Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998
JT-----------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HJÖRDÍS
GUÐMUNDSDÓTTIR
Hjördís Guð-
mundsdóttir var
fædd í Reykjavík 1.
september 1920. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 28. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Þór-
unn Oddsdóttir, f.
11.9. 1885, d. 11.2.
. 1943, og Guðmundur
Jónsson, f. 9.2. 1886,
d. 11. 10. 1967. Bæði
voru þau fædd í
^Reykjavík og lengst
af bjuggu þau á
Grettisgötu 23 en
þau eignuðust sex börn. Systkini
Hjördísar eru Sverrir, f. 14.2.
1914 (látinn), Þuríður, f. 20.9.
1915 (látin), Anna, f. 29.12. 1916,
Oddur, f. 21.9. 1918, Guðbjörg, f.
2.10. 1925.
Hjördís eignaðist dóttur, Þór-
unni, f. 29.8. 1941, með Jóni Elí-
asi Jónssyni, vélstjóra, f. 12. 6.
1912, hann lést af slysförum 30.8.
1942. Hún giftist Gesti Bene-
diktssyni veitingaþjóni árið 1947.
Gestur fæddist 20.7.
1904 í Bolungarvík,
lést 24.9. 1965.
Seinni eiginmaður
Hjördísar er Sven
Norlander, búsettur
í Kungsbacka í Sví-
þjóð, þau giftu sig
1969 en slitu sam-
vistir. Þórunn Gests-
dóttir, dóttir Hjör-
dísar, giftist árið
1962 Guðmundi Ara-
syni, f. 25.6. 1938, og
eignuðust þau fimm
börn: 1) Eliza, f.
14.11. 1962. 2) Ari, f.
7.12. 1963. 3) Gestur Ben, f. 1.9.
1966. 4) Ingi Þór, f. 1.3. 1971. 5)
Hjördís, f. 17.10. 1972. Þórunn og
Guðmundur skildu 1979. Hjördís
á tvö langömmubörn, Þórunni
Heklu Ingadóttur, f. 2.6. 1996, og
Viktor Ben Gestsson, f. 16.9.
1996.
Utför Hjördísar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 6. apríl og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Hún Hjördís móðursystir mín er
látin eftir mikil veikindi undanfarin
ár. Minningarnar koma upp í hug-
“"iÉin hver af annarri því margs er að
minnast. Hjördís, Gestur og Tóta
höfðu mikinn samgang við heimili
pabba og mömmu þegar við systk-
inin vorum að alast upp. Ég man að
oft var hlegið, en það var mjög eðli-
legt þar sem Hjördís var, þar var
grínast og hlegið.
Hjördís vann alltaf utan heimilis,
í mörg ár vann hún við þjónustu-
störf á veitingahúsum, við af-
greiðslu á bar í Glaumbæ, Hótel
Sögu og Lídó, sem margir muna
í*ftir, stundum unnu þau saman,
Gestur og hún, en hann var lærður
þjónn. Eftir að Gestur lést árið
1965 fór Hjördís að vinna í mötu-
neyti fyrir starfsfólk Búrfellsvirkj-
unar. Þar kynntist hún seinni
manni sínum, Sven Norlander
tæknifræðingi. Þau giftu sig árið
1969 og fluttu til Gautaborgar í Sví-
þjóð. Hún var þá 49 ára gömul.
Sven fékk vinnu sem forstöðumað-
ur fyrir Tjolleholm slot og bjuggu
þau þar, þangað kom fjöldi fólks til
að skoða höllina sem er safn. í
tengslum við höllina var veitinga-
stofa sem Hjördís sá um af miklum
dugnaði. Leiðir Sven og Hjördísar
skildu árið 1979. Hún kom heim og
hreiðraði um sig í íbúðinni sinni á
Vesturgötunni, ánægð með að vera
komin heim til Tótu og barnabarn-
anna. Hjördís fór síðan að vinna í
+
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTÍNAR AUÐUNSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 45,
fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
8. apríl kl. 15.00.
