Morgunblaðið - 27.05.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 15
AKUREYRI
Tímamótasamningur Þórs og KA
Morgunblaðið/Kristján
TÓMAS Guðmundsson, formaður handknttleiksdeildar Þórs, t.v. og
Páll Alfreðsson, formaður handknattleiksdeildar KA, takast í hendur
eftir undirskrift samningsins. Það gerðu einnig Þóroddur Hjaltalín,
formaður knattspyrnudeildar Þórs, og Valdimar Freysson, formaður
knattspyrnudeildar KA, sem standa á milli Tómasar og Páls.
Skipta með
sér rekstri
kvenna-
boltans
FORSVARSMENN íþróttafélagsins
Þórs og Knattspyrnufélags Akur-
eyrar skrifuðu undir tímamóta-
samning milli félaganna fyrir helgi.
Annars vegar þess efnis að KA taki
að sér rekstur meistaraflokks og 2.
flokks kvenna í handbolta og'hins
vegar að Þór taki að sér rekstur
sömu flokka í knattspyrnu.
Samningurinn gildir næstu 5 árin
en skal endurskoðaður árlega.
Nöfn liðanna verða Þór-KA í knatt-
spyrnu og KA-Þór í handbolta. Með
þessum nöfnum þurfa þær stúlkur
sem vaxa upp í félögunum ekki að
skipta um félög er þær koma upp í
2. flokk eða meistaraflokk heldur
verða áfram í sínum félögum. Jafn-
framt þessu munu bæði félögin
halda uppi unglingastarfi stúlkna í
báðum greinum. Þá er stefnt að því
að félögin vinni enn frekar saman
með yngri flokka sina.
Nýleg könnun um þátttöku
kvenna í íþróttum á Akureyri hefur
sýnt að brottfall kvenna úr íþrótt-
um er miklu meira og fyrr en hjá
körlum. Er það von sljórnanna að
með þessum aðgerðum nái félögin
að byggja upp öflugt starf í
kvennaboltanum og komi til með að
HRÍSEYJARHREPPUR
Neyðarkall frá
Grunnskólanum í Hrísey
Ágætu kennarar nær og fjær!
Hafið þið prófað að kenna í fámennum skólum?
Hafið þið hugsað um að auka við starfsreynslu ykkar og reyna
eitthvað nýtt, t.d. samkennslu.
Vitið þið að Hrísey er steinsnar frá Akureyri og ferjuferðir eru
oftar en þið haldið.
Hrísey er paradís barna og náttúruunnenda.
í Hrísey er leikskóli og þar opnar í sumar glæsileg líkams-
ræktarstöð.
Búið þið í dýru leiguhúsnæði? Ef svo er þá er húsaleiga í
Hrísey afar sanngjöm.
Okkur sárvantar tvo eldhressa og duglega kennara. í skólanum
ríkir góður andi. Þar verða 37 nemendur næsta skólaár í 1.-9.
bekk. Allar mögulegar kennslugreinar á lausu. Skólinn er
ótrúlega vel búinn miðað við smæð. Hríseyingar eru duglegir
og vilja gera allt til að halda uppi góðum skóla. Nemendur
skólans eru frábærir.
í guðanna bænum hringið eða komið í skoðunarferð hið
snarasta.
Umsóknarfrestur til 5. júní.
Svanhildur Daníelsdóttir, skólastjóri.
Vinnus. 466 1763. Heimas. 466 1739.
E-mai: Rjupan@nett.is
Eftir 1. júní gefur sveitarstjóri upplýsingar.
Vinnus. 466 1762. Heimas. 466 1739.
HELGA Steinunn Guðmunds-
dóttir, formaður KA, og Gísli
Kristinn Lórenzson, formaður
Þórs, voru að vonum glaðbeitt
er þau skáru tertuna sem boðið
var upp á eftir undirskrift
samningsins.
eignast kröftug lið með þessari
sameiningu.
A blaðamannafundi þar sem
samningurinn var kynntur, lýstu
formenn KA og Þórs yfir mikilli
ánægju með samninginn og undir
þau orð tók Þröstur Guðjónsson,
formaður íþróttabandalags Akur-
eyrar, ÍBA.
Aksjon
Miðvikudagur 27. maí
21.00ÞNíubíó - Fundið fé (Pay
Dirt) Fangelsissálfræðingur kemst
á snoðir um falið fé, en fleiri ásæl-
ast gullið og upphefst nú æsilegt
kapphlaup. I þessari gamanmynd
sannast að margur verður af aur-
um api. Aðalhlutverk: Jeff Danieis,
Dabney Coleman og Rhea Pe-
arlman, 1992.
HÚSIÐ við Hafnarstræti 103, í
miðbæ Akureyrar hefúr verið rifið,
en hafist var handa við það verk-
efni í byrjun vikunnar. Hallgrími
Kristjánssyni og Guðmundi Jóns-
syni var veitt leyfi til að byggja
tvíloftað hús á lóðinni sunnan við
hús Magnúsar Einarssonar org-
anista samkvæmt gjörðabók bygg-
inganefndar Akureyrarbæjar
1902. Húsið hefur ver-
ið byggt á árunum
1902 til 1903 en búsetu
þar er fyrst getið 1903.
I bók Steindórs Stein-
dórssonar, Akureyri,
Höfuðborg hins bjarta
norðurs segir að þar
hafi Magnús Þórðar-
son rekið verslunina
Díönu um skeið eða áð-
ur en hann byggði
Norðurpólinn sem stóð
við Gránufélagsgötu.
Morgunblaðið/Kristj án
HAFNARSTRÆTI103 heyrir nú sögunni til, en húsið
sem byggt var fyrir 95 árum var rifið í vikunni.
Eggert Laxdal kaupmaður
eignaðist húsið árið 1909 og bjó
þar til dánardægurs 1920. Lengst
af hafa tvær til þrjá verslanir verið
reknar á götuhæð hússins samtím-
is, Hannyrðaverslun Ragnheiðar
O. Björnsson var lengi starfrækt í
húsinu, Jóhann Ragúels höndlaði
þar með tóbaksvörur og sælgæti
lengi vel en hin síðari ár hefur
Skóverslun M.H. Lyngdal verið
þar til húsa, eða allt þar til síðla
árs í fyrra.
Hafnar-
stræti
103 rifíð
HAGKAUP