Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 27

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 27 ERLENT Utanríkisráðherra bjartsýnn um þjóðaratkvæðagreiðsluna 1% o i q ,1 r s t i o r n o r k ö s n i n <4 n i Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÉG FÆ spuminguna á hverjum degi, en verð að viðurkenna að ég hef ekki gáfur til að gera mér í hugarlund hvað við gerum ef niður- staðan verður „nei“ í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um Amsterdam- sáttmálann 28. maí,“ sagði Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dana, er hann ræddi við erlenda fréttamenn. Hann sagðist vera hóf- lega bjartsýnn, enda bentu skoðanakannanir eindregið til að , já“ yrði ofan á. Skoðanakannanir sýna hins vegar að þótt meirihluti þeirra, sem afstöðu hafa tekið, segi já, þá eru hinir jákvæðu óákveðnari í sinni sök en hinir neikvæðu, auk þess sem fjöldi óákveðinna er í kringum tuttugu prósent. Skoðana- kaimanir benda einnig til að sú hálfa milljón Dana, sem var í verk- falli, muni ekki nota atkvæði sitt til að lýsa gremju sinni með lögin, er bundu enda á verkfallið. Hins vegar kunna ýmsir atvinnurekendur þá sögu að segja að margir starfsmenn hyggi á hefndir í atkvæðagreiðsl- unni. Um viðbrögð við því að sáttmál- inn verði felldur sagði utanríkis- ráðherra ómögulegt að segja til um afleiðingar þess. Þegar Danir höfn- uðu Maastricht 1992 hefði verið hægt að átta sig á hverju þeir höfn- uðu og fá undanþágur frá þvi'. Nú rækju hins vegar öfl bæði á vinstri og hægri væng áróður fyrir því að hafna sáttmálanum, hvor á sínum forsendum og því væri erfitt að ráða í hvað höfnun þýddi. Hins veg- ar þyrftu hin löndin fjórtán að gera upp hug sinn og með svo marga óvissuþætti treysti hann sér á eng- an hátt til að spá í nei og afleiðing- ar þess. „Ég hef áhyggjur af að höfhun í Danmörku verði til að ýta undir þau öfl í Evrópu, sem ekki vilja stækkun ESB og sama ótta finn ég fyrir í Eystrasaltslöndun- um,“ sagði Helveg Petersen. Einn vandinn, sem við dönsku stjórninni blasir, ef Amsterdam- sáttmálanum verður hafnað, er aðildin að Schengen, sem sáttmál- inn nær yfir. Helveg Petersen segir að höfnun muni valda fáránlegum vanda varðandi umferð til og frá Danmörku ef sáttmálanum og þar með Schengen verði hafnað. „Það væri hjákátleg staða að um leið og Eyrarsundsbrúin yfir til Svíþjóðar yrði opnuð árið 2000 þyrfti einnig að koma fyrir hertri gæslu við hana, þar sem Danmörk væri utan Schengen." En ráðherrann margendurtók einnig að hann kærði sig ekki um að velta höfnun mikið fyrir sér. „Fyrir atkvæða- greiðsluna 1992 bentu skoðana- kannanir til að Maastricht yrði hafnað og sú varð raunin. Nú bend- ir ekki ein einasta skoðanakönnun til höfnunar, svo ég er fremur bjartsýnn,“ sagði ráðherrann. Hinir jákvæðu óvissir Danskir fjölmiðlar stunda skoðanakannanir af miklum móð. I síðustu viku birti Berlingske Tidende niðurstöður könnunar sem sýndi að sex af hverjum tfu sem styðja Amsterdam-sáttmálann eru ekki vissir i' sinni sök, meðan sex af hverjum tíu, sem ætla að hafna eru vissir. Óvissan liggur því meðal þeirra, sem eru jákvæðir og því eiga andstæðingar greiðari aðgang að hinum jákvæðu en öfugt. Samkvæmt könnun í Politiken eru 74 prósent Dana á rnóti því að Evrópusambandið þróist í átt að pólitísku sambandi. Ef andstæðing- um tekst að nýta sér þennan ótta gætu þeir átt hægt með að vekja tortryggni í þessa veruna. Þó skoðanakannanir sýni að verkfalls- fólkið tengi ekki saman atkvæða- greiðsluna og lögin, sem bundu enda á verkfallið, berast aðrar sög- ur af vinnustöðum. Einn heimildar- maður Morgunblaðsins veit af vinnustað, þar sem 250 manns voru í verkfalli og þeir hafa allir í hug að hafna sáttmálanum sem andóf gegn stjórninni. Það er því enn of snemmt að segja til um hvort skoðanakannanir hafa rétt fyrir sér í þetta skiptið. Niðurstöður þing- kosninganna nýlega gengu þvert á spár um hægristjórn og reynslan hefur sýnt að Danir eru óútreikn- anlegir þegar í kjörklefann kemur. Heitt kaffi og hressandi umræður sem koma blóðinu á hreyfingu! Kaffi og góður félagsskapur Sjálfstæðismenn hittast daglega íValhöll kl. 15 -18. Frambjóðendur verða til skrafs og ráðagerða auk þess sem uppákomur verða á hverjum degi - píanóleikur, söngur, upplestur o.fl. Allir velkomnir Sjálfst&ðisfélöq'm ÍReqkjavik D Megane Upera Hljómflutningstæki meó fjarstýringu í stýrinu RENAULT - þekktur fyrir þægindi Ármúla 13 Viö höfum lækkaö veröiö á Pergo parketi og bjóöum nú þriggja ára gamalt verö F a m i I y PERGO O r i g i n a 4 gerðir, 7mm. Verð kr. 1.995 pr.m2, stgr. 15| li PERGO 11 gerðir, 8mm. Verð kr. 2.995 pr.m2, stgr. ^QþfOfnasmlðjan Háteigsvegi 7, sími 511 1100, netfang www.ofn.is Opið á laugardögum í maí frá kl. 10 til 14 W SWOO'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.