Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Japan Hálfsmánaðar heimsókn meðlima úr Skólameistarafélagi íslands til Japans birti þeim þörfína á þekk- ingu hér á Asíu. Hlér Guðjónsson spurði um lærdóma sem þeir drógu í Japan, m.a. um aga, raungreinar og aðstæður blindra. Skólameistarar vonast til að flytja heim með sér nýjar hugmyndir og önnur sjónarhorn Reglufestan í j apönsku skólastofunni • Japanir virðast líta skólakerfið alvar- legri augum en Islendingum er tamt að gera • Viðskiptin við Asíu skapa þörf fyrir kunnáttu hér í japönsku og kín- versku Morgunblaðið/Hlér ÞAR sem við sáum inn í kennslustundir virtist vera gott lag á hlutunum og það þó að nemendur væru mun fleiri en við eigum að venjast," sagði Björn Teitsson. SKÓLASTJÓRAR með Tsuchiya, fylgisstjóra Saitama. NÚTÍMA þjóðfélag stend- ur frammi fyrir því að menntun er að verða æ mikilvægari þáttur í sókn þess til framfara og velferðar. Síauknar kröfur eru gerðar til skóla- stjórnenda á öllum skólastigum, jafnt á íslandi sem öðrum löndum. Menntunarstig hverrar þjóðar hefur meira að segja en nokkru sinni fyrr og nauðsyn þess að tryggja framfar- ir og innleiða nýjungar í mennta- kerfið er óumdeilanleg. Þessari nauðsyn hefur á síðari árum verið mætt með aukinni upplýsingaöflun og endurmenntun auk þess sem skipuleggjendur og stjómendur skólakerfisins hafa lagt sig eftir því að vera í nánum tengslum við þróun mála í öðrum löndum. Ekki einungis þeim löndum sem næst okkur eru, heldur einni þeim sem fjær liggja. Sex fulltrúar Skólameistarafélags íslands eni komnir heim úr náms- ferð til Japans. Þeir ferðuðust á tveimur vikum um landið og kynntu sér ítarlega uppbyggingu og þróun menntakerfisins. Þeim var boðið að skoða fjölda skóla á öllum námsstig- um og hitta stjórnendur þeirra, kennara og nemendur. Hópurinn samanstóð af skólastjór- um og kennurum frá ýmsum fram- haldsskólum á íslandi ásamt mökum þeirra. Þar ber fyrst að telja Kristínu Bjamadóttur, aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sem veitti hópnum forystu, þá Björn Teitsson, skólameistara Menntaskól- ans á ísafírði, Jóhannes Einarsson, skólameistara Iðnskólans í Hafnarf- irði, Kristínu Amalds, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Sig- urð Öm Kristjánsson, aðstoðarskóla- meistara Iðnskólans í Reykjavík og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, stærð- fræðikennara og fyrrum aðstoðar- skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík. Islensku fulltrúarnir nutu mikillar aðstoðar frá Saitama Women’s Mission. Að sögn Kristínar Bjarna- dóttur veittu sjálfboðaliðar þessara samtaka ómetanlega hjálp hvað varðar samgöngur og önnur dagleg vandamál sem upp komu. Önnur viðhorf til menntunar Morgunblaðið í Tókíó hafði tal af skólameisturunum að loknum heimsóknum þeirra til japanskra skóla og menntastofnana til að spyrja hvers þeir hefðu orðið vísari í ferðinni. Kristín Bjarnadóttir var spurð að því hvort hún hefði orðið vör við mikinn mun á viðhorfum Japana og Islendinga til menntunar. Hún sagðist helst hafa orðið vör við að Japanir virtust taka skólakerfið alvariegar en gert væri á íslandi. Foreldrar tækju virkan þátt í undir- búningi bama sinna undir næsta skólastig og aðstoðuðu þau mikið við heimanám. „Að loknu grannskólanámi þurfa nemendur jafnan að taka inntöku- próf til að komast upp á næsta skólastig. Inntökuprófin skera fyrst og fremst úr um það í hversu góða skóla nemendur komast. Þeir kom- ast alltaf einhvers staðar inn að lok- um þannig að um 98% nemenda er gert kleift að sækja skóla á mennta- skólastigi. Öllum nemendum er síð- an leyft að útskrifast. Það út af fyrir sig gerir þeim hins vegar ekki kleift að komast í háskóla, heldur þurfa þeir að taka inntökupróf þar líka. Samkeppnin er feiknarleg um sætin í bestu háskólunum. Það er eitt af helstu hlutverkum framhaldsskól- anna að búa nemendur undir inn- tökupróf í háskóla og í betri skólum eiga nemendur kost á því að undir- búa sig rækilega fyrir næsta stig.