Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 33

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 33 LISTIR Tælandi skáldsaga frá Eistlandi BÆKUR Þýdd skáldsaga TÆLANDI FEGURÐ SÖGUNNAR eftir Viivi Luik. Skáldsaga. Sverrir Hólmarsson þýddi úr sænsku. Prent- un: Norhaven a/s, Viborg. Mál og menning 1998 -135 síður. MENNINGARSAMSKIPTI við Eystrasaltsþjóðir eru smám saman að aukast. Einn af vottum um það er útkoma skáldsögunnar Tælandi feg- urð sögunnar eftii- eistnesku skáld- konuna Viivi Luik í piýðilegri þýðingu Sverris Hólmarssonar. Luik er kunnust fyrir ljóð sín og telst í farai-broddi eistneski’a ljóðskálda. Tælandi fegurð sögunnar kom út á frummálinu 1991. Sagan lýsir andrúmsloftinu austan járntjalds á árunum kringum 1968 og er m.a. ætlað að sýna með hvaða hætti áhrif endurskoðunar og uppreisnar vest- antjalds bárust austur fyrir og settu að einhverju leyti svip sinn á lífið þar. Sagan er sérkennileg og vel sögð, afar magnaðar stemmningar prýða hana, en ekki er alltaf auðvelt að ná fóstum tökum á söguþræðinum. Það er kannski ekki heldur ætlun höfundai- heldur það að spegla óreiðu og ráðleysi tímanna, sviðið sem er niðurnítt og virðist ekki eiga sér viðreisnar von. Mannlýsingar sem eru nokkuð í móðu eru þó eftirminnilegar, berorð- ar og oft mjög athugular. Smám saman kynnumst við persónunum, eins og þær komi betur í Ijós eftir því sem Iíður á söguna. Aldur þeiira vh-ðist í fyrstu nokkuð óviss. Ferð í lest verður hálf-súrrealísk, innrás draumsins tekur Bf við af hinu hversdags- lega lestarferðalagi og virðist ætla að enda með ósköpum, en fær síðan á sig, að minnsta kosti um sinn, geðfelldari mynd. Upphafi ferðarinnar er lýst þannig: „Ef ferðin frá Riga til Tall- inn tekur sjö tíma og hver þessara tíma býr yfir sínum djöfli og sín- um engli sem heyja baráttu sín á milli, þá getur hvað sem er gerst á þessum sjö tímum. Hádegi getur orðið að Viivi kvöldi, fjölga má varðliði við landamærin, nýjar tilskipanir geta komið frá æðri stöðum, dagsbirtan í vagninum getur breyst í sorgargula herskálalýsingu, þegar myrkrið skellur á geta rúðurnar orðið bik- svartar og það er ekki sérlega und- arlegt að glansandi og gegnsæ andlit fai’þeganna skuli speglast í þeim. Vegalengdin, sem fyrir ævalöngu var reiknuð út og færð inn á öll kort, getur orðið svo óralöng að það sé of- vaxið öllum skilningi." Sorg of djúp I sögunni segir frá draumi Dostojevskís (margar bókmennta- legar skírskotanir eru í bókinni), dýrmætustu eign Olgu, frænku ann- arrar aðalsöguhetjunnar, Lions. Olga segir drauminn afar sjaldan vegna þess hve dýrmætur hann er, en þegar Lion hefur verið kvaddur til herþjónustu, segir hún hann. Frásögnin hefur alltaf sömu merk- ingu fyrir Olgu frænku og aska og eggfyrir alla gyðinga, sorg sem er of Luik djúp til að hægt sé að tjá hana í orðum. Kannski gilda þessi orð um efni Tælandi feg- urðar sögunnar, en Viivi Luik er nógu hugrökk til að ráðast gegn skelfingu minninganna með því að festa hana á blað. I draumnum lendir Olga í þéttum runnum þegar hún er komin að gamalkunnu engi við fljótið Lielupe. Hún hef- ur villst og kemst ekki út úr runnunum. I öðru lagi dettur hún niðm’ í nýgrafinn skurð og finn- ur þar tvær glænýjar hækjur. í þriðja lagi er allt krökkt af fuglum af ýmsu tagi, kunnum og ókunnum. Einn fuglanna lítur út eins og bindi, gengur á tveim fótum og skrækir. Allir eru fuglarnir fótgangandi. Illur eða góður fyrirboði? Draumm-inn er fyrirboði. Eitthvað hlýtur að gerast, „stalíntíminn kem- ur aftur eða eitthvað annað, en ekk- ert verður eins og það vai‘“. Hér er eftirfarandi athugasemd bætt við: „Á stalíntímanum fóru fuglarnir líka um fótgangandi, þeir hættu að hafa fyrir því að fljúga, þeir voru alltaf pakksaddir því að kornið vai- yfii'leitt alls ekki uppskorið." Örlög Eystrasaltslandanna, saga Austur-Evrópu og ekki síst „fram- tíðin með tælandi fegurð sína“ er efni þessarar óvenjulegu sögu frá Eistlandi. Hún kallar ekki á einfalda túlkun heldur margar leiðh' til skiln- ings. Jóhann Hjálmarsson Ogn hins óþekkta KVIKMYNDIR Háskólabfó, Sam- bíóin, Álfabakka ÁREKSTURINN („DEEP IMPACT") ★★★ Leikstjóri Mimi Leder. Handrit Bruce Joel, Rubin og Michael Tolkin. Tónlist James Horner. Aðalleikendur Robert Duvall, Téa Leoni, Morgan Freeman, Elijah Wood, Vanessa Redgrave, Maxim- illian Schell, James Cromwell, Kurtwell Smith. 