Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 4

Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 4
4 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 24/5 - 30/5 ►ELLEFU manns hafa látist í umferðarslysum hér á landi það sem af er þessu árí. Svo margir hafa ekki látist í um- ferðinni á fyrri hluta ársins síðustu tíu ár. Samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs vekja þessar tölur ekki síst ugg vegna þess að mann- skæðustu slysin verða oft á sumrín og haustin. ►ÁLFRAMLEIÐSLA hefst í álveri Norðuráls á Grundar- tanga 10. júní næstkomandi. Stefht er að því að tíu ker verði opnuð viku eftir að framleiðslan hefst og að full- um afköstum í 60 kerum í tveimur kerskálum verði náð í lok september. ►TVEIR stærstu lífeyris- sjóðir landsins eru með i undirbúningi að taka upp aldurstengda öflun réttinda. í sliku kerfi eru þau réttindi sem menn vinna sér inn mis- munandi eftir aldri og háð því hversu lengi iðgjöld sjóðsfélaga eiga eftir að ávaxtast áður en ellilífeyris- taka hefst. ►í VIKUNNI hafnaði Ríkis- endurskoðun kröfu Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka ís- lands, um endurupptöku greinargerðar stofnunarinn- ar um kostnað bankans af veiðiferðum, rísnu og fleiru. Lögfræðingur Sverris hyggst skjóta málinu til Al- þingis. Reykjavíkurlistinn hélt velli REYKJAVÍKURLISTINN hlaut 53% atkvæða í Reykjavík í sveitarstjómar- kosningunum um síðustu helgi. Sjálf- stæðisflokkurinn hlaut 45,24% at- kvæða í Reykjavík og 41,35% atkvæða í kaupstöðum og kauptúnum þar sem hann bauð fram. í vikunni hefur Sjálf- stæðisflokkurinn víða um land myndað meirihluta með Framsóknarflokknum, sem hlaut 22,13% atkvæða Jjar sem hann bauð fram sérstaklega. I Reykja- vík tilkynnti Arni Sigfússon, efsti mað- ur á lista Sjálfstæðisflokksins, að hann hygðist draga sig í hlé á kjörtímabil- inu. Þá lýsti Hrannar B. Amarsson, þriðji maður á Reykjavíkurlista, því yfir að hann hygðist ekki taka sæti sitt í borgarstjóm fyrr en mál hans hefðu verið til lykta leidd hjá skattyfirvöld- Óskað eftir opinberri rannsókn BANKARAÐ Landsbanka íslands hf. óskaði eftir því við ríkissaksóknara í vikunni að fram færi opinber rannsókn á því hvort stjómendur fjármögnunar- fyrirtækisins Lindar hf. hefðu framið eða tekið þátt í refsiverðri háttsemi með athöfnum sínum eða athafnaleysi. Á Alþingi sökuðu stjórnarandstæðing- ar Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra um að hafa sagt þinginu ósatt þegar hann svaraði fyrirspum um tap Landsbankans vegna Lindar fyrir tveimur árum. Landsbanki íslands eignaðist 30% í Lind hf. er hann keypti Samvinnubankann árið 1990 og varð eini eigandi fyrirtækisins árið 1991. ►98% RÚMLEGA 60 út- skriftamemenda Viðskipta- háskólans í Reykjavík/ Tölvuháskóla Verslunar- skóla íslands höfðu fengið vinnu eða vinnutilboð við út- skrift. Þau byijunarlaun sem nemendunum standa til boða eru að meðaltali 200 þúsund krónur á mánuði. Þorskkvótinn aukinn f VIKUNNI var ákveðið að auka þorskkvótann um 32 þúsund lestir samkvæmt tillögum Hafrannsóknar- stofnunar. Þorskkvótinn verður því 250 þúsund lestir á næsta fiskveiðiári. Ýsukvótinn lækkar hins vegar um 10 þúsund lestir og úthafsrækjukvótinn um 15 þúsund lestir. Pakistanar sprengja kjarnorkusprengjur PAKISTANAR sprengdu á fimmtu- dag fimm kjamorkusprengjur í til- raunaskyni og svömðu þannig erkifj- endum sínum Indverjum í sömu mynt en Indverjar sprengdu fimm kjam- orkusprengjur fyrir tveimur vikum síðan. Bandaríkjamenn lýstu þegar yf- ir efnahagsrefsingum gagnvart Paíd- stönum og bmgðust stjómvöld í Islamabad við fordæmingu erlendra rílq'a með því að lýsa yfir neyðará- standi. Tilraunir Pakistana