Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Líkami og sál
✓
I hópi fjögurra erlendra gestalistamanna, sem taka þátt
í verkefninu Flögð og fögur skinn, er Louise Bourgeois.
Halldór Björn Runólfsson segír frá listakonunni.
LOUISE við vinnu á myndverki sínu Klefi (Bogi móðursýkinnar), frá 1992 - 1993.
OFT HEFUR verið á það bent að nær
ómögulegt sé fyrir miðaldra lista-
mann að hasla sér völl í listaheimin-
um, hvað þá heldur ef hinn sami er
orðinn roskinn. Bandaríski hugmyndlistamað-
urinn Lawrence Weiner, sem okkur er kunnur
eftir að hann sýndi á Annarri hæð við Lauga-
veginn, hvatti eitt sinn nokkra íslenska list-
nema til að spreyta sig í heimabyggð sinni
New York. „En hafi ykkui- ekki hlotnast frami
innan 25 ára aldurs skulu þið ekki bíða
boðanna heldur hypja ykkur áður en borgin
leggur líf ykkar í rúst.“
Þessi merkilegu heilræði Bronxarans ágæta
voi-u ábyggilega orð í tíma töluð. Weiner hafði
fylgst með nægilega mörgum, eftirvæntingar-
fullum sálum verða örvæntingunni að bráð á
grimmilegu skákborði stórborgarinnar við
Hudsonarmynnið til að vita hvað hann söng.
En ef til vill hefði hann getað bætt því við að
einungis þeim sem þegar tefldi á barmi glötun-
ar væri óhætt að staldra þar við ögn lengur.
Alltént mætti benda á Louise Bourgeois því til
sönnunar. „Sú gamla“ virtist eiga sér níu líf
eins og kötturinn, þótt hvert þeirra héngi
ávallt á bláþræði. Hver skyldi hún vera þessi
kona sem manna eftirminnilegast hefur tekist
að brenna fangamark sitt á listaheiminn síðast-
liðin tíu til fimmtán ár?
Louise fæddist á Saint Germaine-breiðgöt-
unni í París, á jóladag, árið 1911, dóttir teppa-
salans og forvarðarins Louis Bourgeois. Aðeins
tíu ára gömul var hún farin að hjálpa til við við-
gerðir á gömlum gobelin-teppum með því að
teikna fætur manna og hesta sem vantaði á
trosnaðan neðri hluta vefmyndanna. Hún þótti
svo hæfileikaríkur viðgerðarmaður að faðir
hennai’ réð hana sem aðalteiknara viðgerða-
verkstæðis síns. Hún var einnig fyrirmyndar-
nemandi í Fénelon-menntaskólanum þar sem
stærðfræðigáfur hennar komu snemma í ljós.
Eini skugginn sem bar á æsku hennar voru
veikindi móðurinnar, sem lifði af spænsku
veikina með naumindum sem varanlegur
lungnaþembusjúklingur. Faðir Louise nýtti sér
veikindi konu sinnai- til að flytja inn á heimilið
unga, enska kennslukonu, Sadie, sem hann hélt
við þótt hún væri einungis fáeinum árum eldri
en dóttirin. Yfir vetrarmánuðina dvaldi fjöl-
skyldan á Rivierunni í Suður-Frakklandi þar
eð móður Louise þoldi ekki rakann í París. A
sumrin dvaldi hin verðandi listakona hins veg-
ar í Brighton á Suður-Englandi, í umsjá Sadie,
þar sem henni var gert að fullnema sig í ensku.
Svikavefurinn kringum sjúlkinginn, móður
hennar, reyndi svo á þolrifin í Louise að hún
neytti fyrsta tækifæris sem henni bauðst til að
flytjast að heiman. Eftir stúdentspróf árið
1932, og stutt stærðfræðinám við Háskólann í
París, sneri hún sér að listinni og sótti tíma í
fjórum helstu einkaskólum borgarinnar, Ran-
son, Julian, Colai'ossi og la Grande Chaumiére.
