Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 35
I
I
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 35 €
MINNINGAR
1
1
i
I
I
I
j
I
í
\
i
I
J
I
I
J
3
I
!
EINAR
ALBERTSSON
+ Einar Magnús
Albertsson fædd-
ist á Búðarnesi í
Súðavík 12. júlí 1923.
Hann lést á Sjúkra-
húsi SigluQarðar 9.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Siglufjarðar-
kirkju 17. mars.
Fréttin um fráfall
Einars M. Albertsson-
ar, fyrrv. póstfulltrúa
á Siglufirði, kom flest-
um á óvart. Hann
hafði alla ævi ástundað hófsemi og
holla lifnaðarhætti og virst heilsu-
hraustur. Hann hafði að vísu kennt
heilsubrests síðustu mánuði, en
samt bjuggust fáir við að úrslitin
réðust svo fljótt sem raun varð á.
Á kreppuárunum gafst fáum
unglingum úr alþýðustétt tækifæri
til langskólanáms og mikil heppni
þótti að komast í iðnnám. Einar
lærði skósmíði, vann nokkur ár í
greininni, gerðist síðan starfsmað-
ur á pósthúsinu á Siglufirði í fáein
ár, þá starfsmaður Sósíalista-
flokksins og Alþýðubandalagsins í
mörg ár, réðst svo aftur til póstsins
og vann þar til starfslokaaldurs.
Meðal þeirra fýrstu sem ég
kynntist á Siglufirði þegar ég sett-
ist þar að 1944 voru bræðumir Ás-
grímur og Einar Albertssynir, sem
báðir voru miklir áhugamenn um
verkalýðsmál og stjórnmál á
vinstri kantinum.
Ásgrímur fluttist burtu
nokkrum árum síðar. Einar bjó
áfram á Siglufirði og vann þar að
viðgangi áhugamála
sinna í hálfa öld. Þar
ber ef til vill hæst
rekstur hans á skrif-
stofu Sósíalistafélags-
ins og störf hans fyrir
blaðið Mjölni. Þetta
voru þreytandi störf,
sífelld barátta fyrir að
halda fjárhagnum í
horfinu svo hægt væri
að halda áfram. Þegar
ekki náðust saman
peningar til að borga
honum skilvíslega
lága kaupið sem hann
lét sér nægja hjá flokknum útveg-
aði hann sér aukastörf til að halda
heimili sínu á floti. I því sambandi
kemur líka til álita hlutur eigin-
konu hans, Þórunnar Guðmunds-
dóttur, einstæður dugnaður henn-
ar og myndarskapur. Verður sjálf-
sagt aldrei metið eins og sann-
gjamt væri það umburðarlyndi
sem hún sýndi gagnvart þeim
óþægindum sem fjárskortur og
vanskil á kaupgreiðslum til eigin-
manns hennar hljóta að hafa valdið
heimili þeirra, svo ekki sé minnst á
öll þau störf sem hún vann líka fyr-
ir sósíalistahreyfinguna og verka-
lýðssamtökin.
Einar Albertsson var greindur
maður, ágætlega máli farinn og vel
ritfær, og vann öll sín verk af und-
anbragðalausum heiðarleika. Hann
átti talsvert safn góðra bóka, hafði
mætur á tónlist og lék á hfjóðfæri í
lúðrasveit um árabil. Hann var fé-
lagslyndur, starfaði í mörgum fé-
lögum sem honum þóttu horfa til
mannfélagsbóta, og gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum, síðustu árin
mun hann hafa verið ein helsta
driffjöðrin í Félagi eldri borgara á
Siglufirði.
Hann skorti þó eitt, sem stund-
um ber sæmilega gefna og starfs-
hæfa menn drjúgt: metnað til að
afla sjálfum sér frama, græða fé
eða halda sér til mannvirðinga.
Fyrir honum voru allir jafnir,
hvaða stöðu sem þeir gegndu, og
öll störf jöfn að því leyti að hægt
var að vinna þau bæði vel og illa,
en það sem máli skipti væri að
leysa verk sín vel af hendi. í það
varði hann metnaði sínum, ef það
tækist væri vitneskjan um það
besta umbunin.
Ég hef ekki unnið lengur eða
nánar með neinum en Einari Al-
bertssyni, og enginn hefur reynst
mér betri samstarfsmaður, enda
var maðurinn fágætlega réttsýnn,
orðheldinn og fómfús. Flestir hafa
bresti, sem gerir samstarf við þá
misjafnlega skemmtilegt. En ég
fann aldrei neinn slíkan brest hjá
Einari. Enda bar aldrei skugga á
margra áratuga samstarf okkar,
amk. ekki fyrir hans atgerðir.
