Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ
j 52 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998
Dilbert*
daglega á
Netinu
FOLK I FRETTUM
HEFURÐU ÁTÍAÐ Þió Á, AÐ ÞAÐ
ER TIL FÓLK SEIÍ HRElNLEóA
LANÓAR TIL AÐ LESA TElKNl-
IÍYNDASÖóU
un ÞITT ÖriUR-
LEÓA LlF?
www.mbl.is
MR-INGAR ræða stöðuna.
ANDRÉS Indriðason, Björn Bjarnason og
Bjarni Guðmundsson.
RAGNA Fossberg býr Davíð
Þór Jónsson undir útsendingu.
MH-INGAR leggja á ráðin.
Nýtt verð á
GIRA Standard.
Gæði á
góðu verði.
S. GUÐJÓNSSON ehf.
Lýsinga- og rafbúnaður
Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
KLAPPLIÐ MR-inga hafði
ástæðu til að fagna.
Opið
MR-ingar
sigra eina
ferðina enn
sunnudaga
14.-00 -16.-00
TM - HÚSGÖGN
SiSumúla 30 -Simi 568 6822
MIKIL spenna lá í loftinu í upptöku-
sal Útvarpshússins við Efstaleiti
þegar úrslitakeppnin í spurninga-
keppni framhaldsskóla, Gettu bet-
ur!, fór þar fram á föstudagskvöldið.
Keppnisliðin sem að þessu sinni
voru frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð og Menntaskólanum í
Reykjavík voru mætt löngu fyrir
keppni ásamt hvatningarmönnum
sem þurftu að koma réttu stemmn-
ingunni á og æfa hvatningarópin.
Þjálfarar liðanna og andlegir lið-
stjórar hvöttu liðsmenn til dáða og
gáfu góð ráð á mikilvægri stund.
Ovanalegur hátíðarbragur var á
TS - 400
I***
'lfi
s-S
vá£
s?
ev'
w1"®. i, L ,er=
Láttu þetta ekki henda þig!
Heildarpakki:
Festing i bll með 12V hraðhleöslu,
handfrjálsri notkun (hendur á stýri)
og tengingu fyrir loftnet.
Hraöhleöslutæki fyrlr 230 volt
120 ktst. /1200 mAh NiMH rafhlaöa.
Helstu tæknilegir eiginleikar
Vatns- og höggvarið ytra byrði
- Reiknivél.
- Klukka og vekjari.
- Dagbók / minnisbók.
- Sýnir lengd samtals og kostnað.
- Læsing fyrir notkun.
- Fullkomin hleðslustýring
1 mínúta í hleðslu gefur 1 klst.
endingu rafhlöðu.
- Hágæða rafhlöður, allt að 200
- Beintengi fyrir bíla og húsaloftnet
- Neyðarlínuhnappur (112).....
Síðumúla 37 - 108 Reykjavík
S. 588-2800 - Fax 568-7447
klst
Tilbúinn fyrir númerabirtingu.
- Sendir/rrfcttekurtexta, tal og tölvugögn.
- Innbyggt 1200 baud tölvumótald.
- Innbyggt RS232 tengi fyrir tölvu o.fl.
- Innbyggt tengi fyrir GPS staösetningartæki
- DMS (Data Mobile Station) i NMT.
keppendum og stjórnendum; allir í
sínu fínasta pússi - líka Björn
Bjamason menntamálaráðherra sem
mættur var á staðinn til að fylgjast
með þessari mikilvægustu keppni
framhaldsskólanema.
Keppnin var mjög spennandi allt
fram á síðasta augnablik. MH var
fjórum stigum hærra í allnokkurn
tíma, en MR-ingar náðu að jafna og
það var ekki fyrr en rétt undir lokin
að þeir komust yfir og höfðu sigur.
Arnar Þór Stefánsson, Viðar Páls-
son og Sverrir Guðmundsson voru
ansi kátir með sigurinn, en lið MR
hefur unnið í sjö skipti og núna
sjötta skiptið í röð.
