Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 2
-fr
2 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Stæner sigraði
í Músíktilraunum
MUSIKTILRAUNUM, hljómsveita-
keppni Tónabæjar, Iauk sl. föstu-
dagskvöld.
Rafnfirska rokkhljómsveitin
Stæner sigraði í keppninni að
þessu sinni og hlaut hljóðverstíma
í sigurlaun. í öðru sæti varð hljóm-
sveitin Bisund og Mad Methods í
þriðja sæti. Þær hrepptu einnig
hljóðverstíma.
■ Hafnarflarðarrokkið/32
Leitað í þjóðlegan fróðleik um lækningamátt jurta og sjávardýra
I ÆTIHVANNAFRÆJUM, geit-
hvönn, baldursbrá og rót vallhumals
eru frumudrepandi efni. Við rann-
sókn og greiningu á efnunum kom
fram að virku efnin í ætihvanna-
fræjum voru tvenns konar, annars
vegar svokölluð kúmarín efni og
hins vegar ilmolíur.
Virkasta efnið í þessum ilmolíum
er límonín og eru raunar meira en
60% af ilmolíum í ætihvannafræjum
þetta límom'n. Límonín og skylt
efni, perillyl alkóhól, eru nú í
klínískum rannsóknum sem krabba-
meinslyf.
Þetta eru m.a. niðurstöður rann-
sókna íslenskra vísindamanna. Þeir
mældu einnig áhrif efna í jurtum á
hluta ónæmiskerfisins. Niðurstöður
úr þeirri mælingu sýna að fjölsykr-
ur í litunarmosa og lúpínurót hafa
áhrif á ónæmisprófið og verður það
Virk efni í fræi
og krossfiskum
rannsakað frekar. Einnig hefur
blóðberg, brenninetla, fífill, sóley,
söl og blöðruþang verið rannsakað,
en þær rannsóknir eru skemmra á
veg komnar.
Með rannsóknunum er ætlunin
að kanna hvort jurtir á íslandi séu
líklegar til að vera gagnlegar til
lækninga og hvort finna megi í
þessum jurtum efni sem hafa
áhugaverð líffræðilega virk efni sem
séu líkleg til að vera til heilsubótar.
Ef svo reynist verður stefnt að því
að kanna hvort grundvöllur sé fyrir
vinnslu slíkra efna og framleiðslu
fyrir heilsuvörumarkaðinn. Æti-
hvönn, geithvönn, litunarmosi og
fleiri jurtir hafa verið notaðar til
lækninga hér á landi í gegnum ald-
irnar, sumar allt frá landnámi.
Virk efni í svampi,
bertálkna og krossfisk
Rannsóknir á sjávarlífverum,
sem vísindamennimir vinna einnig
að, beinast að því að leita uppi
áhugaverðar tegundir og var m.a.
stuðst við þjóðtrú við þá leit. Síðan
eru virk efni þessara lífvera leituð
uppi með aðstoð skimprófs og ein-
angmð, komist að byggingu þeirra
og reynt með þeim upplýsingum að
leita uppi hlutverk og líklegt nota-
gildi með tilliti til framleiðslu á lyfj-
um og heilsubótarefnum. Tegund-
imar sem safnað var og virknipróf-
aðar vom bertálkni, brennihvelja,
egghylki beitukóngs, hrúðurkarlar,
krossfiskur, marflær og svampur.
Þrjár tegundir af þessum sjö,
svampur, bertálkni, sem er kuð-
ungslaus sæsnigill, og krossfiskur,
sýndu markverða virkni sem er
margfalt hærra hlutfall en sást í
rannsókninni á íslenskum lækninga-
jurtum eða 43%.
■ Heilsubót/10
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
Húsvísk fegurðardís
ÁSA María Guðmundsdóttir var
kjörin Fegurðardrottning Norð-
urlands í Sjallanum á Akureyri
á föstudagskvöld.
f öðru sæti varð Áshildur Hlín
Valtýsdóttir og var hún jafn-
framt valin besta ljósmyndafyr-
isætan. Þriðja varð Guðbjörg
Hermannsdóttir, sem einnig var
valin vinsælasta stúlkan.
„Ég er ekki búin að átta mig á
þessu ennþá,“ sagði Ása í stuttu
samtali í gær. „Undirbúningur-
inn fyrir keppnina hefur verið
strembinn en mjög skemmtileg-
ur enda stelpurnar frábærar,“
sagði Ása. Hún mun keppa um
titilinn Fegurðardrottning Is-
lands sem fram fer á Broadway
í maí nk. Ása verður 18 ára á
þessu ári.
Fegurðardrottning Norður-
lands 1997, Katrín Arnadóttir,
krýndi arftaka sinn.
Vistvænn
heyskeri
Vaðbrekka. Morgiinblaðið.
ENDURNÝTING er hugtak sem
mjög er haldið á lofti um þessar
mundir. Ljóst er að það eru margir
hlutir, ekki allir stórir í sniðum, sem
falla undir skilgreiningu þessa hug-
taks.
Dæmi um þetta er heyskerinn
sem sést á meðfylgjandi mynd.
Hagleiksmaðurinn Bjöm Hallur
Gunnarsson, bóndi og sjómaður á
Rangá í Tungu, smíðaði skerann úr
flökunarvélarhnífsblaði. Þetta er
ekki flókin smíði, blaðið úr flökunar-
vélinni einfaldlega skrúfað á skaft
og þá er kominn úrvals heyskeri.
