Morgunblaðið - 16.04.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 16.04.1998, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ ^ 60 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998_______________________ FÓLK í FRÉTTUM BRUCE Willis er í niunda sæti. WILL Smith er nýr inni á listanum eftir tvær metsölumyndir sumarsins í röð. Tveir nýir Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin, ef næg þátttaka fæst! Á Reyðarfirði dagana 27., 28. og 29. apr. nk. Skráningu þátttakenda lýkur 22. apríl. í Reykjavík dagana 4., 5. og G. maí nk. Skráningu þátttakenda lýkur 27. apríl. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofu í síma 568 1122. Námskeiðsgjald kr. 24.000. Endurmenntunarnámskeið Ætlað þeim, sem eru með réttindi 5 ára eða eldri verða haldin, ef næg þátttaka fæst! j Reykjavík 7. maí nk. Á Hornafirði 11. maí nk. Á Neskaupstað 12. maí nk. Öllum námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofu í síma 568 1122. Námskeiðsgjald kr. 10.000. • • Oruggustu kvik- myndastj ömumar Tom Cruise, Mel Gibson, Harrison Ford og Tom Hanks eru þær kvikmyndastjörn- ur sem talið er að geti öðrum fremur selt myndirnar sem þeir leika í og tryggt vel- gengni þeirra í miðasölunni eftir því sem fram kemur í nýlegri könnun. Arnaldur Indriðason skoðaði hana. Tveir nýir HoIIywoodleikarar eru á listanum fyrir árið 1997, Matt Damon og Will Smith. Damon er einn af höfundum óskarsverðlauna- myndarinnar „Good Will Hunting" auk þess sem hann fer með aðal- hlutverkið í henni, en Smith hefur tvö sumur í röð farið með áberandi hlutverk í metsölumyndum, „Independence Day“ og „The Men in Black“. Smith stendur nú næst- um jafnfætis Eddie Murphy sem vinsælasti svarti leikari í heimi. Leikkonur hopa niður listann en bent er á að kvenhlutverk hafi ekki verið burðug í fyrra almennt séð ef litið er framhjá þeim sem hlutu út- nefningar til Oskarsins. Fyrsta leikkonan sem nefnd er á listanum er í 15. sæti, Julia Roberts. Mynd hennar, Brúðkaup besta vinar míns, naut mikilla vinsælda á síð- asta ári. Fyrir sjö árum var Ro- berts í A+ flokkinum og er reynd- ar eina leikkonan sem komist hefur í þann flokk. Þá lék hún í „Pretty Woman“. Bretarnir Hvergi utan Bandaríkjanna hef- ur á undanfórnum árum komið fram jafn efnilegur hópur ungra kvikmyndaleikara og í Bretlandi enda er nú mikil uppsveifla í breskri kvikmyndagerð og breskar bíómyndir fara um veröld víða. I hópi ungu bresku leikaranna sem nefndir eru í könnuninni, þótt þeir hafí ekki komist í fimmtíu efstu sætin, eru Ewan McGregor, Jonny Lee Miller, Kate Winslet, Minnie Driver, Robert Graves, Jude Law, Kate Beckinsale, Joe Finnes, Ben Chaplin, Stuart Townsend og auð- vitað Robert Carlyle í Með fullri reisn og Rowan Atkinson sem furðufyrirbærið Bean í samnefndri kvikmynd en báðar hafa haft yfir 200 milljónir dollara í tekjur. Margir þakka nýja breska lotterí- inu fyrir aukinn vöxt kvikmynda- gerðar þar í landi; 124 breskar bíó- myndir voru framleiddar á síðasta ári og fór helmingurinn í dreifingu í kvikmyndahús. Margt hefur breyst í Bretlandi sem skýrir þá þróun sem orðið hef- LEIKKONAN Sharon Stone er í 34. sæti. ur í kvikmyndagerðinni. Bent er á að ungir framleiðendur vilji nú gera sölumyndir og koma á fót raunverulegum kvikmyndaiðnaði en fyi’ir tíu árum hefði slíkt verið álitið villutrú. Með „Trainspotting" fékk unga fólkið áhuga á breskum bíómyndum og nýju myndirnar þykja ekki eins sjálfmeðvitaðar og myrkar og þær sem gerðar voru á síðasta áratug. Könnunin sýnir að stjörnukerfið er í fullum blóma. Trúin á að kvik- myndastjörnurnar geti trekkt að áhorfendur sama hvað þær leika í (kannski með fáeinum undantekn- ingum) er ansi sterk í Hollywood og könnun eins og