Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Byltingin
blíða
Við erum öll orðin vön því að ung börn
læri að hiala, skríða, ganga, tala. Hins
vegar kann bað að hlióma undarlega að
hægt sé að kenna börnum undir eins árs
aldri að lesa. En þessa dagana heldur
Kolbrún Sveinsdóttir námskeið í Norræna
húsinu og víðar fvrir foreldra þar sem
hún kennir þeim að kenna ungum börnum
lestur. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við
Kolbrúnu um gildi lestrarkennslu fyrir
ung börn, markmiðin og árangurinn.
Morgunblaðia/Ámi Sæberg
KOLBRÚN Sveinsdóttir kennir foreldrum að
kenna ungbörnum lestur.
Þessi aðferð við lestrarkennslu ungbarna
var upphaflega notuð til að hjálpa þroska-
heftum börnum að læra að lesa en hefur
síðan náð útbreiðslu við ungbarna-
kennslu, auk þess sem henni er beitt í
skólum meðfram hefðbundnari aðferðum.
Foreldrar undrast hve ungbarnið þeirra
er næmt og athygli þess vakandi. Þeir
taka eftir atriðum sem bera vott um af-
burðagáfur og þótt foreldrarnir þori oft
ekki að segja það, eru margir þeirra
sannfærðir um að þeim hafi fæðst snill-
ingur. Og það er alveg rétt.
IMYNDAÐU þér byltingu án
sársauka, án dauða, án
blóðsúthellinga, án eyðilegg-
ingar. Samt eru tveir and-
stæðingar: Annars vegar hefð-
bundin viðhorf, hins vegar trúin á
að „þannig sé þetta bara.“
Það var árið 1963 að út kom bók
sem bar heitið „How to Teach Your
Baby to Read,“ eða Kenndu bam-
inu þínu að lesa, eftir Glenn Dole.
Og þar með var byltingin blíða haf-
in. Ekki vegna þess að mæður
hefðu aldrei áttað sig fyrr á því að
nauðsynlegt væri að kenna böm-
unum að lesa - heldur vegna þess
að bókin vísaði foreldmm veginn í
lestrarkennslu ungbama.
Velflestar mæður bera miklar
væntingar í bjrósti fyrir bömin sín.
Við viljum að þau séu góðir náms-
menn, standi sig vel í öllum grein-
um, séu fljót að átta sig, nái
árangri í listum og íþróttum, eigi
auðvelt með að læra tungumál, séu
kurteis, aðlaðandi, allra hugljúfí;
þau dansi á rósum í sól og logni í
gegnum lífíð. Hins vegar getur vaf-
ist fyrir okkur að smíða handa
þeim svona vel lukkað lífshandrit.
Við vitum ekki á hverju við eigum
að byrja, hvar skal bera niður,
hvemig við eigum að ná til þeirra -
og fyrstu árin fara í þetta venju-
lega, kenna þeim að tala og ganga,
pissa í kopp og hlýða. Einmitt á
þeim tíma sem þau hafa mesta
námshæfileika, era næmust og allt
sem þau sjá og heyra límist í heil-
anum á þeim.
Þegar „How to Teach Your Baby
to Read“ kom út, bylti hún öllum
fyrri hugmyndum um bamaupp-
eldi - og þúsundir mæðra stukku á
bókina, sannfærðar um að ekki
gæti hún skaðað. Bókin var gefin
út í Bretlandi, Þýskalandi, Frakk-
landi, Italíu, Spáni og Portúgal og
er óhætt að segja að hún hafí selst
eins og heitar lummur. Þegar ár-
angurinn var skoðaður hjá þeim
bömum sem kennsluna höfðu feng-
ið, stóðu fímm þættir upp úr:
1. Bömin höfðu lært að lesa
áreynslulaust.
2. Bömin höfðu notið þess að
læra.
3. Lestrarkennslan hafði treyst
kærleikann milli móður og bams.
4. Virðing móðurinnar fyrir
baminu hafði margfaldast.
5. Um leið og hæfni bama til að
lesa jókst, jókst áhugi þeirra á að
læra meira, auk þess sem hæfni
þeirra á fleiri sviðum jókst.
Á þeim tuttugu og fimm áram
sem síðan hafa liðið hefur Glenn
Doman rannsakað þá möguleika
sem liggja í „óvitum" nánar og
skrifað þrjár bækur í viðbót:
„What To Do About Your Brain-
Injured Child,“ eða Hvemig get-
urðu hjálpað heilaskaðaða baminu
þínu, „Teach Your Baby Math,“
eða kenndu barninu þínu stærð-
fræði og „How To Multiply Your
Baby’s Intelligence," eða Hvemig
þú margfaldar greind bamsins
þíns.“
Leikur en ekki kennsla
Hér á landi hefur þessi ung-
barnafræðsla farið fremur hljótt.