Bjöm Hallur segir að mikið falli
til af svona blöðum sem hætt er að
nota í flökunarvélarnar, vegna þess
að þegar blöðin slitna yfir ákveðið
mark versnar svo nýtingin við flök-
unina að farga verður blöðunum.
Mjög hart og gott efni er í þessum
blöðum og þess vegna auðvelt að
koma í þau góðu biti með réttum
verkfæmm. Þó ekki sé hægt að
nota blöðin lengur í flökunarvél má
nota þau lengi sem heyskera og
vegna þess hvað blöðin bíta vel eru
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
HEYSKERINN vistvæni.
þau sérlega hagstæð til að skera
niður heyrúllur af öllum gerðum.
Auk þess sem blöðin era end-
umýtt er þetta sérlega ódýr lausn,
því þótt keypt sé skaft til að setja á
blöðin er kostnaðurinn óveralegur.
Geta má til samanburðar að venju-
legur rafmagnsheyskeri, sem er
seldur víða, kostar á bilinu sextíu til
hundrað þúsund krónur.
6(1
Heilsubót á landi og í
sjó
►íslenskir vísindamenn undir
stjórn Sigmundar Guðbjamasonar
prófessors leggja stund á rann-
sóknir á íslenskum lækningajurt-
um og sjávarfangi /10
Örmagna og áttavilltir
►Úrslit þingkosninganna í Úkra-
ínu um liðna helgi sýna að gnind-
vallarspumingum um stöðu þjóð-
arinnar eftir hrun Sovétríkjanna
hefur enn ekki verið svarað /12
í þorpinu læra fíklar
að lifa á ný
►Viðtal við Andrea Muccioli sem
rekur heilt þorp á Ítalíu, þar sem
fólk fær aðstoð við að losna undan
fíkniefnum /22
► 1-4
Landgrunnið
►Fimmtíu ár em nú iiðin frá því
að lög um landgmnn íslands vora
sett/1-4
► 1-16
Gullna ríkið
►í Kalifomíu kvikna hugmyndim-
ar en náttúmhamfarir eru högg-
ormurinn í Paradís /1-6
Erum við ekki íslend-
ingar
►Sveinn Einarsson leikstjóri og
rithöfundur hefur um langt árabil
verið einn atkvæðamesti leikhús-
maður íslenskur /8
FERÐALÖG
► 1-4
Tónleikar á tröppum
Schönbrunn
►Kórar og hljómsveitir hafa tæki-
færi til að halda ókeypis tónleika
á tröppum Schönbrann-hallarinnar
í Vín frá apríl fram í október /1
Heillandi umgjörð um
heimssýningu
►Heimssýningin Expo ’98 verður
opnuð í Lissabon í vor /2
BILAR
► 1-4
Almera reynist best
►Nissan Almera 1,4 var valinn
áreiðanlegasti bíllinn í könnun sem
gerð var í Þýskalandi /2
ATVINNA/
RAÐ/SMÁ
► 1 -24
Harpa velur Navision
Financials
►Megin markmiðið með nýju upp-
lýsinga- og viðskiptakerfi Hörpu
hf. er bætt þjónusta við viðskipta-
vini og umboðsaðila sem felst
meðal annars í varðveislu upplýs-
inga um sérliti /1
FASTIR ÞÆTTiR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 46
Leiðari 30 Stjömuspá 46
Helgispjall 30 Skák 46
Reykjavíkurbréf 30 Fólk í fréttum 50
Minningar 37 Útv./sjónv. 49,58
Myndasögur 44 Dagbók/veður 59
Bréftil blaðsins 44 Skoðun 32
Hugvekja 46 Mannlífsstr. 7c
Idag 46 Dægurtónl. 13c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6
Mosfellsheiði
Brotist inn
í þrjá
vörubfla
BROTIST var inn í þrjá vörabíla á
Mosfellsheiði aðfaranótt gærdags-
ins og stolið síma og verkfæram.
Verknaðurinn var kærður til lög-
reglunnar á Selfossi klukkan átta í
gærmorgun.
Að sögn lögreglunnar vora rúður
brotnar, illa gengið um og mikið
skemmt. Tjón og skemmdir vora þó
nokkrar. Vitað er að ránið var
framið eftir miðnætti, en hvorki
hvað margir né hverjir vora að
verki.
Bifreiðunum hafði verið lagt við
vinnusvæði þar sem verið er að
leggja slóða vegna rafmagnslínu frá
Nesjavöllum til höfuðborgarsvæðis-
ins. Vörabflamir eru á vegum verk-
takans Ellerts Skúlasonar í Keflavík.
Lést í flugvél
FLUGVÉL frá bandaríska flugfé-
laginu USAir lenti á Keflavíkur-
flugvelli á fóstudag eftir að kona
hafði látist um borð.
Að sögn lögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli var tilkynnt að veik
kona væri um borð í vélinni, sem
var af gerðinni Boeing 767 og á
leið frá Evrópu til Bandaríkjanna.
Skömmu síðar var sagt að hún
væri látin. Vélin lenti klukkan
17.20 og var lík konunnar flutt frá
borði. Tveir bandarískir læknar
vora um borð í vélinni, en þeir
gátu ekki hjálpað konunni. Ekki er
vitað um dánarorsök.
Konan var 72 ára gömul og frá
Havertown í Pennsylvaníu. Hún
var á ferð ásamt dætrum sínum og
mágkonu.