Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 25 Pol Pot fellst á alþjóða- dómstól Hong Kong. Reuters. POL Pot, fyrrverandi leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambódíu, hefur fallist á að réttað verði yflr honum fyrir alþjóðlegum dómstól, að því er Far Eastern Economic Review fullyrti í gær. Talið er að um ein milljón Kambódíumanna hafi látið lífið undir ógnarstjórn khmeranna á árunum 1975-1979, og er Pol Pot talinn bera ábyrgð á dauða fólksins. Pol Pot var komið frá völdum í flokki sínum í júní sl. Flokksmenn tóku hann síðar höndum og hyggj- ast framselja hann í von um að fá í staðinn mat og lyf. Fullyrt var í blaðagreininni að þeir hefðu hins vegar enga hugmynd um hvernig þeir ættu að bera sig að við að fram- selja Pol Pot. Nate Thayer, blaðamaður Far Eastern Economic Review, sem hitti Pol Pot að máli sl. sumar, ræddi í síðustu viku við nokkra leið- toga Rauðu khmeranna, þar á með- al Non Nou, sem titlaður er hers- höfðingi, sem hafði eftir Pol Pot að hann væri reiðubúinn að svara til saka í hvaða landi sem væri, nema Víetnam. Reuters Paraguaymaður tekinn af lífí fyrir morð í Bandaríkjunum Náðunarbeiðni Alþjóða- dómstólsins hunsuð Jarratt í Virginíu. Reuters. PARAGUAYMAÐUR var tekinn af lííi með banvænni lyfjagjöf í ríkisfangelsi Virginíu í Bandaríkjunum í fyrr- inótt þrátt fyrir mót- mæli víðsvegar að úr heiminum. Maðurinn varð konu að bana í Virginíu fyrir sex ár- um. Hann hét Angel Francisco Breard, 32 ára, fæddur í Argent- ínu, en fluttist með fjölskyldu sinni til Paraguay þegar hann var 13 ára. Hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt nágranna sinn, Ruth Dickie, 39 ára, í febrúar 1992, með því að stinga hana fimm sinnum með hnífi í íbúð hennar í Arlington í Virginíu. Breard játaði á sig glæpinn, en kvaðst hafa verið undir bölvun fyri'verandi tengdafóður síns. Hann hafnaði dómssátt, sem hefði komið í veg fyrir að hann væri tek- inn af lífi, og baðst miskunnar af kviðdómnum sem dæmdi hann til dauða. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni verjenda Breards um frestun aftökunnar og ríkis- stjórinn í Virginíu, James Gilmore, neitaði að skerast í leikinn. Stjórn- völd í Paraguay gagnrýndu niður- stöðuna og að hvorki þau né argentínsk stjórnvöld hefðu verið látin vita um handtöku Breards. „Drengur eins og hann, með alla sína annmarka og takmörkuðu tungumálakunnáttu, var ofurseld- ur réttarkerfi [Bandaríkjanna],“ sagði Leila Rachid, aðstoðarutan- ríkisráðherra Paraguay, í gær- morgunn. Alþjóðadómstóllinn í Haag fór þess á leit við bandarísk yfirvöld 9. apríl að aftökunni yrði frestað, vegna þess að stjórnvöld í Paragu- ay hefðu ekki verið látin vita af því að Breard hefði verið handtekinn, svo sem kveðið væri á um í alþjóð- legum sáttmála. Daginn áður en aftakan fór fram reyndi Madeleine Al- bright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að fá Gilmore til að fresta aftökunni svo að Alþjóðadómstóllinn gæti fjallað um málið. Kvaðst Albright áhyggjufull vegna þeirra áhrifa sem málið gæti haft á afdrif bandarískra ríkisborg- ara sem kæmust í kast við lögin á erlendri grund. Saksóknarar í Virg- iníu hafa játað að Bre- ard hafi ekki fengið að hitta fulltrúa ræðis- manns Paraguay, sem hann eigi þó rétt á samkvæmt alþjóðasáttmála. Þeir sögðu að þetta hefði átt að nefna við áfrýjunarrétt Virginíu sem hafí staðfest dauðadóminn. „Það leikur enginn vafí á sekt Breards," sagði Miriam Delgado, talsmaður stjórnvalda í Paraguay. „En Bandaríkin hafa með yfir- gangssemi virt að vettugi alþjóð- lega sáttmála. Héðan í frá geta dómstólar gert það sem þeim sýn- ist við útlendinga þar eð leiðtoga- ríki heimsins hefur gefið þetta skelfilega fordæmi." Gilmore ríkisstjóri neitaði að verða við beiðni Alþjóðadómstóls- ins, sem yrði mörg ár að komast að niðurstöðu og hefði „ekkert vald til afskipta af réttarkerfi Virginíu". Gilmore sagði ennfremur að það væri skylda sín að vernda íbúa rík- isins. Hraðnámskeið í tungumálum Næstu námskeið hefjast 20. apríl Enska • Danska • Sænska • Norska Þýska • Franska • Spænska • ítalska Rússneska • Japanska Kínverska Portúgalska • íslenska fyrir útlendinga Myndlistar- og enskunámskeið fyrir börn í júní og ágúst. E 0 M m tmmwum'Mmn Grensásvegi 16A • Sími 588 7222 NtX*U2«US0 m wmtTíWAi. umn * 15208086 » 90 Angel Francisco Breard Eðlur gegn atvinnuleysi OSCAR Bazan, fyrrverandi starfsmaður ríkisolíufélagsins í Argentínu, vinnur hér að því að búa til líkan í réttri stærð af stærstu risaeðlu, sem nokkru sinni hefur fundist, Argentin- osaurus. Fundust beinaleifarn- ar skammt frá bænum Huincul í suðurhluta landsins 1989 en í lifanda lífi hefur eðlan verið 24 metra há og 42 metra löng. Ný- lega fundust svo bein úr stærstu kjötætu, sem uppi hefur verið, Gigantosaurus. I Huincul er mikið atvinnuleysi en íbúarn- ir vona, að þessi hvalreki aftan úr fortíðinni muni breyta því og laða ferðafólk til bæjarins. Ný frímerki I dag koma út ný frímerki með íslenskum nytjafiskum og smáörk tileinkuð ári hafsins Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. POSTURINN Sími: 580 1052 Fax: 580 1059 Heimasíða: http://www.postur.is/postphil/ FRlMERKJASALAN Dilbert daglega á Netinu www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.