Morgunblaðið - 27.05.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 27.05.1998, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ •< + Einar Árnason pípulagningar- meistari var fæddur á Stórahrauni í Kol- beinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 27. febrúar 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru séra Árni Þdrarinsson, prófastur á Stóra- hrauni, f. 20.1. 1860, d. 3.2. 1948, og Anna María Elísabet Sig- urðardóttir, f. 22.2. 1877, d. 22.5. 1958. Einar var næst yngstur 11 systkina og eru þrjú þeirra enn á lífi: Ingunn, f. 25.2. 1895, d. 15.5. 1977, Þórar- inn, f. 8.8. 1898, d. 8.8. 1990, Kristín, f. 15.1. 1900, d. 21.5. 1982, Anna, f. 27.7.1901, d. 29.2. 1996, Þóra, ellih. Grund, f. 28.2. 1903, Sigurður, f. 15.6. 1904, d. 19.10. 1978, Magnús, f. 11.5. 1906, d. 12.5. 1982, Ingibjörg Guðrún, Sauðárkróki, f. 20.7. 1908, Guðmundur Snæbjöm, Á æskuheimili mínu við Smáragötu bjuggu fyrstu fimm ár ævi minnar fjórar kynslóðir í sátt og samlyndi, og eftir það þrjár kynslóðir. Það var mér gott vega- nesti og þar var mér kennt að bera virðingu fyrir þeim, sem mér eldri eru. Það var líka á þessu heimili sem sú ótakmarkaða virðing, sem ég ber enn þann dag í dag fyrir iðnaðarmönnum, vaknaði. Á þessu mannmarga heimili var gest- kvæmt og í þá daga voru bæði jjjp'öldheimsóknir og helgar- heimsóknir í hávegum hafðar. Reykjavík, f. 24.9. 1910, Gyða, f. 12.5. 1915, d. 19.10. 1964. Árið 1937 kvænt- ist Einar Vilborgu Sigurðardóttur frá Miðengi á Vatns- leysuströnd, f. 14.11. 1912, d. 23. apríl síðastliðinn, og eign- uðust þau fimm börn. Þau eru: Ingi- björg, gift Þóri Þórðarsyni; Sigurð- ur Lárus, kvæntur Guðbjörgu Friðriks- dóttur; Anna María Elísabet, gift _ Gústafi Guð- mundssyni; Ámi, kvæntur Ragnhildi Norgulen, _ Sigur- björg, gift Eyþóri Árnasyni. Bamabömin era 16 og barna- bamabörnin 11. Einar og Vil- borg bjuggu lengst af í Hólm- garði 1, Reykjavík, eða frá 1951 til 1994 er þau fluttust á elli- heimilið Gmnd. Utför Einars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Amma mín, Ingunn Árnadóttir, var elst ellefu systkina. Þetta var samheldinn hópur og systkini ömmu, makar þeirra og börn komu oft á Smáragötuna. Eins og al- gengt er, er í slíkum hópi alltaf að finna einn sem börn laðast mikið að. Eg heillaðist frá fyrstu stundu af Einari ömmubróður mínum. Hann hafði einstaklega fallegt bros og þau fallegustu augu sem ég hef séð. Þau tindruðu af gleði þessi stóru, brúnu augu, en um- fram allt skein frá þeim ást og hlýja. Einar frændi var pípulagn- ingameistari, en í augum litlu stelpunnar var hann töframaður. Hann gat losað stíflur og gert við allt sem aflaga fór. Þetta fannst mér töfrum líkast. Þegar ég sá síð- ar töframanninn í Sirkus Schumann í Kaupmannahöfn fannst mér hann ekki komast í hálfkvisti við þennan frænda minn, sem þar að auki var miklu fallegri maður en sirkusmaðurinn! Einar frændi minn var gæfumaður. Hann átti yndislega konu og góð og mannvænleg börn. Þau bjuggu lengst af í Hólmgarði 1 - og reyndar er ég núna fyrst að uppgötva hvað fjölskylduböndin í þessari fjölskyldu eru óvenjulega sterk. Eg sé einhvern veginn ekki fyrir mér að almennt komi í heimsókn börn og barnabörn systkina - tala nú ekki um úr ell- efu systkina hópi. Það eru aðeins tvær vikur í dag síðan við kvödd- um Vilborgu, eiginkonu Einars, hinstu kveðju. Ekki veit ég hvort það hafi almennt þótt eðhlegt