Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 28
i K* 28 ÞRIÐJUDAGUR 19.: MÁÍ 1998 MOÍIGUNBLÁÐIÐ LISTIR Alþjóðleg ljóðahátíð í Litháen ALÞJÓÐLEG ljóðahátíð verður haldin í Litháen dagana 26. maí til 1. júní. Hátíðin nefnist Poezijos pavasaris sem merkir Vor skáld- skaparins. Auk litháískra skálda er 10-15 erlendum skáldum boðið til ljóðahátíðarinnar. Meðal erlendra skálda sem hafa lesið upp á hátíðinni síðan hún hófst 1965 eru Nóbelsverðlauna- skáldið Czeslav Milosz, Daninn Niels Frank og Svíinn Tomas Tranströmer. Þau skáld sem boðið er til hátíð- arinnar nú og munu lesa upp og ræða skáldskap sinn ásamt mörg- um kunnustu skáldum Lit- háen eru m.a. Olga Sedakova frá Rússlandi, Lauri Oton- koski frá Finn- landi, Magnus William-Ols- son, Svíþjóð, Ales Debeljak, Slóveníu, Knut Ódegárd, Noregi og Jóhann Hjálmarsson, sem er fyrsta ís- lenska skáldið sem boðið er til hátíðarinnar. Ljóð eru les- in og kynning- ar- og um- ræðufundir haldnir í höfuð- borginni Vilni- us og einnig í öðrum borgum eins og Trakai og Kernavé. Háskólinn í Vilnius verður með sérstaka lokaða athöfn í til- efni hátíðarinnar. Ljóðahátíðin er ein helsta vor- hátíð í Litháen og með henni fylgst af almenningi, fjölmiðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Hún vekur athygli víða, ekki síst í nágrannalöndum, enda er hún yf- irleitt mjög fjölmenn. Veglegt rit um ljóðlist og með ljóðum erlendu skáldanna í lit- háískri þýðingu er gefið út í tengslum við hátíðina. í ritinu birtast að þessu sinni fimmtán ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson í þýðingu Rösu Ruseckiene. Rithöfundasamband Litháen býður til hátíðarinnar og skipu- leggur hana. Jóhann Hjálmarsson GREINARGERÐ 1998 Fyrir hverja er greinarperoin? f Hverjir purfa ehhi ao shila? utan staOgrGiOslu Ýmis félög, sjóðir og stofnanir njóta und- anþágu frá almennri skattlagningu sam- kvæmt 4. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt, þ.e. þeim er hvorki gert að greiða tekjuskatt né eignarskatt. Þessi undanþága nær ekki til skatts á fjár- magnstekjur að því marki sem um er að ræða vaxtatekjur, arð og söluhagnað af hlutabréfum. Af þessum tekjum ber að greiða 10% tekjuskatt. Með vaxtatekjum er átt við vexti, verðbætur, afföll og gengishagnað. Hér er um að ræða fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga, líknarfélög og önnur félög, stofnanir og sjóði sem ekki reka atvinnu og þá sem undanþegnir eru almennri skattlagningu samkvæmt sér- lögum. Skylda til að greiða skatt af áður- nefndum fjármagnstekjum nær til þeirra sem taldir eru upp í 2., 3., 5., 6. og 7. tölulið 4. gr. laga nr. 75/1981. Hafi félag/stofnun ekki aðrar fjármagns- tekjur en arð eða staðgreiðsluskyldar vaxtatekjur og hafi staðgreiðsla verið rétti- lega ákvörðuð og haldið eftir af þeim tekj- um, teljast það fullnaðarskil. Þarf þá ekki að skila greinargerð um fjármagnstekjur. | Uvcrjir purfa aöshila? Sé um að ræða gengishagnað eða vaxta- tekjur af kröfum í eigin innheimtu eða aðr- ar vaxtatekjur eða arð sem ekki hefur verið skilað staðgreiðslu af, ber að gera grein fyrir þeim á Greinargerð um fjármagnstekj- ur, RSK 1.07 og greiða 10% tekjuskatt af þeim tekjum eftir álagningu. Einnig ef um er að ræða hagnað af sölu hlutabréfa. tlvenæiáao shila? Greinargerð um fjármagnstekjur RSK 1.07, skal skila til skattstjóra eða umboðs- manns hans í síðasta lagi 31. maí. Hægt er að sækja um viðbótarfrest til 22. júní. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skattstjórum og ríkisskattstjóra. RSK RIKISSKATTSTJORI , RSK -01-98 Helmingur Erró mynd- anna seldist strax Á SÝNINGU á verkum Errós í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti í Reykjavík eru sýndar 50 litlar olíumyndir, svokallaðar vasamyndir (pocket-myndir), með konuandlitum, 20 vatnslitamyndir og 3 olíumyndir í hefðbundinni stærð -þar sem konur eru einnig allsráðandi enda er þema sýningar- innar konur. Á fyrstu klukkutímunum seldist strax um helmingur myndanna en olíumyndimar kosta 50 þúsund krónur hver og vatnslitamyndirnar 120 þúsund krónur hver. Sýningin verður opin á verslunar- tíma á meðan á Listahátíð stendur. Erró áritar í TILEFNI af sýningu Errós í framtíðarhúsnæði Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu var gefin út 400 síðna litprentuð bók með verkum eftir Erró og umfjöll- un. Erró mun árita bókina í safninu í dag þriðjudag milli kl. 16 og 18. Um helgina komu um 2700 manns á sýningu Errós. Safnið er enn ófullgert og verður opnað í endanlegri mynd árið 2000. Það er nú opið frá kl. 10-18 alla daga til 23. ágúst. Þriðjudagur LAUGAVEGUR 114: Flögð og fögur skinn. Art.is. kynnir verk eftir íslenska listamenn í tólf gluggum í miðbænum. Gengið frá Tryggingastofnun ríkisins að Galleríi Sævars Kai-ls með viðkomu á sýning- arstöðum kl. 17. Þjóðleikhús: Le Cercle in- visible, Victoria Chaplin og Je- an-Baptiste Thierrée, frum- sýning kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Þriðjudagur Úngh'ngurinn í skóginum kl. 20. Minjagripa- samkeppni NÚ stendur yfír sýning í galleríi Handverks & hönnunar, Amt- mannsstíg 1, á verðlaunuðum og áhugaverðum tillögum úr minja- gripasamkeppni er haldin var á veg- um Átaks til atvinnusköpunar og Handverks & hönnunar. Alls bárust 289 tillögur og eru 40 þeirra til sýnis. Að lokinni sýningu verður sýningin sett upp í Deiglunni á Akureyri í tengslum við Lista- sumar. Sýningin er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 11-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Sýningin stendur til 6. júní. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.