Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 30

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BORGARSTJÓRI setur hátíðina í hagléli. AFRÍKANAR berja bumbur. GJÖRNINGUR Vignis Jóhannssonar. Opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík 1998 Bumbur barðar í hagléli LISTAHÁTIÐ í Reykjavík 1998 var sett á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Margir komu niður að höfn til að fylgjast með dagskrár- atriðum. Þegar hátíðin var sett í porti Hafnarhússins við Tryggvagötu kl. 14 var bjart yfir, en haglél skyggði á gleðina þegar leið á at- höfnina. Veður var annars sæmi- legt. Sól skein til dæmis í heiði þegar kínverska flugdrekadag- skráin hófst kl. 13. og á litríkar krítarmyndir barna á bílastæðinu við Miðbakka. Margir fylgdust með drottningu, prinsi, forseta, borgarstjóra, ráðherrum og mök- um þeirra þegar þau komu frá borði Dannebrog. í ávarpi sínu við opnunina sagði Þórunn Sigurðardóttir, formaður framkvæmdasljórnar, að hátíðin flytti með sér „nýjan andblæ, strauma frá fjarlægum heimshlut- um sem við kynnumst sjaldan í návígi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri talaði í setningarræðu sinni um hina nauðsynlegu fjarlægð, „kynnin af erlendum straumum og stefnum, sem ljá okkur hæfileikann til að skilja okkur sjálf“. A opnunarhátíðinni í Hafnar- húsinu afhenti Eiríkur Þorláksson formaður Listasafns Reykjavíkur myndlistarkonunni Ólöfu Nordal viðurkenningu úr nýstofnuðum Listasjóði Guðmundu Kristins- dóttur, frænku Errós, en borgar- stjóri opnaði sýninguna Konur eftir Erró í nýju sýningarrými Listasafns Reykjavíkur. Fyrir utan dönsuðu afrískir listamenn úr Amlima-hópnum frá Tógó og börðu bumbur og fylgdi mikil kátína þeirri dagskrá sem fólk heillaðist af. Listrænn gjörn- ingur Vignis Jóhannssonar var siðan kl. 15.40 á mótum Skothús- vegar, Sóleyjargötu og Fríkirkju- vegar. Sýning Margrétar drottningar á kirkjulistmunum var opnuð í Þjóðminjasafninu kl. 16. f Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnu- dag var opnuð sýning á verkum listamanna frá Mósambík, kölluð Hlið sunnanvindsins. Auk þess voru Hátíðartónleikar í Þjóðleik- húsi og ýmislegt fleira þann dag, m. a. opnuð sýning á verkum súr- realistans Max Ernst í Listasafni íslands. Ljósmyndarar Morgunblaðsins, Golli og Kristinn, fylgdust með viðburðum hátíðarinnar. OPNUN sýningar drottningar í Þjóðminjasafni. ÓLÖF Nordal tekur við viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu. FRÁ sýningu listamanna frá Mósambík í Ráðhúsi Reykjavíkur. MANNFJÖLDI á hafnarbakkanum. ERRÓ í nýju sýningarrými: Gunnar Kvaran, Eiríkur Þorláksson, Ingi- björg Sólrún, Erró, Hinrik prins og Margrét drottning. HORFT til himins við setningu hátíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.