“ Stærðfræði og raungreina- kennsla á háu stigi Kiástín Bjarnadóttir tók það fram að Japanir væra íslendingum tölu- vert fremri hvað varðar stærðfræði- kennslu og taldi það mjög mikilvægt að hlúð væri að stærðfræði- og raun- greinakennslu á íslandi með ákveðnari hætti. Hún sagði að Jap- anir virtust leggja mikla áherslu á góðan undirbúning í raungreinum og að skólameistarar hefðu orðið vitni að góðri stærðfræðikunnáttu nemenda í grannskólum sem þeir heimsóttu. Að þessu leyti hefði ferðin verið mjög lærdómsrík. Það kom fram í viðtali við Jóhann- es Einarsson að í Japan virðist auðveldara að fá starfsfólk til skól- anna heldur en á íslandi, sérstak- lega í raungreinar. Helstu ástæðuna taldi hann vera þá að laun kennara væra samkeppnisfær við frjálsa markaðinn og í öðra lagi virtist vera meira framboð af raungreinamennt- uðu fólki. Eins njóti flestir japanskir skólar stuðnings af háum skóla- gjöldum. „Það er ljóst að rekstraraðstaða skólanna fer eftir því hvað skóla- gjöldin era há og hvað skólinn fær marga nemendur. Út af þessu er töluverður aðstöðumunur á milli skóla og mismunandi hvaða tækifæri þeir hafa til að kaupa tæki og búnað en slíkt er sérstaklega mikilvægur þáttur í rekstri iðnskóla og tækniskóla." Veik staða japanskra kvenna í Japan er hefðbundin verkaskipt- ing milli kynja mjög rótgróin og flestar konur eru heimavinnandi húsmæður. Konur eiga erfitt upp- dráttar á vinnumarkaðnum og það heyrir til undantekninga ef konur komast í hærri stöður eða fá embætti. Aðspurð sagðist Ingibjörg Guðmundsdóttir hafa á tilfinning- unni að Japan væri mun meira karlasamfélag en ísland og til dæm- is vora þeir skólastjórnendur sem tekið hefðu á móti hópnum undan- tekningalaust karlmenn. „Það vakti einnig sérstaka athygli mína að tvö prósent stúlkna á fram- haldsskólastigi era í húsmæðraskól- um, skólum sem við íslendingar er- um nokkurn veginn búnir að leggja niður. Þó skildist mér að nemendum slíkra skóla fari fækkandi. í þeim tækniskólum sem við heimsóttum sáum við bara stráka þó að yfir einum bekk í rafeindafræði hafi verið ein kona. Það þótti heyra til tíðinda í þeim skóla. Hvað varðar val stúlkna á námsgreinum í skólum almennt, þá virðast þær fara í hefðbundin kvennafög líkt og raunar íslenskar stúlkur. Rétt eins og á ís- landi þá fara strákarnir í strákafög eins og raungreinar." Japanir langt komnir í blindramálum íslensku skólameistararnir heim- sóttu einnig blindraskóla í Saitama- fylki. Að sögn Sigurðar Arnar Krist- jánssonar era Japanir að þreifa sig áfram eftir svipaðri braut og íslend- ingar og vinna að því að leggja smám saman niður sérskóla og færa blindrakennslu inn í hið almenna skólakerfí. Hann sagði þó að það væra deildar meiningar um þá þróun mála og ljóst væri að sérskól- ar sem þessi byðu upp á sérstaklega góða þjónustu. „Þessi skóli var alveg frábærlega vel settur hvað varðaði alla aðstöðu. Meðal annars var fullkomið heimili þar sem börnunum var kennt að gera hlutina upp á eigin spýtur þannig að þau gætu farið út í lífið og bjargað sér sjálf. Sem dæmi um það hve margt er gert fyrir blinda í Japan vil ég nefna það að á öllum brautarstöðvum og víðast hvar á gangstéttum er búið að setja merkingar fyrir blinda. Ég var lengi að velta því fyrir mér hvað þetta væri og áttaði mig ekki á því fyrr en ég sá blindan mann nota hvíta stafinn til að fylgja merking- unni eftir. Ég áttaði mig á því að það er búið að leggja brautir fyrir blinda nánast út um allt. Það er ljóst á öllu því sem við sáum að gert er fyrir bhnda að Japanir eru mjög framar- lega staddir í þessum efnum.