Morgunblaðið - 16.04.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 25
Pol Pot fellst
á alþjóða-
dómstól
Hong Kong. Reuters.
POL Pot, fyrrverandi leiðtogi
Rauðu khmeranna í Kambódíu,
hefur fallist á að réttað verði yflr
honum fyrir alþjóðlegum dómstól,
að því er Far Eastern Economic
Review fullyrti í gær. Talið er að
um ein milljón Kambódíumanna
hafi látið lífið undir ógnarstjórn
khmeranna á árunum 1975-1979,
og er Pol Pot talinn bera ábyrgð á
dauða fólksins.
Pol Pot var komið frá völdum í
flokki sínum í júní sl. Flokksmenn
tóku hann síðar höndum og hyggj-
ast framselja hann í von um að fá í
staðinn mat og lyf. Fullyrt var í
blaðagreininni að þeir hefðu hins
vegar enga hugmynd um hvernig
þeir ættu að bera sig að við að fram-
selja Pol Pot.
Nate Thayer, blaðamaður Far
Eastern Economic Review, sem
hitti Pol Pot að máli sl. sumar,
ræddi í síðustu viku við nokkra leið-
toga Rauðu khmeranna, þar á með-
al Non Nou, sem titlaður er hers-
höfðingi, sem hafði eftir Pol Pot að
hann væri reiðubúinn að svara til
saka í hvaða landi sem væri, nema
Víetnam.
Reuters
Paraguaymaður tekinn af lífí fyrir morð í Bandaríkjunum
Náðunarbeiðni Alþjóða-
dómstólsins hunsuð
Jarratt í Virginíu. Reuters.
PARAGUAYMAÐUR
var tekinn af lííi með
banvænni lyfjagjöf í
ríkisfangelsi Virginíu í
Bandaríkjunum í fyrr-
inótt þrátt fyrir mót-
mæli víðsvegar að úr
heiminum. Maðurinn
varð konu að bana í
Virginíu fyrir sex ár-
um.
Hann hét Angel
Francisco Breard, 32
ára, fæddur í Argent-
ínu, en fluttist með
fjölskyldu sinni til
Paraguay þegar hann
var 13 ára. Hann var
dæmdur til dauða fyrir að hafa
myrt nágranna sinn, Ruth Dickie,
39 ára, í febrúar 1992, með því að
stinga hana fimm sinnum með
hnífi í íbúð hennar í Arlington í
Virginíu.
Breard játaði á sig glæpinn, en
kvaðst hafa verið undir bölvun
fyri'verandi tengdafóður síns.
Hann hafnaði dómssátt, sem hefði
komið í veg fyrir að hann væri tek-
inn af lífi, og baðst miskunnar af
kviðdómnum sem dæmdi hann til
dauða.
Hæstiréttur Bandaríkjanna
hafnaði beiðni verjenda Breards
um frestun aftökunnar og ríkis-
stjórinn í Virginíu, James Gilmore,
neitaði að skerast í leikinn. Stjórn-
völd í Paraguay gagnrýndu niður-
stöðuna og að hvorki þau né
argentínsk stjórnvöld hefðu verið
látin vita um handtöku Breards.
„Drengur eins og hann, með alla
sína annmarka og takmörkuðu
tungumálakunnáttu, var ofurseld-
ur réttarkerfi [Bandaríkjanna],“
sagði Leila Rachid, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Paraguay, í gær-
morgunn.
Alþjóðadómstóllinn í Haag fór
þess á leit við bandarísk yfirvöld 9.
apríl að aftökunni yrði frestað,
vegna þess að stjórnvöld í Paragu-
ay hefðu ekki verið látin vita af því
að Breard hefði verið handtekinn,
svo sem kveðið væri á um í alþjóð-
legum sáttmála.
Daginn áður en aftakan fór fram
reyndi Madeleine Al-
bright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna,
að fá Gilmore til að
fresta aftökunni svo að
Alþjóðadómstóllinn
gæti fjallað um málið.
Kvaðst Albright
áhyggjufull vegna
þeirra áhrifa sem málið
gæti haft á afdrif
bandarískra ríkisborg-
ara sem kæmust í kast
við lögin á erlendri
grund.
Saksóknarar í Virg-
iníu hafa játað að Bre-
ard hafi ekki fengið að
hitta fulltrúa ræðis-
manns Paraguay, sem hann eigi þó
rétt á samkvæmt alþjóðasáttmála.
Þeir sögðu að þetta hefði átt að
nefna við áfrýjunarrétt Virginíu
sem hafí staðfest dauðadóminn.
„Það leikur enginn vafí á sekt
Breards," sagði Miriam Delgado,
talsmaður stjórnvalda í Paraguay.
„En Bandaríkin hafa með yfir-
gangssemi virt að vettugi alþjóð-
lega sáttmála. Héðan í frá geta
dómstólar gert það sem þeim sýn-
ist við útlendinga þar eð leiðtoga-
ríki heimsins hefur gefið þetta
skelfilega fordæmi."
Gilmore ríkisstjóri neitaði að
verða við beiðni Alþjóðadómstóls-
ins, sem yrði mörg ár að komast að
niðurstöðu og hefði „ekkert vald til
afskipta af réttarkerfi Virginíu".
Gilmore sagði ennfremur að það
væri skylda sín að vernda íbúa rík-
isins.
Hraðnámskeið
í tungumálum
Næstu námskeið hefjast 20. apríl
Enska • Danska • Sænska • Norska
Þýska • Franska • Spænska • ítalska
Rússneska • Japanska Kínverska
Portúgalska • íslenska fyrir útlendinga
Myndlistar- og enskunámskeið
fyrir börn í júní og ágúst.
E 0 M m
tmmwum'Mmn
Grensásvegi 16A • Sími 588 7222
NtX*U2«US0 m
wmtTíWAi. umn *
15208086 »
90
Angel Francisco
Breard
Eðlur gegn atvinnuleysi
OSCAR Bazan, fyrrverandi
starfsmaður ríkisolíufélagsins í
Argentínu, vinnur hér að því að
búa til líkan í réttri stærð af
stærstu risaeðlu, sem nokkru
sinni hefur fundist, Argentin-
osaurus. Fundust beinaleifarn-
ar skammt frá bænum Huincul í
suðurhluta landsins 1989 en í
lifanda lífi hefur eðlan verið 24
metra há og 42 metra löng. Ný-
lega fundust svo bein úr
stærstu kjötætu, sem uppi hefur
verið, Gigantosaurus. I Huincul
er mikið atvinnuleysi en íbúarn-
ir vona, að þessi hvalreki aftan
úr fortíðinni muni breyta því og
laða ferðafólk til bæjarins.
Ný
frímerki
I dag koma út ný frímerki með íslenskum
nytjafiskum og smáörk tileinkuð ári hafsins
Fyrstadagsumslög fást
stimpluð á pósthúsum
um land allt.
Einnig er hægt að panta þau
hjá Frímerkjasölunni.
POSTURINN
Sími: 580 1052 Fax: 580 1059
Heimasíða:
http://www.postur.is/postphil/
FRlMERKJASALAN
Dilbert
daglega á Netinu
www.mbl.is