Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 25
Það er augljóst að ef svona héldi
áfram myndi bamið vega mörg
tonn eftir nokkra mánuði. En það
gerist ekki þar sem þroskinn
hægist dag frá degi. Við fæðingu er
heilinn 11% af líkamsþyngd en hjá
fullorðnum aðeins 2,5%. Við fimm
ára aldur hefur heihnn tekið út
80% þroska síns og við átta ára ald-
ur hefur hann því sem næst náð
fullum þroska. HeiUnn þroskast
minna frá átta ára til átján ára en á
einu ári frá sjö til átta ára.
Enda eru engin takmörk fyrir
því hvað böm geta lært.
Flestir áh'ta að með aldrinum
verðum við gáfaðri. Það er ekki al-
veg rétt. Við öðlumst meiri visku
með aldrinum en um leið glötum við
miklu af hæfileika okkar til að læra
og muna. Ungböm fæðast hvorki
með visku né þekkingu en það er
mun auðveldara að kenna eins árs
gömlu bami að lesa en sjö ára
bami. Og það er auðveldara að læra
að lesa en að læra að tala. ÓHkt töl-
uðu máli er ritað orð alltaf eins. Það
hefur ekki mismunandi hreim eða
hljóðfall, það er ekki ógreinilegt eða
rennur saman við önnur orð. Lestr-
arkennsla þroskar athygh og minni
bamsins og gerir því kieift að nýta
meðfæddar gáfur sem best.
Og barnið þarf aldrei að streitast
við, heldur lærir það ómeðvitað og
fyrirhafnarlaust rétt eins og það
lærir að tala. Börn sem læra að
lesa í æsku þurfa ekki að stauta sig
áfram orð fyrir orð í tilbreytingar-
lausum tón. Orðin verða þeim ekki
fyrirstaða og þau lesa líflega og
með eðUlegum áherslum eftir efni
textans. Um leið þroskast sjón-
minni þeirra - sem er ómetanleg
hjálp við stafsetningu. Því yngra
sem bam lærir að lesa, því betur
les það.“
Þú leggur upp með spjöld með
orðum. Óg hvað svo?
„Já, á spjöldunum era orð - ekki
stafir. Orðið verður að ná yfir hlut.
Það þýðir ekkert að byrja á staf-
rófinu. Það þýðir ekkert að lyfta
upp spjaldi sem á stendur „B.“
Barnið veit ekkert hvað „B“ er.
Það getur ekki haldið á „B,“ nagað
það. Þú getur ekki gert neitt við
„B“ eitt og sér. En „bolti“ hefur
merkingu. Hann er hlutur - sem
barnið þekkir.
Þú byrjar á því að koma upp
heilmiklum orðaforða hjá baminu.
Síðan velurðu bók sem barnið má
ekki sjá, bók með einni setningu á
hverri blaðsíðu. Þú skrifar setning-
una niður og kennir hana á sama
hátt og orðin vora kennd. Síðan
fær barnið bókina og getur lesið
hana. Þar með ertu kominn með
lítinn lestrarhest og lestramámið á
ekki eftir að hamla árangri í skóla.
Það er auðvitað hægt að beita
þessari aðferð í stærðfræði - eða
hverju sem fólk vill leggja áherslu
á frá upphafi. Við höfum hins vegar
tilhneigingu til að halda að það sem
við áttum í erfiðleikum með hljóti
að vera erfitt fyrir börnin. En það
er ekki svo.“
En gerir skólakerfið ekki ráð
fyrir því að lestrarkennsla fari
fram innan veggja skólanna?
„Jú, jú, en ekki förum við að laga
börnin að skólakerfmu.“
Er ekki hætta á því að börnum
leiðist fyrstu árin í skóla, ef þau
eru orðin læs?
„Það er ekkert sem segir að
börnum sem hafa þekkingu og
hæfni leiðist. Þau finna sér leið.
Þau era betur undir það búin að
takast á við aðstæður sem bjóða
upp á leiðindi. Ég held að þeim
bömum sem ráða ekki við náms-
efnið leiðist miklu meira í skóla.
