Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 19

Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 19 Reuters Rússar syrgja Ulanovu ÞÚSUNDIR manna fylgdu hinni dáðu rússnesku ballerínu Galinu Ulanovu er hún var borin til grafar á dögunum. Var lík henn- ar borið frá Bolshoi-leikhúsinu, þar sem Ulanova var aðaldansari á árunum 1944-1960. Hún var 88 ára er hún lést en hún er talin ein af mestu dönsurum þessarar aldar. Á meðal þeirra sem minntust Ulanovu var Borís Jeltsin Rúss- landsforseti, sem sagði hana hafa verið „tákn samvisku, heiðurs og virðuleika í listum.“ Var skeyti forsetans lesið upp við minning- arathöfn um Ulanovu sem fram för í Bolshoi. Hún var borin til grafar í Novodevishí-kirkjugarð- inum, þar sem margir af þekkt- ustu listamönnum Rússlands hvfla. Ulanova dansaði einnig vestan járnljalds, í Bretlandi og Banda- ríkjunum, og báru gagnrýnendur mikið lof á frammistöðu hennar. Er ferli hennar sem ballerínu lauk, tók Ulanova við starfi list- dansstjóra Bolshoi og var við störf fram undir það síðasta. Fiðluleikur í Fellum TONLIST Fella- oo Hólakirkja FIÐLUTÓNLEIKAR Verk eftir Dimitri Shostakovich, Jó- hann Sebastian Bach, Henri Wieni- awski og César Franck. Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fíðla, Andrea Kristins- dóttir, fiðla, Svetlana Gorokhovich, píanó. Fella- og Hólakirkju, þriðju- daginn 31. mars kl. 20.30. ÞAÐ er allt of fáheyrt hér á landi að fiðluleikarar efni til einleikstón- leika. Undanfarin ár hafa tugir ungra og efnilegra fiðluleikara hald- ið utan til framhaldsnáms; sumir hafa sest þar að en flestir þó snúið heim að námi loknu. Þeir hafa tekið að sér kennslu í tónlistarskólum landsins og margir eru starfandi við Sinfóníuhljómsveit íslands. Fiðlu- leikarar hafa hins vegar ekki allir sinnt þeirri skyldu sinni að kynna tónbókmenntir fiðlunnar fyrir lands- mönnum. Þeir fiðluleikarar sem halda reglulega tónleika bæta úr brýnni þörf. Ástæða er til þess að hvetja fleiri til þess að gera slíkt hið sama; það er hægt að kjósa sér þann vettvang sem hverjum og einum hugnast; mikil þörf er fyrir tónleika úti á landi og eftir því sem „Tónlist fyrir alla“ vex fiskur um hrygg aukast möguleikar hljóðfæraleikara til þess að koma fram og fá jafn- framt mannsæmandi greitt fyrir vinnu sína. Sérhverjir tónleikar, hvar sem er um landið, miða að því að mennta þjóðina og auðga líf hennar. Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleik- ari lagði fram sinn skerf í þessa veru síðastliðið þriðjudagskvöld. Hún efndi til tónleika í Fella- og Hóla- kirkju ásamt undirleikara sínum Svetlönu Gorokhovich frá Rúss- landi. Á efnisskrá voru nokkrar feg- urstu perlur tónbókmenntanna sem allt of sjaldan heyrast leiknar hér á landi. Tónleikarnir hófust á fjórum prelúdíum óp. 34 eftir Dimitri Shostakovich. Þær voru upphaflega samdar fyrir píanó en Tziganov út- setti þær fyrir fiðlu og píanó. Því næst lék Eva Mjöll einleikspartítu nr. 2 í d-moll eftir Jóhann Sebastian Baeh. Bach samdi sex verk fyrir ein- leiksfiðlu; þrjár sónötur og þrjár svokallaðar partítur. Sónötumar voru hugsaðar sem kirkjuleg verk en partíturnar sem röð veraldlegra dansa frá ýmsum löndum. I partítu númer tvö eru dansarnir fimm; þýskur allemande, corrente frá Frakklandi, spönsk sarabanda og ensk gíga að viðbættri chacconne. Bach byggir þættina á hrynjandi dansanna en gæðir þá slíku lífi að þeir verða hver um sig að glæsilegri listasmíð. Standi einhver sónata eins og klettur upp úr hafi franskrar tónlist- arsögu síðustu aldar er það sónatan í A-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Cés- ar Franck. Sónatan er til marg- klippt og pródúseruð á geisladiskum um víða veröld án þess þó að flutn- ingurinn snerti mann. Að verða hins vegar vitni að því á tónleikum hvernig listamennirnir takast á við þessa stórkostlegu tónsmíð er engu líkt. Þættirnir fjórir eru hver öðrum fegurri; samtal hljóðfæranna er á stundum töfrum líkast, hvort heldur í hljóðlátri bæn upphafsþáttarins eða í ólgandi lokakaflanum. Efnisskrá tónleikanna ber vott um áræði Evu Mjallar. Hún valdi sér að viðfangsefni ein erfíðustu verk tónbókmenntanna og á heiður skilinn fyrir það. Hún hefur mjög fínlegan tón sem naut sín best í ein- leikspartítu Bachs. Þar laðaði hún fram ótal blæbrigði dansanna á næstum óendanlega kyrrlátan hátt. I sónötunni eftir Franck hefði þó mátt hugsa sér voldugri hljóm fiðl- unnar til jafns við sterkan undirleik Svetlönu Gorokhovich. Svetlana er afburða píanóleikari. Hún gæddi sónötu Francks miklum karakter; var líkt og ólgandi haf sem virtist geta borið fley fiðlunnar hvert á land sem var. Á miðjum tónleikum steig Andrea Kristinsdóttir fram, átta ára dóttir Evu Mjallar, og lék tvö lög fyrir fiðlu. HressOegur leikur hennar setti skemmtilegan svip á tónleik- ana. Gaman verður að fylgjast með því hvernig þeim mæðgum vegnar í framtíðinni með fiðluna undir kinn. Gunnsteinn Ólafsson Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. <hslen&kwv Setcu mcátómötum/oq/ólífum/ . Himneskur í salatið, scm meðlæti eða snarl. Æjf Stáii -^Cnuuv Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. c$Zfámaa&tM/ Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. Á kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. ^^Xamíua/ ka&laíi/ Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. SQúm&^Vjifa/ Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti. Bragðast mjög vel djúpsteikt. cYYla&caxpane/ Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. &)ala/-CbJlfa/ Sígildur veisluostur, fer vel á ostabakka. Alltaf góður með brauði og kexi. f ‘rPcwt Salut Bestur með ávöxtum, brauði og kexi. c€JiáóaQ&tun/ Tilvalinn til matargerðar í súpur, sósur eða til fyllingar i kjöt- og fiskrétti. Góður einn og sér. fYíeiúAáa&tm/ Kryddar hverja veislu. ISLENSKIR W OSTar, .V" ''XsMilauii&Yme/ Kærkominn á ostabakkann, með kexi, brauði og ávöxtum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.