þessi eykur hana. Stjörnurnar sjálfar geta verðlagt sig upp úr öllu valdi en ekki er óalgengt að þær séu farnar að fá 20 milljónir dollara á mynd; leikarar eins og Cruise, Gibson, Ford, Hanks og Carrey hreyfa sig ekki fyrir neitt minna. Flestir af þeim sem þátt tóku í könnuninni eru á því að slíkur kostnaður borgi sig. En tvær stórstjörnur í sömu myndinni er of mikið. Ein ástæða þess að Tom Cruise fær ekki að leika á móti neinum stórstjörnum í myndum sínum er einfaldlega sú að með hann innanborðs hefur framleiðandinn ekki efni á öðrum eins leikara. En eftir því sem kostnaðurinn við stjörnurnar eykst er sífellt ver- ið að uppgötva nýjar stjörnur og Vigtarmenn EINU sinni á ári er gerð könnun á meðal þeirra sem kaupa og selja bíómyndir, bíóhúsaeigenda og for- stjóra kvikmyndafyrirtækja um all- an heim, á því hvaða kvikmynda- stjörnur þeir telji að eigi mestri vel- gengni að fagna. Er leikurunum gefm stig eftir því hvað menn telja þá eftirsótta og líklega til þess að /AFFl R E YHjAVIK R f S T á W R S N T ' H A R ítilTivif Hljómsveitin Grape leikur í kvöld. Svarfur ís leikur föstudags- og laugardagskvöld I/AfFI REY KJAVIK — heitasti staðurinn í bænum selja myndimar sem þeir eru í. Nöfn fleiri en 500 leikara komust á blað í fyma og birti bandaríska tímaritið Variety nýlega lista með 52 efstu nöfnunum. I fjórum efstu sætunum voru: Tom Cruise með 100 stig, Mel Gibson með 97 stig, Harrison Ford með 96 stig og Tom Hanks með 95 stig. Þessir leikarar geta auðveldlega selt kvikmynda- húsaeigendum bíómyndir fyrirfram eingöngu út á nafn sitt og skiptir þá engu máli að myndin með þeim hef- ur ekki enn verið gerð, hver gerir handritið, hver sér um leikstjórnina eða hvaða aðrir leikarar koma til með að leika í myndinni. Nöfn þess- ara leikara eru talin tryggja undan- tekningarlaust góða aðsókn. Carrey þýtur upp listann Þessir fjórir leikarar eru í svokölluðum A+ flokki yfir leikara sem dreifingaraðilar teija sig ör- ugga um að hagnast á. I þeim næsta fyrir neðan, A flokki, er Jim Carrey efstur með 93 stig, Brad Pitt kemur á eftir honum með 93 stig einnig og síðan Arnold Schwarzenegger, einnig með 93 stig, og John Travolta í fjórða sæti með 91 stig. Alls eru 22 leikarar í þessum ílokki. Þeir tryggja ekki fyrirframsölu á bíómynd en ef fylgja þeim góðir leikstjórar og kostnaðaráætlunin er svimandi há og efni myndarinnar er í ætt við það sem leikararnir hafa gert áður, er öruggt að myndin fær mikla dreifingu um allan heim. I þriðja flokknum, kallaður B+, trónir Dustin Hoffman í fyrsta sæti með 74 stig, Richard Gere kemur á eftir honum með 73 stig, þá Sylv- ester Stallone með 73 stig og loks JIM Carrey getur selt hvaða mynd sem er. JOHN Travolta er í áttunda sæti. A1 Pacino með 73 stig einnig. Þessar stjömur og fieiri í B+ flokknum eru taldar standa næst- um jafnfætis leikurum í A flokknum en kostnaður við myndir þeirra, mót- leikarar, leikstjóri og þess háttar vegur aðeins þyngra þegar kvik- myndahúsaeigendur og dreifingaraðilar meta væntanlegt gengi mynda þeirra. Stærsta stökkið á milli áranna 1996 og 1997 tók Jim Carrey en mynd hans, Lygari lygari, sem naut gríðarlegra vinsælda um heim allann, átti mestan þátt í því. Ann- ar sem þaut upp listann er Leon- ardo DiCarpiro. Hann er í tíunda sæti en var áður í því 31. og er víst að Titanic hafi haft eitthvað að segja um aukið verðgildi leikarans. Ekki skemmir fyrir honum að líkt og Brad Pitt er DiCaprio ákaflega vinsæll í Japan en þar er stærsti markaður í heiminum utan Banda- ríkjanna fyrir Hollywoodmyndir; er líklegt að táningsstúlkur eigi sinn þátt í því að þeir sem þátt tóku í könnuninni telji þessa tvo leikara svo eftirsótta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.