Morgunblaðið - 16.04.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.04.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ég kvaddi hann og átti afgangs handa mér fyndna athygasemd. Ég get nú brosað við þá tilhugs- un og trú, að Lilli Berndsen sé nú búinn að fá hissuna aftur þar sem þeir fagna honum hlýtt allir sam- ferðamenn hans á götunni forðum, svo og öll eðalmennin úr fínheitun- um. A báðum stöðum var hann alltaf eins og heima hjá sér. Ég er svo þakklátur að hafa 1 fengið að kynnast honum að ég j ætla ekki að gráta hann, menn eins ■ og hann lifa endalaust í hjörtum ’ okkar. Jónas Jónasson. „Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda. Það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim“. ’ (J. Hallgrímsson) __ Kær vinur er kvaddur í dag. I örfáum orðum viljum við nú, þegar leiðir skiljast um sinn, flytja Lilla okkar þakkir fyrir samfylgdina, vináttuna og alla hans umhyggju í okkar garð. Söknuðurinn er sár, - en minningarnar ylja. Hann hafði marga orrustuna háð og haft betur í þeim flestum, en í þeirri síðustu varð hann að I lúta í lægra haldi, þó ósáttur væri í fyrstu, en hann kvaddi þessa jarð- vist að morgni miðvikudagsins 8. apríl, sáttur við Guð og menn. Fyrir u.þ.b. 22 árum flutti Lilli til okkar hjóna og bjó hjá okkur um árabil. Eg hafði ekki þekkt þennan frænda mannsins míns áður, nema af afspum og satt best að segja leist mér nú ekki nema hæfilega vel J á þessa væntanlegu sambúð, með | þessum stóra, hrjúfa og háværa manni. Ekki leið þó langur tími þar til sterk, óijúfanleg vináttubönd bundust, sem áttu eftir að endast ævilangt. Fyrir þessa vináttu ber að þakka. Hann bar hag okkar allra í fjölskyldunni mjög fyrir brjósti og fylgdist vel með bömunum okkar þremur. Annai-s mátti einna helst 5 lfkja honum Lilla við íslenska veðr- áttu, svo margbreytilegur var hann. Hann var allt í senn, harður | og kaldur sem veturinn, litríkur og hvass sem haustið, heitur og mjúk- ur sem sumarið og bjartur og blíð- ur sem vorið. Undir, oft á tíðum, hrjúfu yfirborðinu sló gullhjarta og bamsleg einlægni var ekki langt undan. Hann var heimsmaður fram í fingurgóma og hafsjór af fróðleik. Hann var unnandi íslenskrar Ijóð- ) listar og þá sérstakiega var honum j Bólu-Hjálmar kær og þvílíkt minni I ... sem engir brestir komu í, þó far- ’ inn væri að kröftum. Með hárri raustu þuldi hann hvert ljóðið á fætur öðra, aðeins fáum dögum fyr- ir andlátið. Hann var og einnig málsvari þeirra, er minna máttu sín og ófáir þeir samferðamenn er hann lagði lið á einhvem hátt og nutu góðvildar hans. Við minnumst hans með hlýju og virðingu og þeirri fullvissu, að hann lifir, þar sem ljósið ekki deyr. J Huldu, sonunum fimm og öðram ástvinum nær og fjær biðjum við Guðs blessunar. Kora, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, Ijós, og lýstu mér, kom, lif, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem) Ásta og Hendrik (Binni). Margs er að minnast þegar horft er til baka. Með örfáum línum langar mig til þess að minnast þín, Lilli minn. Það var ekki hægt að } segja að þú værir allra, frekar dul- | ur maður og kunnir best við þig jj innan um fjölskyldu þína, börn og ' barnabörn. Fáa veit ég þó sem voru bónbetri en þú. Það væri endalaust hægt að nefna dæmi um alla þá greiða sem þú varst sí og æ að gera fólki út um allan bæ. Ég heyrði þig aldrei nokkum tíma tala niðrandi um neinn, öllum fannst þú eitthvað gott til framdráttar hversu langt leiddir sem þeir vora. Húmorinn var aldrei langt undan og alltaf sástu björtu hliðamar á hinum ýmsu málum. Það var segin saga að ef við leituðum til þín og þurftum á einhvers konar ráðum eða hjálp að halda var það bara al- veg sjálfsagt mál og ekkert til að tala um. Þú sagðir oft í spaugi að þú vær- ir nokkum veginn jafngamall elsta syni okkar Hannesi Þór sem nú er 22 ára. En það var