„Eg leitaði logandi ljósi að sannleikanum; fólki
sem væri ærlegt og hafið yfir allt undirferli.“
Meðal kennara hennar á skólunum fjórum
voru Othon Friesz, André Lhote, Bissiére,
Gromaire og Fernand Léger, allt nafntogaðh-
lista- og kennimenn. Þeh- sem kunna einhver
deili á okkar eigin listasögu minnast eflaust
Þorvaldar Skúlasonar og Nínu Tryggvadóttur,
en tveir síðastnefndu listamennirnh- voru
einmitt kennai-ar þeirra. Ef Louise hefði ekki
kynnst væntanlegum eiginmanni sínum - band-
aríska listfræðingnum Robert Goldwater -
1937, og flust ári síðar með honum til New
York, er aldrei að vita nema fundum þeirra
hefði getað borið saman.
Áður en hjónin héldu vestur um haf ætt-
leiddu þau lítinn munaðarleysingja, Michel að
nafni, en eignuðust síðan tvo syni til viðbótar,
Jean-Louis og Alain, skömmu eftir að þau
höfðu stofnað heimili í New York. Þótt erfitt
væri fyrir Louise að rækja móðurhlutverkið í
nýju landi og sinna listinni um leið, lét hún ekki
deigan síga heldur tók virkan þátt í listalífi
borgarinnar og sýndi reglulega málverk sín,
teikningar og gi'afíkmyndir. Arið 1949 söðlaði
hún svo um og tók að helga sig höggmyndalist.
Löngu áður en hún öðlaðist viðurkenningu
sem einn fremsti listamaður Bandaríkjanna
mátti ljóst vera hvíhkh' hæfileikar voru á
ferðinni þai’ sem Louise Bourgeois fór. Þegar í
byrjun 6. áratugarins var hún farin að stilla
saman höggmyndum sínum eins og samfelld-
um umhverfisverkum - skógi af tótem-fígúrum
þar sem einingarnar kölluðust á -löngu áður en
slíkt var þekkt stærð í hinum alþjóðlega list-
heimi. Þá vai- inntak verka hennar jafnt sem
efni og aðferðir ólíkt flestu sem aðrir mynd-
höggvarai- voru að fást við á 6. og 7. áratugn-
um.
Hún hikaði ekki við að leita inn á líkamlegar
og djúpsálarlegar brautir til að takast á við
drauga úr fortíðinni sem stöðugt ásóttu hana.
Louise Bourgeois hafði frá öndverðu verið
handgengin súrrealismanum, sem átti sitt
kjörskeið á millistríðsárunum. Nú - undh- lok 7.
ái'atugarins - blés hún nýju lífi í þessa list-
stefnu, sem var orðin svo snyrt og snurfusuð
að hún var orðin að innantómu sirkusgríni.
Með því að afhjúpa eigin sálarangist og búa
henni efnislegan búning í formi klefa af ýmsum
stærðum og gerðum - þar sem saman fóru
marmaramyndir af líkamshlutum, speglar,
fundnir gripir, mjúkir efnismassar, glerflöskur
með líkamsvökvum og annað óvænt þing s.s.
fallöxi - tefldi hún saman ólýsanlegri fegurð og
óhugnaði með óviðjafnanlegum sköpunar-
mætti.
Louise Bourgeois mátti bíða fram á
áttræðisaldurinn til að öðlast þá viðurkenningu
sem henni ber sem einhver frumlegasti og ær-
legasti listamaður efth'stríðsáranna. Uppruni
hennar og kyn komu í veg fyrir skjótan frama
en með aðstoð framsækinna lista- og mennta-
kvenna í Bandaríkjunum tókst henni að kom-
ast gegnum múr fordómanna og slá í gegn í
hinum alþjóðlega listaheimi. Þegar hún var
valin til að vera fulltrúi Bandai'íkjanna á 45.
Tvíæringnum í Feneyjum, árið 1993 - eftir að
hafa slegið í gegn á Documenta í Kassel, árinu
áður - skildi almenningur loksins stærð þessar-
ar fíngerðu og brothættu listakonu. Það tók
hana liðlega hálfa öld að koma, opna augu okk-
ar og leggja heiminn að fótum sér.
Hvað á siðlaus
maður skilið?
KVIKMYJVDIR
Stjörnubíó
U-TURN
★ ★’/2
Leikstjóri: Oliver Stone. Handrits-
höfundur: John Ridley eftir bók
sinni „Stray Dogs“. Aðalhlutverk:
Sean Penn, Jennifer Lopez, Nick
Nolte, Powers Boothe, Jon Voight,
Billy Bob Thornton, Claire Danes
og Joaquin Phoenix. Tristar 1998.