120 mín. Zan- uck/Brown, Dreamworks SKG/Paramount 1998. DÓMSDAGSSPÁR tengjast gjarnan merkum tímamótum, nú eru árþúsundaskipti að banka uppá og fjölmargar dómsdags- myndir. Ai'eksturinn er ein sú fyrsta, síðla sumars fáum við Armageddon, um nánast sama efni. Halastjarna kemur æðandi utanúr geimnum og tekur stefn- una á Móður Jörð. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Rússlandi sameina krafta sína við að bjarga okkur frá útrýmingu og senda mannað geimfar undir stjórn Spurgeons Tanner (Robert Duvall) til móts við vágestinn, sem er á stærð við Everestfjall. Hyggjast eyða honum með kjarnavopnum. Allt fer þetta Ieynt en Jenny Lerner (Téa Le- oni), harðfylgin sjónvarpsfrétta- kona, kemst á sporið og lýsir at- burðarásinni uns yfir lýkur. Ekki er sanngjarnt að fara nánar út í atburðarásina og ræna væntanlega áhorfendur, sem vafalaust verða margir, ánægj- unni. Areksturinn er ekki frum- leg mynd en vandvirknislega gerð, spennandi og handritið gætir þess að dramatískúm þörf- um gesta sé fullnægt. Kryddar atburðarásina með aukapersón- um eins og foreldrum Jennyar, sem leikin eru af Maximillian Schell og Vanessu Redgrave, sem er gustmikil að vanda og gefur myndinni vigt á meðan hennar nýtur við. Annars er flest eftir formúlu stórslysamyndanna, ut- an að hér er engin ofurhetjan og það gerir myndina áhugaverðari. Hún heldur ró sinni og höfund- arnir reyna að vera vitsmunalegir og halda sig við atburðarás sem hugsanlega gæti gerst. Brellum- ar eru firna góðar en minna óþ- arflega á Independence Day, aðeins notast við aðrar höfuð- skepnur. Eldi skipt út fyrir vatn. Leder er flinkur fagmaður, einsog hún sýndi í The Peacema- ker, virðist fær um að ná því sem hægt er úr handritinu. Nýstirnið Téa Leoni fer með veigamesta hlutverkið og heldur andlitinu vel og er trúverðug sem ung, reynslulítil en gallhörð fréttakona í nokkurri tilvistar- kreppu, þó ekki komi til heimsendir. Duvall og Freeman gefa myndinni mannlegar tilfinn- ingar. Fátt kemur í rauninni á óvart en Áreksturinn er engu að síður trúverðug í sinni yfirveg- uðu og raunsæu spennu og ógn. Sæbjörn Valdimarsson TOYLIST Grensáskirkja KÓRTÓNLEIKAR Álafosskórinn undir stjórn Helga R. Einarssonar flutti íslensk og erlend söngverk. Undirleikarar voru Hrönn Helgadóttir og Sveinn Kjartansson. Laugardaginn 16. maí. EITT af félagslegum sérkennum okkar ís- lendinga er að nær hvar sem við náum að mynda smáhóp, á vinnustað, innan félagasam- taka eða jafnvel erlendis, er komið á laggrrnar kór, ráðinn lærður stjórnandi, haldnir tónleik- ar, oft með miklum metnaði og jafnvel ráðist í tónleikaferðalög og þá jafnan farið til útlanda. Það væri fróðlegt að telja saman alla kóra á höfuðborgarsvæðinu, því hér er um merka starfsemi að ræða, sem ekki má gleymast, þrátt fyrir að mikill munur kunni að vera á gæðastöðu kóranna. Álafosskórinn hefur starfað í 18 ár og hvað undirritaður telur sig muna var kórinn, og er ef til vill enn, mannaður starfsfólki við „Ala- fossverksmiðjurnar", hvort sem þær heita því nafni enn. Álafosskórinn, sem Helgi R. Einars- son hefur stjórnað í níu ár, hélt sína árlegu vortónleika í Grensáskirkju sl. laugardag og var efnisskráin fjölbreytt, þar sem blandað var saman gamni og alvöru. Raddlega er kórinn