Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MANNFJÖLDI fagnar Brúarfossi við komu skipsins til Reykjavíkur í mars 1927. Myndin er fengin að láni úr hinni nýútkomnu bók. Sambandið seildist til ítaka í Eimskip Saga Eimskipafélags íslands er nýkomin út. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur segir Hildi Friðriksdóttur meðal annars frá því hvernig Sambandið keypti bréf í Eimskip en var fengið til að selja þau aftur. Einnig að Eimskip fékk tvisvar tilboð um að kaupa Hafskip og að félagið hóf snemma að huga að flugrekstri. SAGA Eimskipafélags ís- lands frá upphafí til nútíma er nýkomin út; mjög yfir- gripsmikil bók með fjölda mynda. Hún er byggð á rannsókn Guðmundar Magnússonar, sagn- fræðings á skjalasafni Eimskipafé- lagsins, auk opinberra skjala og ým- issa einkaskjala. „Ég hef haft fullan aðgang að öllum skjölum félagsins. Til dæmis byggi ég samskipti Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og Eimskips á skjölum, sem aldrei hafa verið birt. Meðal annars var mjög áhugavert að sjá viðleitni Sambandsins, undir stjóm Vil- hjálms Þórs, til að seilast til ítaka í Eimskipafélaginu. Honum nægði greinilega ekki að hafa eigin skipa- deild.“ Guðmundur rekur samskipti fyr- irtækjanna tveggja frá upphafi og segir, að þar komi ýmislegt fram, sem ekki hafi verið á vitorði al- mennings. „A sjötta áratugnum keypti Sambandið hlutabréf í Eim- skip á laun. Forsvarsmennirnir neituðu því opinberlega en í skjöl- um sést, að þeir keyptu meðal ann- ars hlut af einum allra stærsta hlut- hafanum, Þorsteini Sv. Kjarval. Bak við tjöldin tókst að koma því þannig fyrir að Eimskipafélagið keypti hlutabréfin aftur. Því fylgdi sú krafa, að Eimskip keypti hlutabréf Sambandsins í Flugfélagi íslands og við því var orðið. Eftir þetta má segja að skapast hafi friður milli fé- laganna. Dagblöðin þögðu Guðmundur tekur fram, að dag- blöðin í Reykjavík hafi verið svo flokkspóli- tísk á þessum tíma, að þau treystu sér ekki til að fjalla um málið. „Var þó skrafað um þetta í skúmaskot- um,“ segir hann. „Eina blaðið sem þorði að fjalla um mál- ið var Mánudagsblað- ið, sem segir okkur svolítið um fjölmiðlun á sjötta áratugnum." Að sögn Guðmundar er ekki fylli- lega ljóst hvað var raunverulega á seyði og hvað vakað hafi nákvæm- lega fyrir forystumönnum Sam- bandsins á þessum tíma. Nú telja menn, að Vilhjálmur Þór forstjóri SÍS hafi staðið fyrir kaupunum. í bókinni er meðal annars rakin þróun hlutafjár í félaginu. Eru birt- ar upplýsingar um stærstu hluthaf- ana á hverjum tíma frá upphafi. Sagt er frá opinberum deilum um hlutabréfakaup í félaginu og ásök- unum, allt frá árinu 1918, um að hlutaféð væri að safnast á hendur fárra kaupsýslumanna. Þegar Guðmundur er spurður um þetta segir hann að menn verði að hafa í huga að hér á landi var ekki markaður fyrir kaup og sölu hluta- bréfa fyrr en á allra síðustu árum. „Kaup og sala hlutabréfa fór yfir- leitt fram á milli einstaklinga. Kauphöllin var að vísu rekin hér frá því rétt fyrir stríð, þar sem slík við- skipti fóru fram, en þau voru í litl- um mæli og meira verslað með verðbréf. Lengst af var það ekki vegna arðsemi að menn keyptu hluti í Eimskipafélaginu heldur af ýmsum öðrum ástæð- um. Fyrstu áratugina var hlutafjáreign mjög dreifð. Fimmt- án stærstu hluthaf- arnir áttu 16% af heildarhlutafénu árið 1917 og staðan var óbreytt 1937. Það var ekki fyrr en rekstur- inn fór að verða arð- vænlegri á sjöunda áratugnum að þetta fór að breytast. “ Albert Guðmundsson seldi bréfin einhliða Frá upphafi átti ríkið 5% eign í Eimskipafélaginu eða 100.000 