Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 37^
ANNA
SÆMUNDSDÓTTIR
+ Anna Sæmunds-
dóttir fæddist í
Baldut-shaga á
Stokkseyri 21. febrú-
ar 1909. Hún Iést á
Umönnunar- og
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 26. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Astríð-
ur Helgadóttir, f. 28.
ágúst 1883, og Sæ-
mundur Benedikts-
son, f. 6. desember
1879. Systkini henn-
ar eru Benedikt, f. 7.
október 1907, Guð-
rún, f. 19. febrúar 1909, látin,
Ástmundur, f. 23. október 1910,
látinn, Þorvaldur, f. 20. septem-
ber 1918, Helgi, f. 17. júlí 1920,
og Ástbjartur, f. 7. febrúar 1926.
Anna var tvígift og eignaðist
4-
Það vex eitt blóm á bak við húsið mitt
í björtum reit á milli grárra veggja.
Og þó að blómið sé ei blómið þitt,
á blómið skylt við hjörtu okkar beggja.
Sjá, morgun hvem, er morgunsólin skín,
er mynd vor búin litum þess og angan.
Því okkar hjörtu eru eins og vín
og einnig blómsins sál er vín og angan.
Og morgun hvem, er morgunsólin skín,
er mildir geislar ungu blöðin kitla,
ég minnist þess, að þú varst stúlkan mín
og þögul tárin falla á blómið litla.
(Vilhjálmur frá Skáholti)
Mig langar að kveðja tengda-
móður mína, hana Önnu Sæm eins
og hún var alltaf kölluð, og þakka
henni fyrir öll árin sem við áttum
samleið. Þau eru orðin býsna mörg
eða allt frá árinu 1950. Þegar ég
kynntist Önnu fyrst bjó hún ein
með börnum sínum. Ég veit hve
erfitt það var fyrir svo skapmikla
konu, þegar einkasonurinn flutti að
heiman, henni fannst hann væri sér
glataður. En svo var auðvitað ekki.
Með honum fékk hún bara aðra
dóttur, þótt tengdadóttir væri.
Hún Anna var mér svo sannar-
lega góð tengdamóðir og meira en
það, hún var trúnaðarvinur minn,
sem gott var að eiga að.
Henni þótti afar vænt um okkur
öll, gerði þar ekki upp á milli, hún
breiddi sig út fyrir okkur og vildi
allt fyrir okkur gera, sem hún
framast mátti. Sérstaklega vil ég
þakka henni fyrir hversu góð amma
og seinna langamma hún var, það
var ómetanlegt. Eins og áður sagði
var Anna skapmikil kona en gjaf-
mild var hún, gaf af örlæti og
ábyggilega oft um efni fram. Hvar
sem hún bjó átti hún fallegt heimili
og var höfðingi heim að sækja.
Oft dvaldi hún hjá okkur á hátíð-
um og tyllidögum og að sjálfsögðu
var amman alltaf með ef eitthvað
var um að vera og var hún óspör á
að rétta hjálparhönd við frágang
svona eftir á. Þá sagði hún oft við
mig: „Alltaf ert þú best af öllum.“
Ég veit að hún meinti það, eins
hreinskilin og hún var, það þurfti
bara ekki svo mikið til að gleðja
hana.
Það var svo sárt þegar hún Anna
greindist með Alzheimer og erfitt
að horfa upp á hvemig þessi skelfi-
legi sjúkdómur leikur fólk. En lánið
var að hún komst inn á umönnunar-
og hjúkrunarheimilið Skjól og fékk
þar þá bestu umönnun sem hægt
var að hugsa sér. Mér hlýnaði alltaf
um hjartaræturnar þegar ég kom
þangað og sá hvað allt var glans-
andi hreint og hvað hún Anna var
fín og hárið fallegt, það átti nú vel
við þessa hreinlegu konu. Öllu því
góða starfsfólki á Skjóli eru færðar
hjartans þakkir fyrir hvað það
hugsaði vel um hana og lét hana
halda reisn sinni allt fram á það síð-
asta. Það var dásamlegt.
