Morgunblaðið - 16.04.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NEMENDUR Mýrarhúsaskdla stóðu fyrir utan skdlann og veifuðu ís-
lenskum fánum þegar forsetahjdnin bar að garði.
Morgunblaðið/Ásdís
FORSETAHJÓNIN skoðuðu hannyrðir, spjölluðu við fdlkið og þáðu
kaffí og með því hjá eldri borgurum við Skólabraut.
Seltirningar
tóku vel á móti
gömlum grönnum
HÆ, FORSETI, gall við hjá ung-
um leikskólapilti á Mánabrekku á
Seltjarnarnesi, þegar forseta-
hjdnin og fylgdarlið þeirra
gengu inn á deildina hans. Það
var að vísu Jdn Hákon Magnús-
son, forseti bæjarstjórnar, sem
ávarpaður var með þessum orð-
um en hann leiðrétti umsvifa-
laust misskilninginn og vísaði
drengnum til forseta lýðveldis-
ins, Olafs Ragnars Grímssonar,
sem heilsaði honum með virkt-
um.
Ólafur Ragnar og eiginkona
hans, Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir, tóku daginn snemma og
voru mætt á Eiðistorg klukkan
níu, þar sem þau drukku morg-
unkaffí í boði bæjarstjórnar
ásamt hópi Seltirninga, sem
komnir voru til að heilsa upp á
forsetahjónin og granna sína til
margra ára. Þau bjuggu sem
kunnugt er á Seltjarnamesinu
um árabil áður en þau fluttu á
Bessastaði á Álftanesi og Guðrún
Katrín sat í bæjarstjórn Selljarn-
arness í fjögur kjörtímabil.
Líka afmæli í október!
Af Eiðistorginu lá leiðin á leik-
skólana Sólbrekku og Mána-
brekku, sem standa hlið við hlið
á Suðurströnd. Þar gengu þau
milli deilda, spjölluðu við börain
og fylgdust með líflegri listsköp-
un þeirra. Þegar þau gengu út
hélt forsetinn á stafla af myndum
sem börnin höfðu teiknað og gef-
ið honum. Ekki varð sönglistin
heldur útundan, því börnin
sungu m.a. um lóuna sem er
komin og krumma sem svaf í
klettagjá.
Á leikskólunum voru þónokkur
börn með litskrúðugar kórónur á
höfði, en þau áttu afmæli í gær.
Þegar forsetinn hafði orð á því
hve skemmtileg tilviljun það væri
að svo mörg börn á Nesinu ættu
afmæli á þessum merkisdegi,
heyrðist hvell rödd utan úr sal:
„Það verður nú líka afmæli í
október!"
Ný heimasíða Mýrarhúsaskóla
Fyrir utan Mýrarhúsaskóla
stóðu allir nemendur skólans
með íslenska fána og fögnuðu
forsetahjónunum þegar þau bar
að garði. Þar gengu þau um, litu
inn í kennslustofurnar og frædd-
ust um skólastarfíð, auk þess sem
forsetinn opnaði formlega nýja
heimasíðu skólans. I stuttu
ávarpi sagði Ólafur Ragnar að
sér þætti gaman að sjá hve vel
hefði tekist til við uppbyggingu
skólanna á Selljarnaraesi og
sagði að þó að einungis væru lið-
in tæp tvö ár siðan þau fluttu
þaðan hefði ýmislegt breyst á
þeim tíma.
Frá Mýrarhúsaskóla var haldið
í Valhúsaskóla, þar sem forseta-
hjónunum var vel tekið sem fyrr
og að þeirri heimsókn lokinni
bauð bæjarstjórn til hádegisverð-
ar í Nesi. Þar voru ennfremur
skoðuð Lyfjafræðisafn og Nes-
stofusafn.
„ Morgunblaðið/Kristinn
BÖRNIN í Eikarlundi á Ieikskdlanum Sdlbrekku sátu í hring og voru
að mála mynd af heljarstdru tré þegar forsetahjdnin litu þar inn í gær-
morgun. Drengirnir tveir sem hér sjást útskýrðu sinn hluta myndar-
innar fyrir Guðrúnu Katrínu.
Eftir hádegið var haldið í
heimsókn í ný húsakynni björg-
unarsveitarinnar Alberts í
Bakkavör, í Bókasafn Seltjaraar-
ness og í Tónlistarskólann, þar
sem nemendur léku á hljóðfæri til
heiðurs gestunum. Þá voru eldri
borgarar í íbúðum við Skólabraut
sóttir heim og kaffiveitingar
þegnar og loks skoðuðu forseta-
hjónin myndlistarsýningu í Sel-
tjarnaraeskirkju, þar sem sókn-
arpresturinn, séra Solveig Lára
Guðmundsdóttir, flutti ávarp.
Hinni opinberu heimsókn lauk
svo með kvöldkaffi bæjarbúa
með forsetahjónunum í Félags-
heimili Seltjaraaraess, en þar
söng Selkórinn, hjónin Guðný
Guðmundsdóttir fíðluleikari og
Gunnar Kvaran, sellóleikari og
bæjarlistamaður Seltjaraarness
1997, fluttu íslenskt tónverk og
hljómsveit Tónlistarskólans lék.
Húmanistar bjóða fram í borginni
HÚMANISTAFLOKKURINN
ætlar að bjóða fram lista í borgar-
stjómarkosningunum í vor undir
kjörorðinu „Hingað og ekki lengra
- við viljum mennska borg“.
I fréttatilkynningu segir að
Húmanistaflokkurinn, sem áður
hafi verið nefndur Flokkur manns-
ins, hafi boðið fyrst fram árið 1984.
