Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 14
14 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
1
>
\
i
\
i
|
i
SKÍÐAMÓT ÍSLANDS
Haukur Arnórsson og Sigríður Þorláksdóttir íslandsmeistarar í stórsvigi
HAUKUR Arnórsson úr Ár-
manni og ísfirðingurinn Sig-
ríður B. Þorláksdóttir urðu ís-
landsmeistarar í stórsvigi
þegar keppt var í greininni í
gærmorgun i Hlíðarfjalli við
Akureyri þar sem landsmótið
fer fram. Veður var frábært;
sól og logn, skíðafærið einnig
afar gott og aðstæður því
eins og best verður á kosið.
Enda rómuðu keppendur allir
mjög aðstæður og skipuiagn-
ingu mótsins. Haukur var
með besta tíma karlanna í
báðum ferðum og Sigríður
lagði grunninn að sigri sínum
með frábærri fyrri ferð; var
þá einni og hálfri sekúndu á
undan Brynju Þorsteinsdóttur
frá Akureyri, sem var önnur,
og þess má geta að tími Sig-
ríðar hefði nægt henni til
fimmta sætis í karlaflokki eft-
ir fyrri ferð, en konur og karl-
ar renndu sér í sömu braut.
Sérstaklega
gaman að
vinna Kristin
„Ég varð íslandsmeistari í fyrsta
skipti í fyrra, í svigi, og nú hef ég
bætt íslandsmeistaratitlinum í stór-
svigi við. Þessi árangur minn hefur
ekki fengið neinn skilning hjá
Skíðasambandi íslands, stefna þess
virðist aðeins að styrkja einn skíða-
mann, Kristin Björnsson. Ég hef
ekki fengið eina krónu frá skíða-
sambandinu þrátt fyrir loforð þar
um. Ég er orðinn ansi þreyttur á
þessu og ef engin breyting verður á
er ég hættur," sagði Haukur.
Fyrirfram var búist við mikilli
keppni milli Kristins og Björgvins
Björgvinssonar, Dalvíkingsins unga
sem sigraði í risasviginu á föstudag
- og lýsti því yfir í Morgunblaðinu
íyrir skömmu að hann ætlaði sér
sigur í stórsviginu hér á landsmót-
inu; ætlaði sér að sigra Kristin. En
Kristinn Bjömsson varð að sætta
sig við annað sætið annan dag-
inn í röð á landsmót-
Valur inu, en hann var í
Jónatansson öðru sæti á eftir
skrífar Björgvin Björgvins-
syni í risasviginu á
föstudag. Isfirðingurinn Amór
Gunnarsson varð þriðji í gær. Hjá
stúlkunum varð Brynja Þorsteins-
dóttir önnur og í þriðja sæti varð
KR-ingurinn Theódóra Mathiesen.
Haukur var með besta tima Is-
lendinganna eftir fyrri ferð, 53,76
sek., en fljótastur í mark varð
reyndar Daninn Tejs Broberg, sem
keppir sem gestur. Hann fór fyrri
ferð á 53,70 sek. Kristinn var í öðm
sæti Islendinganna á 54,31 sek. og
Amór þriðji á 55,55 sek.
Haukur fór síðari ferð á 55,17 og
samanlagt á 1.48,93 mín. Daninn
fékk annan besta samanlagðan
tíma, fór síðari ferð á 55,50 og sam-
tals á 1.49,20 en Kristinn fór seinni
ferð á 55,91 og samanlagt á 1.50,22.
Hann var því tæpri hálfri sekúndu á
eftir Hauki. Amór Gunnarsson fór
seinni ferðina á 56,03 sek. og fékk
því samanlagðan tíma 1.51,58 mín.
„Ég er alveg í skýjunum, átti alls
ekki von á þessu,“ sagði Haukur
Arnórsson eftir sigurinn í stórsvig-
inu í gærmorgun. „Ég hef verið að
ná mér mjög vel á strik á æfingum
að undanfömu og er að toppa núna.