Ég veit að hún Anna kveið ekki
umskiptunum, hún sagði mér það
oft á árum áður að hún hlakkaði
miklu fremur til en hitt, því að þar
| biðu svo margir góðir að taka á
tvö börn. Þau eru
Kristján Kaj Garð-
arsson og Guðrún
Margrét Guðjóns-
dóttir. Kona
Kristjáns er Snjólaug
Kristjánsdóttir og
eiga þau tvö börn,
Önnu Jónínu og Frið-
rik. Synir Guðrúnar
eru Bjöm Leósson
og Ragnar Kristján
Gunnlaugsson.
Barnabarnabörnin
eru fimm og tvö
stjúpbarnabörn.
Anna bjó lengst af
í Reykjavík utan sex ár er hún
bjó á Ákranesi.
Útför Önnu fer fram frá Ás-
kirkju á morgun, mánudaginn 6.
apríl, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
móti henni og hún hlakkaði til
þeirra endurfunda.
Elsu Anna mín, ástarþakkir og
kveðjur frá okkur öllum bömunum
þínum, sem þér þótti svo vænt um.
Guð blessi þig og varðveiti um
alla eilífð.
Þín tengdadóttir
Snjólaug Krisljánsdóttir.
Ó, sláðu hægt mitt hjarta
og hræðstu ei myrkrið svarta.
Með sól og birtu bjarta
þér birtist vor á ný.
Oganganrósarauðra
mun rísa af gröfúm dauðra.
Og vesæld veikra og snauðra
mun víkja fyrir því.
(S.S.)
Blessuð sé minning móður minn-
ar, Önnu Sæmundsdóttur.
Guðrún.
Kyssti mig sól og sagði:
Sérðu ekki hvað ég skín?
Gleymdu nú vetrargaddinum sára,
gleymdu honum ástin mín.
Nú er ég átján ára.
(G.B.)
I minningu ömmu minnar, Önnu
Sæmundsdóttur, skrifa ég þessar
línur. Þó finnst mér sem engin orð
geti lýst því sem hún var mér í líf-
inu.
Lífshlaup hennar var allt annað
en auðvelt, en hún hélt þó alltaf
áfram þótt á móti blési. Þar komu
skapfesta, nægjusemi og létt lund
henni að góðu. Amma var alþýðu-
kona, af alþýðufólki komin. Hún
varð ung einstæð móðir á þeim tím-
um þegar slíkt var fátítt og mun
erfiðara en í dag. Amma var mikill
vinnuforkur og gekk aldrei frá hálf-
kláruðu verki. Það var henni mikið
áfall þegar heilsan bilaði um miðjan
aldur og eftir það varð hún að láta
reglulega vinnu eiga sig. Hún var
þó alltaf tilbúin að leggja sitt af
mörkum þegar svo bar við. Matseld
og kökubakstur voru lengstum
hennar verksvið. Þegar amma var
heimavinnandi var hún alltaf að.
Hannyrðir voru henni hugleiknar
og útsaumsverkin voru henni sem
dýrgripir. Heilsuleysinu gaf hún
langt nef þegar hún var fimmtug.
Þá tók hún mig að sér fjögurra
mánaða gamlan og reyndist mér
sem móðir upp frá því. Hún var
þess fullviss að umönnun barns yrði
sér aðeins til góðs, þrátt fyrir allt
erfiðið sem því fylgir. Breytti þar
engu þótt hún hefði í byrjun aðeins
eina eldavélarhellu til að elda mat á
og sjóða bleiur. En allt tókst þetta
hjá henni með góðum vilja og
þrautseigju.
Um sjötugt kom heilsuleysi enn
við sögu, en að þessu sinni var það
ekki líkaminn sem gaf sig.
