Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Fordómar
Frá Önnu Heiðu Pálsdóttur:
SL. laugardag hlustaði ég á brot úr
viðtali við Öm Clausen hrl. á Bylgj-
unni, en mér skildist að viðtalinu
hafí upprunalega verið útvarpað í
þættinum „Pjóðbraut" fimmtudag-
inn 12. mars. I viðtalinu rekur Örn
tildrög þess að hann hlaut heims-
meistaratitil í boðhlaupi fyrir all-
mörgum árum en þau vom þannig
(að hans sögn) að nokkrir „negrar“
frá ýmsum löndum voru að keppa í
boðhlaupi.
Eg trúði varla mínum eigin eyr-
um er ég heyrði lögmanninn taka
svo til orða í viðtalinu, þar sem ég
hélt frekar að um menn frá ýmsum
löndum væri að ræða en „negra“.
En Örn endurtók orð sín er hann
sagði að „negrarnir" hafi beðið hann
að hlaupa með þeim. Mig langar að
benda Erni á það, sem talsmann
réttvísinnar í þessu landi, að orð
sem þessi hafa niðrandi merkingu
og eru alls ekki við hæfí hvort sem
er á opinberum vettvangi eða ann-
ars staðar. Þessir félagar Ai-nar og
meðbræður eru menn, hvaða litar-
hátt sem þeir bera, enda get ég ekki
séð nokkra ástæðu til þess að til-
taka þurfí hvort þeir hafí verið
þeldökkir eða ekki. Örn á heims-
meistaratitilinn að hluta til þeim að
þakka og ætti að virða þá meira en
hann gerir.
Þar sem ég heyrði aðeins brot úr
viðtalinu gat ég ekki heyrt að dag-
skrárgerðarmaðurinn leiðrétti við-
mælanda sinn. Sem betur fer eru
flestir fréttamenn þó orðnir nokkuð
meðvitaðir um að í fréttaflutningi
eigi það alls ekki við að tiltaka litar-
hátt manna. Fyrir aðeins um fjórum
árum mátti þó sjá flennistóra fyrir-
sögn á forsíðu DV þar sem sagt var
frá því að íslensk hjón urðu fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu að
vakna upp við það á hótelherbergi
sínu í Amsterdam að þeldökkur
maður stóð í miðju herberginu hjá
þeim. Atvikið varð hjónunum ef-
laust miklu meira áfall þar sem
maðurinn tilheyrði þessum kyn-
stofni en ef hann væri hvítur eins og
þau.
Stór þáttur i því að útrýma for-
dómum er að útrýma niðrandi orð-
um og yfirlýsingum um ólíka kyn-
þætti úr tungumálinu og nota þess í
stað orð sem sýna virðingu fyrir
hinum (sem betur fer) ólíku með-
bræðrum okkar.
ANNA HEIÐA PÁLSDÓTTIR,
Álfaheiði 42, Kópavogi.
DV er ekki
óháð dagblað
SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 45
Frá Karli Ormssyni:
STEINÞÓR Jónsson skrifar grein í
Morgunblaðið 19. mars um að
áherslur DV hafi breyst með nýjum
ritstjóra. Ég fer ekki í neinar graf-
götur um að margt af því sem Stein-
þór segir er rétt og segi bara mikið
var að einhver annar en ég tók eftir
því. Ég sagði blaðinu upp skömmu
eftir að Össur Skarphéðinsson var
ráðinn ritstjóri, enda hef ég orðið
fyrir miklum vonbrigðum með það,
mér fannst sem ég væri að lesa
gamalt vinstri sinnað blað. Þegar ég
sagði upp blaðinu gat ég þess að ég
hafi haldið að ég væri áskrifandi að
frjálsu, óháðu blaði.
Erfitt getur verið að sanna að
Össuri sé einum um að kenna þessi
breyting á blaðinu. En skrýtin til-
viljun að slíkt gerist um leið og svili
Ingibjargar Sólrúnar er ráðinn. Ég
varð fyrir vonbrigðum og reyndar
furðu lostinn þegar þeir feðgar
Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur
Sveinsson réðu Össur að blaðinu og
leyfa sér svo kalla það frjálst og
óháð á eftir. Merki Össurar sjást
bæði undir dulnefni og eigin nafni,
eins og Steinþór segir réttilega í
Morgunblaðinu. Össur er einfald-
lega einn af þeim sem getur ekki
verið hluthlaus, hann hagar sér eins
og þegar hann var ritstjóri Þjóðvilj-
ans gamla. Sem dæmi má nefna að
margt það skemmtilegasta í DV, s.s.
