Morgunblaðið - 27.05.1998, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Lykillinn að líkams-
klukkunni fundinn?
FRÉTTIR
Jeltsín Rússlandsforseti ræðir við Harald Noregskonung
Yill lán til að rífa niður
kj arnor kukafbáta
Moskvu. Reuters.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
sagði í gær að Rússar myndu rífa
niður alla gamla kjamorkukafbáta
sína í Barentshafi ef Norðmenn
veittu þeim lán til að standa straum
af kostnaðinum.
„Við þurfum ekki á kafbátunum
að halda núna, einkum kjarn-
orkukafbátunum," sagði Jeltsín við
fréttamenn eftir að hafa rætt við
Harald Noregskonung, sem er í
fimm daga heimsókn í Rússlandi.
„Verði fjárhagsvandinn leystur með
lánum frá Norðmönnum hefjumst
við strax handa við að rífa kafbátana
niður.“
„Við gætum fjarlægt alla gömlu
kafbátana af öllu Barentshafs-
svæðinu og lýst það öryggissvæði,"
hafði fréttastofan Itar-Tass einnig
eftir forsetanum.
Vilja rífa niður hluta flotans
Ekki kom fram hvernig konungur-
inn svaraði tillögunni og Jeltsín sagði
ekkert um hversu há lán Rússar
þyrftu til að losa sig við kafbátana.
Jevgení Prímakov, utanríkis-
ráðherra Rússlands, tók síðar fram
að Rússar byðust aðeins til að eyði-
leggja gamla kjamorkukafbáta, sem
þeir höfðu þegar ákveðið að leggja.
„Við erum ekki að tala um þá kaf-
báta sem annast eftirlit á svæðinu,"
sagði hann.
Norðmenn hafa lengi haft miklar
áhyggjur af ryðguðum kafbátum við
landamæri ríkjanna vegna hættunn-
ar á umhverfisspjöllum. Rússar eru
með um 90 gamla kjarnorkuknúna
kafbáta í Norður-Rússlandi, að sögn
rússneska tímaritsins Itogi.
BANDARÍSKIR visindamenn
hafa uppgötvað ljósnæmt litar-
efni sem hefur áhrif á líkams-
klukku manna. Svo virðist sem
efni þetta stýri dægursveiflunni
sem stillir líkamsstarfsemi á borð
við blóðþrýsting, hugarstarf og
svefn.
Litarefnið cryptchrome (felu-
litur) finnst í augum, húð og
þeim hluta heilans sem stýrir
Iíkamsklukkunni. Þetta er í
fyrsta sinn í rúmlega öld sem áð-
ur óþekkt litarefni finnst í
spendýrum, og kann að koma að
notum við meðferð skammdeg-
isþunglyndis og þotuþreytu.
Aziz Sancar, prófessor við
Háskóiann í Norður-Karólínu
í Bandaríkjunum, og dr. Yasu-
hide Miyamoto greina frá upp-
götvuninni í nýjasta hefti
Proceedings of the National
Academy of Sciences. Sancar
segir að áður fyrr hafi verið gert
ráð fyrir því að sama litarefnið
stjórnaði sjón og stillingu dægur-
sveiflunnar.
Sjónlitarefnið, rhodopsin (sjón-
purpuri), uppgötvaðist 1877. Það
tengist A-vítamíni.
Cryptochrome, sem tengist B2-
vítamíni, drekkur í sig blátt Ijós
og sendir boð til annars hluta
heilans en rhodopsin gerir. Sanc-
ar vonast til þess að hægt verði
að beita B2-vítamíni við meðferð
sumra þunglyndissjúklinga.
Reuters
Endurbótum á Sfinxinum lokið
EGYPTAR fögnuðu í fyrrakvöld því að lokið
hefur verið við að fríska upp á útlit Sfinxsins
fræga. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands,
var gestgjafi í glæsilegri veislu við
pýramídana í Giza þar sem m.a. var rakin
saga þessarar 4500 ára gömlu styttu sem lík-
ist að hálfu leyti manni og að hálfu leyti ketti.
Vonast er til að endurbæturnar verði til að
glæða á nýjan leik ferðaþjónustu sem að und-
anförnu hefur dalað nokkuð vegna fjölda
hryðjuverka á svæðinu.
Sfinxinn var til forna helsta tákn egypsku
konungsQölskyldunnar en ekki er vitað
nákvæmlega í hvaða tilgangi hann var reist-
ur. Hitt telja sérfræðingar öruggt að ástandi
Sfinxsins hafi hrakað meira á síðustu
fimmtíu árum heldur en samanlagt á
árþúsundunum þar á undan enda var Sfinx-
inn fram til 1926 grafinn upp að öxlum í
sand og þannig vel varinn gegn áhrifum
veðra og vinda. Hafist var handa við að lag-
færa þennan risavaxna „kattarmann" árið
1988 eftir að stórt stykki brotnaði úr öxl
Sfinxins og féll til jarðar.
Endurbæturnar stóðu yfir í átta ár og
kostuðu alls um 1,8 milljónir punda, næstum
því 210 milljónir íslenskra króna, að sögn
Zahi Hawass, sérlegs fornleifafræðings eg-
ypsku ríkisstjórnarinnar, og voru notaðir
alls 12.244 kalksteinar til að styrkja undir-
stöður Sfinxins. „Sfinxinn brosir nú breitt
því hann hefur náð heilsu á nýjan leik,“ sagði
Hawass.
Dræm
aðsókn að
heimssýn-
ingunni
Margir kvarta
yfir háu verðlagi
Lissabon. Reuters.