Alzheimer-sjúkdómurinn hræði-
legi, sem rænir fólk öllu því sem
dýrmætast er, var kominn til að
vera. Glíman við þann vágest var
löng og ströng. A svipuðum tíma
flutti ég að heiman, en var þó áfram
nær daglega gestur hjá ömmu. Eft-
ir því sem sjúkdómurinn ágerðist
reyndist henni sífellt erfiðara að sjá
um sig. Hún varð að lokum að játa
sig sigraða og síðustu tíu árin hefur
hún dvalið á Umönnunar- og hjúkr-
unarheimilinu Skjóli við Kleppsveg.
Þar hefur hún notið frábærrar um-
önnunar og vil ég færa starfsfólki
þar sérstakar þakkir. Ég veit að
það hefur ekki alltaf verið auðvelt
starf.
Heimsóknirnar á Skjól undanfar-
in ár hafa alltaf verið ömmu til mik-
illar gleði þótt hún hafí ekki gert
sér grein fyrir því hverjir gestirnir
væru. Hún tók við sér þegar hún sá
okkur og lét dæluna ganga og hló
dátt. Við skildum að vísu ekkert af
því sem hún sagði, en það var auka-
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN BENEDIKTSDÓTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
2. apríl.
Hrefna Sigurðardóttir,
Kolbrún Sigurðardóttir,
Erla G. Sigurðardóttir,
Benedikt Sigurðsson,
Jóhann E. Sigurðsson,
Ólafur Björnsson,
Höskuldur Eliasson,
Auður Eiríksdóttir,
Laufey Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR INGIMUNDUR ÞÓRÐARSON,
Norðurbrún 1,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn
2. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhannes G. Þórðarson,
Hulda M. Þórðardóttir, Þorvaldur Þórðarson,
Jóna G. Þórðardóttir, Þorsteinn Eyjólfsson,
Ágústa Á. Þórðardóttir, Leo van Beek,
barnabörn og barnabarnabörn.
atriði. Hún var hress og kát eins og
hún átti alltaf að sér. Við vissum því
að henni hlaut að líða vel í sínum
hugarheimi og það var fyrir öllu.
Sérstaklega minnist ég þess þegar
ég kom eitt sinn með dóttur mína,
sem að sjálfsögðu heitir eftir
ömmu, í heimsókn á Skjól. Eins og
ský væri dregið frá sólu fór amma
að tala til barnsins. Það sem hún
sagði var allt í einu skýrt og full-
komlega eðlilegt. Það var sem sjúk-
dómurinn viki andartak og barn-
gæskan næði yfírhöndinni. Þessu
andartaki gleymi ég aldrei.
Amma var ekki bara barngóð.
Hún var líka mikill dýravinur og
ófá dýrin hændust að henni. Hún
stóð alltaf með lítilmagnanum og í
þeim anda vora öll viðhorf hennar.
Amma talaði oft um dauðann hér
áður fyrr og óttaðist hann ekki.
Hún var þess fullviss að eitthvað
betra tæki við hinum megin og
hlakkaði jafnvel til þeirra stundar.
Eftir löngu tapaða baráttu við sjúk-
dóminn veit ég að hún er hvíldinni
fegin. í sorginni er þó viss léttir að
þessu skuli vera lokið eftir öll þessi
ár.
Elsku besta amma mín, hvíldu í
friði. Megi góður Guð varðveita þig.
Minningin um þig eins og þú varst
mun áfram lifa og verða mér að
leiðarijósi í lífinu hér eftir sem
hingað til. Þér á ég allt að þakka.
Björn Leósson.
Anna Sæmundsdóttir ólst upp í
foreldrahúsum ásamt fimm bræðr-
um. Einnig átti hún tvíburasystur
er ólst upp annars staðar.
Á æsku- og ungdómsárum Onnu
var afkoman oft erfið hjá alþýðu-
fólki bæði til sjávar og sveita og
urðu unglingar því snemma að taka
til hendinni og aðstoða í lífsbarátt-
unni. Anna varð því, eins og flestir
unglingar, að fara ung að heiman til
þess að vinna fyrir sér. Enda var þá
ekki um neina menntun að 'ræða í
litlum sjávarþorpum aðra en lög-
boðna barnafræðslu. Og því síður
stóð ungum stúlkum menntavegur-
inn opinn þó að hugur og hæfileikar
stæðu til frekara náms.
