrum að hindra aðgang barna sinna að óæskilegu efni. Er helst horft til reynslu Bandaríkjamanna af lagasetningu un hina umdeildu „V-flögu“, tölvukubbs sem hægt er að kóða svo ákveðnir dagskrár- liðir komist ekki í gegn. Einnig er rætt um leiðir til að upplýsa foreldra betur um ábyrgð sína og siðferðilegar skyld- ur. Óneitanlega vaknar spurningin í kjölfarið hvort ekki sé jafnmikilvægt að upplýsa stjórnendur sjónvarps- stöðva um ábyrgð sína og skyldur í þessu efni. Orðrétt segir í reglu- gerðinni: „Dagskrárefni sem get- ur valdið alvarlegum skaða á andlegum, líkamlegum eða sið- ferðilegum þroska ungmenna er bannað. Efni sem er líklegt til að valda einhverjum skaða má ein- ungis senda út seint að kveldi og skal greinilega kynnt með aðvör- un eða vera þannig merkt meðan á útsendingu stendur. Ekki má senda út efni sem hvetur til hat- urs vegna kynþáttar, kynferðis, trúarbragða eða þjóðernis. “ Þrátt fyrir að ekki hafí verið mikið um beinar kærur vegna útsendinga á mannskemmandi efni getur hver og einn svarað því sjálfur hvort ekki sé a.m.k. líklegt, að þegar stöðvarnar eru tvö hundruð og fímmtíu að með slæðist efni sem fellur í þann flokk að teljast ekki mönnum (börnum) bjóðandi. Óprúttnar auglýsingar Flest skráðu brotin á reglugerð- inni hafa orðið á sviði auglýsinga og sölumennsku í sjónvarpi. Regl- urnar eru skýrar hvað þetta varð- ar, auglýsingar mega taka upp 20% af hverjum klukkutíma þ.e. 12 mínútur og vera skýrt að- greindar frá öðru dagskrárefni. Almennt gilda sömu reglur um sjónvarpssölu (tele-shopping) en þar sem lokuðum sölurásum hefur fjölgað mjög eru reglurnar lausari í reipunum. Þó er kveðið á um að á opnum rásum megi söluþættir ekki vera styttri en 15 mínútur í senn, aðeins mega vera 8 slíkir á sólarhring og samanlögð lengd þeirra má ekki fara yfir ______ þrjár klukkustundir. Allt eru þetta góðar og gildar reglur sem á und- anförnum árum hafa verið þverbrotnar æ oní og hafa auglýsendur nánast farið sínu fram að vild. Fjöldi kæra og kvartana frá ein- staklingum og neytendasamtökum skiptir þúsundum. Sjónvarpsstöðv- arnar hafa farið langt yfír leyfileg mörk með auglýsingatíma hvort heldur er miðað við á klukkustund eða sólarhring og fjöldi auglýs- ingahléa innan vinsælla dagskrár- liða farið út yfír öll velsæmismörk. Einnig hafa almennar reglur um innihald auglýsinga og efnislega framsetningu í auglýsingum verið brotnar. Virðist sem opinberir eft- irliðsaðilar hafi engan slagkraft á bakvið sig til að fylgja reglum og lagabálkum eftir og eru þar af leiðandi hunsaðir; viðurlög við brotum á reglum um sjónvarps- auglýsingar eru vita máttlaus. Ekki bætir úr skák að dómstóll Evrópusambandsins sem fjallað hefur um slík kærumál hefur iðu- lega vísað þeim frá eða sýnt fram á f dómum sínum að hagsmunir sambandsins vega þyngra en ein- stakra ríkja. Má t.d. benda á að þegar umboðsmaður neytenda í Svíþjóð kærði TV-Shop rásina fyr- ir að beina auglýsingum sínum að börnum undir 12 ára aldri, varð niðurstaða dómstólsins á þann veg að einstakt Evrópusambandsríki gæti ekki kært á grundvelli eigin lagasetningar þegar um sjón- varpsrás annars aðildarríkis væri að ræða. TV-Shop væri fijálst að auglýsa á þennan hátt þó það sé bannað samkvæmt sænsk- um lögum. Þá hefur einnig komið fram í niðurstöðum dómstólsins að þegar um kost- unaraðila er að ræða eru eng- in takmörk fyrir því hversu oft má nefna nafn hans i þeim dagskrárlið sem hann hefur kostað. Er þá kostunaraðilan- um látið eftir að meta hvenær endurtekningin er orðin slík að hún er farin að hafa öfúg áhrif á áhorfandann. Aðgangur að stórviðburðum Samkvæmt reglugerðinni er hveiju rfki innan Evrópusam- bandsins fijálst að gera lista yfír viðburði sem teljast þjóð- inni svo mikilvægir að skylt er að sýna þá í sjónvarpi. Jafn- framt er kveðið á um opinn að- gang að slíkum útsendingum. Það vekur athygli að mikil- vægir alþjóðlegir viðburðir eru nánast eingöngu taldir á sviði íþrótta, s.s. Olympíuleik- ar og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu. Þá er einnig athyglisvert að hverju sambandsríki er gert að skilgreina fyrir sig hvað teljist sjálfstæð dagskrárgerð og í kjölfarið tryggja að minnst 10% af útsendri dagskrá - eða fjár- magni sem varið er til innlendrar dagskrárgerðar - sé framleitt af sjálfstæðum aðilum. f framhaldi af þessu er leiðbeinandi ákvæði um hlutfall evrópsks efnis í dagskrá. Þetta er orðað þannig að meiri- hluta útsendingartíma sé varið til útsendingar evrópsks efnis; ekki er talað um innlent efni í þessu samhengi heldur evrópskt og er greinilega verið að sporna við bandarfsku efni fyrst og fremst, sem til skamms tíma hefur víðast livar haldið a.m.k. jöfnu við annað efni á hinum 250 rásum sein hver meðaljón innan Evrópusambands- ins hefur mögulega aðgang að. Undantekningarlaust er hæst hlutfall af innlendu og/eða evr- ópsku efni á ríkisreknum sjón- varpsstöðvum. Bjartsýni Evrópusambandssinna á glæsta framtíð Sjónvarps án landamæra verður ekki betur lýst en með orðum Marcelino Oreja, formanns þeirrar nefndar Evrópu- sambandsráðsins sem fer með málaflokkinn: „Við göngum inn í nýja öld full sjálfstrausts. Samein- uð Evrópa býr yfír takmarkalaus- um hæfíleikum og sköpunargleði á þessu sviði og með tæknina og iðnvæðing- una að bakhjaiTi er mögulegt að snúa grósk- unni upp í nýja öld End- urreisnar á öllum svið- uin menningar í gegnum hina rafrænu miðla. Til að ná þessu takmarki verðum við að sameina krafta skapandi lista- manna, iðnrekenda og sfjómmála- manna.“ Óneitanlega fá þessi fögru orð á sig nokkurn blæ óskhyggju þegar þau eru borin saman við hið raun- veralega umhverfí sölu- og af- þreyingarrása ásamt nánast óheftri auglýsingamennsku sem á þessu stigi virðist dafna hvað best undir kjörorðinu „Sjónvarp án landamæra". Mikilvægir al- þjóðlegir at- burðir helst á sviði íþrótta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.