á vinnustöðum að ungt fólk hafi beðið um frí til að fylgja eiginkonu ömmubróður síns. Fyrir okkur var þetta eðlilegt. Þarna voru saman komin í tugatali barnabörn Stóra- hrauns-systkinanna ásamt mökum sínum. Svona er fjölskyldan okkar. Einar frændi hágrét á eftir kist- unni hennar Villu sinnar. Þeim tár- um reyndi hann ekki að leyna. Einar elskaði Villu á þann hátt að í samanburði við þá ást verður stór- myndin Titanic, sem hálf þjóðin grætur yfir, að engu. Þau voru gift í 61 ár og sú virðing sem þau báru hvort fyrir öðru og fyrir skoðunum hvors annars væri gott efni í hand- rit að bók eða kvikmynd. Þegar Villa missti minnið og flutti á Elli- heimilið Grund, pakkaði Einar frændi niður sínum föggum í Hólmgarðinum og flutti líka á Grund. Það fannst Önnu, systur Einars, sem þá var 92 ára svolítið sorglegt eins og hún orðaði það; „Nú er litli bróðir kominn á elli- heimili.“ Einar gekk stíginn milli Minni Grundar og Grundar á hverjum einasta morgni, þvoði Villu sinni og mataði hana og talaði við hana og um hana af slíkri virðingu og ást, að unun var á að hlýða. Þegar ég kvaddi frænda minn í erfi- drykkjunni fyrir hálfum mánuði, sagði hann mér að hann ætti að leggjast inn á sjúkrahús næsta dag. Svo bætti hann við: „Ég get alveg dáið núna. Hún Villa mín er farin, svo mínu hlutverki hér er lokið.“ Sex dögum síðar var hann far- inn til fundar við Villu sína. Þau eru dæmi um sanna ást, sem ekki einu sinni dauðinn getur aðskilið. Þeim fækkar Stórahrauns-systkin- inum og eftir lifa aðeins þrjú þeirra, Þóra, Ingibjörg og Guð- mundur. Ég vildi ég hefði haft þroska fullorðinsáranna þegar mér gafst kostur á að hitta þessi stór- fenglegu systkini öll, sum daglega. En öll lifa þau í minningunni, þetta fólk, sem á margan hátt er svo gjörólíkt öðrum, húmorískt og naut lífsins. Ég kveð þennan eftirlætis frænda minn með mikilli virðingu. Ég mun alltaf hugsa til hans og vona að öðmm áskotnist að lifa jafn sönnu og hamingjuríku lífi og hann gerði. Hans góðu börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðmm ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Það er ekki hægt að setja sig í þau spor að missa báða foreldra sína með nokkurra vikna millibili og aðeins sá sem öllu stjórnar mun megna að sefa sorg ykkar. Hvíldu í friði, elsku frændi minn. Anna Kristine Magnúsdóttir. Nú er Einar afi látinn. Það er ekki nema mánuður síðan Villa amma dó og því er söknuðurinn mikill og erfitt að sætta sig við að þau séu bæði dáin. Alltaf gaf afi sér tíma fyrir spil og spjall, spilagaldrarnir og eldspýtnaþrautirnar fundust okkur stórkostlegar. Það áttu ekki allir afa sem var galdramaður. Að koma í Hólagarðinn var alltaf eins og að koma heim, allir vora þangað velkomnir og ekki þótti tiltökumál þótt tveir, þrír vinir slæddust með. Afi hafði dálæti á söng og eru þær ófáar stundirnar við eldhús- borðið sem afi söng fyrir okkur. Alltaf dáðumst við að þeim afa og ömmu, ást þeirra og virðing hvort fyrir öðra gaf okkur fallegar minn- ingar sem verða okkur gott vega- nesti út í lífið. Allt sem þú kenndir okkur og umhyggja ykkar ömmu var okkur afar dýrmæt. Við mun- um aldrei gleyma öllum okkar góðu stundum og tilhugsunin um sameiningu ykkar á ný styrkir okkur í sorginni. Bregða ljóma á lífsins strönd ljóssins gjafir bestar. Sömu blómum sama hönd sáir á grafir flestar. (Káinn.) Við kveðjum þig með söknuði, elsku afi. Erna, Bjarni, Ásta, Inga. Það var komið fram í lok maí og ég mætti fyrsta daginn í nýju vinm una mína á Elliheimilinu Grand. I starfinu var fólgið að gefa heimilis- fólkinu kaffi milh morgun- og hádegisverðar. Þennan fyrsta dag kemur til mín gullfallegur eldri maður með dökka húð, stór tindr- andi augu og sólskinsbros: „Þú sleppur ekki!