Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 40
MORGUNB LAÐIÐ 40 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR Nýtt félag - nýtt afl - nýtt nafn Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa staðið yfír viðræður um sam- einingu nokkurra stétt- arfélaga á höfuðborg- arsvæðinu þ.e. Starfs- mannafélagsins Sókn- ar, Dagsbrúnar-Fram- sóknar stéttarfélags og Félags starfsfólks í veitingahúsum. ~y Viðræðurnar hafa nú leitt til þess að félags- menn allra félaganna eru að greiða atkvæði um sameiningarmálin þessa dagana. Margar ástæður liggja að baki slíkri ákvörðun og vel ígrunduð afstaða stjórna félaganna liggur að baki þessum undirbúningi. Pegar sömu félög ákváðu að sameina lífeyris- sjóði félaganna þótti það merkilegt skref og fæstir trúðu fyrirfrarn að svo vel færi sem raun er á. Samstaða þessara félaga á þar drjúgan þátt í farsælli niðurstöðu. Þá þegar veltum við því fyrir okkur '• hvort við ættum ekki einnig samleið félagslega. Umræða um slíkt Iá niðri um tíma m.a. vegna mikillar vinnu við undirbúning og gerð síð- ustu kjarasamninga sem tók lengri tíma vegna nýrra laga um stéttarfé- lög og vinnudeilur. Síðla árs 1997 tók stjórn Sóknar ákvörðun um að fara í formlegar viðræður um sameiningarmál við Dagsbrún-Framsókn stéttarfélag og hófust þær viðræður í desember sl. eftir óformlegan undirbúning. Á etrarmánuðum hafa síðan átt sér stað viðræður milli félaganna um stofnun nýs stéttarfélags sem geti orðið annað stærsta stéttarfélagið á landinu ef af verður. Eftir að hafa haldið félags- og trúnaðarráðsfundi um sameininguna hefur verið ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um sameininguna og stendur hún nú yfír. Sú spuming hefur komið fram í aðdraganda þessa máls hvort fé- lagsmenn eigi samleið í einu stóru félagi þar sem starfssviðin séu svo mörg og ólík. Því hefur verið svarað á þann veg að í mörgum starfs- greinum liggi störfín saman. Má þar nefna að starfsmenn í eldhúsum og í . , ræstingu má finna í Sókn, Fram- sókn og FSV. Munurinn er ein- göngu sá að sumir eru að elda fyrir sjúklinga, aðrir fyrir starfsfólk og ferðamenn. Sama á við um ræsting- arstörfin. Því má segja að þessum starfsgrein- um hafí verið sundrað og kominn sé tími til að sameina þá sem vinni sambærileg störf. En vitanlega verður starfs- greinafjöldinn meiri en nú þegar margir og mismunandi kjara- samningar eru til og mun svo verða áfram enda er verið að semja við marga atvinnurek- endur sem fara ekki endilega sömu leið í kjaraviðræðum frekar en stéttarfélögin sjálf. Þá mun verða fjölg- un á vinnustaðasamn- ingum á næstu árum, nýrri leið sem hefur verið mikið hampað. Sú leið verður íslensku verkafólki erfið nema hægt sé að efla verulega trún: aðarmannakerfi stéttarfélaganna. í siðustu kjarasamningum tókst sem betur fer að semja um viðbótar viku í fræðslu fyrir trúnaðarmenn. Mörg félög hafa farið af stað með fræðslu um vinnustaðasamninga meðal í mörgum starfsgreinum, segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, liggja störfin saman. sinna trúnaðarmanna. Stórt stéttar- félag mun geta staðið mun betur við bakið á sínum trúnaðarmönnum og aukið fræðslu þeiiTa og þjálfun verulega. Nýtt öflugt félag er svar okkar við kröfum framtíðarinnar um öflugra og nútímalegra starf fyrir féiagsmenn. Nýtt afl - til hvers? Ef meirihluti verður fyrir sam- einingu þarf strax að setja saman skipurit fyrir nýtt stéttarfélag sem mun í framtíðinni geta betur staðið að ýmsum málum fyrir félagsmenn sína. Má þar helst nefna: Stærra fé- lag - öflugra félag. Stærra félag getur mætt viðsemj- endum af meiri styrk en áður. Stærra félag verður einnig sterkara innan verkalýðshreyfmgarinnar. Allir sjóðir nýs félags eflast við sameiningu. Má þar nefna sjúkra- sjóð, orlofssjóð, verkfallssjóð og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir fræðslusjóð. Sterkari sjóðir efla möguleika fólks bæði til réttinda og til sterkari baráttu. Öll vinna að starfs- og símenntun getur orðið mun öflugri og mark- vissari með sameiginlegum fræðslu- sjóði félaganna. I nútímasamfélagi þarf öflugri starfs- og