Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Alexander Lebed kjörinn héraðsstjóri Krasnojarsk í Síberíu Heitir því að einbeita sér að viðreisn héraðsins Segir framboð til embættis forseta háð frammistöðu sinni í Krasnojarsk Krasnojarsk. Reuters. ALEXANDER Lebed, fyrrverandi yfírmaður Öryggisráðs Rússlands, var kjörinn héraðsstjóri Krasnojarsk í Síberíu á sunnudag og kvaðst í gær ætla að einbeita sér að því að tryggja stöðugleika og hagsæld í héraðinu. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Lebed 57,33% atkvæðanna og Valerí Zubov, fráfarandi héraðs- stjóri, 38,16%. Kjörsóknin var um 64%. „Ég ætla nú að undirbúa reglur sem geta gert héraðið áhugaverð- ara fyrir erlenda fjárfesta," sagði Lebed í sjónvarpsviðtali. „Ég hyggst einnig stuðla að aukinni valddreifingu," bætti hann við og vísaði til valdatogstreitu milli héraðsstjóra og héraðsráða i Rúss- landi og krafna um að héruðin fái meiri völd á kostnað stjórnarinnar í Moskvu. Borís Jeltsín Rússlandsforseti vék Lebed úr embætti yfirmanns Öryggisráðs Rússlands fyrir 18 mánuðum. Embættismenn í Krem! og kommúnistar reyndu að koma í veg fyrir að Lebed færi með sigur af hólmi í kosningunum á sunnudag þar sem þeir óttast að hann geti notað héraðsstjóraembættið sem stökkpall í embætti forseta Rúss- lands í kosningunum árið 2000. „Áfall“ fyrir Rússland Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði í gær að sigur Lebeds væri „áfal!“ fyrir Rússland og gæti reynst afdrifaríkur fyrir Jeltsín forseta. „Ale.xander Lebed stefnir í að komast til valda á sama hátt og Borís Jeltsín gerði [í lok síðasta áratugar] þegar Míkhafi Gorbatsjov átti undir högg að sækja vegna öldu mótmæla í landinu,“ sagði Zjúganov. Margir íbúar Krasnojarsk óttast að Lebed hafi lítinn áhuga á vandamálum héraðsins og láti sér aðeins umhugað um að komast til Kremlar. Lebed kvaðst hins vegar ekki ætla að gefa kost á sér í for- setakosningunum nema sér tækist að rétta efnahag héraðsins við. „Ég veit ekki hvort ég vil verða forseti," sagði hann við fréttamenn í gær. „Það ræðst af því hvemig mér tekst upp hérna.“ Margir fréttaskýrendur telja ólíklegt að Lebed geti rétt efnahag Krasnojarsk við á aðeins tveimur árum og spá því að vinsældir hans dvíni á næstu mánuðum. Ekki sé því víst að sigur hans í héraðinu styrki stöðu hans í forsetakosning- unum. Lebed varð í þriðja sæti í fyrri umferð forsetakosninganna 1996 og studdi Jeltsín í síðari umferðinni gegn Zjúganov. Fyrir þann stuðn- ing fékk hann embætti yfirmanns Öryggisráðsins en Jeltsín rak hann fjórum mánuðum síðar og sakaði hann um að stefna leynt og ljóst að því að komast til valda í Kreml. Héraðsstjóraembættið gerir Lebed kleift að afla sér fjárhagslegs stuðnings íyrirtækja í Krasnojarsk og halda sér í sviðsljósinu fyrir for- setakosningarnar. Hann fær einnig sjálfkrafa sæti í Sambandsráðinu, efri deild rússneska þingsins. Lebed er 48 ára, barðist í stríðinu í Afganistan og varð landsþekktur í Rússlandi þegar hersveitir hans bundu enda á blóðsúthellingar í Dnestr-héraði í Moldovu árið 1992 þegar stjómarher landsins barðist við aðsldlnaðarsinna. Þegar hann fór fyrir Öryggisráðinu átti hann stóran þátt í friðarsamningi við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju. Kambódfa Hóta að snið- ganga kosn- ingarnar Phnom Penh. Reuters. BANDALAG fjögurra stjórnarand- stöðuflokka í Kambódíu kvaðst í gær ætla að sniðganga kosningarnar, sem ráðgerðar eru 26. júlí, verði þeim ekki ffestað. „Það er orðið of seint að tryggja frjálsar, sanngjarnar og trúverðugar kosningar 26. júlí,“ sagði í yfirlýs- ingu frá Sameinuðu þjóðfylkingunni (NUF), bandalagi flokka Norodoms Ranariddhs prins og bandamanns hans, Sams Rainsys, auk tveggja smáflokka. Bandalagið sakar stjórn- ina um að hafa beitt stjórnarand- stöðuna þvingunum og neitað henni um sanngjarnan aðgang að fjölmiðl- um. Flokkar Ranariddhs og Rainsys sögðust þó ætla að halda áfram að undirbúa þátttöku í kosningunum í von um að þeim yrði frestað. Hun Sen, leiðtogi stjórnarinnar, sem vék Ranariddh úr embætti for- sætisráðherra í júlí eftir að þeir höfðu deilt með sér völdunum, sagði að ekki kæmi til greina að fresta kosningunum. „Lögin kveða á um að kosið verði 26. júlí og enginn getur breytt því,“ sagði hann. Hun Sen kvaðst efast um að Evr- ópusambandið og ríki, sem hafa veitt fjárhagsaðstoð til að undirbúa kosn- ingamar, hætti stuðningi sínum vegna yfirlýsingar bandalagsins. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsækir Belfast á morgun í þeim tilgangi að tryggja samþykkt friðarsamkomulagsins á N-írlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Heimsókn Blairs kem- ur í kjölfar fregna þess efnis að stuðningur meðal sambandssinna við samninginn hafi mjög dvínað á síðustu vikum. Stuðningur meðal þjóðernissinna, sem eru um 40% íbúa N-írlands, er hins vegar tal- inn öruggur og að um 90% þeirra muni samþykkja samninginn. Blair og David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulsters (UUP), vonast báðir eftir um 65% fylgi við samninginn í heildina en ef svo fer sem horfir, að sambandssinnar skiptast alveg í tvær fylkingar í af- stöðunni til samningsins, mun heildarhlutfall þeiiTa sem samþykkja samninginn varla verða nema tæplega 60%. Flestir eru sammála um að svo lítill stuðning- ur geri það verkefni að hrinda ákvæðum samningsins í fram- kvæmd afar erfitt og nánast ómögulegt ef fylgið reynist enn minna. Blair og Bill Clinton, Band- aríkjaforseti, snéru bökum saman á fundi 8 helstu iðnríkja heims í Birmingham um helgina og komu á sunnudag fram saman í sjónvarps- þætti David Frosts í þeim tilgangi að hvetja kjósendur á N-írlandi til að „fylkja liði á bak við skynsemi og von“ í stað þess að láta „ótta sinn og tilfinningar“ ráða för. A fundinum í Birmingham lýstu leið- togar iðnríkjanna stuðningi sínum við samkomulagið og lofuðu aðstoð í leitinni að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika. ráða sínum málum. Skoðanakannanir sýna að hæst hlutfall óákveðinna er í aldurshópn- um 18-24 ára og í kvöld mun Trimble koma fram ásamt John Hume leiðtoga SDLP, stærsta flokks þjóðemissinna, á rokktónleik- um í Belfast í viðleitni til að höfða til þessa hóps. Tónleikarnir eru haldnir að undirlagi írsku rokkhljómsveitar- innar U2, sem leika mun og spila ásamt n-írsku sveitinni Ash. Þjóðaratkvæðagreiðslan um samkomulagið á N-írlandi Fylgi meðal sambands- sinna á niðurleið London. The Daily Telegraph. Rokktónleikar til stuðnings samningnum David Trimble hefur átt nokkuð á brattann að sækja á síðustu dögum en í gær ritaði hann grein í The Irish Times og reyndi að sannfæra sambands- sinna um að staða N- írlands innan Breta- veldis væri trygg en andstæðingar samn- ingsins hafa haft uppi „hræðsluáróður" í baráttu sinni og spurt sambandssinna hvort þeir vilji láta stjórnvöld í Dublin Lyf gegn brjósta- krabba- meini TVÖ ný lyf eru nú talin geta nýst í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Annað þeirra, tamoxifen, er krabba- meinslyf og reyndist minnka líkumar á brjóstakrabbameini um 45% í rannsóknum, en hitt, raloxifene, var uppmna- lega ætlað gegn beingisnun kvenna en reyndist minnka líkur kvenna sem gengið hafa í gegnum tíðahvörf og þjást af beingisnun um 70% á að fá brjóstakrabbamein. I bígerð er nú samanburðarrannsókn á lyfjunum tveimur. EMU vinsælla í Danmörku en áður ANDSTAÐA gegn aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) hefur minnk- að í Danmörku ef marka má nýja skoðanakönnun. 40,8% sögðust nú telja að Danmörk ætti ekki að gerast aðili að EMU en í sambærilegri könn- un í febrúar voru 42,1% andsnúin EMU. Stuðningur við EMU meðal danskra kjó- senda er nú 38,2% en var 32,2% í febrúar. Bob Hope sleginn til riddara SKEMMTIKRAFTURINN Bob Hope, sem verður 95 ára eftir tíu daga, var um helgina sleginn til riddara af breska sendiherranum í Washington. Hope var fæddur í Bretlandi en íluttist ungur til Band- aríkjanna þar sem hann varð vinsæll skemmtikraftur. Hope kvaðst yfir sig hissa en afar ánægður með upphefðina. Sandline ekki sótt til saka BRESK stjórnvöld hafa ákveðið að sækja breska fyrir- tækið Sandline ekki til saka vegna Sierra Leone-vopna- hneykslisins sem upp komst í síðustu viku en staða Robins Cooks, utanríkisráðherra, er talin hafa veikst mjög vegna þessa máls. Akvörðunin um að sækja Sandline ekki til saka gerir Cook nú kleift að hefja rannsókn innan ráðuneytisins um hvort fullyrðingar Sand- line þess efnis að það hafi haft samþykki aðila þar um vopna- söluna eigi við rök að styðjast. Með hníf í innyflunum NÍTJÁN ára gömul bresk stúlka, sem dó af hjartaslagi á eyjunni Korfú um helgina, reyndist hafa skurðhníf eftir nýlegan læknisuppskurð fast- an í görninni. Aðskotahlutur- inn olli blæðingum og stíflum í meltingarveginum og loks dauða stúlkunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.