Hún hefur verið dálítið lengi að
berast hingað - en þó nógu hratt til
þess að Kolbrún Sveinsdóttir frétti
af henni fyrir fjórtán árum, þegar
hún sjálf var með átján mánaða
barn. Kolbrún ákvað að prófa
þessa aðferð - sannfærð um að hún
gæti ekki skaðað dóttur hennar.
Hún segir þær mæðgur hafa haft
mikla ánægju af þessum samveru-
stundum og árangurinn hafi verið
augljós frá byrjun; lestrarkennslan
hafi skerpt athyglisgáfuna, einbeit-
inguna og minnið til muna.
„Árangurinn er það góður, að
mig langar til að vekja athygli á
þessum möguleikum og aðstoða
aðra við að nýta þá,“ segir Kol-
brún. „Þetta er í rauninni sáraein-
falt kerfi og tekur lítinn tíma á degi
hverjum. Sjálf var ég útivinnandi
þegar ég var með dóttur mína litla
og veit að það er nægur tími til að
kenna bömunum. En maður má
ekki líta á þetta sem kennslu, held-
ur leik.
Þessi aðferð við lestrarkennslu
ungbarna var upphaflega notuð til
að hjálpa þroskaheftum bömum að
læra að lesa en hefur síðan náð út-
breiðslu við ungbamakennslu, auk
þess sem henni er beitt í skólum
meðfram hefðbundnari aðferðum.
Aðferðin felst í einföldum leik,
u.þ.b. tíu mínútur á dag. Hún eflir
tengsl foreldra og barna og örvar
foreldra til að fylgjast með námi
bama sinna eftirleiðis."
Þú ert að tala um böm innan við
eins árs. Ég verð nú að segja að
þetta hljómar dálítið „absúrd“ í
mínum eyrum.
„Þetta er ekkert meira „absúrd“
en ungbarnasund. Og í Suzuki
skólanum hefja böm tónlistarnám
allt frá tveggja ára aldri.
Upphafsmaður þessarar aðferð-
ar við lestrarkennslu, Glenn Dom-
an, rekur skóla í Bandaríkjunum
þar sem foreldrar koma til að læra
að kenna börnum sínum og undir
hans handleiðslu hefur þeim tekist
að ná ótrúlegum árangri á mörgum
sviðum öðrum en lestri, til dæmis
stærðfræði, tónlist, ballett, mynd-
list, landafræði og margt fleira.
Doman heldur því fram að ungböm
búi yfir afburða tungumálahæfi-
leikum sem sannast best á því að
böm geta lært tvö tungumál - og
jafnvel fleiri - á einu ári. Þetta
leikum við ekki eftir síðar á æv-
inni.“
Og frá hvaða aldri er hægt að
kenna börnunum að lesa?
„Frá því að skynfærin eru orðin
nógu þroskuð - og þau eru mjög
námfús. Doman gengur svo langt
að segja að börn vilji frekar læra
en að borða.“
Heilbrigt ungbam hefur allt til
að bera til að verða snillingur
„Böm byrja að læra frá fæðingu.
Þau byrja strax að læra að tala
þegar þau heyra talað mál, þótt ár-
angurinn skili sér ekki strax. Á
sama hátt geta þau lært að lesa, ef
það er fyrir þeim haft. En að sjálf-
sögðu er sjón þeirra ekki nógu
þroskuð til að þau geti lesið venju-
legt prentmál. Skynfæri ungbarna
era enn lítið þroskuð og þau hafa
ekki öðlast þroska til að velja og
hafna. Þess vegna læra þau allt
sem er nægilega skýrt fyrir heyrn
og sjón. Við tölum, af eðlisávísun,
hátt og skýrt til lítilla barna. Ef við
tölum í venjulegum samræðutóni
við tveggja ára gamalt barn, er lík-
legt að það taki ekki eftir því að við
séum að tala. En námsþörfin er
óumdeilanleg og hverja vökustund
er barnið að læra að ná valdi á
hreyfmgum, svipbrigðum, hljóðum
og öllu mögulegu. Foreldrar undr-
ast hve ungbarnið þeirra er næmt
og athygli þess vakandi. Þeir taka
eftir atriðum sem bera vott um af-
burðagáfur og þótt foreldrarnir
þori oft ekki að segja það, eru
margir þeirra sannfærðir um að
þeim hafi fæðst snillingur.
Og það er alveg rétt.