endurmennt- un þar sem flestir skipta um störf mun oftar á ævinni en áður var. Þá krefst vinnumarkaðurinn sveigjan- legi’a vinnuafls sem þarf staðgóða símenntun til að geta tekist á við ör- ar breytingar bæði í tækni og gæða- málum. Stéttarfélag af þessari stærð verður að vera deildarskipt en af því hefur Starfsmannafélagið Sókn talsverða reynslu þar sem félagið hefur verið deildarskipt í nokkur ár og hefur það gefíð góða raun sér- staklega þegar verið er að undirbúa samningagerð. Þá er boðað til funda í hverri deild - starfsgrein sem þá fjallar um sín innri mál og leggur fram tillögur að gerð kjarasamn- inga. Síðan eru félagsfundir sameig- inlegir fyrir alla félagsmenn þar sem lokaákvarðanir eru samþykkt- ar. Ef vel tekst til við deildarskipt- ingu mun hún þýða virkara félags- starf og aukið sjálfstæði tiltekinna starfsgreinadeilda eftir virkni og dugnaði þein-a sem stjórna þeim. Nýtt nafn - ný framtíð Ef félagsmenn ákveða að hefja sameiningarferil mun fara af stað atburðarás sem kallar á mikla vinnu við samræmingu á lögum, reglum og skipulagi nýs félags. Eitt af því sem þá mun gerast er að kosið verð- ur um nýtt nafn á haustmánuðum fyrir hið fyrirhugaða félag. Félag af þessari stærð mun geta nýtt starfs- mannahópinn mun markvissar og einnig geta ráðið til sín þá sérfræð- inga sem mest er dagleg þörf fyrir en þar ber fyrst að nefna lögfræði- og félagsfræðiþáttinn. Við einkavæðingarframkvæmdir og tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga á síðustu árum hefur berlega komið í ljós að verkalýðs- hreyfíngin hefur ekki verið nægjan- lega undir þær breytingar búin og þar af leiðandi oft tekist á um hvernig starfsmannahópar ættu að skiptast í félög. I framtíðinni mun verða æ meira tekist á um tilvist verkalýðshreyf- ingarinnar sem leiðir af sér að stór og sterk félög munu eiga auðveld- ara með að standa af sér þær hrær- ingar. Nýtt sameinað stéttarfélag mun geta staðið betur vörð um fé- lagsleg og kjaraleg réttindi félags- manna sinna auk þess að byggja upp öflugt félagsstarf félagsmönn- unum til góðs, bæði á sviði starfs- menntunar og félagslegra réttinda. Höfundur er fornmður Sóknar i Reykjavík. éara Bankastræti 8, sími 551 3140. Sendum í póstkröfu. *Meðan birgðir endast. Vorsprengja í versluninni Söru lliniqul Allt þetta fylgir kaupum fyrir 3.500 kr. eða meira Gjöfin inniheldur: Rinse-Off Foaming Cleanser 30 ml. Freyðandi farðahreinsir. Clarifying Lotion 2 60 ml. Andlitsvatn. rlly Different Moisturizing ml. Rakakrem á Clinique snyrtivörum dagana 15.-18. apríl.* Superbalanced Makeup 15 ml. Andlitsfarði nr. 05 Lip-shaping Pencil 8 gr. Varalitablýantur, Perfect amber, 08. Long Last Soft Shine Lipstick 4 gr. Varalitur, Creamy nude, 03. Glosswear SPF 82,8 gr. Varagloss, Honey bee, 01. Varalitabursti. Varalitahulstur. Urskurður ráðuneytis hafður að engu Nánast sama teikning samþykkt aftur hjá Reykjavíkurborg Byggingarleyfi fyrir Þórsgötu 2 var fellt úr gildi af æðra yfirvaldi, þ.e. umhverfisráðu- neyti, í lok nóvember sl. vegna þess að bygg- ingin var of stór. En hvað gera borgaryfir- völd? Jú, þau sam- þykkja nýtt byggingar- leyfí fyrir teikningu, sem kallast ný, en er sama teikningin með svo litlum breytingum að við fyrstu sýn mætti ætla að þetta ætti að vera brandari. Breytingarnar eru yfirklór - vandamálið óbreytt Augljóst er, þegar teikningarnar eru skoð- aðar, að breytingarnar eru ekki annað en yfirklór. Byggingarmagni hefur ekki verið breytt nema svo lítið að um algjöran skrípaleik er að ræða og byggingin hefur ekki verið lækkuð. Akveðinn veggur hefur Svo má sannleikann teygja, segir Jóhanna Bogadóttir, að hann breytist í ósannindi. verið sveigður örlítið til og stærð grunnflatar hverrar íbúðarhæðar minnkar við það um 1 fermetra, heildarbotnflötur sem var 788,3 m2 minnkar í 785,3 m2 (nánast innan við skekkjumörk). Einnig á nú að taka handrið af bílageymsluþaki sem jafnframt á að vera útivistar- svæði fyi-ir íbúa hússins en því hljótum við að mótmæla af öryggis- ástæðum. Báknið fer því áfram í fullri stærð inn í reitinn og veldur þar sömu röskun og áður. Vanda- málið er