Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 17
Morgunbiaoio/ingimunaur
SKÓLASTJÓRAR á Vesturlandi á skólabekk í Skólaskrifstofu Vesturlands í Borgarnesi.
Skólastjórar á Vestur-
landi á skólabekk
Borgamesi - Skólastjórar grunnskóla
á Vesturlandi settust á skólabekk nú í
vor, er haldið var hið fyrsta í röð nám-
skeiða fyrir skólastjóra sem standa
mun yfir allt næsta skólaár. Tilgangur
þessarar fræðslu er að kynna nýjung-
ar í stjómun og með því efla grunn-
skólana á svæðinu í þróun fram til
nýrrar aldar.
Forsendur eru ekki síst þær að
huga þarf að stöðu og ímynd skólans í
breyttu starfsumhverfi eftir að rekst-
ur hans og ábyrgð fluttist að fullu til
sveitarfélaga. Grunnskólinn er nú
hluti af kerfi sveitarfélagsins og þarf
að miðla upplýsingum til stjómenda
þess, en verður jafnframt að gæta
þess að halda traustum tengslum við
þá sem skólinn á að þjóna; nemendur
sína og fjölskyldur þeirra.
Þetta fyrsta námskeið snerist um
kynningarmál og ímynd gmnnskól-
ans. Fyrirlesari var Asmundur Þórð-
arson, aðjunkt við Samvinnuháskól-
ann á Bifröst, og fjaliaði hann um al-
mannatengsl, ímynd grannskólans,
viðbrögð skóla við gagnrýni, aðkasti
og áfollum, en einnig um samskipti og
tengsl skólans við fjölmiðla.
Að sögn skólastjóra er námskeið
af þessu tagi gagnlegt þar sem skól-
ar eru æ oftar í umfjöllun fjölmiðla
og oft frekar á neikvæðum nótum og
stjórnendur skóla lenda oftar í eld-
línu þeirrar umræðu en áður var.
Skólamenn leggja á það mikla
áherslu að umfjöllun um grannskól-
ann sé með jákvæðum hætti, því að
viðhorf heimila og umhverfis eru oft-
ast lykilatriði í farsæld og árangri
skólastarfs og rannsóknir sýna að
námsgengi nemenda veltur að vera-
legu leyti á viðhorfi heimilis þeirra
til skólans og þess starfs sem þar fer
fram.
Þetta endurmenntunartilboð til
skólastjóra er samstarfsverkefni
Skólastjórafélags Vesturlands, Skóla-
skrifstofu Akraneskaupstaðar og
Skólaskrifstofu Vesturlands í Borgar-
nesi.
Morgunblaðið/Silli
Eldri borgarar á Húsavík
Húsavík - Félag eldri borgara á
Húsavík hefur starfað ötullega
og lauk vetrarstarfsemi sinni
með góugleði nú nýlega. Þar
skemmti kór aldraðra undir
stjórn Benedikts Helgasonar og
undirleik Bjargar Friðriksdóttur.
Kórinn skipa um 30 eldri borgar-
ar og hagyrðingar úr hópi
aldraðra létu kviðlinga fjúka.
Spilakvöld eru á hveiju
miðvikudagskvöldi og sækja það
oftast milli 30 og 40 félagar. Á
liðnum vetri var sett á stofn svo-
nefnd samverustund fyrir eldri
borgara í Keldunni. Þar hittast
þeir tvisvar í viku til handavinnu
og nutu tilsagnar í föndri undir
stjóm Sigrúnar Kjartansdóttur.
Einnig var þar þá spilað bob og
billiard og spiluð vist og brids.
Þessi nýbreytni þótti vel takast
svo hún mun verða tekin upp
næsta vetur. I íþróttahöllinni
spila margir boccia og hafa þeir
á landsmótum oft náð góðum
árangri.
Félagið á 9 holu púttvöll
skammt frá íþróttahöllinni og
undu menn sér vel þar við leik og
mun svo verða á komandi sumri.
Einnig er farið að skipuleggja
sumarferðir og er sú lengsta 3ja
daga ferð um Strandir og Dali.
Núverandi formaður er Ás-
mundur Bjarnason.
8oo 7000 •svarar spurningumþinum um simann
JHvort heatar mer
betur, NMT eöa
GSM sími?
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SIMANS
:{IIU7000
SIMINN
GJAIDBRIAIST WONUSTUNUMBR
„Glaðningur með
gialdeyrinum"
- hjá íslandsbanka
Þeir sem duttu í lukkupott Samvinnuferóa-Landsýnar þann
20. maí si. tá senda 5.000 kr. gjaideyrisúttekt
frá SL. Gegn framvísun þessarar úttektar í íslandsbanka fá
vinningshafarnir mjúkt og vandað baðhandklæði.
Handklæðinu fylgir póstkort sem þú getur stílað á tslands-
banka og sent frá sumarleyfisstaðnum þínum. Sá sem
sendir skemmtilegasta póstkortið vinnur helgarferð fyrir
tvo til Dublin í haust með Samvinnuferðum-Landsýn!
J
Þessir duttu í lukkupottinn þann
20. maí og fá sendan skemmtilegan
glaðning á næstu dögum!
Bknr. Nafn
137352 Guðmundur Einarsson
158167 Jóhanna Halldórsdóttir
167030 Valborg Aöalgeirsdóttir
198023 Guðrún Markúsdóttir
148273 Inga Jóhanna Kristinsdóttir
140371 Þorkell Sigurgeirsson
137378 Guðlaugur Eyjólfsson
142697 Annadís Jónsdóttir
152917 Sigrún Lárusdóttir
160308 Gísli Guðmundsson
136323 Ragna Gunnarsdóttir
184411 Guöný Hallgrímsdóttir
138923 Árni Unnsteinsson
150386 Margeir Þorgeirsson
150699 Elfa Björk Sævarsdóttir
135050 Fjóla Marinósdóttir
151015 Guðjón Baldursson
550761 Sigurborg Hafsteinsdóttir
151104 Guðleifur Guðmundsson
140476 Jón Sæmundsson
Til þess að vera með í næsta útdrætti þarft þú að
staðfesta bókunina þína fyrir 20. júní nk., en þá verður
dregió f fimmtu og síðustu umferð afmælishappdrættisins.
u
Við erum við simanu:
Virka daga frá kl. 9 - 22
Laugardaga frá kl. 12 -16
Sunnudaga frá kl. 16 -18
Bókunarsíminn er: 569 1010
ÍSLANDSBANKI
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 08-22 OG UM HELGAR KL. 10-17.