Flokkurinn hafi tvisvar tekið þátt í
alþingiskosningum og tvisvar í
borgarstjómarkosningum, auk
þess að hafa beitt sér fyrir fram-
boði gegn sitjandi forseta árið
1989.
Meðal stefnumála flokksins í
kosningunum má nefna ókeypis
heilbrigðisþjónustu fyrir alla og
eru tannlækningar ekki undan-
skildar, ókeypis menntun á öllum
skólastigum, þar með töldum leik-
skólum, allir borgarbúar 16 ára og
eldri hafi kosningarétt og komið
verði á beinum atkvæðagreiðslum
um einstök mikilvæg málefni og
borgin sjái til þess að á hverjum
tíma sé nægilegur fjöldi leiguíbúða
með niðurgreiddri leigu fyrir
tekjulága og þá sem ekki hafa í
önnur hús að venda.
Átta efstu sætin á framboðslista
Húmanistaflokksins eru þannig
skipuð: 1. Methúsalem Þórisson,
ráðgjafi, 2. Sigmar B. Hilmarsson,
atvinnulaus, 3. Jón Kjartansson frá
Pálmholti, formaður Leigjenda-
samtakanna, 4. Jón Tryggvi
Sveinsson, háskólanemi, 5. Mar-
grét Hansen, nemi, 6. Júlíus Valdi-
marsson, verkefnastjóri, 7. Sigrún
Reynisdóttir, rithöfundur, 8. Þor-
geir Óðinsson, graffitilistamaður.
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ kynningarfundi Húmanistaflokksins í gær, efstu menn Iistans
kynna helstu baráttumálin fyrir kosningarnar í vor.
Afríku-
heimsókn
biskups
Islands
BISKUP íslands, herra Karl Sigur-
bjömsson, heimsækir nú tvö Afríku-
lönd, Eþíópíu og Kenýa, til að kynna
sér starf Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga (SÍK) og Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar. Með í för
verður Jónas Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar, en hann var kristniboði í
Eþíópíu í rúman áratug og þekkir
vel til allra aðstæðna þar.
„Þetta er fyrsta vísitasía biskups
og jafnframt í fyrsta sinn sem bisk-
up Islands vísiterar dótturkirkjur
okkar í þessum löndum. í áratugi
hafa íslenskir kristniboðar starfað í
Afríku á vegum SÍK eða frá árinu
1953 er starfið hófst í Eþíópíu og
kristniboðsstöð var reist í Konsó.
Nú starfa sjö íslenskir kristniboðar í
Eþíópíu og tveir í Kenýa.
I heimsókn sinni mun biskup Is-
lands kynnast af eigin raun hjálpar-
starfi á vegum Hjálparstofnunar
kirkjunnar sem þar er unnið í sam-
starfi við innlenda aðila. Þá mun
hann predika í Addis, í Konsó og
Kenýa og taka þar þátt í skírnarat-
höfn á kristniboðsakrinum.
Þessi för er til áréttingar þeirri
stefnu sem biskup Islands hefur
markað að þjóðkirkjan beiti sér enn
meir að kristniboði, hjálparstarfi og
líknarþjónustu. Verði það ríkari
þáttur í lífi og starfi safnaðanna hér
á landi. Biskup kemur aftur til
landsins 2. maí, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Biskupsstofu.
-------------
Náttúruverndar-
samtök íslands
Akvörðun um-
hverfisráð-
herra ófarsæl
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK
íslands segja að ákvörðun umhverf-
isráðherra um að leyfa lagningu
Búrfellslínu 3A á svonefndri 01-
kelduhálsleið sé mjög ófarsæl. Hilm-
ar Malmquist, sem er í stjórn sam-
takanna, segir að með ákvörðun
sinni ómerki umhverfisráðherra úr-
skurð skipulagsstjóra sem byggi á
mjög faglegum forsendum.
Hilmar segir augljóst að umhverf-
isráðherra hafí ekki hugað að rökum
skipulagsstjóra. „Úrskurður skipu-
lagsstjóra byggist annars vegar á
því að Landsvirkjun hafi brotið
reglugerðarákvæði sem snýst um að
kynna fleiri kosti en einn og hins
vegar að það hafi skort nægilega ít-
arlega náttúrufarslega úttekt á
þeirri leið sem þeir eru byrjaðir á.
Samtökin hafa bent á það að ákvörð-
un um línustæðið er tekin fyrir rúm-
um sjö árum. Á þeim tíma var um-
fjöllun um umhverfismál ekki komin
af stað eins og hún hefur þróast síð-
an. Málið fékk ekki þá umfjöllun
sem krafist er í dag samkvæmt lög-
um. Þó svo að Landsvirkjun hafí
leyfi iðnaðarráðherra til að leggja
220 kV línu teljum við að fyrirtækið
þurfi að hugsa meira um umhverf-
ið,“ segir Hilmar Malmquist.
Hann segir að samtökin hafi bent
á svokallaða Ölfusleið sem Lands-
virkjun hafi í upphafi viljað fara.
„Einnig bendum við á að það þarf að
leggja aðra 400 kV línu, ein dugir
ekki. Það kemur fram í svari Lands-
virkjunar við fyrh-spurn frá samtök-
unum. Spurningin er hvar hún eigi
að vera. Vilji Hvergerðingar ekki fá
línu fyrir sunnan sig á þá að leggja
aðra 400 kV línu eftir Ólfusleiðinni?
Málið er þvi greinilega opið ennþá.
Ég hef grun um að til standi að
næsta h'na verði lögð sunnan Hvera-
gerðis. Þess vegna spyr maður sig
hvers vegna þessi lína, sem nú hefúr
verið tekin ákvörðun um, geti ekki
verið þar einnig," segir Hilmar.