Morgunblaðið - 16.04.1998, Síða 60

Morgunblaðið - 16.04.1998, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ ^ 60 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998_______________________ FÓLK í FRÉTTUM BRUCE Willis er í niunda sæti. WILL Smith er nýr inni á listanum eftir tvær metsölumyndir sumarsins í röð. Tveir nýir Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin, ef næg þátttaka fæst! Á Reyðarfirði dagana 27., 28. og 29. apr. nk. Skráningu þátttakenda lýkur 22. apríl. í Reykjavík dagana 4., 5. og G. maí nk. Skráningu þátttakenda lýkur 27. apríl. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofu í síma 568 1122. Námskeiðsgjald kr. 24.000. Endurmenntunarnámskeið Ætlað þeim, sem eru með réttindi 5 ára eða eldri verða haldin, ef næg þátttaka fæst! j Reykjavík 7. maí nk. Á Hornafirði 11. maí nk. Á Neskaupstað 12. maí nk. Öllum námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofu í síma 568 1122. Námskeiðsgjald kr. 10.000. • • Oruggustu kvik- myndastj ömumar Tom Cruise, Mel Gibson, Harrison Ford og Tom Hanks eru þær kvikmyndastjörn- ur sem talið er að geti öðrum fremur selt myndirnar sem þeir leika í og tryggt vel- gengni þeirra í miðasölunni eftir því sem fram kemur í nýlegri könnun. Arnaldur Indriðason skoðaði hana. Tveir nýir HoIIywoodleikarar eru á listanum fyrir árið 1997, Matt Damon og Will Smith. Damon er einn af höfundum óskarsverðlauna- myndarinnar „Good Will Hunting" auk þess sem hann fer með aðal- hlutverkið í henni, en Smith hefur tvö sumur í röð farið með áberandi hlutverk í metsölumyndum, „Independence Day“ og „The Men in Black“. Smith stendur nú næst- um jafnfætis Eddie Murphy sem vinsælasti svarti leikari í heimi. Leikkonur hopa niður listann en bent er á að kvenhlutverk hafi ekki verið burðug í fyrra almennt séð ef litið er framhjá þeim sem hlutu út- nefningar til Oskarsins. Fyrsta leikkonan sem nefnd er á listanum er í 15. sæti, Julia Roberts. Mynd hennar, Brúðkaup besta vinar míns, naut mikilla vinsælda á síð- asta ári. Fyrir sjö árum var Ro- berts í A+ flokkinum og er reynd- ar eina leikkonan sem komist hefur í þann flokk. Þá lék hún í „Pretty Woman“. Bretarnir Hvergi utan Bandaríkjanna hef- ur á undanfórnum árum komið fram jafn efnilegur hópur ungra kvikmyndaleikara og í Bretlandi enda er nú mikil uppsveifla í breskri kvikmyndagerð og breskar bíómyndir fara um veröld víða. I hópi ungu bresku leikaranna sem nefndir eru í könnuninni, þótt þeir hafí ekki komist í fimmtíu efstu sætin, eru Ewan McGregor, Jonny Lee Miller, Kate Winslet, Minnie Driver, Robert Graves, Jude Law, Kate Beckinsale, Joe Finnes, Ben Chaplin, Stuart Townsend og auð- vitað Robert Carlyle í Með fullri reisn og Rowan Atkinson sem furðufyrirbærið Bean í samnefndri kvikmynd en báðar hafa haft yfir 200 milljónir dollara í tekjur. Margir þakka nýja breska lotterí- inu fyrir aukinn vöxt kvikmynda- gerðar þar í landi; 124 breskar bíó- myndir voru framleiddar á síðasta ári og fór helmingurinn í dreifingu í kvikmyndahús. Margt hefur breyst í Bretlandi sem skýrir þá þróun sem orðið hef- LEIKKONAN Sharon Stone er í 34. sæti. ur í kvikmyndagerðinni. Bent er á að ungir framleiðendur vilji nú gera sölumyndir og koma á fót raunverulegum kvikmyndaiðnaði en fyi’ir tíu árum hefði slíkt verið álitið villutrú. Með „Trainspotting" fékk unga fólkið áhuga á breskum bíómyndum og nýju myndirnar þykja ekki eins sjálfmeðvitaðar og myrkar og þær sem gerðar voru á síðasta áratug. Könnunin sýnir að stjörnukerfið er í fullum blóma. Trúin á að kvik- myndastjörnurnar geti trekkt að áhorfendur sama hvað þær leika í (kannski með fáeinum undantekn- ingum) er ansi sterk í Hollywood og könnun eins og þessi eykur