Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 14

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ skorts hafí ekki reynst unnt að fram- kvæma heildstæða athugun á þess- um kostnaði bankans en janframt áréttað að athugun á þessum kostnaðarlið sé ekki lokið. Á þessari stundu vill umbj. minn hins vegar taka fram, að þegar hann kom til starfa í bankanum árið 1988 voru honum kynnt þau starfskjör banka- stjóra að þeir gætu siglt utan tvisvar á ári með maka og greiddur yrði ferðakostnaður fyrh’ bæði og auk þess hálfír dagpeningar fyrir maka. Umbj. minn telur að hann hafí á þeim tæpu tiu ái-um, sem hann gegndi bankastjórastarfinu fai’ið átján slíkar ferðir. Vegna engra þessara ferða kveðst umbj. minn hafa krafið bankann um greiðslu risnu fyrir sig og konu sína en það hafi hann aftur á móti gert fyrir mat- arboð ýmisleg vegna erlendra fjár- málasambanda og annarra gesta, enda máttu bankastjórar gera öðr- um slík boð að vild án allra útskýr- inga. Um þetta efni er til bréf Við- skiptaráðherra dags. 10. janúar 1992 til Landsbanka íslands og Búnaðar- banka Islands, sem ritað var í kjölfar samþykktar ríkisstjórnarinnar frá 3. desember 1991 er utanferðir ráða- manna voru í brennidepli. III. G. Upplýsingagjöf til við- skiptaráðuneytis: Varðandi með hvaða hætti banka- stjórn Landsbanka íslands og Landsbanka Islands hf. setti fram svar við erindi Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins frá 4. desember 1997 vegna fyrirspurnar á Aiþingi á þingskjali nr. 400, vill umbj. minn taka eftirfarandi fram: Þegai’ fyi’irspuniin kom fram þótti umbj. mínum, sem fyrrverandi Alþingisforseta, hún vera óþingleg í hæsta máta. Þess vegna var hann andvígur því að henni yrði svarað með hefðbundnum hætti. Umbj. minn gerði tilraun til þess að snúa málið af sér með því að senda ráðu- neytinu svar um kostnað bankans vegna laxveiða á árinu 1997 éin- göngu. I því augnamiði sneri umbj. minn sér til reikningshaldara bank- ans og bað hann um heildartölu fyrir árið 1997. Þegar fjárhæðin lá fyrir, innti umbj. minn eftir því, hvort með vissu mætti telja að þetta væri tala, sem gæfí góða mynd af árlegum kostnaði bankans vegna laxveiði- ferða og kvað reikningshaldari svo vera. Vildi umbj. minn láta reyna á, hvort ráðuneytið myndi sætta sig við svar, sem gæfí upp kostnað vegna ársins 1997 eingöngu, en upplýst yrði um leið að þetta væri allnákvæm vísbending um árlegan kostnað. Taldi umbj. minn að Alþingi ætti ekki neina heimtingu á öðrum upplýsingum en sem lutu að kostnaði. Leiddi umbj. minn ekki hugann að því að uppgefin fjárhæð reikningshaldarans væri ein- vörðungu fyrir bankann beran en ekki dótturfyrirtæki, enda flögraði ekki að honum að verið væri jafn- framt að spyrja um hliðaríyrirtæki. Gekk umbj. minn þannig út frá því að uppgefin fjárhæð kr. 2.724.048,00.- væri nærri lagi. Hafði hann þá 1 huga kaup veiðileyfa í Hrútafjarðará, kaup veiðileyfa í Víði- dalsá í ágúst, ásamt tilheyrandi gisti- og fæðiskostnaði og að önnur veiði- leyfakaup næmu þá mismuninum enda var umbj. mínum með öllu ókunnugt um veiðiferðir í Selá og Straumfjarðará og að meginkostnað- urinn vegná júlíveiða í Víðidalsá væri á vegum Landsbankans þar sem hann taldi ávallt að sú veiðiför hafi á síðustu árum verið alfarið á vegum Landsbréfa hf. Þegar viðskiptaráðuneytið vildi ekki sætta sig við svar það sem þannig var gefið 22. janúar sl. gerði umbj. minn uppkast að nýju svar- bréfi, sem dagsett er 16. febrúar en aldrei var sent. Aðrir bankastjórar Landsbankans vildu ekki sætta sig við svar með þeim hætti og var nið- urstaða þeirra bréfið frá 3. mars sl. en umbj. minn vildi þar hvergi koma nærri. Áskilnaður Umbj. minn áskilur sér allan rétt til þess að reifa mál þetta nánar, leggja fram gögn og krefjast frekari rannsókna ef tilefni verður til. Virðingarfyllst, Ásgeir Þór Árnason hrl.