Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 35

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 35 MENNTUN Morgunblaðið/Geir FÓLKIÐ á bak við kennslumyndbandið: Ólína Sigurgeirsdóttir, Kristín Helgadóttir og Gerður Steinþórsdótt- ir í fremri röð og Sölvi Sveinsson, Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir og Svava Þorkelsdóttir í þeirri aftari. skólar/námskeið 1 tungumál ■ Enskunám á Englandi f boði er alhliða enskunám allt árið við virtan enskuskóla. Sumamámskeið fyrir unglinga. Fámennir námshópar. Vettvangsferðir og íþróttir. Fæði og hús- næði hjá enskri fjölskyldu. Nánari upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson í síma 557 6448 eftir kl. 18.00. slime-line" dömubuxur frá gardeur® Heilbrigðisskólinn við Armúla Uáuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 NÚNA í vor var Heilbrigðisskólinn við Armúla stofnaður en hann er sér- stök deild við Fjölbrautaskólann þar. Hann lýtur stjórn Sölva Sveinssonar skólameistara og skólanefndar. Sér- stakt fagráð heilbrigðisstétta og ráðuneyta er skólameistara til halds og trausts þegar námsframboð er skipulagt. I skólanum er einnig end- urmenntun skipulögð í samvinnu við einstök stéttarfélög. Fagráðið á að koma í veg fyrir stöðnun Heilbrigðisskólans og tryggja að námið sé ævinlega í sam- ræmi við þörfina á vinnumarkaðin- um. „Einnig verður hægt að stunda fjarnám við skólann," segir Sölvi Sveinsson og að fengist hafi styrkur úr Þróunarsjóði til þess. Fjamámið verður í samvinnu við Verkmennta- skólann á Akureyri. í Heilbrigðisskólanum eru nokkr- ar brautir sem FÁ hefur sérhæft sig í: Læknaritarabraut, námsbraut fyr- ir aðstoðarmenn tannlækna, sjúkraliðabraut, lyfjatæknabraut, námsbraut fyiir nuddara og fyrir fólk í félagslegri heimaþjónustu. Einnig er í honum framhaldsnám fyrir sjúkraliða og ýmiss konar önn- ur námskeið. Tvær nýjar brautir eru í undir- búningi, önnur fyrir rannsóknar- menn sem myndu sérhæfa sig í sýnatöku' og aðstoðarstörfum á rannsóknarstofum, hin verður náms- braut íyrir fótaaðgerðafræðinga. „Lögð verður mikil áhersla í skólan- um á sí- og endurmenntun fyrir heil- brigðisstéttir, og farið með námskeið út um allt land,“ segir Sölvi. Kennslumyndband um böðum Fjölbrautaskólinn við Armúla fékk styrk til að vinna nýtt námsefni fyrir sjúkraliðabrautina, en skortur hefur verið á íslensku efni. Svava Þorkels- dóttir og Guðrún Hildur Ragnars- dóttir kennarar við skólann fengu þá hugmynd að láta gera kennslumynd- band til að nota í verklegri kennslu. Myndbandið var síðan unnið af nemendum Sigrúnar Björnsdóttur í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla ís- lands og Kvikmyndafélaginu Nýja Bíó. Reiknað er með að myndbandið nýtist einnig í fjarkennslu og við þjálfun starfsfólks á hjúkrunar- og vistheimilum landsins. Höfundar myndbandsins sem fjall- ar um böðun sjúklinga eru Kristín Helgadóttir og Gerður Steinþórs- dóttii- nemendur í hagnýtri fjölmiðl- un sem unnu það í samvinnu við kennara skólans. Ólína Sigurgeirs- dóttir lék sjúklinginn í myndinni. —H]— Heimili að heiman í Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Verð á mann frá dkr. * A dag. Allar íbúðirnar cru mcð eldhúsi og baði. Hafðu samband við ferðaskrifstofúna þína eða 'Jiv SfcaviU- iJciuulintuHtt Sími 00 45 33 12 33 30, fax 00 45 33 12 313 03 *Verð á mann miðað við 4 í íbúð í viku Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-150C Akureyri: Lónsbakka - sími 461-107C MARKMIÐIÐ er að styrkja raungreinakennslu í skólum. Raungreinakennarar á tölvunámskeiði RAUNGREINAKENNARAR frá Háskóla Islands, Iðnskólanum 1 Reykjavik, Tækniskóla Islands, Fjölbrautaskóla Breiðholts og Vélskólanum hafa að undanförnu setið námskeið í LabVIEW hug- búnaðinum frá National Instru- ments. Tilgangurinn er að nota LabVIEW til að styrkja raun- greinakennslu. Verkfræðistofan VISTA, Höfða- bakka 9, sem er dreifingaraðili kerfisins hér á landi, stóð fyrir námskciðinu. Leiðbeinandi var Andrés Þórarinsson rafmagns- verkfræðingur. Á næstunni verður sambærilegt námskeið á Akureyri fyrir kenn- ara Háskólans á Akureyri, Verk- meimtaskólans á Akureyri og fleiri skólamenn norðanlands. Nokkrir fleiri skólar eru að íhuga að nota LabVIEW til að styrkja raungreinakennslu hjá sér. Þúsundir verkfræðinga, vísinda- manna og tæknimanna, víða um heim, nota LabVIEW til að búa til lausnir fyrir krcfjandi kerfi. LabVIEW er myndrænt hugbúnað- arverkfæri byggt á G forritamál- inu fyrir mælingar, stýringar, gagnagreiningu og framsetningu upplýsinga. Myndrænt viðmót, með fáar takmarkanir, gerir LabVIEW aðgengileg fyrir vís- indamenn og verkfræðinga. LabVIEW kom fyrst á markaðinn 1984 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Núverandi útgáfa er 5.0. LabVIEW var upp- haflega eingöngu fyrir Macintosh tölvur, en aðrar tölvur höfðu ekki á myndrænu framsetningu sem óskað var eftir. Núna keyrir LabVIEW á öllum tölvukerfum, þ.e. Macintosh, Windows 95, Windows NT, Sun SPARC, HP UNIX og Concurrent. Forrit sem þróað er á einu kerfi keyrir án breytinga á öðru kerfi. LabVIEW er talið heppilegt til skjámyndagerðar og smíði mæli- kerfa. Samskipti við mælispjöld eru þróuð, sem og samskipti við stýrivélar, samskipti um tölvunet og um RS-232 raðtengi. HONDA 5 d v r a 1 . 4 i _________________________________ 7 5 h e s t ö ( I Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Innifalið í verði bílsins M400cc 16 ventla vél með tölvustýröri innsprautun .......... “S ► Vindskeið með bremsuljósi lÚtvarp og kassettutæki IHonda teppasett M4" dekk kSamtæsingar IABS bremsukerfi ►Ryðvörn og skráning Verð á götuna: 1.295.000.- Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður tilgreindur: Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 160 hestöfl 115 hestöfl 90 hestöfl Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leöurstýri og leðurgírhnúður Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Umboðsaðiiar: Sjálfskipting 100.000,- (0 HONDA Sími: 520 1100 Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísaijörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.