Vilhelmína Ólafsdóttir, Björn Ævarr Steinarsson,
Pétur Ólafsson, Margrét Hilmarsdóttir,
Símon Ólafsson, Guðrún Sch. Thorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
SIGURÐAR BRYNJÓLFSSONAR
bílamálarameistara,
Skipasundi 63,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og
♦ hjúkrunarfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir hlýhug og
góðan stuðning í veikindum hans.
Ingibjörg Markúsdóttir,
Marta Katrín Sigurðardóttir, Halldór Sigdórsson,
Áslaug Brynja Sigurðardóttir,
Ármann Óskar Sigurðsson, Fríða Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Háaleitisbraut
2ja herb. m. bílskúr
Tæplega 70 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi á góðum
stað við Háaleitisbraut. íbúðin er öll í góðu ástandi.
Parket á gólfum. Suðursvalir. Útsýni. 24 fm bílskúr
fylgir, auk bílskúrsréttar fyrir annan skúr.
Eignasalan Ingólfsstræti 12, sfmi 551 9540.
Alþýðubankanum og síðan íslands-
banka, þar sá hún um að gefa
starfsfólkinu mat og kaffi þar til
hún lét af störfum þegar hún varð
sjötug. Hún var orðin þreytt og
veik, hún var því fegin að fá hvíld-
ina.
Ég bið góðan Guð að geyma hana
og blessa minningu hennar og ég
trúi því að mamma og hún eigi eftir
að hlæja saman á öðru tilverustigi.
Guð blessi Tótu, börnin hennar,
tengdabörn og barnabörn.
Sigrún frænka.
Við fráfall ömmu er okkur efst í
huga hversu góður vinur hún var.
Alltaf var gott að koma til hennar á
Vesturgötuna, þar sem eitthvað
gott var á borðum. Hún var lista-
kokkur og við sóttum mikið í eld-
húskrókinn þar sem hún bar góm-
sæta rétti á borð og settist svo og
spjallaði við okkur. Hjördís amma,
eins og við nefndum ömmu alltaf,
átti mjög fallegt heimili sem hún
var stolt af og gott var að koma til
hennar. Þá minnumst við áranna
sem við heimsóttum hana til Sví-
þjóðar en þar bjó hún í 10 ár. Hún
bjó á yndislegum stað rétt fyrir ut-
an Kungsbakka er heitir
Tjolöholms Slot, ásamt seinni eigin-
manni sínum, Sven Norlander.
Hann var staðarhaldari og hún stóð
fyrir veitingarekstri á staðnum,
sem var fjölsóttur ferðamannastað-
ur. Amma stóð fyrir veislum er
borgarstjórn Gautaborgar hélt á
staðnum og virtist jafnt vera þar á
heimavelli sem við önnur störf sem
hún innti af hendi á öðrum stöðum
á öðrum tímum. Þegar hún kom í
heimsóknir frá Svíþjóð og bjó hjá
okkur á Fjólugötunni áttum við
margar góðar stundir saman; enn
og aftur tengjum við hana við mat-
reiðslu, við að undirbúa matinn og
við öll flmm hlaupandi í kring með
ærslum og köllum. Þrátt fyrir öll
þessi læti sagði amma sjaldnast
nokkuð heldur hélt sínu striki við
matseldina. Hún vann öll þau ár
sem við þekktum hana við að fram-
reiða mat, hvort sem það var á
Tjolöholm, Prikinu eða í Alþýðu-
bankanum. Hjördís amma var mjög
sjálfstæð kona og var alla tíð mjög
dugleg við það sem hún tók sér fyr-
ir hendur. Hún ól allan sinn aldur í
Reykjavík ef frá eru talin árin tíu í
Svíþjóð. Göngu- eða hjólaferðir
með henni um mið- og vesturbæ
Reykjavíkur eru eftirminnilegar,
því hún þekkti marga og hafði gam-
an af því að segja sögur af mannlíf-
inu í borginni á hennar yngri árum.