“ segir hann hlæjandi og faðmar mig. „Ég er langömmu- bróðir hennar,“ segir hann stoltur við samstarfskonur mínar. Þama man ég fyrst eftir Einari frænda - enda stór ætt sem við tilheyrum og því ekki heiglum hent að kynnast öllum. En í gegnum starfið á Grund kynntumst við Einar vel og þróuðum með okkur vináttu sem er með þeim dýrmætari sem ég á. Sumar eftir sumar fór ég aftur að vinna á Grand, enda búin að kynn- ast fólkinu þar og ómögulegt að sh'ta sig frá því yndislega fólki sem þar er. Það að hitta Einar frænda daglega átti stóran þátt í því að ég fór aftur og aftur á Grand. Daglega kom hann til okkar í kaffi, söng gömlu yndislegu lögin sem þau syngja gjarnan í morgunstundinni, og á hverjum fostudegi máttum við Erla og Dóra eiga von á því að Ein- ar laumaði KitKat ofan í vasana okkar svo lítið bæri á. Einar setti sinn svip á morgunstundina, sem og daglega lífið á Grand því hann þekkti alla, talaði við alla og gladdi alla sem hann hitti. Oft þegar ég var á heimleið í hádeginu sá ég Einar leggja af stað í sund, nokkuð sem hann gerði mikið af. Ég tók Einar upp í bílinn og keyrði hann í sundið. Einai- vildi nú frekar ganga en ég gat ómögulega sleppt hon- um! Hver stund með Einari var yndisleg og mér þótti vænna og vænna um hann því meir sem ég kynntist honum. Þessir litlu bíltúr- ar okkar verða alltaf dýrmæt minning sem ég mun varðveita. Það var ekki bara yndislegt að kynnast Einari og spjalla við hann um heima og geima heldur var ólýsanlegt að sjá hvemig hann var við Villu konuna sína. Þau vora með fallegri hjónum sem ég hef séð og þótt hugur hennar væri fjarri líkamanum og hún þekkti nánast engan, þá lýstust augu hennar upp í hvert sinn sem hún sá Einar sinn koma. Alltaf kom hann til hennar, í öllum veðram og mataði, klæddi og talaði við hana. Þau vora gift í 61 ár og ástina, tryggðina og vinátt- una gat maður séð með því einu að sjá hvemig Einar horfði á konu sína. Síðasta skipti sem ég hitti Einar var í jarðarforinni hennar Villu fyrir tveimur vikum. Stóru fallegu augun hans vora brostin af sorg og það var nánast ekkert sem ég gat sagt, það er nánast ómögu- legt að finna huggunarorð við slík- ar kringumstæður. Svo við Einar fóðmuðumst bara eins og alltaf. Það þurfti ekki meira. Nú er Einar kominn til Villu sinnar, enda mun hann passa hana áfram, hvort sem það er þessa heims eða annars. Lestin brunar, hraðar hraðar, húmið Ijósrák sker, bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. (Jón Helgason.) Hvíl í friði, elsku Einar frændi, og takk fyrir þau yndislegu kynni sem við áttum. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín vinkona, Lízella. Þeim hjónum Einari Árnasyni og Vilborgu Sigurðardóttur kynntist ég þegar ég hóf störf í heimilishjálp hjá þeim vorið 1993. Var ég hjá þeim í um hálft ár og kynntist þar góðu fólki. Alltaf voru nýbakaðar vöfflur og bakk- elsi á boðstólum þegar komið var til þeirra og átti Einar heiðurinn að þeim og heimabökuðu kæfunni sinni sem er sú besta sem við munum eftir að hafa bragðað. Hann fór í sund á hverjum degi og sagði hann oft að honum fyndist