Morgunblaðið - 16.04.1998, Side 41

Morgunblaðið - 16.04.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1998 AÐSENDAR GREINAR Meinatæknar, menntun og störf HÉR á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir menntun og störf- um meinatækna og framtíðarhorf- um þeirra. Meinatæknar eru sérmenntaðir til að vinna að rannsóknum á rann- sóknastofum sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana, sem nauðsyn- legar eru til að hjálpa til við sjúk- dómsgreiningu og/eða fylgjast með meðferð. Til þess að meinatæknar geti sinnt þessum störfum, verður menntun þeirra að vera vel upp- byggð og ná yfir alla þætti rann- sóknastarfsins. Til rannsóknastof- anna berast sýni frá sjúklingum. Sýnin geta t.d. verið blóð, þvag og aðrir vökvar, hálsstrok og fleira, allt Fyrstu meinatæknarnir útskrifuðust hér á landi fyrir 32 árum. Brynja R. Guðmunds- dóttir fjallar í þessari grein um menntun þeirra, störf og framtíðarhorfur. eftir því hvað verður að gagni til að fá rétta sjúkdómsgreiningu. Læknar ákveða hvaða rannsóknir skuli gera. Rannsóknimar geta verið fólgnar í því að mæla ýmis efni í blóði og lík- amsvökvum, greina frumur í blóði, prófa viðbrögð storkukerfisins, und- irbúa vefjahluta til smásjárskoðunar, greina bakteríur og aðra sýkla sem eru ræktaðir úr líkamsvökvum, greina mótefni, finna erfðagalla, rækta frumur og greina arfgenga sjúkdóma með erfðatækni ásamt grunnrannsóknum. Nám meinatækna er á háskóla- stigi og fer fram við Tækniskóla ís- lands við heilbrigðisdeild ásamt röntgentækni. Fyi’stu meinatækn- arnir útskrifuðust hér á landi fyrir 32 árum. Síðan hafa orðið stórstígar framfarir í rannsóknartækni og þarfir rannsóknastofanna breyst. Menntunin hefur ætíð tekið mið af þörfum lækna og sjúklinga. Þess er gætt að fylgjast vel með nýjungum í rannsóknaaðferðum sem notaðar eru á rannsóknastofunum. Kennar- ar við meinatæknideild eru lektorar við Tækniskóla Islands, meina- tæknar sem vinna jafnframt á rann- sóknastofum spítalanna, læknar sem eru sérfræðingar í rannsókna- stofugreinum, ásamt öðru háskóla- menntuðu fólki í ýmsum hliðar- greinum. Það er mikilvægt að allir Vögg ussBngur, vöggusett, Póstsenduffl b ujr-Cii ini * ShdlwartlMdgll Súni55! 4050 Rtykj«vUL iA(œrfatna&UT LífstykfgaBúðin, Laugavegi 4, s. 551 4473 fagkennaramir séu í nánum tengslum við rannsóknavinnuna. Námið er allyfir- gripsmikið og felst í því að öðlast staðgóða þekkingu í greinum eins og efnafræði, eðl- isfræði, tækjaeðlis- fræði, líffæra- og lífeðl- isfræði. Ofan á þetta eru byggðar greinar sem má telja til fag- greina sem koma nær vinnunni á rannsókna- stofunum svo sem meinefnafræði, blóð- fræði, sýklafræði og líffærameinafræði. Brynja R. Guðmundsdóttir Auk þess er góð þekking í sjúk- dómafræði nauðsynleg, sérstaklega á þeim sjúkdómum sem tengjast þeim mælingum sem verið er að fást við. í náminu er mikið lagt upp úr verkefna- vinnu og vinna nem- endur mörg stærri og minni verkefni allan námstímann. A síðasta misseri vinna nemend- ur að lokaverkefni, sem tekur 10 vikur. Loka- verkefnið felur að jafn- aði í sér rannsóknar- vinnu sem getur verið prófun á nýjum aðferð- um eða einhvers konar samanburður milli að- ferða o.fl. og verða nemendur að leggja mat á niðurstöður og setja þær fram í ritgerð sem er síðan varin. Námið er 7 missera nám á há- skólastigi og lýkur með B.Sc. gráðu. Meinatæknar geta haldið áfram og tekið mastersgráðu við Háskóla Is- lands og eru nú þegar nokkrir meinatæknar