Heilbrigt ungbarn hefur allt til
að bera til að verða snillingur og
það er á valdi foreldranna að leyfa
þeim að þroska snilligáfuna - eða
halda aftur af henni. Sjálfsbjargar-
hvöt rekur allt ungviði til þess að
læra að komast af, þegar frá fæð-
ingu.
Þegar í frumbemsku búa börn
yfir ótrúlega miklum hæfileikum til
að greina mun á formum og ég hef
séð með eigin augum tæplega
tveggja ára gamalt bam greina á
milli spjalda með 89 punktum á víð
og dreif og 90 punktum á víð og
dreif. Mamman veit bara muninn
vegna þess að aftan á spjaldinu
stendur hvort þeirra er með 89
punkta og hvort með 90 punkta.
Annars myndi hún engan mun sjá
á þeim.
Þessi hæfileiki nýtist mjög vel til
lestramáms. Og vegna þess að ég
var að tala um hæfni ungra barna
til að læra tvö og jafnvel fleiri
tungumál á einu ári, þá má benda á
til samanburðar að margir sitja við
að læra erlent tungumál tímunum
saman, ár eftir ár, en eru samt
ótalandi á málinu. Sama fólk hefur
hins vegar aldrei varið svo mikið
sem einni klukkustund til að læra
móðurmálið sem það hefur full-
komlega á valdi sínu.“
En þú ert að tala um spjöld með
punktum. Hvað koma þau lestrar-
kennslu við?
„Lestrarkennslan fer fram með
spjöldum, sem verða að vera í vissri
stærð og með ákveðnu letri - sem
líka er í ákveðinni stærð. Þessi
spjöld eru notuð í staðinn fyrir
mynd. Þú sýnir ungu bami bolta.
Bolti er hlutur og barnið skynjar
strax form hans og að hann skopp-
ar. Enda hafa öll ung böm mikið
gaman af boltum. Svo opnarðu
myndabók og sýnir barninu mynd
af bolta. Næst þegar þú sýnir barn-
inu myndina, veit það að þetta er
bolti og reynir að segja orðið bolti.
Flestir foreldrar þekkja þennan
leik. Við endurtökum hann þangað
til barnið kann að segja bolti.
í lestrarkennslunni beitum við
sömu aðferð, nema í staðinn fyrir
myndina af boltanum, notum við
„orðið“ bolti. Við notum orð í stað-
inn fyrir mynd. Þetta endurtökum
við aftur og aftur. Byrjum með
visst magn af spjöldum, bætum
hægt og rólega við þau, endurtök-
um nýju spjöldin og svo framvegis.
En við verðum að vera vakandi fyr-
ir því að barninu fari ekki að leið-
ast. Við bregðum spjöldunum upp í
örfáar sekúndur í senn. Þessi leik-
ur tekur kannski þrjár mínútur og
við leikum hann þrisvar á dag.
Þetta eru innan við tíu mínútur -
og má alls ekki taka lengi'i tíma.
Börnin eru eldsnögg að læra og
þeim fer að leiðast ef þetta tekur
langan tíma, auk þess sem þeim
leiðist að horfa á spjald sem þau
era búin að ná.“
Hver er skýringin á þessari
námshæfni ungbarna?
„Skýringin er sú að á þessum
tíma er heilinn í svo öram vexti og
þroska. Þá eru námshæfileikamir
miklu meiii en nokkra sinni síðar á
ævinni, enda lærum við meira á
fyrstu áram ævinnar en nokkurn
tímann síðar. Við læram að tala,
hlaupa, skríða og náum valdi á fín-
um hreyfingum. Það er á þessum
árum sem þráin eftir að læra rekur
böm til að naga, berja og rífa í
sundur leikföng og flest sem á vegi
þeirna verður.
Við getum tekið dansnám til
samanburðar. Mörg okkar reyna
að læra að dansa þegar við erum
orðin fullorðin - og það er mjög
erfitt. En við voram eldfljót að
læra að ganga. Við munum ekki
eftir að hafa haft mikið fyrir því.
Það var hreint ekki svo erfitt.
Við sem erum foreldrakynslóðin
lærðum mjög líklega að lesa þegar
við komum í skóla og fannst það
erfitt, mikið stagl. Þess vegna
finnst okkur ótrúlegt að börn geti
lært að lesa fyrirhafnarlaust."
Með aldrinum glötum við hæfi-
leikanum til að læra og muna
„Við getnað er egg í legi móður
aðeins sýnilegt í smásjá. Tveimur
vikum síðar hefur heilinn þroskast
nóg til að unnt er að greina hann.
Við fæðingu vegur barn þrjú til
fjögur kíló, eða mörgum milljónum
sinnum meira en egg við getnað.