Þeim fækkar nú óðum, gömlu fé-
lögunum, sem tóku út þroska sinn í
umbrotum kreppunnar milli heims-
styrjaldanna. I hvert sinn sem ein-
hver þeirra kveður er eins og
heimur okkar sem enn stöndum
uppi skreppi saman um spönn.
Þannig hygg ég að flestum vinum
og félögum Einars Albertssonar sé
innanbrjósts nú, þegar hann kveð-
ur félagssystkini sín að loknu far-
sælu ævistarfi.
Við Fríða vottum Dúddu, Albert,
Siggu Dísu og öðru vandafólki Ein-
ars innilega samúð, með þakklæti
fyrir vináttuna, samstarfið og sálu-
félagið.
Benedikt Sigurðsson.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar em beðnir að
hafa skímamöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
GUÐMUNDA
VIGFÚSDÓTTIR
+ Guðmunda Vig-
fúsdóttir fæddist
í Tungu f Nauteyrar-
hreppi 1. júlí 1909.
Hún andaðist á Elli-
og hjúkrunarheimil-
inu Grund 8. mars
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskapellu
17. mars.
Hmlangaþrauterliðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin bjórt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Þessar línur koma upp í hugann
er við minnumst Guðmundu ömmu.
Því nú era þrautir hennar að baki
og við vitum að henni
líður vel. Stundum hef-
ur verið erfitt að heim-
sækja hana því að hún
vildi segja manni svo
margt en gat það ekki.
En oft sóttum við vel
að henni, og sat hún þá
og spjallaði við okkur
um Mfið í sveitinni hér
áður fyrr. í síðustu
heimsókn okkar áður
en við fórum vestur í
jólafrí, var hún mjög
kát og tók vel á móti
okkur. En eftir ára-
mótin fór að draga af
henni og sáum við því hvert stefndi.
Elsku amma, við vitum að þér líð-
ur vel núna, og þið Hemmi afi erað
komin saman á ný.
Hvíl í friði.
Haukur og Dagný.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns,
EYJÓLFS SIGURÐSSONAR,
Skipasundi 75,
Reykjavfk.
Inga Magnúsdóttir og fjölskylda.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR,
Hraunkambi 6,
Hafnarfirði,
andaðist á Landspítalanum Reykjavík, laugar-
daginn 14. mars.
Lárus Kr. Lárusson,
Stefán Lárusson,
Sigrfður Lárusdóttir,
Guðný Lárusdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN GUÐMUNDSSON
múrari, frá Raufarhöfn,
Hörgsholti 23b, Hafnarfirði,
lést á heimili dóttur sinnar, aðfaranótt þriðju-
dagsins 17. mars.
Útförin auglýst síðar.
Sigurbjörg Björnsdóttir,
Sofffa Björnsdóttir,
Hreiðar Bjömsson,
Guðmundur Björnsson,
Ingi Bjömsson,
Guðjón Snæbjömsson,
Bozena Wolowitch,
Arnhildur Arnbjörnsdóttir,
Freydís Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
GUNNLAUGUR JÓNSSON
veggfóðrarameistari,
áður Snekkjuvogi 23,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt
mánudagsins 16. mars, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 23. mars kl. 10.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Anna S. Gunnlaugsdóttir, Rúnar Sveinbjörnsson,
Þorleifur Gunnlaugsson, Hjálmdfs Hafsteinsdóttir,
Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, Sigurður E. Rósarsson,
Sigurborg Gunnlaugsdóttir, Baldvin Einarsson,
Kristján Gunnlaugsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SKARPHÉÐINN HARALDSSON,
Rauðalæk 11,
Reykjavfk,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sigurlína Ingimundardóttir,
Sigrún Skarphéðinsdóttir,
Hilmar Skarphéðinsson, Helga Ólafsdóttir,
Ann Sigurlfn Lönnblad Ingi Valsson,
Skarphéðinn Sæmundsson.
+
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
HARALDUR B. BJARNASON
múrarameistari,
Vesturgötu 7,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Frt-
kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. mars kl.
13.30.
Sigrfður Bjarnadóttir, Erlendur Arens,
Elfn Bjarnadóttir, Eyjólfur Thoroddsen,
Thelma Grfmsdóttir,
Bjami Dagbjartsson,
Hjálmtýr Dagbjartsson,
Jón Dagbjartsson,
Hróbjartur Hróbjartsson,
Skúli Hróbjartsson,
Ingibjörg Jóhanna Erlendsdóttir,
Bjami Thoroddsen,
Ólafur Öm Thoroddsen,
Jóhann Thoroddsen,
Ólfna Elfn Thoroddsen
og makar þeirra.