Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BORGARSTJÓRI setur hátíðina í hagléli. AFRÍKANAR berja bumbur. GJÖRNINGUR Vignis Jóhannssonar. Opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík 1998 Bumbur barðar í hagléli LISTAHÁTIÐ í Reykjavík 1998 var sett á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Margir komu niður að höfn til að fylgjast með dagskrár- atriðum. Þegar hátíðin var sett í porti Hafnarhússins við Tryggvagötu kl. 14 var bjart yfir, en haglél skyggði á gleðina þegar leið á at- höfnina. Veður var annars sæmi- legt. Sól skein til dæmis í heiði þegar kínverska flugdrekadag- skráin hófst kl. 13. og á litríkar krítarmyndir barna á bílastæðinu við Miðbakka. Margir fylgdust með drottningu, prinsi, forseta, borgarstjóra, ráðherrum og mök- um þeirra þegar þau komu frá borði Dannebrog. í ávarpi sínu við opnunina sagði Þórunn Sigurðardóttir, formaður framkvæmdasljórnar, að hátíðin flytti með sér „nýjan andblæ, strauma frá fjarlægum heimshlut- um sem við kynnumst sjaldan í návígi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri talaði í setningarræðu sinni um hina nauðsynlegu fjarlægð, „kynnin af erlendum straumum og stefnum, sem ljá okkur hæfileikann til að skilja okkur sjálf“. A opnunarhátíðinni í Hafnar- húsinu afhenti Eiríkur Þorláksson formaður Listasafns Reykjavíkur myndlistarkonunni Ólöfu Nordal viðurkenningu úr nýstofnuðum Listasjóði Guðmundu Kristins- dóttur, frænku Errós, en borgar- stjóri opnaði sýninguna Konur eftir Erró í nýju sýningarrými Listasafns Reykjavíkur. Fyrir utan dönsuðu afrískir listamenn úr Amlima-hópnum frá Tógó og börðu bumbur og fylgdi mikil kátína þeirri dagskrá sem fólk heillaðist af. Listrænn gjörn- ingur Vignis Jóhannssonar var siðan kl. 15.40 á mótum Skothús- vegar, Sóleyjargötu og Fríkirkju- vegar. Sýning Margrétar drottningar á kirkjulistmunum var opnuð í Þjóðminjasafninu kl. 16. f Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnu- dag var opnuð sýning á verkum listamanna frá Mósambík, kölluð Hlið sunnanvindsins. Auk þess voru Hátíðartónleikar í Þjóðleik- húsi og ýmislegt fleira þann dag, m. a. opnuð sýning á verkum súr- realistans Max Ernst í Listasafni íslands. Ljósmyndarar Morgunblaðsins, Golli og Kristinn, fylgdust með viðburðum hátíðarinnar. OPNUN sýningar drottningar í Þjóðminjasafni. ÓLÖF Nordal tekur við viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu. FRÁ sýningu listamanna frá Mósambík í Ráðhúsi Reykjavíkur. MANNFJÖLDI á hafnarbakkanum. ERRÓ í nýju sýningarrými: Gunnar Kvaran, Eiríkur Þorláksson, Ingi- björg Sólrún, Erró, Hinrik prins og Margrét drottning. HORFT til himins við setningu hátíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.