Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 5
I
1
I
4
I
:
i
:
t
i
i
í
■1
!
4
4
:
4
4
‘
4
í
4
í
4
J
FÓLK í FRÉTTUM
Simpson fær launahækkun
SAMNINGAR hafa tekist við þá
leikara sem tala inn á þættina
um Simpson-fjölskylduna. Laun
þeirra munu tvöfaldast og jafn-
vel þrefaldast og fara upp í 50
þúsund dollara á hvern þátt eða
um 3,5 milljónir króna. Þá munu
leikararnir fá um 70 milljóna
launauppbót árið 2005.
Kjaradeilu leikaranna við Fox
er þar með lokið og fengu þeir
ekki nema brot af þeim Iauna-
hækkunum sem þeir höfðu kraf-
ist. Voru þeir allir mættir til
vinnu á fimmtudagsmorgun, þ.e.
Hank Azaria, Harry Shearer,
Yeardley Smith, Dan Castella-
neta, Julie Kavner og Nancy
Cartwright.
Kavner hafði áður samið um
launahækkun og Cartwright
sættist á 50 þúsund dollara
hækkun í síðustu viku. Hin ljög-
ur treguðust hins vegar við þar
til á miðvikudag. Fox tók afar
einarða afstöðu gegn leikurun-
um og var kvikmyndaverið farið
að skipuleggja leikprufur fyrir
leikara sem áttu að fylla í skarð-
ið.
Enda hafa forráðamenn kvik-
myndaversins viljað forðast svip-
aða uppákomu hjá þeim leikur-
um sem tala inn á teiknimynda-
röðina „King of the Hill“. Þeir fá
ennþá aðeins greiddar 350 þús-
und krónur fyrir hvern þátt eins
og leikarar Simpson-fjölskyld-
unnar fengu fyrst.
Vantar aðeins Titanic
MYNDBOND
Dásamleg
fitubolla
Ninjan í Beverly Hills
(Beverly Hills Ninja)_
Gainaninynd
★★★
Framleiðandi: Motion Pic. Corp. og
America. Leikstjóri: Dennis Dugan.
Handritshöfundur: Mark Feldberg og
Mitch Klebanoff. Kvikmyndataka:
Arthur Albert. Tdnlist: George S.
Clinton. Aðalhlutverk: Chris Farley,
Nicolette Sheridan, Nathanel Parker,
Chris Rock og Robin Shou. 92 mín.
Bandaríkin. Colombia Tristar/Skífan.
Útgáfud: 4. mars. Myndin er bönnuð
börnum yngri en 12 árá.
EF MAÐUR trúir á sjálfan sig
og hefur göfugt hjarta þá eru manni
allir vegir færir (þótt ýmislegt
gangi á afturfót-
unum) er hinn
fallegi boðskap-
ur þessarar
myndar. Þar
segir frá Haru
(Chris Farley)
sem rekur á
strendur jap-
anskra bardaga-
snillinga þegar
hann er ung-
barn. Þrátt fyrir þriggja áratuga
þjálfun í sjálfsvamarlist hefur þess-
um feitlagna og velviljaða náunga
lítið farið fram. Þegar ung og falleg
kona (Nicolette Sheridan) kemur til
hans í neyð ákveður hann að fylgja
henni til Bandaríkjanna til að
vernda hana, jafnvel þótt hún vilji
það ekki!
Hér ræður ekki sérlega beittur
húmor för, heldur byggist hann
meira trúðslátum eins og að detta á
hausinn og sparka í rass auk þess
sem atriðin eru ekki ýkja frumleg.
Það hljómar kannski ekki ákaflega
spennandi, en málið er að þar sem
Chris Farley er verður allt fyndið.
Hann er alveg dásamlega fyndin og
klaufaleg fituklessa. Hann er sá eini
fyndni í myndinni ásamt töskubera
nokkrum sem Chris Rock leikur, en
hann sýnir einnig mjög góða
gríntakta.
Sagan sjálf er auðvitað með ein-
dæmum ólógísk og ógáfuleg og
myndin tilvalin til að hvíla heilann
°g styrkja hláturstöðvarnar.
