Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 6

Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 6
6 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Prófkjör vegna ríkisstjórakosning-a í Kaliforníu Öll met í fjárútlátum slegin -------- ygZj BAKSVIÐ Prófkjör fyrir ríkisstjórakosningar í Kaliforníu verður haldið eftir helgina og frambjóðendur eru nú á lokasprettin- um fyrir kjördag. Eins og Björn Malmquist, fréttaritari Morgunblaðsins í Bandaríkjunum greinir frá, hefur kosningabaráttan annars vegar einkennst af óhemju fjáraustri frambjóðenda og hins vegar af takmörkuðum áhuga kjós- enda og fjölmiðla. EF marka má fjárútlát þeirra frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandaríska Demókrata- flokksins íyrir ríkisstjórakosning- arnar í Kalifomíu á þriðjudag, mætti ef til vill ætla að kosninga- baráttan hefði verið fjörug og vakið mikla athygli. Samanlagður kostn- aður allra frambjóðenda, þar með talinn þess sem býður sig fram fyr- ir Repúblikanaflokkinn, nemur nú um 60 milljónum dollara (um 4.2 milljörðum fsl. kr.), sem er tvöfalt meira en gamla metið frá 1994, þegar frambjóðendur eyddu 28 milljónum dollara fyrir prófkjörið. Sjónvarpsstöðvar í Kali- forníu hafa hins vegar lítið fjallað um prófkjör- ið og nýlegar skoðana- kannanir sýna að aðeins sex prósent kjósenda hafa fylgst af einhverju ráði með baráttunni. Auðkýfingurinn Sá sem eytt hefur hvað mestu fyrir prókjörið er auðkýfmgurinn Ai Cheechi, sem er fyrrum forstjóri Northwest flugfélagsins, en hann hefur eytt tæpum 36 milljónum dollara af eigin fé til að verða fram- bjóðandi demókrata. Það er mesta upphæð sem nokkur frambjóðandi hefur eytt í öllum Bandaríkjunum fyrir annað en framboð til embætt- is forseta landsins. Þessi fjáraustur hefur hins vegar ekki dugað Checchi nógu vel, því í nýjustu skoðanakönnunum í Kalfomíu fær hann aðeins um 10 prósenta fylgi meðal líklegra kjósenda. Þar sem eyðsla Checchis hefur komið úr eigin vasa, hefur hann al- veg sloppið við að biðja stuðnings- menn sína um hjálp, og hefur getað einbeitt sér að því að hitta kjósend- ur. Áður en hann tilkynnti þátttöku sína, ferðaðist Checchi um ríkið, ræddi við kjósendur og kynnti sér helstu hugðarefni þeirra. Tillögur hans ganga helst út á að auka ríkisútgjöld og lækka skatta - hins vegar þykir fara minna fyrir útskýr- ingum á því, hvernig ríkið eigi þá að geta staðið undir auknum út- gjöldum. I upphafí baráttunnar reyndi Checchi að höfða til íhaldssamari demókrata, en eftir að hann komst að því að þetta árið hafa almennir kjósendur lítinn áhuga á stjórnmál- um, hefur hann færst til vinstri og reynt að höfða til minnihlutahópa innan ríkisins. Checchi naut nokk- urs fylgis framan af, en hefur hrap- Pólitíkin lélegt sjón- varpsefni UPI/Kirk McCoy FJÓRIR helstu frambjóðendurnir f ríkisstjórakosningtinum í Kaliforníu setja upp sparisvipinn. Frá vinstri: Dan Lungren, frambjóðandi repúblíkana, A1 Checchi, Jane Harman og Gray Davis. Þrjú þau sfðastnefndu mætast í prófkjöri Demókrataflokksins á þriðjudag. að að undanförnu, eftir að hann réðst harkalega á aðra frambjóð- endur Demókrataflokksins í sjón- varpsauglýsingum. „Megi hæfasta konan vinna“ Sá sem kemst næst Checehi í fjárútlátum er fulltrúadeildarþing- maðurinn Jane Harman. Kosninga- barátta hennar hefur kostað um 14 milljónir dollara, og mest af því fé hefur komið frá