Það var líka sérstaklega skemmti-
legt að vinna Kristin Bjömsson sem
af mörgum hefur verið talinn ósigr-
andi,“ sagði Haukur við Morgun-
blaðið eftir að sigur hans var í höfn.
Morgunblaðið/Golli
SIGRÍÐUR B. Þorláksdóttir í stórsviginu. Hún var frábær í fyrri ferðinni og hefði tími hennar nægt til fimmta sætis í karlaflokki.
Morgunblaðið/Golli
HAUKUR Arnórsson í stórsvigsbrautinni. „Ég hef verið að ná mér mjög vel á strik á æfingum að undanförnu og er að toppa núna.“
það fór á annan veg. Björgvin fór
mjög vel af stað í fyrri ferðinni en
þegar hann var kominn niður í
miðja braut hrökk annað skíðið af
honum. „Þetta voru mikil vonbrigði.
Bindingarnar gáfu sig; þetta er
bara ónýtt drasl,“ sagði Björgvin
við Morgunblaðið og var greinilega
mjög vonsvikinn.
Jóhann Haukur Hafstein, sem
líka var talinn líklegur til afreka í
stórsviginu, féll einnig úr keppni í
fyrri ferðinni.
Kristinn Bjömsson sagðist vera
mjög sáttur við annað sætið þrátt
íyrir allt. „Mér gekk mjög vel og
það var ekkert sem fór úrskeiðis.
Haukur var einfaldlega betri en ég.
Ég gat alveg eins búist við þessu,
enda er þetta aðeins fjórði dagurinn
sem ég fer í stórsvig í vetur og í
þriðja sinn sem ég keppi í greininni
á keppnistímabilinu," sagði Krist-
inn. Hann kvaðst ekki vera í alveg
jafn góðri æfingu og fyrr í vetur,
þegar hann var í baráttunni í heims-
bikarkeppninni og því hafi ekki
mátt búst við því að hann hefði yfir-
burði hér á mótinu. „Nú er svigið
eftir [í dag, sunnudag] og auðvitað
hlýt ég að teljast sigurstranglegur
þar en ég ætla ekki að vera með
neinar yfirlýsingar," sagði Kristinn
Bjömsson, sem hefur nú tapað þeim
tveimur íslandsmeistaratitlum sem
hann vann til í fyrra. Hann sigraði
þá í risasvigi og stórsvigi en lauk
ekki keppni í svigi.
íslandsmeistarinn í kvennaflokki
er Sigríður B. Þorláksdóttir frá ísa-
firði. „Ég er mjög ánægð með að
hafa endurheimt íslandsmeistara-
titilinn í stórsvigi frá 1996. Þá varð
ég þrefaldur meistari og nú ætla ég
mér að endurtaka leikinn.“ Þess má
geta að hún rifbeinsbrotnaði tveim-
ur dögum fyrir Islandsmótið í fyrra
og var þess vegna ekki með þá. „Ég
er mjög ánægð með fyrri umferðina
en var svolítið taugaóstyrk þegar ég
fór þá síðari," sagði Sigríður eftir að
hún kom í mark sem sigurvegari.
„Ég hef verið betri í svigi en stór-
svigi hingað til en hef verið að ná
mér vel á strik á stórsviginu í vet-
ur.“ Sigríður upplýsti að hún hefði
verið frá æfingum allan febrúar-
mánuð vegna þess að hún hefði rist-
arbrotnað. Hún keppti ekki í risa-
sviginu í gær, sagðist ekki keppa
bara til að vera með en hún hefði lít-
ið æft þá grein.
Tímar þriggja efstu kvenna voru
sem hér segir: Sigríður 56,77 og
59,15 sek. Samanlagt 1.55,92 mín.
Brynja 57,58 og 59,36 og samanlagt
1.56,94. Theodóra 59,13 sek. og
1.00,1 mín og því samanlagt 1.59,14.