hana. Stjörnurnar sjálfar geta verðlagt sig upp úr öllu valdi en ekki er óalgengt að þær séu farnar að fá 20 milljónir dollara á mynd; leikarar eins og Cruise, Gibson, Ford, Hanks og Carrey hreyfa sig ekki fyrir neitt minna. Flestir af þeim sem þátt tóku í könnuninni eru á því að slíkur kostnaður borgi sig. En tvær stórstjörnur í sömu myndinni er of mikið. Ein ástæða þess að Tom Cruise fær ekki að leika á móti neinum stórstjörnum í myndum sínum er einfaldlega sú að með hann innanborðs hefur framleiðandinn ekki efni á öðrum eins leikara. En eftir því sem kostnaðurinn við stjörnurnar eykst er sífellt ver- ið að uppgötva nýjar stjörnur og Vigtarmenn EINU sinni á ári er gerð könnun á meðal þeirra sem kaupa og selja bíómyndir, bíóhúsaeigenda og for- stjóra kvikmyndafyrirtækja um all- an heim, á því hvaða kvikmynda- stjörnur þeir telji að eigi mestri vel- gengni að fagna. Er leikurunum gefm stig eftir því hvað menn telja þá eftirsótta og líklega til þess að /AFFl R E YHjAVIK R f S T á W R S N T ' H A R ítilTivif Hljómsveitin Grape leikur í kvöld. Svarfur ís leikur föstudags- og laugardagskvöld I/AfFI REY KJAVIK — heitasti staðurinn í bænum selja myndimar sem þeir eru í. Nöfn fleiri en 500 leikara komust á blað í fyma og birti bandaríska tímaritið Variety nýlega lista með 52 efstu nöfnunum. I fjórum efstu sætunum voru: Tom Cruise með 100 stig, Mel Gibson með 97 stig, Harrison Ford með 96 stig og Tom Hanks með 95 stig. Þessir leikarar geta auðveldlega selt kvikmynda- húsaeigendum bíómyndir fyrirfram eingöngu út á nafn sitt og skiptir þá engu máli að myndin með þeim hef- ur ekki enn verið gerð, hver gerir handritið, hver sér um leikstjórnina eða hvaða aðrir leikarar koma til með að leika í myndinni. Nöfn þess- ara leikara eru talin tryggja undan- tekningarlaust góða aðsókn. Carrey þýtur upp listann Þessir fjórir leikarar eru í svokölluðum A+ flokki yfir leikara sem dreifingaraðilar teija sig ör- ugga um að hagnast á. I þeim næsta fyrir neðan, A flokki, er Jim Carrey efstur með 93 stig, Brad Pitt kemur á eftir honum með 93 stig einnig og síðan Arnold Schwarzenegger, einnig með 93 stig, og John Travolta í fjórða sæti með 91 stig. Alls eru 22 leikarar í þessum ílokki. Þeir tryggja ekki fyrirframsölu á bíómynd en ef fylgja þeim góðir leikstjórar og kostnaðaráætlunin er svimandi há og efni myndarinnar er í ætt við það sem leikararnir hafa gert áður, er öruggt að myndin fær mikla dreifingu um allan heim. I þriðja flokknum, kallaður B+, trónir Dustin Hoffman í fyrsta sæti með 74 stig, Richard Gere kemur á eftir honum með 73 stig, þá Sylv- ester Stallone með 73 stig og loks JIM Carrey getur selt hvaða mynd sem er. JOHN Travolta er í áttunda sæti. A1 Pacino með 73 stig einnig. Þessar stjömur og fieiri í B+ flokknum eru taldar standa næst- um jafnfætis leikurum í A flokknum en kostnaður við myndir þeirra, mót- leikarar, leikstjóri og þess háttar vegur aðeins þyngra þegar kvik- myndahúsaeigendur og dreifingaraðilar meta væntanlegt gengi mynda þeirra. Stærsta stökkið á milli áranna 1996 og 1997 tók Jim Carrey en mynd hans, Lygari lygari, sem naut gríðarlegra vinsælda um heim allann, átti mestan þátt í því. Ann- ar sem þaut upp listann er Leon- ardo DiCarpiro. Hann er í tíunda sæti en var áður í því 31. og er víst að Titanic hafi haft eitthvað að segja um aukið verðgildi leikarans. Ekki skemmir fyrir honum að líkt og Brad Pitt er DiCaprio ákaflega vinsæll í Japan en þar er stærsti markaður í heiminum utan Banda- ríkjanna fyrir Hollywoodmyndir; er líklegt að táningsstúlkur eigi sinn þátt í því að þeir sem þátt tóku í könnuninni telji þessa tvo leikara svo eftirsótta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.