Leið Önnu lá til Vestmannaeyja,
en mikill uppgangur var þá í Eyjum
og íbúatala þar fór ört vaxandi. Þar
var hún nokkrar vertíðir, en dvald-
ist á heimaslóðum aðra tíma ársins
við algeng störf. Um tvítugsaldur
gekk hún í hjónaband og hóf bú-
skap í Reykjavík og var búsett þar
upp frá því, að undanskildum
nokkrum árum, er hún var búsett á
Akranesi.
Árin 1930-1940 voru mikil
kreppuár hér á landi eins og al-
kunnugt er og var þá þröngt í búis.
hjá mörgum Qölskyldum. En þrátt
fyrir fremur erfiðan fjárhag frum-
býlingsáranna, munu þessi ár að
ýmsu leyti hafa verið Önnu allgóð.
Hún var ung og hraust, dugleg og
vinnusöm og leit lífið björtum aug-
um, eins og ungu fólki er tamt. Hún
eignaðist tvö böm og helgaði upp-
eldi þeirra krafta sína. En þar kom
að hagir hennar breyttust og um
1940 varð hún einstæð móðir og
varð eftir það að sjá ein um uppeldi
og framfærslu barna sinna. Þá erf-
iðleika yfirsteig hún, þó að þjóðfé-^_
lagið legði þá minna af mörkum en
nú er.
Önnu föðursystur minnar minn-
ist ég fyrst fyrir hennar miklu mat-
argerðarlist. Það var sama hvort
það var hvunndagsmaturinn, helg-
arsteikin eða stórveislan, allt fórst
það henni jafn vel úr hendi. Hann-
yrðamanneskja var Anna einnig
mikil, peysur og alfatnað framleiddi
hún af listfengi og dugnaði. Þá var
Anna einnig bókhneigð og las mikið
góðar bækur eftir því sem aðstæð-
ur hennar leyfðu. Mest mat hún
ljóðskáld frá fyrri hluta aldarinnar,
þá Davíð Stefánsson, Tómas Guð-
mundsson, Stein Steinar og Vil-
hjálm frá Skáholti. Anna var góður -
upplesari og tókst best upp er
henni féll skáldskapurinn vel í geð.
Anna sá stundum um upplestur á
samkomum og leiklist stóð hug
hennar nærri. Hún æfði og stund-
aði leiklistina nokkuð árin sem hún
bjó á Akranesi.
Á æviferli Önnu frænku skiptust
á skin og skuggar eins og í lífi
flestra. En hvort sem henni bar að
höndum blítt eða strítt hélt hún
ávallt reisn sinni og glaðværri lund
meðan heilsan leyfði. Hún nau^
þeirrar gæfu að kynnast góðu fólki
á lífsleiðinni og eignast ýmsa að
vinum.
Mörg síðustu árin var Anna þrot-
in að heilsu og dvaldist þá lengst af
á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar
sem hún naut ágætrar aðhlynning-
ar og hjúkrunar.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Önnu að leiðarlokum allar sam-
verustundirnar og flytjum afkom-
endum hennar öllum hugheilar
kveðjur.
Katrín Þorvaldsdóttir.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 30. mars, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
7. apríl kl. 15.00.
Björk Aðalsteinsdóttir, Kristinn Jónsson,
Sveinn Aðalsteinsson, Sigrún Hermannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
'«r
+
Útför
RAGNHEIÐAR INGIBJARGAR
EINARSDÓTTUR,
Eyrarstíg 3,
Reyðarfirði,
fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju þriðjudaginn
7. aþríl kl. 14.00.
Kristinn Þ. Einarsson,
Einar Már Kristinsson,
Ragnheiður Karólína Kristinsdóttir,
Margrét Steinunn Kristinsdóttir,
Tómas Örn Kristinsson,
Kristinn Ingi Kristinsson,
Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.