og Ind- veija hafa valdið mikilli spennu í S-As- íu og er óttast að vígbúnaðarkapp- hlaup sé uppsiglingu í S-Asíu. Bæði Pakistanar og Indverjar segjast þó að- eins munu beita kjamavopnum í vam- arskyni. Bandaríkjamenn kölluðu á fostudag til sérstaks leiðtogafundar voldugustu ríkja heims, þar sem rætt yrði um hvemig tryggja má stöð- ugleiga í þessum heimshluta. Danir samþykkja Amst- erdam-sáttmálann YFIRGNÆFANDI meirihluti Dana samþykkti Amsterdam-sáttmála Evr- ópusambandsins í þjóðaratk\'æða- |------------] greiðslu á fimmtu- dag. 55.1% kjós- enda voru hlynntir samningnum en 44.9% á móti og er niðurstaðan talinn mikinn sigur fyrir Poul Nyrap- Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, sem beitti Poul Nyrup- sér mjög fyrir sam- Rasmussen þykkt samningsins. Fyrirfram hafði verið óttast að óeirðir gætu brostið á í Kaupmannahöfn eftir úrslitin en allt var með kyrram kjör- um. ►EFNAHAGSLEGT öng- þveití skall á í Rússlandi í vikunni. Á þriðjudag féllt Borfs Jeltsín, forsetí Rúss- lands, á mikinn niðurskurð f ríkisrekstri en með honum á að koma í veg fyrir áfram- haldandi hrun f efnahagslíf- inu. Seðlabanki Rússlands þrefaldaði vextí súia á mið- vikudag í viðleitni tíl að veija rúbluna frekari áföllum. ►VIÐFANGSMIKLAR breyt- ingar voru kynntar í efna- hags- og sfjórnmálalífi Indónesfu á mánudag og jafnframt var hafist handa við að leysa úr haldi þekkta pólitfska fanga. Byijað er að draga saman segl á kaup- sýsluveldi Suhartos, fyrrum forseta, og er nú þrýst á um lausn Xanana Gusmaos, leið- toga skæruliðasveita Austur- Tímor, sem setíð hefúr í fangelsi sfðan 1992. ►SAMEIGINLEG lögreglu- aðgerð fór fram í fimm Evr- ópulöndum á þriðjudag þar sem ráðist var tíl atlögu gegn meintum skæruliðum bókstafstrúaðra múslima sem grunaðir eru um að ætla að standa fyrir hryðjuverk- um f tengslum við HM f Frakklandi i sumar. ►VIKTOR Orban, formaður Fidesz-flokksins, var ótví- ræður sigurvegari þingkosn- inganna f Ungveijalandi á mánudag. Verður hann yngsti forsætisráðherrann í sögu Ungveijalands á þess- ari öld. Stjómarflokkar guldu afhroð f kosningunum er mikil hægrisveifla reið yfír stjórnmál iandsins. Bjargaði mönnum bæði á sjó og landi SIGMAR Benediktsson er 95 ára og búsettur á Svalbarðseyri. Hann er án efa einn elsti þátttak- andi í landsþingi Slysavarnafé- lags íslands sem haldið er f Sand- gerði um helgina, og þekkti sjálf- ur marga af helstu stofnendum félagsins. Sigmar stofnaði slysa- varnadeildina Svölu á Svalbarðs- eyri árið 1951 og hefur unnið að störfum í þágu félagsins allt til dagsins í dag. „Ætli þetta sé ekki í kringum 50. landsþingið sem ég tek þátt í,“ sagði Sigmar þar sem hann sat makindalega á nýopnuðu Minjasafni félagsins í Garðinum. Til hans kom fólk í straumum til að heilsa upp á hann. Sigmar er fæddur árið 1903 og er því að verða 95 ára. Hann lætur aldur- inn síður en svo aftra sér frá þátttöku í landsþinginu og segist mæta sér til gamans, einna helst til að heilsa upp á fólk. „Ég hef verið í kirkjukór, setið í hrepps- nefnd og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er ég laus við þetta allt saman, nema Slysavarnafélagið,“ sagði Sigmar og brosti við. „Slysavarnastarfið gefur manni svo mikið, því fylgir svo mikið félagsstarf og alltaf er eitt- hvað að gerast. Nú er til dæmis búið að kaupa fimm báta allt í kringum landið, heldurðu að það sé ekki dýrðlegt." Sigmar hefur tekið þátt í fjölda björguna, bæði á sjó og á Morgunblaðið/Halldór SIGMAR Benediktsson frá Svalbarðseyri hefur lengi tekið þátt í starfi slysavarnafélagsins og hefúr garaan af. „Ætli þetta sé ekki í kringum 50. landsþingið sem ég tek þátt í.