veilauðugum eigin- manni hennar. Harman hefur hins vegar heldur ekki gengið nógu vel í baráttunni; hún nýtur nú stuðnings 16 prósenta þeirra sem líklegir eru til að kjósa á þriðjudaginn. Harman er eina konan í barátt- unni (hún lýkur venjulega ræðum sínum með „megi hæfasta konan vinna“) og þótti í upphafi líkleg til afreka í prófkjörinu. Hún var hins vegar á tímabili helsta skotmark sjónvarpsauglýsinga Checchis og þykir hafa liðið fyrir. Kjósendur sem yfirgáfu hana, hafa hins vegar ekki valið Checchi, heldur þriðja frambjóðandann. „Fátæki“ frambjóðandinn Sá frambjóðandi heitir Gray Da- vis, og gegnir nú stöðu aðstoðarrík- isstjóra. Davis hefur meira en tveggja áratuga reynslu í stjóm- málum. Hann er eini frambjóðandi Demókrataflokksins í Kaliforníu sem ekki hefur digra sjóði til ráð- stöfunar, og hefur þess vegna þurft að leita á náðir stuðningsmanna til að afla fjár fyrir baráttuna. Þrátt fyrir að stjórnmálaskýrendur hafí undanfarna mánuði gert lítið úr líkum Davis á sigri, einmitt vegna þess hversu litlum peningum hann hefur úr að spila, þá er hann hins vegar sá vinsælasti af þessum þremur þessa dagana, með 28 pró- senta fylgi meðal líklegra kjós- enda. Vinni Davis prófkjörið á þriðju- daginn, verður hins vegar á bratt- ann að sækja, þvi frambjóðandi Repúblikanaflokksins, Dan Lun- gren, sem er saksóknari Kaliforn- íuríkis, nýtur meira fylgis en Dav- is. Lungren hefur þar að auki ekki þurft að ganga í gegnum erfiða prófkjörsbaráttu, þar sem hann er eini frambjóðandinn til ríkisstjóra í prófkjöri repúblikana. Mikið í húfi Fyrir utan að hljóta æðsta emb- ættið í fjölmennasta ríki Banda- ríkjanna, með 33 milljónir íbúa, og sjöunda stærsta hagkerfi heims, þá býður ríkisstjóraembætti Kalifom- íu einnig upp á sterkan stökkpall, eigi menn sér drauma um enn frek- ari landvinninga í stjórnmálum í Bandaríkjunum. Ronald Reagan var ríkisstjóri Kaliforníu áður en hann varð forseti Banda- ríkjanna og fyrir tveim- ur árum þótti núverandi frambjóðandi repúblik- ana, Dan Lungren, Iík- legt varaforsetaefni með Bob Dole. Ríkið er einnig mikilvægt fyrir forsetaframbjóðendur, því sá fram- bjóðandi sem fær meirihluta at- kvæða í Kalifomíu fær sjálfkrafa einn fimmta þeirra 270 kjörmanna- atkvæða sem þarf til að verða for- seti Bandaríkjanna. Tómlæti kjósenda og fjölmiðla Ein helsta ástæðan fyrir gífur- legum kostnaði frambjóðenda í kosningabaráttunni, er að hingað til hafa sjónvarpsstöðvar sýnt bar- áttunni takmarkaðan áhuga. Þetta hefur þýtt að frambjóðendur hafa þurft að kaupa auglýsingatíma í gríð og erg, til að vekja athygli kjósenda í ríkinu - og jafnvel það hefur ekki dugað til. „Kaliforníu- búar em einfaldlega frekar ánægðir með lífið þessa dagana, og finnst ekki mikil ástæða til að hugsa um stjómmál," segir Sherry Jeffe, stjórnmálaskýrandi hjá sjónvarpsstöðinni KCAL í Los Ángeles. „Efnahagurinn er í góðu lagi, atvinnuleysi er lítið og glæp- um hefur fækkað í ríkinu, þannig að fólk sér ekki ástæðu til að æsa sig yfir því hver verður næsti rík- isstjóri." Áhorfsmælingar Undanfamai’ vikur hefur staðið yfir svokallað mælingatímabil hjá bandarískum sjónvarpsstöðvum (sem nefnist ,g-atings sweep“ á sér- fræðimáli innfæddra), en þá er áhorf á stöðvamar mælt til að ákveða verð á aug- lýsingum. Á meðan á þessu stendur reyna stöðvarnar að draga sem flesta áhorfendur að og fréttir af stjómmálum hafa