- Var þetta óvæntur sigur?
„Nei, það er kannski ljótt að segja
það en við bjuggumst ekki við svona
jöfnum leik, og höfðum fulla trú á
sigri okkar. Það var erfitt þegar við
vorum fjórum stigum undir, en þetta
hafðist með seiglunni,“ sögðu sigur-
vegaramir.
- Voruð þið alveg að fara á taug-
um?
„Nei, alls ekki,“ svarar Viðar,
„enda eftir á að hyggja skiptir ekki
máli í hvaða röð stigin koma, mark-
miðið náðist.“
- MH var samt með mjög gott lið.
„Já, þau eru sterkt lið,“ játar
Sverrir. „Liðin vom almennt sterk-
ari en undanfarin ár og hafa æft af
kappi.“ „Það ætti ekki á neinn að
halla, ef ég segði að ME, MH, og
MR séu þrjú sterkustu lið keppninn-
ar,“ bætir Amar Þór við.
- Hafíð þið tíma til að gera eitt-
hvað annað en að læra undir keppn-
ina?
„Já, já. Það er mikill misskilning-
ur að við liggjum yfir þessu mánuð-
um saman fyrir keppni. Maður er
búinn að vera með opin eyru síðan
við byrjuðum að hafa áhuga á
keppninni. Þetta er eiginlega keppni
í okkar áhugamálum," segir Viðar
sem er sagnfræðingurinn í hópnum
og stefnir þangað í framtíðinni.
„Þetta er spurning um að fylgjast
vel með fréttum," segir Amar Þór.
KEPPNIN að heíjast.
„Ég var t.d. að syngja á kórtónleik-
um á síðasta miðvikudagskvöld,“
skýtur Sverrir inn í. „Við eigum
æsku, og höfum átt hana,“ botnar
Arnar Þór.
Eins og Davíð Þór benti á þetta
kvöld er Gettu betur! háværasti
sjónvarpsþátturinn á Islandi. Nem-
endur skólanna hrópa hvatningarorð
og það ekkert á lægri nótunum.
Keppendur sjálfir era oftast alvar-
legir á svip, en MR-strákamir sögðu
umstangið og hvatningarorðin
skipta miklu máli. „Þegar maður er
fjórum stigum undir og þarf að
vinna upp, þá skiptir stuðningurinn
ótrúlega miklu máli.“ Það væri því
gaman að vita hvort keppnin er
stuðningur við sjálfsálitið líka.
- Eruð þið núna mestu töffararnir
í skólanum? Eigið þið meiri séns í
stelpurnar núna?
„Já, ætli það ekki bara. Að
minnsta kosti í kvöld,“ heldur Viðar.
„Við vomm einmitt að tala um áðan
að það yrðu einhverjar þreifingai' í
gangi á eftir, en við spyrjum að
leikslokum í því eins og keppninni,"
segir Sverrir og ekki er laust við að
hann hlakki tfi að losna undan blaða-
mönnum og byrja að halda upp á
sigurinn.
- Er farið að þykja flottara að
vera gáfumannatýpa í skólum heldur
en var fyrir daga þessarar keppni?
„Það er ekki laust það. Ég held
samt að stærðfræðinörðurinn verði
fyrir meira aðkasti en við,“ svarar
Viðar.
- Hvernig nirðir eruð þið?
„Spurningaleiksnirðir,“ segja þre-
menningamir sammála og lítur út
fyrir að þeir hafi þurft að svara
þessari spumingu áður.
Viðar er á seinasta ári í MR en
Amar Þór og Sverrir eiga enn eitt
ár eftir, en þeir era báðir á eðlis-
fræðibraut. Viðar fer í Háskólann og
veit ekki enn hvort hann snýr aftur
að ári sem þjálfari liðsins. Sverrir og
Arnar vilja gjama taka þátt í keppn-
inni aftur næsta haust, þótt tíminn
verði að leiða í ljós hvort svo verði.