Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 25

Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 25
MORGUNB L AÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 25 Herferð hægriöfga- manna í Kólumbíu Allt að 30 drepnir Bogota. Reuters. TALIÐ er að vopnaður hópur hægriöfgamanna hafi myrt allt að 30 manns í árás í Barrancabermeja, helstu olíuborg Kólumbíu, á sunndag. Lögreglan í borginni sagði að hópurinn hefði myrt tíu menn á aldrinum 20-25 ára og numið um 20 til viðbótar á brott. Ottast er að þeir hafi allir verið drepnir. Stjómmálaskýrendur telja að drápin séu liður í herferð hægri- öfgamanna sem vilji valda skelfingu meðal kjósenda fyrir forsetakosn- ingar í landinu 31. þessa mánaðar. Talið er að dauðasveitimar hafi vegið rúmlega 80 manns á einum mánuði í hverfum þar sem ólögleg hreyfing marxískra uppreisnar- manna, Þjóðfrelsisherinn (ELN), nýtur mikils stuðnings. Alþjóðlegar mannréttindahreyf- ingar hafa sakað her Kólumbíu um að hafa stutt dauðasveitir hægri- öfgamanna og dráp þeirra á vinstri- sinnuðum uppreisnarmönnum og borgurum sem grunaðir era um stuðning við þá. Femando Landazabal hers- höfðingi, fyrrverandi vamarmál- aráðherra, var ráðinn af dögum í Bogota í vikunni sem leið. Heimild- armenn í hemum sökuðu ELN um drápið en virt dagblað, E1 Especta- dor, hafði á sunnudag eftir ónafn- greindum heimildarmönnum að hægriöfgamenn hefðu verið að verki. Blaðið bætti við að gmnur léki á að liðsmenn í leyniþjónustu hersins væra viðriðnir morðið. ERLENT S-Asia helsta efm G-8 fundar Birmingham. Reuters. KJARNORKUSPRENGINGAR Indverja og óeirðir í Indónesíu skyggðu á leiðtogafund helstu iðnríkja heims (G-8), sem fram fór í Birmingham á Englandi, en honum lauk á sunnudag. Leiðtog- amir lýstu áhyggjum sínum vegna spennunnar sem hlaupin er í samskipti Indverja og Pakistana, vegna kjamorkusprenginga þeirra fyrmefndu, en Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, kvaðst vongóður um að geta talið stjómvöld í Pakistan á að fylgja ekki fordæmi Indverja. Chnton varaði við því að hætta væri á að vakinn yrði upp að nýju draugur kalda stríðsins ef það tækist ekki. Clinton hitti Boris Jeltsín, forseta Rússlands, að fundi iðnríkja loknum en þar átti að ræða eftirlit og eyðingu kjamavopna. I lokayfirlýsingu fundar G-8-hópsins sagði að leiðtogamir væra sammála um að vinna að því að minnka skuldahala nokkurra fátækustu landa jarðar og jafnframt að þeir tryðu því að nú sæi fyrir endann á efnahagsvandræðum Asíu. Þeir sögðu mikilvægt að til að bæta efnahagsástand í Asíu yrði að fara í einu og öllu eftir tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og að leggja yrði mikla áherslu á að halda opnum öllum mörkuðum, einangrunarstefha gæti haft slæmar afleiðingar fyrir úrbætur á efnahag Asíuríkjanna. Niðurstaða fundarins í málefnum fátækustu ríkja jarðar ollu nokkram vonbrigðum enda höfðu þrýstihópar barist fyrir afskriftum á skuldahala fátækra þriðjaheims landa. Leiðtogafundurinn vildi ekki ganga lengra en lofa fjárhagsaðstoð ef ríkisstjómir viðkomandi landa legðu sitt af mörk- um með skynsamlegri hagstjóm. A afmæli Þjóðfrelsishersins DANSARAR af Núbaættbálknum í Súdan stigxi hefðbundin spor þegar þeir héldu upp á að um þessar mundir eru 15 ár liðin frá því Þjóðfrelsisher- inn í Súdan var stofnaður. Herinn háir harða baráttu við múshmsk sljórnvöld í landinu. Mann- réttindasamtök segja að stjómin hafi beitt her sín- um gegn Núbaættbálknum með þeim afleiðingum að um helmingur hans hafi orðið að leggja á fiótta. Stórárás Talebana Islamabad. Reuters. SVEITIR Talebana í Afganistan gerðu í gær sprengjuárás á bæinn Taloqan, sem er í höndum and- stæðinga hersins, og sagði frétta- stofan Afghan Islamic Press að 31 hefði týnt lífi í árásinni. Fréttastofan, sem hefur aðsetur í pakistanska landamærabænum Peshawar, hefði eftir bæði hermönnum Talebana og and- stæðingum þeirra að árásin hefði verið gerð. Talið er að þetta hafí verið ein sú mesta sem gerð hefur verið frá því friðarviðræður, fyrir milligöngu Bandaríkjamanna, fóra út um þúfur í síðasta mánuði. Rúmlega 40 manns særðust í árásinni. Her Talebana hefur yfir að ráða gömlum herþotum frá tím- um Sovétríkjanna og nokkram þyrlum. Hreyfing Talebana ræður nú meirihluta Afghanistans og stefnir að því að stofna þar múslímskt ríki. Bandalag þjóðar- brota í norðurhluta landsins veitir þeim mótspymu. DiJJ/j l! byi 11 iiiiJiJjjjJjjJjJjjj iJ^JjJJJ Nú eru 50 ár liðin frá því að fyrsti Land Roverinn var framleiddur. Af því tilefni bjóðum við nú í 50 daga, 50% afslátt af Land Rover aukahlutum og búnaði þegar þú kaupir þér nýjan Land Rover Discovery eða Defender. II m ;| ( -<-J—I —_l_j Suðurlandsbraut 14 • Skiptiborð: 575 1200 Söludeild Land Rover: 575 1210 • bl@bl.is 5ÉRSTAKT TILBOD í 50 DAGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.