Ég held að við ættum að fara að
velta fyrir okkur hvernig við foram
með hæfileika barnanna okkar. Við
eyðum fyrstu fimm áranum í að
þagga niður í þeim. Við hreinlega
meinum þeim að læra. Svo um
fimm ára aldurinn hefur hæfileik-
inn til að læra dofnað, vegna þess
að þá tekur rökkerfið við, þ.e.a.s.
hæfni þeirra færist yfir á annað
svið. Um leið dregur úr þeim hraða
sem þau hafa búið yfir til að læra
nýja hluti. Og þá er orðið of seint
að nýta þá snilUgáfu sem hvert
barn býr yfir.“
Safnaðarstarf
Reykjavíkurprófastsdæmi. Há-
degisfundur presta á morgun,
mánudag, kl. 12 í Bústaðakirkju.
Áskirlga. Æskulýðsfélag mánu-
dagskvöld kl. 20.
Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf
mánudagskvöld kl. 20.30.
Digraneskirkja. Starf aldraðra á
þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, mat-
ur, helgistund.
Dómkirkjan. Kl. 11 barnasam-
koma í safnaðarheimilinu, Lækjar-
götu 14a.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Létt-
ur málsverður í gamla félagsheim-
ilinu að stundinni lokinni.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn
mánudag kl. 10-12. Ágústa Guð-
marsdóttir sjúkraþjálfari ræðir
um hreyfiþroska baraa.
Páskaglaðningur. Allar mæður
velkomnar með lítil- börn sín.
Æskulýðsfélagið mánudagskvöld
kl. 20.'
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið
Örk kl. 20.
Neskirkja. Foreldramorgunn mið-
vikudag kl. 10-12. Gestir úr Há-
teigssókn koma í heimsókn.
Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7-9 ára
stráka og stelpur kl. 13-14 i safn-
aðarheimili Árbæjarkirkju. Æsku-
lýðsfundur yngri deildar kl. 20-22 í
kvöld. Starf fyrir 10-12 ára sti'áka
og stelpur mánudag kl. 17-18. AlUr
velkomnir.
Fella- og Hólakirkja. Bænastund
og fyi’irbænir mánudaga kl. 18.
Tekið á móti bænaefnum í kirkj-
unni. Æskulýðsfélag unglinga á
mánudögum kl. 20.30. For-
eldramorgunn í safnaðarheimilinu
þriðjudag kl. 10-12.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænaefnum í
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17.
Kyrrðarstund mánudag kl. 12.
Altarisganga, fyrirbænir. Léttur
hádegisverður. Sorgarhópur á
mánudögum kl. 20 í umsjón prest-
anna.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag
Hjallakirkju kl. 20.30 fyrir ung-
linga 13-15 ára. Páskabingó kl. 20
á þriðjudag á vegum safnaðarfé-
lagsins. Allir velkomnir. Prédikun-
arklúbbur presta er á þriðjudög-
um kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson héraðs-
prestur.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumað-
ur G. Theodór Birgisson. Almenn
samkoma kl. 16.30. Ungt fólk
verður með vitnisburði. AJlir
hjartanlega velkomnir.
Kópavogskirkja. Samvera Æsku-
lýðsfélagsins kl. 20 í safnaðarheim-
ilinu Borgum.
Seljakirkja. Fundur KFUK
mánudag. Fyrir 6-9 ára stelpur
kl. 17.15-18.15 og fyrir 10-12 ára
kl. 18.30-19.30. Mömmumorgnar
á þriðjudögum kl. 10.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús
kl. 20-22 æskulýðsfél. 13-15 ára.
Landakirkja, Vestm. Strax að
lokinni guðsþjónustu hefst hið ár-
lega kristniboðskaffi KFUM & K
í safnaðarheimilinu. Allir bæjar-
búar hvattir til að koma. Kl. 20.30
unglingafundur. Á morgun,
mánudag, bænasamvera í KFUM
& K-húsinu kl. 20.30.
Hugsaðu fyrst!
Hugsaðu hratt!
Hugsaðu sjálfstætt!
Nú eru þessar öflugu Power Macintosh 6500/250 á sérlega gáðu verði.
•——
» i i i < > ii i * * ■) i i * H t « t
I H
i i I i" I i i i i f
Tölvurnar eru meö 250 MHz PowerPC 603e örgjörva, 32 Mb vinnsluminni,
4 Gb harbdiski, SD-hrööunarkorti, 24-hraöa geisladrifi, L2 flýtiminni,
innbygg&u ZlP-drifi, 36W hátalara-pari meb 3-D og LivePix-myndvinnsluforriti.
Tilboð 1: m/15" Multiple Display-skjá:
Tilboð 2: m/17" 720-skjá:
239.900,-
Umboö Akureyri:
Haftækni
(D
V/SA
B8HH
Apple-umboðið
Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111
Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is