Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 28

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 28
i K* 28 ÞRIÐJUDAGUR 19.: MÁÍ 1998 MOÍIGUNBLÁÐIÐ LISTIR Alþjóðleg ljóðahátíð í Litháen ALÞJÓÐLEG ljóðahátíð verður haldin í Litháen dagana 26. maí til 1. júní. Hátíðin nefnist Poezijos pavasaris sem merkir Vor skáld- skaparins. Auk litháískra skálda er 10-15 erlendum skáldum boðið til ljóðahátíðarinnar. Meðal erlendra skálda sem hafa lesið upp á hátíðinni síðan hún hófst 1965 eru Nóbelsverðlauna- skáldið Czeslav Milosz, Daninn Niels Frank og Svíinn Tomas Tranströmer. Þau skáld sem boðið er til hátíð- arinnar nú og munu lesa upp og ræða skáldskap sinn ásamt mörg- um kunnustu skáldum Lit- háen eru m.a. Olga Sedakova frá Rússlandi, Lauri Oton- koski frá Finn- landi, Magnus William-Ols- son, Svíþjóð, Ales Debeljak, Slóveníu, Knut Ódegárd, Noregi og Jóhann Hjálmarsson, sem er fyrsta ís- lenska skáldið sem boðið er til hátíðarinnar. Ljóð eru les- in og kynning- ar- og um- ræðufundir haldnir í höfuð- borginni Vilni- us og einnig í öðrum borgum eins og Trakai og Kernavé. Háskólinn í Vilnius verður með sérstaka lokaða athöfn í til- efni hátíðarinnar. Ljóðahátíðin er ein helsta vor- hátíð í Litháen og með henni fylgst af almenningi, fjölmiðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Hún vekur athygli víða, ekki síst í nágrannalöndum, enda er hún yf- irleitt mjög fjölmenn. Veglegt rit um ljóðlist og með ljóðum erlendu skáldanna í lit- háískri þýðingu er gefið út í tengslum við hátíðina. í ritinu birtast að þessu sinni fimmtán ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson í þýðingu Rösu Ruseckiene. Rithöfundasamband Litháen býður til hátíðarinnar og skipu- leggur hana. Jóhann Hjálmarsson GREINARGERÐ 1998 Fyrir hverja er greinarperoin? f Hverjir purfa ehhi ao shila? utan staOgrGiOslu Ýmis félög, sjóðir og stofnanir njóta und- anþágu frá almennri skattlagningu sam- kvæmt 4. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt, þ.e. þeim er hvorki gert að greiða tekjuskatt né eignarskatt. Þessi undanþága nær ekki til skatts á fjár- magnstekjur að því marki sem um er að ræða vaxtatekjur, arð og söluhagnað af hlutabréfum. Af þessum tekjum ber að greiða 10% tekjuskatt. Með vaxtatekjum er átt við vexti, verðbætur, afföll og gengishagnað. Hér er um að ræða fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga, líknarfélög og önnur félög, stofnanir og sjóði sem ekki reka atvinnu og þá sem undanþegnir eru almennri skattlagningu samkvæmt sér- lögum. Skylda til að greiða skatt af áður- nefndum fjármagnstekjum nær til þeirra sem taldir eru upp í 2., 3., 5., 6. og 7. tölulið 4. gr. laga nr. 75/1981. Hafi félag/stofnun ekki aðrar fjármagns- tekjur en arð eða staðgreiðsluskyldar vaxtatekjur og hafi staðgreiðsla verið rétti- lega ákvörðuð og haldið eftir af þeim tekj- um, teljast það fullnaðarskil. Þarf þá ekki að skila greinargerð um fjármagnstekjur. | Uvcrjir purfa aöshila? Sé um að ræða gengishagnað eða vaxta- tekjur af kröfum í eigin innheimtu eða aðr- ar vaxtatekjur eða arð sem ekki hefur verið skilað staðgreiðslu af, ber að gera grein fyrir þeim á Greinargerð um fjármagnstekj- ur, RSK 1.07 og greiða 10% tekjuskatt af þeim tekjum eftir álagningu. Einnig ef um er að ræða hagnað af sölu hlutabréfa. tlvenæiáao shila? Greinargerð um fjármagnstekjur RSK 1.07, skal skila til skattstjóra eða umboðs- manns hans í síðasta lagi 31. maí. Hægt er að sækja um viðbótarfrest til 22. júní. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skattstjórum og ríkisskattstjóra. RSK RIKISSKATTSTJORI , RSK -01-98 Helmingur Erró mynd- anna seldist strax Á SÝNINGU á verkum Errós í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti í Reykjavík eru sýndar 50 litlar olíumyndir, svokallaðar vasamyndir (pocket-myndir), með konuandlitum, 20 vatnslitamyndir og 3 olíumyndir í hefðbundinni stærð -þar sem konur eru einnig allsráðandi enda er þema sýningar- innar konur. Á fyrstu klukkutímunum seldist strax um helmingur myndanna en olíumyndimar kosta 50 þúsund krónur hver og vatnslitamyndirnar 120 þúsund krónur hver. Sýningin verður opin á verslunar- tíma á meðan á Listahátíð stendur. Erró áritar í TILEFNI af sýningu Errós í framtíðarhúsnæði Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu var gefin út 400 síðna litprentuð bók með verkum eftir Erró og umfjöll- un. Erró mun árita bókina í safninu í dag þriðjudag milli kl. 16 og 18. Um helgina komu um 2700 manns á sýningu Errós. Safnið er enn ófullgert og verður opnað í endanlegri mynd árið 2000. Það er nú opið frá kl. 10-18 alla daga til 23. ágúst. Þriðjudagur LAUGAVEGUR 114: Flögð og fögur skinn. Art.is. kynnir verk eftir íslenska listamenn í tólf gluggum í miðbænum. Gengið frá Tryggingastofnun ríkisins að Galleríi Sævars Kai-ls með viðkomu á sýning- arstöðum kl. 17. Þjóðleikhús: Le Cercle in- visible, Victoria Chaplin og Je- an-Baptiste Thierrée, frum- sýning kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Þriðjudagur Úngh'ngurinn í skóginum kl. 20. Minjagripa- samkeppni NÚ stendur yfír sýning í galleríi Handverks & hönnunar, Amt- mannsstíg 1, á verðlaunuðum og áhugaverðum tillögum úr minja- gripasamkeppni er haldin var á veg- um Átaks til atvinnusköpunar og Handverks & hönnunar. Alls bárust 289 tillögur og eru 40 þeirra til sýnis. Að lokinni sýningu verður sýningin sett upp í Deiglunni á Akureyri í tengslum við Lista- sumar. Sýningin er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 11-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Sýningin stendur til 6. júní. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.