nokkuð vel mannaður og syngur af öryggi, bæði agað og frjálst, með töluverðum and- stæðum í styrk og eru allar raddirnar vel kunnandi, bæði á texta og sínar raddir. Þetta er verk stjórnandans og sú vinna sem hann Líflegnr söngur hefur lagt í æfingar, sem auk þess skilar sér í sönggleði kórfélaga og á köflum með töluvert áhrifamikilli túlkun. Tónleikarnir hófust á frægu dægurlagi, On the Sunny side of the Street, í ágætri kórút- setningu, við íslenskan texta eftir félaga í kórn- um, Lárus Jónsson, og þá heitir lagið Gæfan brosir við þér. Þarna gat að heyra góðlátlegan galsa, sem einnig kom vel fram í hollenska lag- inu Jón gi’anni, er var mótað með sterkum and- stæðum í styrk. Tvö næstu lög voru vel sungin, sérstaklega Vögguljóð eftir Sigfús Halldórsson, en Smávinir fagrir eftir Jón Nordal hefði mátt vera aðeins hljómmýkra. Af tveimur negrasálmum var Nobody knows bæði skemmtilega útsett og vel flutt, en This little light of mine, sem er eins konar „gospel“, var bragðminna í gerð og flutningi en þó ekki óskemmtilega flutt. Á tónleikunum voru sungin fjögur lög eftir Friðrik Jónsson, Kveðja heiman að, Við geng- um tvö, Gömul spor og Litla skáld á grænni grein, og sá Sveinn Kjartansson um undirleik á harmonikku. Þetta eru, eins og söngstjórinn lét liggja að, eins konar „sveitasælulög", að sínu leyti samstæð svonefndum sjómannalög- um, lagræn og vel gerð fyrir almennan söng, og voru öll flutt á þann máta að vel hæfði þeim. Lögin Maístjarnan, raddsetning Hjálmars H. Ragnarssonar á íslenska þjóðlaginu Út á djúpið hann Oddur dró, Máríuvers Páls ísólfs- sonar og tveir negrasálmar, Darling og Deep river, voru mjög vel flutt og reyndar sýndi kórinn í þessum lögum bestu hliðar sínar. Tvö lög, Eyjan og Martröð, eftir söngstjórann, voru ágætlega flutt og í seinna verkinu, sem er viðameira en það fyrra og samið við texta eftir Kristján frá Djúpalæk, var flutningur á köfl- um sérlega leikrænn. Það sem helst mætti finna að þessum lögum varðar form þeirra, sem er oft slitið sundur með afgerandi niður- lögum einstakra tónhendinga. Betra hefði ver- ið að tengja hendingarnar saman og mynda þar með samfelldan tónbálk. Það er margt skemmtilega gert í þessum lögum, og í seinna laginu, sem fjallar um Djáknann á Myrká, er unnið með margvíslega og leikræna raddskip- an af töluverðri leikni. Tónleikunum lauk með tveimur skemmtilög- um, er nefnast Messufall og í brimróti og brælu, lög sem eru ofgerð í skemmtilegheitun- um, svo að gamansemin missir marks þótt lögin væru ágætlega sungin og líflega uppfærð. Helgi er laginn stjórnandi og hefur eflt ÁJafosskórinn vel, svo að í heild var flutningurinn líflegur og öruggur og framburður textans oft mjög góður. Undirleikari með kórnum var Hrönn Helga- dóttir og lék hún aðeins með í nokkrum laganna og hafði mest umleikis í fyrsta laginu og negrasálminum I am seeking for a city. Jón Ásgeirsson Vortónleik- ar í Eyrar- bakkakirkju Eyrarbakki. Morgunblaðið. VORTÓNLEIKAR Tónlistar- skóla Ái-nesinga, Eyrar- bakka- og Stokkseyrardeild, voru haldnir í Eyrarbakka- kirkju þriðjudaginn 12. maí. Nemendur skólans komu þar fram og léku á ýmis hljóðfæri við góðar undirtektir tón- leikagesta, sem voru óvenju- margir. Nemendur deildarinnar eru um 30. Kennarar eni Gíslína S. Jónatansdóttir, sem kennir á píanó og hljómborð, Hjörtur Hjartarson, sem kennir á blásturshljóðfæri, og Guð- mundur Pálsson, sem kennir á fiðlu. Skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga er Ásgeir Sigurðs- son. Nemendum skólans hér niður við ströndina hefur fjölgað nokkuð á síðari árum. Skólaslit deildarinnar verða síðar, samfara slitum Barna- skólans á Eyi-arbakka og Stokkseyri. NÝTT SÍMANÚMER 5201100 FAX 5X0-1101 Gunnar Bemhard ehf. Vatnagörðum 24 Sími: 520 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.