Hildur Loftsdóttir
27aprfl
► GRÁLEITAR skemmur í
fylkinu Baja í Norður-Mexíkó
láta ekki mikið yfír sér. Engu
að síður fóru fyrir nokkru að
myndast langar bílaraðir fyrir
utan girðinguna og var það
fólk sem langaði til að skoða
helgidóminn. Það var nefni-
lega þarna sem stórmyndin
Titanic var gerð.
Kvikmyndaverið 20th Cent-
ury Fox byggði skemmurnar.
Var ákveðið að setja þar á fót
Titanic-safn og rukka inn um
350 krónur í aðgangseyri. Fyr-
ir peninginn getur fólk litast
um í skemmunum, séð heimild-
armynd um gerð stórmyndar-
innar sem slegið hefur öll að-
sóknarmet, komið við suma
leikmunina eða stillt sér upp
fyrir myndatöku í tilkomu-
miklu vélarrúminu.
Þá getur það glápt á gamlar
ferðatöskur og björgunarvesti
úr Titanic og skyggnst inn í
eftirlíkingar af einkaherbergj-
um þar sem farþegarnir
reyktu vindla og drukku
púrtvín í makindum sínum áð-
ur en risaskipið lauk siglingu
sinni á botni Atlantshafsins.
Það er aðeins eitt sem vant-
ar; hin gríðarstóra eftirlíking
af skipinu sjálfu. Hún var tek-
in í sundur og fjarlægð vegna
þess að vatnstankurinn sem
notaður var við tökurnar var
síðar nýttur við tökur á nýj-
ustu Bond-myndinni „Tomor-
row Never Dies“.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Jökuls hf. verður haldin í Hótel Norður-
ljósum, Raufarhöfn, laugardaginn 25. aprfl 1998
og hefst kl. 14.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa
3. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á
eigin hlutabréfum í félaginu
4. Önnur mál löglega upp borin.
Ársreikningar félagsins fyrir árið 1997 ásamt þeim til-
lögum sem liggja fyrir fundinum verða hluthöfum til
sýnis á skrifstofu félagsins, Aðalbraut 4-6, Raufarhöfn.
Raufarhöfn 31. mars 1998
Stjórn Jökuls hf.
* tWiD ;
Með því að nota TREND naglanæringuna færðu
þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar
svo þær hvorki klofna né brotna.
] TREND handáburðurinn
K. : með Duo-liposomes.
-IsBk; ( Ný tækni í framleiðslu
rití. I húðsnyrtivara, fallegri,
■—-—teygjanlegri, þéttari húð.
Sérstaklega græðandi.
EINSTÖK GÆÐAVARA
Fast i apotekum og
snyrtivöruverslunum um land allt.
Ath. nagialökk frá Trend fást í tveimur stærðum
í Kringlunni
VEUCOMIKI I KRINCUlNfl I DflG!
Það verður létt sunnudagsstemmning
í Kringlunni í dag fyrir
alla fjölskylduna.
Opið frá kl. 1 til 5.
PfiSKBU
SiKiEiM MTU.Iil » GilflFIB • MEXMIIX • HFSSFILL
Njóttu dagsins og komdu og hittu
páskaungana í Kringlunni í dag!
46
isbormn
við Kringlufaíö
Eanialsim) vinsæii,
Kalii tiiitíur, 'Jlíi
ísálfin, Samlii, iitii
og Smart-ísinn.
Afieint 75 Kióiiuv.
f-yrir fuliurfliiE,
fitiisiiauðui jógíin :
mef avtixtum.
Aðui 390
tig nú 320 krúnut.
VEUsimm opnm i
Aha
Body Shop
Dýrðlingarnir
Eymundsson
Galaxy / Háspenna
Gallabuxnabúðin
Gallerí Fold
Hagkaup matvöruverslun
Hagkaup sérvöruverslun
Hans Petersen
Ingólfs Apótek
ísbarinn við Kringlubíó
[slandía
Kaffihúsið
Kaffitár
Kringlubíó
Jack & Jones
Lapagayo
Musik Mekka
Nýja Kökuhúsið
Penninn
Sega leiktækjasalur
Skífan
Sólbióm
Sportkringlan
Stefanel
Vero Moda
KRINGMN
G O T T FÖLK