“ Stærsta verkefni sveitarstjórna Flutningur málefna fatlaðra Morgunblaðið/Árni Sæberg METÚSALEM Þórisson, Helgi Hjörvar, Árni Sigftísson og Haukur Þórðarson með bæklinginn Stærsta verkefni sveitarstjórna á kjörtímabilinu. METÚSALEM Þórisson, efsti maður á lista Húmanistaflokksins í Reykjavík, hefur áhyggjur af fyrir- huguðum flutningi málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Reykjavíkurlista segjast hins veg- ar ætla að leggja sig fram um að vel megi til takast. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Lands- samtökin Þroskahjálp og Öryrkja- bandalag Islands boðuðu til með efstu frambjóðendum í Reykjavík í gær. Ákveðið var með breytingum á lögum um málefni fatlaðra árið 1996 að yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga ætti sér stað 1. janúar 1999. Vegna um- fangs verkefnisins afréð félagsmál- aráðherra hins vegar að víkja frá upphaflegi’i áætlun og fresta yfir- færslunni ótímabundið. Á fundinum afhentu Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið fram- bjóðendunum bæklinginn Stærsta verkefni sveitarstjórna á kjörtíma- bilinu, en í honum kemur m.a. fram að hagsmunasamtök fatlaðra vilji vekja athygli á því hve umfangs- mikill sá málaflokkur sé sem sveit- arfélögin muni taka við, enda telji þau að ekkert stæira eða vand- meðfamara verkefni muni komast í framkvæmd á næsta kjörtímabili. Haukur Þórðarson, formaður Öryrkjabandalags Islands, sagðist ekld vera í vafa um að flutningur- inn yrði stærsta verkefni sem sveitarstjórnir myndu standa frammi fyrir á komandi kjörtíma- bili, enda varðaði hann alla þætti mannlegs lífs. Guðmundur Ragnarsson, for- maður Þroskahjálpar, sagði að það hefði komið mönnum á óvart hversu litla umfjöllun fyi’irhugaður flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga hefði fengið í sveit- arstjórnarumræðu undanfarinna vikna og því hefði verið ráðist í út- gáfu bæklingsins. Fólki ekki borgið Árni Sigfússon, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, sagðist taka undir það að full ástæða væri til að hefja umræðu um þetta mál þrátt fyrir að umræða um flutning grunnskólanna hefði ekki hafist fyrr en ákveðin tímasetning frá Alþingi hefði legið fyrir. „Fullui’ vilji er til þess innan Sjálfstæðis- flokksins að stíga hai’t fram og standa myndarlega að þessu máli,“ sagði hann. „Enda vantai’ kannski helst upp á varðandi málefni sér- skóla eftir flutning grunnskól- anna.“ Helgi Hjörvar, frambjóðandi R- lista, sagði fundinn góða áminn- ingu við upphaf kjörtímabilsins, enda brýnt að hefja undirbúning að þessu máli. „I Reykjavík bíður kannski ekki stæira verkefni þai’ sem Reykjavík hefur í þessum málaflokki, sem og öðrum, átt það til að sitja eftir í meðförum ríkis- ins,“ sagði hann. Metúsalem Þórisson sagðist hins vegar hafa áhyggjur af þess- um flutningi þar sem svo gæti farið að fjarlægð frá fjárveitinga- valdinu minnkaði ábyrgðartilfinn- ingu þeirra sem með það færu. „Mennirnir eru ekki allir færir um að slást í þeim frumskógi sem við búum í bæði í Reykjavíkurborg og heiminum öllum,“ sagði hann. „Og við teljum fólki ekki borgið innan þeirrar stefnu sem rekin er.“ Kosninga- barátta háð á Netinu KOSNINGABARÁTTAN fyrir komandi sveitarstjórnakosningar er háð að hluta til á Netinu í mörgum sveitarfélögum. Mörg framboð hafa opnað heimasíður undanfarna daga og er nú svo komið að a.m.k. 41 framboð kynnir frambjóðendur sína og stefnumál á Veraldarvefnum. Heimasíður framboðslistanna er hægt að nálgast af Kosninga- vef Morgunblaðsins, með því að velja „tengingar“ efst til vinstri á forsíðu vefjarins. Af 41 heimasíðu eru 14 á veg- um framboðslista Sjálfstæðis- flokksins, sjö á vegum framsókn- armanna, ein á vegum Alþýðu- flokksins og nítján á vegum sam- eiginlegra framboða vinstri- manna eða framboðslista, sem ekki