STÓRKOSTLEGT landslag
Arizona í víðmynd. Lest. Sting-
andi sól. Hrægammar. Mustang
blæjubíll árgerð 1964 á fleygi-
ferð. Við stýrið er óálitlegur
náungi. Smábær í niðumíðslu
með einni aðalgötu. Ennio
Morrieone.
Upphafið á nýjustu mynd Oli-
ver Stones minnir um allt á
nútíma kúrekamynd. Maður finn-
ur á sér að aðkomumaðurinn á
eftir að gera usla í bænum en ef-
ast þó um að hann eigi eftir að
skora einhvern á hólm og næla
sér í fógetastöðuna því hann er
kúrekinn í svörtu fötunum.
Bobby Cooper, leikinn af Sean
Penn, er samviskulaus smá-
krimmi í peningavandræðum.
Hann kemur í smábæinn Super-
ior þar sem ekkert virðist gerast.
Hann hittir sætustu gelluna í
bænum (Jennifer Lopez) og þar
með á hann eftir að komast að og
lenda í öllu því sem kraumar und-
ir yfirborði krummaskuðsins.
Það er skemmtilega létt yfir U-
turn þótt hún gerist hrikalega
blóðug, í fáránlegu og gráglettnu
ofbeldi að hætti Tarantinos. Oli-
ver Stone er maður með ofeldi á
heilanum, og hér spyr hann sjálf-
an sig og áhorfendur: Hvað á sið-
laus maður skilið? Hann setur
áhorfendur í þá raunastöðu að
líka ekki aðalpersónan, en fá
samúð með henni smám saman,
því það eru takmörk fyrir því
hversu mikið er hægt að leggja á
eina manneskju sama hversu
ógeðfelld hún er. Eða hvað?
Myndin byrjar sem sagt vel;
hún er áhugaverð, skemmtileg og
áreitin en eftir miðbikið verður
hún helst til langdregin. Endirinn
er samt góður, og minnir
skemmtilega á lokaatriðið í hinni
yndislegu suðrænu kúrekamynd
„Duel in the Sun“ (K. Vidor 1946),
þótt hann sé hálfgerð afskræming
á því, þar sem ekki er um að ræða
eldheita ást milli aðalpersónanna
heldur bullandi sjálfselsku.
Kúrekastíllinn hefur skemmti-
legan „film noir“ tón, og skapar
það furðulega og skemmtilega
stemmningu með ýktum en óg-
leymanlegum persónum, og Oli-
ver Stone hefur valið einstaklega
góðan leikarahóp. Gamli karlinn
Nick Nolte kemur á óvart sem
eiginmaður hinnar gullfallegu
Lopez sem einnig sýnir mjög
góðan leik sem óánægt og undir-
förult tálkvendi. Claire Danes
fær fínt hlutverk vitgrannrar
stúlku sem lætur sig dreyma um
annað líf, og sýnir á sér nýja hlið
sem leikkona. Joaquin Phoenix
leikur ofbeldisfullan og heimskan
náunga sem hægt er að hlæja að,
en persónan er sú klisju-
kenndasta í myndinni. Sean Penn
er frábærlega sterkur leikari, og
það er ágætt að sjá hann ekki of
oft, þá getur maður notið hans til
hins ýtrasta eins og nú. Honum
tekst að sjálfsögðu vel upp sem
ógeðfelldur og brjóstumkennan-
legur náungi og er á heimavelli í
því hlutverki. Billy Bob Thornton
leikur ógeðslegan bifvélavirkja
sem féflettir Penn, og er ein af
ýktari persónunum en það er
gaman að honum.
Stíllinn á myndinni er tískan í
dag; gróf filma, náttúruleg lýsing,
iðandi myndavélahreyfingar með
hröðum aðdráttarskotum sem er
ágætur stíll til að gera ódýra
mynd flotta, en persónlulega
finnst mér það frekar þreytt og
ofnotað.
Tónlistin er mjög fjölbreytt og
skemmtileg, bæði stefin hans
Morricones og bandarísku djass-
og dægurlögin. I samspili við
leikmynd og búninga gefur tón-
listin myndinni yfirbragð tíma-
leysu sem hentar einkar vel.