Sandkorn, er lagt undir sleggju-
dóma um fulltrúa sjálfstæðismanna
í borgarstjóm. Hvort það sé allt
Össmú að kenna þarf ekki að vera,
en blaðið breyttist við komu hans
sem ritstjóra. Fólk eins og hann
breytist aldrei þótt það flakki á milli
flokka. Enginn getur þjónað tveim-
ur herrum. Um það er Össur Skarp-
héðinsson lýsandi dæmi. Ég hélt að
þingmannsstaða væri fullt starf og
launin greidd af skattborgurunum.
Það er vafasamur heiður fyrir
eigendur DV að hafa Össur sem rit-
stjóra á kosningaári, og útilokað að
blaðið standi undir nafni sem frjálst
og óháð dagblað. Að minnst kosti
þarf R-hstinn ekki að kvíða því að
vera gagnrýndur of mikið á síðum
DV.
KARL ORMSSON,
fv. deildarfulltrúi.
Páskaferö í Öræfin
Brottför föstudaginn langa kl. 9.00,
komið til baka seinnipart páskadags.
• Skemmtileg ferð með lifandi leiðsögn
• Gisting og fullt fæði á Hótel Skaftafelli
• Ferð að Jökulsárlóni, göngu- og skoðunarferðir um sveitina
• Kvöldvaka með sögum og söng
Staðgreiðsluverð miðað við 2 í herbergi kr. 15.900
ISAFOLD
Sími 564 3010
Njótið páskahelgarinnar
í stórbrotinni náttúru Öræfanna með
ferðaþjónustunni ísafold í samvinnu
við Hótel Skaftafell, Freysnesi.
Sími 478 1845
■■
M
m m m 0 m M m
m mm m
rij-
Þýsk
hágæða
vara
MliREA
dhnst aUsláðat
S atvinnulínnu.
ÐIZCRBA
vogir ög
þrehtarárí
jyrír verslanir,
kjðtvlnnslti,
flskvinnslu ðg
„ . . ■ malvælaiðtiað.
Kirkjulundi 19, Garðabæ
Sími 565 9393 Fax 565 9399 Gott verð!
BALLY SWITZERLAND Næstu daga munum viö rýma fyrir nýjum sendingum af Bally skóm. Þess vegna býöst nú það einstæða tækifæri aö kaupa eldri geröir á verulega niðursettu verði.
SINCE 1851
RÝMUN FYRIR NÝJUM SENDINGUM Athugið! Stendur aðeins í örfáa daga.
30% AFSLÁTTUR SKÚVERSLUN KÓPAVOGS KAIWRRBORG 3 • SIWI 5S4 1754
Magni Sigurhansson
Fromkv.st|óri Alnabae
„Með ndminu fékk ég mjög
góðo yfirsýn yfir möguleika
PC tölvunnar og góða
þjólfun í notkun þess
hugbúnaðar sem ég nota
hvað mest í starfi mínu,þ.e.
ritvinnslu, töflureikni og
Intemetinu. Oll aðstaða,
tækjabúnaður og
frammistaða kennara hjó
NTV var fyrsta flokks og
nómið hnitmiðað og
órangursríkt."
Kennt er þrisvar í viku í fjórar vikur.
Windows 95, Word 97, Excel 97, og
notkunarmöguleikar Internetsins.
Samtals 48 klukkustundir.
Næstu nómskeið byrja 14. apríl.
Vönduð nómsgögn
og bækur fylgja
öllum nómskeiðum
■LL'AJB
Bjwðum upp á Vtsa & Euro
rBðgroiðslur
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Hólahrauiii 2 - 220 Hafnarfirði - Simi: 555 49% - Fax: 555 4981
TfihnipástfBng: Bknli§ntvÍB - Hrimaaffla: wwwjitvÍB
f