“ Japönskukennsla í íslenskum skólum Oft hefur á undanförnum árum verið talað um nauðsyn þess að gera tungumálanám fjölbreyttara í ljósi þess hve samskipti við fjarlæg lönd hafa farið vaxandi. Kristín Bjarna- dóttir var innt eftir því hvort hún byggist við því að kennsla í austræn- um tungumálum yrði aukin í fram- haldsskólum í náinni framtíð. „Það er partur af nýrri mennta- stefnu að auka fjölbreytni í tung- umálanámi og það verður vissulega lögð aukin áhersla á það á næstu ár- um. Hins vegar er líklegt að komið verði á verkaskiptingu milli skól- anna þannig að hver verði með sinn tungumálaflokk. Flestir eiga senni- lega áfram eftir að læra fyrst og fremst þau mál sem skyldust era ís- lensku en mönnum verður gefinn kostur á að læra önnur fjarlægari tungumál eins og japönsku og önnur asísk tungumál. Það hefur verið vís- ir að þessu, en ég held að svigrúmið eigi eftir að verða meira í þeirri nýju menntastefnu sem nú er verið að móta. Við höfum hitt íslendinga sem vinna fyrir SH hér í Japan og það er gaman að sjá við hvað nemendur okkar eiga eftir að fást þegar þeir útskrifast úr skólunum hjá okkur. Það er augljóst að með auknum við- skiptum við Asíulönd þá verður þörf fyrir það að fleiri læri tungumál eins og japönsku, kínversku eða arabísku." Agi og regla til fyrirmyndar í japönskum skólum Björn sagði aðspurður að honum sýndist vera betri agi og meiri regþa í japönskum skólum heldur en á ís- landi. „Það er eríitt að gera sér grein fyrii' því nákvæmlega hveraig á þessu stendur en ég held að þetta liggi að einhveiju leyti í uppeldi og yfirleitt almennum samfélagsviðhorf- um. Það er greinilegt að gengið er mjög fast fram í því að láta börn hegða sér vel alveg frá blautu bams- beini og halda öllu í röð og reglu. Það er til dæmis alls staðar farið úr skóm. Þar sem við sáum inn í kennslustund- ir virtist vera gott lag á hlutunum og það þó að nemendur væra mun fleiri en við eigum að venjast.“ Upplýsingar um skólakerfi annarra landa Kristín Ai-nalds sagði að það væru oft takmarkaðar og einhliða upplýs- ingar á íslandi um það sem er að gerast í menntamálum í fjarlægum löndum. „Við höfðum auðvitað skapað okkur ákveðnar hugmyndir um menntakerfi Japans áður en við fórum í þessa ferð, en það er samt sem áður geysilegur munur á því að kynnast þessum málum frá fyrstu hendi, að sjá skólana með eigin aug- um og tala við kennara og skóla- stjóra sem starfa innan skólakerfis- ins og móta það. Þessi ferð hefur dýpkað og aukið skilning okkar allra á japönsku skólakerfi og ég held að hún hafi verið ómetanleg til þess að víkka sjóndeildarhringinn og gera okkur kleift að læra af því sem er að gerast í öðrum löndum. „Við skólameistarar höfum reynd- ar reynt að fara í ferðir af þessu tagi á tveggja ára fresti. Vanalega höfum við það þannig að í annað hvert skipti höfum við farið til nálægra landa en í hitt skiptið til landa sem era lengra í burtu. Astæða þess að Japan varð fyrir valinu í þetta sinn er meðal annars það hve þjóðfélagið er tæknivætt. Við höfum fengið mjög mikið af verðmætum upplýs- ingum í þessari ferð bæði því sam- bandi og öðru.“ Fulltrúar Skólameistarafélagsins sem þátt tóku í þessari ferð voru sammála um að hún hefði tekist mjög vel þó að þátttakan hefði mátt vera meiri. Hópurinn var mjög sam- stilltur og ferðin í alla staði mjög lærdómsrík. Þátttakendur töldu mjög mikilvægt að hafa fengið tækifæri til að auka skilning sinn á menntakerfi þessa þróaða tækn- iþjóðfélags og vonuðust til að geta nú flutt heim með sér nýjar hug- myndir og önnur sjónarhorn sem gagnast mættu við mótun skólakerf- isins á þessum tímum byltingar- kenndrar tækni og tölvuvæðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.