U-tum er skemmtileg hug-
mynd og vel unnin, sem hefði
orðið frábær kvikmynd ef hún
hefði ekki allan tímann komið við
sömu veiku punktana hjá áhorf-
endum og handritið þar með
heldur endurtekningasamt.
Hildur Loftsdóttir
Andblær vorsins
MYNDLIST
Listlnís Öfeigs
VATNSLITIR
Verk Helgu Magnúsdóttur. Opið á
verslunartíma. Aðgangur ókeypis.
Til 27. maí.
HELGA Magnúsdóttir sýnir 16
akvarellur í Listhúsi Ófeigs Björns-
sonar. Helga útskrifaðist úr málara-
deild Myndlista- og handíðaskólans
1989, og síðast sýndi hún á vegum
listkynningar SPRON í útibúinu í
Mjódd. Vatnslitamyndir Helgu eru
kyrralífsuppstilingar, þar sem
myndefnið og myndbyggingin vega
ekki þungt, en meira reynt að laða
fram gegnsæi og flæði akvarellunnar.
Akvarellan er afbrigði af vatnslit-
um sem er skyldara teikningu og
kallígrafíu en málverki, og það er
einmitt þegar léttleiki skissunnar og
hraði pensilskriftarinnar fá að njóta
sín að kostir akvarellunnar koma
best fram.
Helga leggur mikið upp úr flökti
lita og birtu. Myndin „Vor“ er gott
dæmi, þar sem vel tekst til og sam-
ræmi og samspil ríkja án nokkurrar
fyrirætlunar eða reglu. Liturinn svíf-
ur gegnsær yfir pappírnum. Þótt
stíllinn sé frekar ómótaður og maður
saknar meira afgerandi persónuein-
kenna, þá vh’ðist Helga ná ágætum
tökum á akvarellunni og andblær
sumarsins er yfir myndum hennar.
Það á vel við á vordögum.
Gallcrf Listakot
MÁLVERK
Verk Sigurrósar Stefánsdóttur. Opið
virka daga frá 12:00 til 18:00 og laug-
ardaga frá 10:00 til 16:00. Aðgangur
ókeypis. Til 30. maí.
í LISTAKOTI sýnir Sigurrós
Stefánsdóttir 15 olíumálverk og 17
vatnslitamyndir. Sigurrós byrjaði
myndlistarferil sinn nokkuð seint,
miðað við það sem gengur og gerist,
útskrifaðist úr málunardeild Mynd-
listarskólans á Akureyri í fyrra og
hefur sýnt nokkrum sinnum á Ak-
ureyri og Sauðárkróki.
Óll málverkin utan eitt eru af
uppstilltum fígúrum, nokkrum sam-
an, dregnar almennum og sviplaus-
um dráttum. Myndirnar sýna fólk,
en ekki persónur, allt er það meira
eða minna einsleitt, með svipbrigða-
laus andlit, stillt upp til myndatöku,
án þess að nokkur tengsl séu milli
þess önnur en þau sem sjást á
myndum úr fjölskyldualbúmum.
Sigurrós virðist nota fígúrumar til
að stilla saman formi og litum á flet-
inum, en uppstillingarnar eru frek-
ar daufar og fígúrurnar koma fyrir
sjónir eins og brúðumyndir. Mikið
er lagt upp ú samspili lita og allur
litaskalinn óspart notaður, en þrátt
fyrir það vantar meiri snerpu í and-
stæðum lita og birtutóna.
Áherslulínur fáar og frekar dregið
úr. Yfirbragðið á allt að vera ró-
lyndislegt og á lágu nótunum og
gæti þess vegna farið vel við
pastellitaða púða í sófa.
Vatnslitamyndirnar sem Sigurrós
sýnir, og kallar „Línur í landslagi",
eru agnarsmáar og koma einna
helst fyrir sjónir eins og gjafavara,
enda er gylltur ramminn í aðalhlut-
verki og ber myndirnar ofurliði.
Ovænt undantekning er hringlaga
absti'aktmálverk sem hún kallar
„Línur í landslagi" þar sem Sig-
urrós sleppir framan af sér beislinu
og formi og litum. En að öðru leyti
læðist að manni sá grunur að Sig-
urrós sé full upptekin af því halda
sig tryggilega innan marka hins
smekklega.
Gunnar J. Árnason