um þær mundir sem þú breyttir um lífsstefnu og byrjaðir hið nýja líf. Við höfðum heyrt margar sögur um afrek þín á árum áður á hinum ýmsustu svið- um. Að það hefði nú ekki dugað minna en helst íslandsmet í einu og öllu sem þú tókst þér fyrir hendur hvort heldur var í golfi, fótbolta, bridge eða biljard. Þú kímdir nú bara þegar þessar sögu- sagnir voru bornar upp við þig. En allir verðlaunabikararnir sögðu nú sína sögu! Litlum Hannesi varð þetta mikil hvatning og var nú heldur betur stoltur þegar hann skrifaði þér um bikarana sem hann síðar fékk í skák og fótbolta. Síðast þegar við hittumst fyrir nokkram vikum áttum við langar samræður saman. Þú varst hel- sjúkur og vissir að hverju stefnd- ir. Þá kvaddir þú mig, þegar ég hélt af landi brott, með ljóðlínum sem era mér mjög kærar og standa reyndar á mynd sem þú málaðir handa mér. Með þessum ljóðlínum kveðjum við Guðjón þig og þökkum þér fyrir samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir okkur og syni okkar þrjá sem allir syrgja „afa“ Lilla. Þó að leiðin virðist vönd, vertu ekki hryggur. Það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. (Jón Bergman) Bertha Ragnarsdóttir, Guðjón Erlingsson, Hannes Þór, Knút- ur Þór, Friðrik Þór Guðjóns- synir, Svíþjóð. Fjölskylduvinur er borinn til moldar í dag. Ewald Berndsen var einn af Senatorum Reykjavíkur og vörpulegri maður sást ekki á göt- um borgarinnar. Hann var glæsi- legur á öllum aldri og ekki síst undir lokin. Það beit einhvem veg- inn ekkert á þessum manni. Varla dauðinn. Ewald var borgarbarn og bæði gaf og tók frá borg sinni. Æskuár- in voru sveipuð ljóma íþróttanna og meistaratitlar í mörgum grein- um. Yndislegt fjölskyldulíf. Svo tóku við dagar víns og rósa og síð- an útigangurinn. Frá veginum í strætið. Sennilega reis Lilli Berndsen hæst í strætinu. Svo kom upprisan og hvílík endur- koma til lífsins. Ewald Berndsen var lifandi sig- urvegari ljóssins á sortanum og ásamt Hilmari heitnum Helgasyni vísaði hann þúsundum leiðina úr heldrykkjunni. SAA var hans stórmeistaratitill. A tímamótum hvílir hugurinn hjá ástvinum Ewalds Berndsen og fjölskyldu. Alfaðir finni honum verðugan sess og gefi okkur hinum æðruleysi. Ásgeir Hannes. Vegir okkar mannanna liggja víða. Hjá sumum verður brautin slétt og bein, en bugðótt og brött hjá öðram. Fjöldinn velur alfara- leið um troðnar slóðir milli blómg- aðra túna og grænna granda. Aðr- ir rekast illa í hóp, leggja lykkjur á leið sína, sækja á brattann, þótt þeim bjóðist greiðari gata. Vilja skoða öræfin. Margt er þar að sjá og upplifa, engar girðingar, stund- um hægt að greikka sporið og ganga beint af augum. Hættur leynast þó víða og ýmsir hverfa þar ofan í keldur, en aðrir daga uppi. Gangir þú um öræfi og villist af leið má vera að þú rekist á stakan veðurbarinn klett, meitlaðan svo sterkum mannlegum dráttum, að þér finnist að þar undir hljóti að slá mennskt og heitt hjarta. Hann stendur þarna stöðugur til að vísa þeim veg, sem í villur rata, og veita hröktum ferðamanni skjól meðan stormar og hret ganga yfir. Hann gleymist þeim aldrei, sem eitt sinn hefur fundið hann, skýlt sér hjá honum og notið gestrisni hans. Ymsir eiga honum líf sitt að launa. Ég velti aldrei fyrir mér nafninu á þessum kletti. Sumir kölluðu hann „Lilla“, en í mínum huga var hann alltaf „Höfðinginn". Kynni okkar Ewalds Bemdsen hófust árið 1976 þegar hann tók við forstöðu áfangaheimilis, sem þá var stofnað í Reykjavík, á Rán- argötu 6. Þau kynni leiddu smátt og smátt til þess að ég fór að átta mig á því hvern mann hann hafði að geyma í raun. Ewald Berndsen var höfðingi. Hjarta hans var örlátt og við- kvæmt. Hann var gestrisinn og raungóður þeim, sem minna máttu sín, en um leið umburðar- lyndur. Höfðingjadjarfur, en hrokalaus. Hæfileikaríkur íþrótta- og keppnismaður, en um leið listrænn. Hefði án efa náð langt