Góður guð varðveiti ömmu okkar.
Nú nýtur hún hvíldar eftir langan
veikindatíma. Við systkinin viljum
þakka starfsfólki Hrafnistu í
Reykjavík fyrir góða umönnun
Hjördísar ömmu. Hvfl í friði.
Elíza, Ari, Gestur Ben, Ingi Þór
og Hjördís.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
JODIS ÞORA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Jódís Þóra Sig-
urðardóttir
fæddist í Viðey 4.
júní 1914. Hún lést á
Landspítalanum
hinn 30. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sigurð-
ur Þórólfsson og
Ingibjörg Sigurðar-
dóttir. Hún var
þriðja í röð atta
systkina en Þu'ú
þeirra létust á barns-
aldri. Eftirlifandi af
systkinahópnum eru
Elísabet Jóna Sig-
urðardóttir og Guðný Sigurrós
Sigurðardóttir.
Utför Jódísar verður gerð frá
Fossvogskirkju á morgun, mánu-
daginn 6. aprfl, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Á morgun, mánudaginn 6. apríl,
verður móðursystir mín, Jódís Þóra
Sigurðardóttir, borin til grafar.
Það eru blendnar tilflnningar sem
kvikna hjá manni þegar við kveðjum
vini og lífsfélaga. Þakklæti fyrir að
líkamlegum þrautum skuli lokið og
svo tómarúm og söknuður. Eitt er
víst að tómarúmið verður mikið og
það verður aldrei hægt að fylla
skarðið því enginn kemur í manns
stað í eiginlegri merkingu. Jódís
frænka eins og hún vær ævinlega
kölluð á mínu heimili var okkur alla
tíð einstök. Minningarnar sækja til
æsku minnar því hana litaði hún
fögrum litum og færði mér margar
dýrmætar gjafir sem ég tel mig búa
að alla tíð síðan. Þetta voru ekki
endilega veraldlegar gjafir heldur
gjafir persónuleikans. Því hún var
ötul við að byggja mann upp með já-
kvæðum orðum sem hlúðu að þeirri
sjálfsmynd sem býr með manni. Svo
var það gleðin, af henni var nóg.
Það var svo auðvelt að vera glaður
með henni Jódísi því hún virtist
skemmta sér svo mikið við að gleðja
okkur systkinin. Það voru ófáar
ferðirnar sem við Doddi bróðir fór-
um með henni og Eyjólfi manni
hennar austur fyrir fjall, þegar við
vorum börn, á bláa Skódanum hans
Eyjólfs. Þá var sungið og trallað og í
barnshuganum margir ævintýraleg-
ir staðir heimsóttir. Jódís var flink
að hjálpa manni að setja þessa staði
í ævintýralegan búning með frá-
sögnum frá fyrri tímum og með þul-
um og kvæðum. Sérstaklega eru
mér minnisstæðar ferðir að fossum
landsins þar sem hún fór oft með
þulu sem er horfin mér í orðum en
hljómurinn lifir sem gerði ávallt
stundina við fossana enn kraftmeiri.
Hún talaði líka sérlega skýrt og fal-
legt mál sem fékk mann alltaf til að
hlusta og fljúga inn í ævintýra-
heima. í ferðum þessum var oftast
staldrað við í heimsókn á Akurhól til
þeirra Ellu og Marteins og var það
rúsínan í pyísuendanum að fá að
koma við þar.
En það voru ekki bara ferðirnar
sem við áttum saman þegar ég var
barn heldur allar stundirnar í lífinu
sem við áttum saman, hvort heldur
sem var á gleðistundum, sorgar-
stundum eða í hversdagsleikanum
sem hún gaf alltaf mikið af sér. Sam-
veran var alltaf uppbyggjandi fyrir
CFEINAR
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - Reykjavik
simi: 587 1960 -fax: 587 1986
--u^- ■■
mig og það var hóg-
værð hennar og ró sem
gerði það að verkum að
manni leið alltaf vel í
návist hennar hvort
sem það var stund á
staðnum eða bara í
gegnum síma.