hann eins og nýr og betri maður eftir laugarferðimar, en þær voru ómissandi fyrir hann. Var ég þá hjá Vilborgu á meðan og spiluðum við teningaspilið yatsy í gríð og erg og fór ekki á milli mála að hún hafði meiri hæfni en ég á þvi sviðinu og skemmtum við okkur alltaf konunglega. Stuttu eftir að ég byrjaði störf hjá þeim kom upp úr kafinu að við Einar voram skyld og ljómaði hann oft þegar hann sagði að það væri auðséð frá hverjum minn rauði hárblær og fas væri komið. For- eldrar mínir komu oft í heimsókn til þeirra hjóna í Hólmgarðinn og var þá mikið spjallað og hlegið. Þau hjón fluttu síðar að Grand og dvaldist Vilborg á Dvalarheimilinu en Einar á Minni-Grand. Heimsóttum við þau þangað og voru miklir fagnaðarfundir í hvert sinn. Einar var fríður maður og góður heim að sækja og eins og sagt er „mikill maður“. Vilborg var nett og falleg kona og var skopskynið aldrei langt undan hjá henni og fór ekki á milli mála að ástin var mjög heit á milli þeirra hjóna. Að leiðarlokum vilj- um við þakka þeim hjónum fyrir þær yndislegu stundir sem við nut- um þeirra samvista og megi friður Guðs vera með þeim. Hafið þökk fyrir allt og allt. Hanna Sigríður Stefánsdótfir, Hafdís Hannesdóttir, Stefán Kristjánsson. Nú hefur elsku Einar afi kvatt þennan heim aðeins sex dögum eftir að Villa amma var jarðsett. Fátæk- leg orð okkar nægja vart til að segja hvað okkur býr í hjarta við fráfall þeirra því að missirinn er mikill. Ekki er hægt að fylla það rými sem nú er í hjarta okkar eftir að þau yf- irgáfu þessa jarðvist. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þeim eins yndisleg og ástrík og þau voru. Alltaf var svo gott að koma til þeirra í Hólmgarðinn og gestri- snara fólk er varla til. Nær undan- tekningai-laust sátum við og spiluð- um yatzy og fengum ömmuvöfflur og brauð með afakæfu. Afi og amma vora gift í rám sextíu ár og ást þeirra var mjög mikil. Það sést best á því hversu vel hann hugsaði um hana í veik- indum hennar. Afí taldi það ekki eftir sér að fara til ömmu og gefa henni að borða þótt hann væri heilsulítill sjálfur. Hann sinnti henni af mikilli ástúð og sýndi henni mikinn skilning. Eftir að amma lést var afi orðinn mjög veikur og allur þróttur farinn. Við getum huggað okkur við það að nú eru þau saman á ný. Við biðjum góðan guð að geyma þau. Ólöf Lilja og Erla Sóley. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÍKARÐUR SUMARLIÐASON fyrrv. yfirdeildarstjóri hjá Pósti og síma, Ástúni 8, Kópavogi, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 24. maí. hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. maí kl. 13.30. Sigrún Einarsdóttir, Tómas Ríkarðsson, Steinunn Arnórsdóttir, Ágústa Ríkarðsdóttir, Gunnlaugur Nielsen, Ríkarður Ríkarðsson, Friðbjörg Sif Grétarsdóttir, Einar Már Ríkarðsson og barnabörn hins látna. + Ástkaer faðir okkar, afi og langafi, SNORRI DANÍEL HALLDÓRSSON, andaðist á Hrafnistu, Laugarási, sunnudaginn 24. maí sl. Gunnar Snorrason, Jóna Valdimarsdóttir, Snorri Örn Snorrason, Camilla Söderberg, Sigurður Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALTÝR GUÐJÓNSSON, Suðurgötu 12, áður Suðurgötu 46, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 25. maí. Útförin auglýst síðar. Emil Valtýsson, Guðrún Valtýsdóttir, Gylfi Valtýsson, Áslaug Bergsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. EINAR ÁRNASON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.