óbreytt. Ótrúleg vanvirðing gagnvart fólki Frá upphafi málsins hefur fólk hér á reitnum mótmælt stærð fyrir- hugaðrar byggingar en svörin frá borgaryfirvöldum eru vægast sagt furðuleg. Þau eru enn öll í sama anda og kom í ljós í fyrrasumar þegar Guðiún Ágústsdóttir, for- maður skipulagsnefndar, sagði frá því í fjölmiðlum að búið væri að lækka bygginguna og að komið hefði verið til móts við íbúana. Við skildum ekki að þetta átti að vera brandari fyrr en farið var að rýna í teikningar, jú, lofthæð í bílakjallara hafði verið minnkuð sem lækkaði þá bygginguna um heila 10 senti- metra! Svo má sannleikann teygja að hann breytist í ósannindi. í fyn-a- sumar var einnig gerð önnur smá- breyting, sneitt var af þakbrún bflageymslu við lóðamörk Óðins- götu 9 (þakbrún látin halla niður úr 2m í 1,30 á smáhluta), en þetta var síðan kallað á fundum að hæð bíla- geymslu væri bara l,30m á lóða- mörkum. Hvað eiga þessar aðferðir eiginlega að þýða? Þetta eru ekkert annað en útúrsnúningar og rang- færslur. Við hér á reitnum erum furðu lostin. Yfirlýsing G.Á. í vikunni fyrir prófkjör Aðferðirnar eru ótrúlegar. Ekki síst þegar haft er í huga að í vik- unni fyrir prófkjör R-lista var birt mikilvæg yfirlýsing frá formanni skipulagsnefndar, Guðrúnu Ágústs- dóttur, sem jafnframt er forseti borgarstjórnar (Mbl. 27. jan. 1998): „Borgaryfírvöld í Reykjavík hafa tekið þá ákvörðun að heimila ekki nýbyggingar í grónum hverfum fyrr en búið er að samþykkja deiliskipu- lag fyrir viðkomandi hverfi." Síðan er talað um fyrirhugaða „sam- vinnu“ við íbúa. Fyrsta virkan dag eft- ir prófkjör samþykkir skipulagsnefnd að setja í grenndarkynn- ingu þessa svokölluðu „nýju“ teikningu fyrir Þórsgötu 2, auðvitað án nokkurrar sam- vinnu við íbúa á svæð- inu. Hvar voru nú hin- ar nýlega kynntu samþykktir borgaryf- irvalda um ný vinnu- brögð? Ætla mætti að samþykktir borgaryfirvalda um nýjar reglur væru gjörsamlega ómerkar. Hvar erum við eiginlega stödd, ef til vill í einhvers konar fjarstæðuskáldsögu? Nú kærum við aftur nánast sömu teikningu og hugsanlega ber sú kæra þann ár- angur að hið nýja byggingarleyfi verði fellt úr gildi. Hvað tekur þá við, verður enn „ný“ teikning sam- þykkt hjá borginni með kannski nokkurra sentimetra tilfærslu ein- hvers staðar? Ekki er útilokað að leyft sé að byggja á meðan kærur eru til umfjöllunar og þannig hægt að koma upp byggingunni. Því vaknar sú spurning óhjákvæmilega hvort gagn sé í skipulagslögum þegar almennir borgarar þurfa að leita réttar síns. Röksemdir ráðuneytisins og fólksins á svæðinu Við höfum í höndunum úrskurð umhverfisráðuneytis með skýrum röksemdum um það að byggingin sé of stór, gangi of langt inn í reit- inn, dragi of mikið úr dagsbirtu fyrir nágranna með nálægð og stærð og að með stærð og gerð skerði þessi bygging rétt þeirra sem fyrir eru. Þarna hefði verið þörf að deiliskipuleggja, segir einnig í úrskurðinum, vegna breyt- inga sem svo stór nýbygging hafi í för með sér fyrir nágrennið, en um er að ræða fimm íbúða hús í stað einbýlishúss sem var þar fyrir. Þessar röksemdir eru allar í sam- ræmi við röksemdir okkar kærendanna og í samræmi við rök- semdir íbúa og húseigenda á svæð- inu. í viðbót við mótmæli íbúa næsta nágrennis strax í fyrrasum- ar sendu 75 íbúar Þingholtanna bréf í desember ‘97 til borgar- stjóra með áskorun um að deiliskipulag yrði gert strax og að engar breytingar yi-ðu gerðar í hverfinu fyrr en það lægi fyrir. Um leið fögnuðu þeir úrskurði ráðuneytisins um Þórsgötu 2. Einnig sendu 40 húseigendur næsta nágrennis bréf í mars til skipulagsnefndar þar sem hinni „nýju“ teikningu var mótmælt. Nokkur orð að lokum um nýting- artölur: Umfjöllun um nýtingartöl- ur í úrskurði umhverfisráðuneytis- ins er í fullu samræmi við það sem okkur hér þykir eðlilegt, þ.e. að taka beri tillit til ýmissa annarra hluta en nýtingar þegar byggt er nýtt í gömlum hverfum. Við hér á svæðinu viljum ekki fleiri skipu- lagsslys í hverfið og viljum ekki sjá þau verða að fordæmum fyrir fram- tíðina. Höfundnr er myndlistarmaður. Jóhanna Bogadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.