Heimsóknirnar á
milli fjölskyldnanna
voru margar. Þegar ég
var bam valhoppaði ég
af gleði þegar ég vissi
að hún ætlaði að koma í
heimsókn og átti það til
að monta mig af því við
vini mína. Þegar ég fór
að búa sjálf komu þau Eyjólfur
stundum í heimsókn til mín í Kefla-
vík og þá sá ég sömu gleðina hjá
mínum dætrum. Hún fylgdist vel
með öllum og var umhugað um þá.
Heimili hennar var alltaf smekklega
búið og fór hún einstaklega vel með
alla hluti. Hún tók vel á móti gestum
sínum og átti maður oft erfitt með
að skilja hvað hún gat verið fljót að
töfra fram bragðgóðar veitingar.
Aldrei fannst henni hún samt eiga
nóg þó svo að borðið væri stundum
hlaðið af góðgæti en þannig var hún,
vildi alltaf gefa svo mikið hvort sem
það voru veitingarnar eða góðvild.
Ég bý því enn að stórum pakka
frá henni Jódísi sem hvorki rýrnar
né hverfur, heldur er sá pakki sem
ég get opnað þegar ég vil sem er
fullur af sætleika ljúfra minninga.
Annað sem hún gaf mér er hluti af
mér sjálfri. Jódís mín, með þessum
fátæklegu orðum vil ég leitast við að
þakka þér.
Kveðja,
Ingibjörg Guðmundsdóttir og
íjölskylda.
Elskuleg nafna mín er dáin. Jódís
var systir ömmu Siggu og fannst
mér ég eiga aðeins meira í henni út
af nafninu. Minningarnar um hana
geymi ég í huga mér, einnig á ég
nokkrar myndir sem teknar voru af
okkur nöfnunum þegar við hitt-
umst, sem var alltof sjaldan.
Hringdi ég í Jódísi snemma á ár-
inu, þetta símtal er sérstakt að því
leyti að það var okkar síðasta sam-
tal.
Ég og Elísabet systir mín heim-
sóttum Þórdísi á spítalann 29. mars
sl. Þá vissu allir hvað beið hennar.
Hennar tími var kominn.
Ég er þess fullviss að hún heyrði
til okkar þegar ég og Elísabet
spjölluðum við Skúla og Doddá inni
á stofu hjá henni. Blikkaði hún til
mín og við kvöddumst í síðasta sinn.
Ég er afar þakklát Elísabetu
systur að hafa drifið mig með sér
upp á spítala þennan sunnudagseft-
irmiðdag og Halla og Þórdísi fyrir
að passa Allan litla á meðan. Fyi-ir
u.þ.b. 2 mán. dreymdi mig afar sér-
stakan draum og vitna ég hér á eftir
í hann.
Amma Sigga og Ella systir þeirra
stóðu við garðbekk, amma fyrir
framan en Ella fyrir aftan. Voru
báðar svartklæddar og lutu höfði.
Jódís sat á bekknum og bar höfuðið
hátt, var hún í sumarkjól sem flags-
aði örlítið til í gjólunni. Bekkurinn
stóð á hæð á áberandi grænu túni
og virtist Jódís vera mjög örugg og
sæl þarna í kyrrðinni, þar sem hún
sat á bekknum og horfði yfir und-
urfagra sveit. Nú veit ég að hún er
farin þangað og amma Sigga ásamt
þeim ástvinum sem hún lifði, hafa
tekið á móti henni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Skúli, Anna, Eyfi, Heiðar,
Jódís og barnabörn. Baráttunni er
lokið. Samúð mín er hjá ykkur.
Kveðja,
Jódís Sigurðardóttir yngri.