“ landi og sumar þeirra eru honum ofarlega í huga. „Ég bjargaði eitt sinn litlum dreng úr snjóskafli beint fyrir framan eldhúsglugg- ann heima hjá mér og eins hef ég tekið þátt f mörgum björgunum á sjó. Þannig að það er eins og ég segi, ég hef bjargað mönnum, bæði á sjó og landi." Aðspurður sagðist Sigmar muna tfmana tvenna í björgunar- málum og búnaði björgunar- sveita. „Það hafa orðið miklar breytingar á starfsemi félagsins. Það er miklu meira um að vera á öllum sviðum nú en áður, og all- ur búnaður er mun betri. Svo hefúr kvenfólkið gert sína lukku. Það væru engin slysavamafélög til ef við hefðum ekki kvenna- deildimar. Þær safna peningun- um sem við getum svo eytt,“ sagði hann, afar þakklátur fyrir konumar og starf þeira. Óvissa með starfsemina í sumar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Sumarlokanir gætu aukist um 2-3% frá síðasta ári AKVÖRÐUN um sumarlokanir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur liggur nú fyrir en þó með miklum fyrirvara um breytingar í Ijósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna uppsagna hjúkran- arfræðinga. Aætlaðar lokanir verða með svipuðu móti nú og síðastliðið sumar, misumfangsmiklar eftir deildum en samkvæmt upplýsingum frá Emu Einarsdóttur hjúkrunar- forstjóra getur verið að heildarlok- anir verði 2-3% meiri en í fyrra. Á geðsviði verður hópmeðferðar- deild V-3 á Hvítabandi lokað í þrjár vikur, 6. júlí - 4. ágúst, en engar lokanir verða þar á dagdeildunum V-1 og V-2. Geðdeild A-2 lokar fjór- um rúmum 1. júní - 31. ágúst, geð- deild U-1 í Amarholti hefur verið lokuð frá því í október 1995 en þar verður ekki dregið úr starfsemi deilda T-1 og T-2. Lokanir og óbeinn samdráttur Á lyflækninga- og endurhæfing- arsviði verður Grensásdeild R-2 öll lokuð í einn mánuð, frá 13. júní til 13. júlí, og Grensásdeild R-3 lokar 16 rúmum af 30 í allt sumar eða frá 1. júní til 31. ágúst. Bamadeild B-5 lokar 10 rúmum af 26 15. júlí til 31. ágúst, hjartadeild B-7 lokar 6 rúm- um af 29 frá 1. júh' til 31. ágúst, lyf- lækningadeild Á-6 lokar 18 rúmum af 30 frá 1. júlí til 31. ágúst og lyf- lækninga- og smitsjúkdómadeild A- 7 átta rúmum af 23 frá 19. júh til 23. ágúst. Óbeinn samdráttur verður á speglun, deild A-3. A skurðlækningadeild A-5 á skurðlækningasviði verður 12 af 30 rúmum lokað 12. júní - 15. septem- ber, á A-4 verður 10 rúmum af 30 lokað á sama tímabili og 7 rúmum af 27 á B-6 einnig. Óbeinn samdráttur verður á gjörgæsludeild E-6 og á vöknun verður lokað á kvöldin og nóttunni í júh og ágúst. Þá verður óbeinn samdráttur á göngudeild HNE og sótthreinsunardeild og þrjár skurðstofur verða lokaðar í fimm vikur, tvær í sex vikur og ein skurðstofa í eina viku. Á slysa- og bráðasviði verður skurðstofa slysadeildar lokuð í allt sumar og gæsludeild verður lokuð kl. 16 eftir bráðavaktardag og þær helgar sem ekki er bráðavakt. SVERRIR Hermannsson, fyrrver- andi bankastjóri, hefur óskað eftir því, að Morgunblaðið birti eftirfar- andi yfirlýsingu: „í tilefxii af ummælum Davíðs Oddssonar í sjónvarpsviðtah í fyrra- kvöld um að undirritaður hafi lagzt lágt með því að vitna í einkabréf Á öldrunarsviði lokar öldranar- deild B-4 fimm rúmum af 25 15. ágúst - 15. september og á Landa- koti verður ein deild, 20 rúm, að jafnaði lokuð í allt sumar og á dag- spítala L-0 verður fækkað um 10 pláss af 60. hans skal það upplýst, að hér var ekki um einkabréf að tefla. Bréfið var til Sverris Hermannssonar, bankastjóra, og afrit af því sent til Kjartans Gunnarssonar, formanns bankaráðs Landsbankans svo sem meðfylgjandi ljósmynd sannar." Sverrir Hermannsson YFIRLYSING FRÁ SVERRI HERMANNSSYNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.