á listabraut hefði hann lagt fyrir sig myndlist. Kunni vel að segja skemmtilegar sögur af ferð- um um stundum krókóttar sjald- farnar brautir mannlífsins, en nægilega víðsýnn og hleypidóma- laus til þess að draga af þeirri reynslu réttar ályktanir. Nú, þegar ævibraut hans hérna megin Móðunnar miklu er gengin á enda og leiðir skilja um hríð, vil ég þakka honum samfylgdina. Minning hans verður mér, og efa- laust öðram vinum hans, klettur, en gott er að tylla sér hjá þegar napurt næðir á hálum brautum lífsins. Um leið vil ég votta Huldu, sonum þeirra og öðram aðstand- endum innilega samúð. Jóhannes Bergsveinsson. t Við þökkum allan þann kærleika og vinsemd sem okkur var sýnd við andiát og útför okkar hjartfólgnu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLBJÖRGU JÓRUNNI VIGFÚSDÓTTUR, Njarðvfkurbraut 16, Innri-Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðmundur Sveinsson, Vigfús Heiðar Guðmundsson, Þorbjörg Helgadóttir, Svanhildur Stella Júnírós Guðmundsd., Óskar Ásgeirsson, Dagný Austan Vernharðsdóttir, Herbert Kristjánsson, Karl E. Vernharðsson, Anna Brynja Richardsd., Vigsteinn Vernharðsson, Christina Draghici, Jóna Þórunn Vernharðsdóttir, Reynir Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 47V' t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang- afi, HAFLIÐI HALLDÓRSSON fyrrv. forstjóri Gamla Bíós, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 14. apríl. Sveinbjörn Hafliðason, Anna Huld Lárusdóttir Ólöf Klemenzdóttir, Grétar Hjartarson, Þórunn Halldórsdóttir, Sigurður Kárason, Hrafnhildur I. Halldórsdóttir, Halldór Þórhallsson, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Anna Sveinbjarnardóttir, Herbert Arnarsson og langafabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR fyrrverandi kennari og húsfreyja á Munkaþverá í Eyjafirði, lést að morgni annars páskadags, 13. apríl á elliheimilinu Grund. Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni í Reykja- vík miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.30. Útförin verður gerð frá Munkaþverárkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.30. Einar Jónsson, Halldóra Ásmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Jón Óskar Ásmundsson, Kristján Jónsson, Helga Hauksdóttir, Eysteinn Jónsson, Erla Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA ÁGÚSTSDÓTTIR, Snekkjuvogi v/Kumbaravog, áður til heimilis í Auðbrekku 23, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi mánu- daginn 13. apríl sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. apríl nk. kl. 10.30. Sigrún Erla Kristinsdóttir, Jóhannes Ágúst Kristinsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Kristinsdóttir, Magnús Gfslason og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR FINNSSON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðju- daginn 7. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Erla Ragnarsdóttir, Ingvar Benjamínsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Björg Ragnarsdóttir, Sjöfn Ragnarsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Samúel Örn Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður Eskihlíð 10a, sem lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 4. apríl, verður jarðsungin frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 18. apríl kl. 14.00 eftir hádegi. Rútuferð verðurfrá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 Guðný Sigfúsdótttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Gerður Sigfúsdóttir, Helgi Sigfússon, Hjalti Sigfússon, Guðni Sigfússon, Gyða Sigríður Sigfúsdóttir, Ólöf Hulda Sigfúsdóttir, Halldór Þráinn Sigfússon, Guðmundur J. Guðmundsson, Eyjólfur Einarsson, Ragnheiður Þorkelsdóttir, Anna Magnea Jónsdóttir, Edward Stenton, Kristinn Eyjólfsson, Harpa Halldórsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.