undanfarið vikið fyrir æsifréttum. „Það verður líka að segjast að af- skaplega fáir áhorfendur hafa kvartað yfir skorti á umfjöllun um prófkjörið," segir Jeffe, „þannig að stöðvarnar hafa ekki fundið fyrir þrýstingi um að auka hana. Hins vegar lauk mælingatímabilinu fyrir nokkmm dögum, og umfjöllunin um prófkjörið hefur greinilega aukist síðan þá,“ bætti Jeffe við. Lítill áhugi á meðal kjósenda Elliot Morley, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í heimsókn á Islandi BRESK stjómvöld leggja mikla áherslu á að Evrópusambandið hafi sameiginlega fiskveiðistefnu en þeir vilja þó ná fram nokkmm breytingum á stefnu Evrópusambandsins, að sögn Elliots Morley, sjávarútvegsráðherra í bresku ríkis- stjórninni, sem í gær var viðstaddur vígslu minnisvarða á Patreksfírði um breska tog- ara sem farist hafa við íslandsstrendur. Morley sagði í samtali við Morgunblaðið að sameiginleg fiskveiðistefna væri nauðsyn- leg þar sem fiskveiðistofnar virtu engin landamæri, syntu úr umdæmi eins Evrópu- sambandslands til þess næsta. Meðal þeirra breytinga sem Bretar vildu hins vegar ná í gegn væri efling svæðisbundinna reglna, þ.e. að settar yrðu reglur sem endurspegla hinar ólíku aðstæður og hinar ólíku aðferðir sem notaðar em í sjávarútvegi alveg frá Norður- sjó og til Miðjarðarhafsins. Samskipti Breta við Evrópusambandið á undanfömum ámm hafa nokkuð markast af Telur sameiginlega fisk- veiðistefnu afar mikilvæga deilum vegna hins svokallaða „kvótahopps“. Morley viður- kenndi að kvótahoppið væri erfitt vandamál en í því felst að erlendar útgerðir geta skráð skip sín í Bretlandi og fengið þannig aðgang að breska kvótan- um eða þá keypt bresk skip, sem leggja síðan upp afla sinn í öðr- um aðildarríkjum. „Tony Blair hefur lagt á það áherslu í sam- skiptum sínum við Jacques Sant- er, framkvæmdastjóra ESB, að það eigi að vera fjárhagslegur arður fólginn í því ef skip sem skráð sé í Bretlandi landi jafn- Elliot Morley framt afla sínum í Bretlandi. Þetta skiptir í raun meira máli en eignarhald á sjálfum skipun- um, höfuðmáli skiptir að arður fiskveiðanna skili sér heim og að atvinna skapist við uppskip- un og vinnslu afurðanna í heimahöfn." Tekið skal hart á brotum á fískveiðilöggjöf Morley kvaðst telja mikilvægt að verndunarsjónarmið réðu að- gerðum manna í fiskveiðistjórn- un. Þess vegna væri mikilvægt að taka hart á brotum á fisk- veiðilöggjöf og vísaði Morley þar til þess að nýverið voru útgerðir 13 spænskra skipa og skipstjórar þeirra dæmd til greiðslu 120 milljóna ísl. króna vegna brota á fiskveiðilög- gjöf. Engu máli skipti í þessu sambandi, sagði Morley, hvaðan skipið kæmi; frá Spáni eða öðru Evrópusambandsríki eða Bretlandi sjálfu. Stjórn Verkamannaflokksins hefði á þeim tíma síðan hún komst til valda t.d. grip- ið til umfangsmikilla aðgerða til að draga úr rányrkju breskra sjómanna í Norðursjó. Of snemmt væri að meta árangurinn vegna þessara aðgerða, en þær fela m.a. í sér til- kynningaskyldu og náið eftirlit með stæn-i skipum. Morley ætlar í heimsókn sinni til íslands að nota tækifærið og ræða við aðila úr ís- lenskum sjávarútvegi. „Tengsl okkar við ís- lenskan sjávarútveg ná langt aftur og eru á margan hátt afar náin. Við Bretar viljum halda þessum tengslum og trúum því að þau séu löndum okkar til hagsbóta." ! ■ [ I . í i i I I i I .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.