AÐSÓKNIN að heimssýningunni í
Lissabon, „Expo 1998“, hefur verið
dræm og aðeins um fimmtungur
þess sem búist hafði verið við.
Frá þvi heimssýningin var sett á
fdstudag hafa gestimir verið um
20.000 á dag, en því hafði verið spáð
að þeir yrðu 100-150.000 á dag.
Antonio Guterres, forsætis-
ráðherra Portúgals, sagði þó í gær
að engin ástæða væri til að örvænta
og kvaðst sannfærður um að
aðsóknin ykist jafnt og þétt og yrði
mjög mikil í sumar.
„Eg hygg að aðsóknin sé aldrei
mjög mikil fyrstu dagana," sagði
forsætisráðherrann og nefndi sem
dæmi síðustu heimssýningu, í
Sevilla á Spáni 1992. „Hvað sem
öðru líður hafa tugþúsundir manna
þegar sótt sýninguna og mest er um
vert að þeir höfðu mikla ánægju af
henni.“
Margir hafa kvartað yfir háu
verði á mat og drykk á sýningunni
en forsætisráðherrann taldi
verðlagninguna eðlilega. „Jú, ég tel
að betra væri að þetta væri ókeypis,
rétt eins og best væri að allt í lífinu
væri ókeypis. Því miður vildum við
frekar að skattgreiðendur stæðu
ekki undir heimssýningunni og
staðreyndin er að verðið endur-
speglar gæði sýningarinnar."
Kfnverjar fagna góðri kjörsókn í Hong Kong
Þöglir sem gröf-
in um úrslitin
Hong Kong. Reuters.
KÍNVERSK stjómvöld sögðust í
gær afar ánægð með framkvæmd
þingkosninganna í Hong Kong á
sunnudag. I málgagni kommúnista-
stjómarinnar í gær em kosningam-
ar sagðar vatnaskil í sögu Hong
Kong vegna mikillar kjörsóknar og
ausið er lofi á almenning þar fyrir að
axla samfélagslega ábyrgð sína.
Ekki er hins vegar minnst einu orði
á niðurstöður kosninganna, enda
unnu lýðræðisflokkar undir stjóm
Martins Lee, harðs gagnrýnanda
kommúnistastjórnarinnar, þar 14 af
þeim 20 þingsætum sem kosið var
um. Talsmenn Kínastjómar sögðust
í gær fullvissir um að kjörnir fulltrú-
ar myndu hlíta þeim reglum sem
giltu í Hong Kong.
Lee hefur verið kallaður niðurrifs-
maður af kínverskum stjómvöldum
og var rekinn af þingi 1. júlí í fyrra
þegar Kína tók við stjórn Hong Kong
af Bretum. Hann lét sjálfur hafa eftir
sér í gær að öruggur sigur lýðræðis-
flokkanna hefði gefið sér „óskorað
umboð“ til að krefjast aukins lýðræð-
is í Hong Kong og hann spáði því að
erfiðir tímar væru framundan hjá
Tung Chee-hwa, ríkisstjóra Hong
Kong, enda horfði hann nú fram á
kröftuga stjórnarandstöðu.
Lee sagði kínversk stjómvöld
hrædd um að glata völdum sínum en
hvatti þau til að taka lýðræði opnum
höndum því einungis þannig mætti
auka þá hagsæld sem gera myndi
Kína að stórveldi.
Kohl ræðst gegn
keppinautnum
Bonn. Reuters.
HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands sem sækist eftir endurkjöri,
gagnrýndi í gær keppinauta sína í
kosningabaráttunni harkalega fyrir
að treysta á stuðning arftakaflokks
austur-þýzkra kommúnista við
myndun stjórnar eins hinna 16 sam-
bandslanda Þýzkalands, þar sem
kosningar fóm fram fyrir skömmu.
Kohl sagði að fyrst að Jafnaðar-
mannaflokkurinn (SPD) hefði valið
að treysta á stuðning PDS, arftaka-
flokks hins illa þokkaða kommúista-
flokks Austur-Þýzkalands, SED, við
stjómarmyndunina í Sachsen-An-
halt, gæti SPD ekki gert neitt tilkall
til hinnar pólitísku miðju, eins og
kanzlaraefni hans Gerhard Schröder
hefur reynt að gera í kosninga-
Brottrekstur tals-
manns kanzl-
arans merki um
taugaveiklun?
baráttunni íyrir kosningar til Sam-
bandsþingsins í haust. Fullyrti Kohl
að Schröder myndi heldur ekki hika
við að þiggja stuðning PDS ef hann
gæti með því orðið kanzlari eftir
kosningarnar.
Þing Sachsen-Anhalt staðfesti í
gær Reinhard Höppner, héraðsleið-
toga SPD í Sachsen-Anhalt, í emætti
forsætisráðherra sambandslandsins
með 67 atkvæðum gegn 43. Þing-
menn PDS tryggðu kjör Höppners,
sem fer fyrir minnihlutastjórn SPD.
En stjómmálaskýrendur sögðu
hins vegar í gær að ákvörðun Kohls
um að reka talsmann sinn nú, fjórum
mánuðum fyrir kosningar, bæri vott
um taugaveiklun í ljósi slæms gengis
í skoðanakönnunum. Peter Haus-
mann, talsmaður Kohls frá því í
janúar 1995, fékk að taka pokann
sinn í fyrradag. Hann er sjötti tals-
maðurinn sem kanzlarinn rekur úr
þjónustu sinni frá því hann tók við
embætti fyrir 16 árum.
Höfðu þýzkir fréttaskýrendur á
orði að ákvörðunin væri óvenjulega
örvæntingarfullt skref hjá Kohl, sem
annars hefði á sér ímynd óhaggan-
leikans.