kenna sig við stjórnmála- flokka. Forsvarsmenn framboða fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, sem enn hafa ekki komið upplýs- ingum um heimasíður sínar til Kosningavefjarins, eni hvattir til að senda slóðina á netfangið kosning@mbl.is. Samstarfsráð fyrir málefni Kjalarness Þrír fulltrúar kosn- ir og tveir skipaðir af borgarstjórn SAMSTARFSRÁÐ fyrir Kjalar- nes, sem taka mun til starfa eftir kosningarnar næstkomandi laug- ardag, hefur það hlutverk að vera ráðgefandi fyrir borgarstjórn um málefni Kjalarness og sérhags- muni þess borgarhluta. Þrír full- trúai’ verða kosnir hlutfallskosn- ingu og borgarstjórn skipar tvo. I kjörinu um fulltrúana þrjá sem kosnir verða á laugardag í beinni kosningu eru í framboði fulltrúai’ af tveimur listum, Esjulistanum og Kjalarneslistanum. Greitt verður fyrir setu í ráðinu eins og fyrir hliðstæð nefndastörf hjá borginni. Hlutverk ráðsins verður ýmiss konar samráð eins og fyrr segir. Ráðið skal vera ráðgefandi fyi'h’ borgarstjórn um málefni Kjalar- ness og sérhagsmuni þess borgar- hluta og skulu fundargerðir lagðar fyi’ir borgarráð og í framhaldi af því borgarstjórn. Einn fulltrúa í samstarfsráðinu skal jafnframt eiga seturétt með málfrelsi og til- lögurétti á fundum skipulags og 23. MAI umferðarnefndar þegar hún fjallar um aðalskipulagsmál Reykjavíkur og deiliskipulagsmál Kjalarness á næsta kjörtímabili. Þá er hugmyndin að skipa sér- staka skólanefnd er sinni málefn- um grunnskólans og leikskólans á Kjalarnesi. Ekki hefur verið geng- ið frá samþykktum fyrir ráðið en gert er ráð fyrir að það verði strax að kosningum loknum. Kannanir Gallup R-listi 54,6% og D-listi 43,6% REYKJAVÍKURLISTINN fengi 54,6 prósent en D-listinn 43,6 pró- sent skv. skoðanakönnun Gallups sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið. Fylgi L-listans mældist 0,4% og fylgi H-listans 1,5% í könnuninni, sem gerð var 15.-17. maí. Skv. henni hefur fylgi Reykjavíkurlist- ans meðal kvenna minnkað frá fyrri könnunum. Úrtakið í könnuninni var 1.000 manns á aldrinum 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 73,7% en 20,1% sögðust vera óákveðnir eða neituðu að svara. Gallup hefur einnig gert fylgiskönnun meðal Hafnfirðinga vegna syeitarstjómarkosninganna fyrir RÚV. Skv. henni tapar Álþýðuflokkurinn allt að þriðjungi fylgis síns, fengi 26.1% ef kosið yrði nú. B-listi framsóknarmanna fengi 9,7%, skv. könnuninni, D-listi sjálf- stæðismanna 33,8%, Fjarðarlistinn fengi 15,6%, H-listinn 8,0% og T- listinn (Tónlistinn) 6,8%. Úrtakið í könnuninni var 800 manns, svar- hlutfall var 72,4% og óákveðnir voru 24,3%. 72 tonn á vagni ET flutningafyrirtækið annast flutning á 72 tonna þungri ttír- bínu í Nesjavallavirkjun. Innflytj- andi ttírbínunnar, Hekla hf., fékk til landsins sérstakan flutninga- vagn til að koma ferlikinu á sinn stað. Þurfti sérstakt leyfí til flutninganna hjá lögreglu og vegagerð. Á myndinni sést að ttírbínan er komin á vagninn og til stóð að ferðalagið hæfist kl. sex í morgun. Áætlað var að hún yrði kominn á sinn stað þegar halla færi degi. Morgunblaðið/Þorkell Heimsókn utan- ríkisráðherra Svía UTANRÍKISRÁÐHERRA Svíþjóð- ar, Lena Hjelm-Wallén, og eiginmað- ur hennar, Ingvar Wallén, koma hingað til lands í opinbera heimsókn síðdegis í dag og verða fram á fóstu- dag. I kvöld mun ráðherrann ásamt eig- inmanni snæða kvöldverð í Viðeyjar- stofu í boði Halldórs Ásgii'mssonar utanríkisráðherra og eiginkonu hans, Sigurjónu Sigurðardóttur. Á morgun mun Lena Hjelm-Wallén svo eiga viðræður við Halldór Ásgrímsson, heimsækja Alþingi og eiga fund með utanríkismálanefnd. Þá mun ráðherr- ann eiga fund með Davíð Oddssyni forsætisráðheiTa og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands. f ,1 1 t. I I I í: i i t I i i: I i i t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.