í því námi. Einnig er hægt að fara til annarra landa í framhaldsnám og er þá möguleiki að taka mastersgráðu og doktors- gráðu. Vegna sérmenntunar sinnar á sviði sjúkdóma og rannsókna tengdum þeim eru meinatæknar góður starfskraftur á rannsókna- stofum bæði innan og utan heil- brigðiskerfisins og því líklegt að starfsvettvangur þeirra verði æ víð- feðmari eftir því sem rannsóknar- vinna verður fjölþættari á fleiri sviðum atvinnulífsins. Höfundur er deildarstjóri nieina- tæknibrautur Tækniskóla íslands. m Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 t HFY R (iii Rrini „ncv n IIU UUlll ■ 7 N Ú SJÁLFi (vn Þl G TAKI“ Hrokafull gömul frænka Lætur fólk hafa það óþvegið. Reykir ekki Við vitrnn bvað er erfitt að bætta að reykja Fólk sem aldrei hefur reykt á eldci gott með að skilja hve þörfin fyrir sígarettu getur verið óbærileg. Jafnvel þeir sem hafa fullan hug á að hætta, geta lotið í lægra haldi þegar sígarettan er annars vegar. Þeir sem aldrei hafa reykt halda oft að það að hætta sé einungis spuming um að taka sjálfan sig taki og hafa viljann að vopni. En það að hætta að reykja hefur ekki bara með viljastyrk að gera. "H er edfiteg s&ýTÍmrmþsíxfksaým erfitt ermi hrSSm Þegar þú hættir að reykja getur þú þurft að berjast við mikil ffáhvarfseinkenni vegna þess að líkaminn saknar nikótínsins sem hann er vanur að fá. Til að standast reykbindindi með sem minnstum óþægindum, getur þurft meira en viljastyrk. Góð reyklaus leið er að nota nikótínlyf til að minnka þörf líkamans á nikótmi smám saman og komast þannig yfir erfiðustu vikumar eftir að reykingum er hætt. Nikótínlyf innihalda nikótín í ákveðnum skömmtum sem nægja til þess að minnka nikótínþörfina og þú ert laus við tjöm og kolmónoxíð úr sígarettureyknum. Nikótín er ekki krabba- meinsvaldandi efhi og þú munt ekki verða háður nikótíni með því að nota nikótínlyf; sem reykingamaður ert þú þegar orðinn háður nikótíninu en nikótínlyf vom þróuð til að draga úr fráhvarfseinkennum og auðvelda fólki að hætta að reykja. Aimmmrmm^i Þú getur aukið möguleika þína á að standast reykbindindi með því að nota Nicorette®, leiðandi vömmerki um allan heim fyrir nikótínlyf, allt firá því Nicorette® nikótíntyggi- gúmmí, fyrsta nikótínlyfið, var markaðssett. í dag er hægt að fá Nicorette® sem tyggi- gúmmí, forðaplástur og innsogslyf án lyf- seðils. Nicorette® nikótínlyf koma ekki í stað viljastyrks, en geta veitt þér stuðning þegar þú ákveður að hætta að reykja. sssss NtCOHEXTE. Tfc Við stöndum meðþér Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem f er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlað til aö auðvelda fólki aö hætta aö reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuöi og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu I munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleði, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstífla og blöðrur í munni geta einnig komiö fram. Viö samtimis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, verið aukin hætta á blóðtappa. Nikótfn getur valdið bráöum eitrunum hjá börnum og er efnið þvi alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráöi viö lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og æöasjúkdóma. Þungaöar konur og konur meö barn á brjósti ættu ekki að nota lyfiö nema í samráöi viö lækni. Lesiö vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Markaösleyflshafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.