krón- ur. Þegar kom fram á níunda ára- tuginn koma fram hugmyndir um að ríkinu beri að losa sig við hlut sinn í stórum atvinnufyrirtækjum, s.s. Eimskip, Flugleiðum og fleir- um. „Þáverandi fjármálaráðherra, Al- bert Guðmundsson, auglýsti bréf Eimskips til sölu. Forystumenn fé- lagsins vildu kaupa þau og endur- selja þau starfsmönnum og öðrum, en ráðherra taldi tilboðið ekki við- unandi. Hann seldi þau Sjóvátrygg- ingafélagi íslands, sem varð jafn- framt stærsti eigandi Eimskipafé- lagsins með rúmlega 11% hlut. Þessi sala fór fram án útboðs og var Eimskipafélaginu tilkynnt um hana eftir á. Á sama tíma má segja að aukinn áhugi hafi vaknað á bréfum í Eimskip og markaðsverð hafi farið að myndast, enda hafði félagið nokkur ár á undan skilað verulega góðum árangri." Spurður hvort innherjaviðskipti hafi átt sér stað innan Eimskipafé- lagsins segist Guðmundur ekki hafa rakið öll viðskipti með einstök bréf í félaginu. „Ég veit ekki hve mikið er um að starfsmenn hafi keypt bréf, en augljóst er að margir þeirra hafa gert það og gera enn. Þetta hugtak, innherjaviðskipti, er frekar nýtt hér á landi. Það er ósanngjarnt og órök- rétt að beita hugtökum og reglum nútíma kauphallaviðskipta á hluta- bréfaviðskipti hér á árum áður.“ Áhrif Eimskips á samfélagið Gríðarleg samstaða var meðal landsmanna við stofnun Eimskipa- félags íslands. í bókinni rekur Guð- mundur hverju tilkoma þess breytti fyrir íslendinga og hvaða þýðingu félagið hafði og hvaða máli það skipti fyrir þjóðina í heimsstyrjöld- unum tveimur að hafa sjálfstætt ís- lenskt sldpafélag. Eimskipafélagið var stofnað sem þjóðþrifafyrirtæki og segir Guð- mundur, að í því hafi legið bæði styrkur þess og veikleiki. Styrkur- inn fólst í hinni breiðu samstöðu þjóðarinnar um að leggja fram fé, styðja fyrirtækið og eiga við það viðskipti á ei'fiðleikatímum. Veik- leikinn fólst í því, að gerðar voru miklar kröfur til félagsins sem erfitt var að uppfylla. „Þessar kröfur voru annars eðlis en gerðar voru til venjulegra atvinnu- og viðskiptafyi'- irtækja. Það átti að uppfylla ólíkar og stundum mótsagnakenndar þarf- ir landsmanna, án þess að spurt væri um arð af starfseminni eða hagkvæmni," segir Guðmundui’. Þetta kom til dæmis fram í kröfu um strandsiglingar félagsins og lág þjónustugjöld og flutningsgjöld. ,Af því að félagið var stofnað fyrir almenna samstöðu fólks fannst mjög mörgum að þeir gætu gert kröfur til þess, ekki síst stjóm- málamönnum." Allir höfðu skoðanir Snemma urðu opin- berar umræður um fé- lagið. Þegar það rataði í fjárhagslega erfiðleika á þriðja áratugnum og fékk Alþingi til þess að samþykkja lög um að það væri undanþegið tekjuskatti og útsvari, þá hófst 30 ára saga þess á Alþingi. „Lögin vom samþykkt til fárra ára í senn og í hvert skipti sem þau voru endumýjuð var farið yfir stöðu fé- lagsins og málefni þess rædd vítt og breitt. Mönnum fannst, að vegna þess að félagið væri með ákveðin fríðindi af hálfu ríkisins mættu þeir gera kröfur til þess umfram önnur félög. Um langt árabil var því ekki hægt að reka það eins og eðlilegt fyrirtæki." Smám saman breyttust aðstæður og er það rakið í bókinni hvernig nýir keppinautar, innlendir og er- lendir, komu til. „Ég hugsa að fáir geri sér grein fyrir því núna, hve samkeppni við Eimskip var stund- um hörð og hversu margir komu þar við sögu. Hér vom bæði innlend og erlend félög sem gengu nærri Eimskipafélaginu á tímabili. I sam- bandi við samkeppnina finnst ein- hverjum það kannski forvitnilegt, að Eimskipafélagið fékk tvívegis til- boð um að kaupa Hafskip. Það gerð- ist bæði 1974 og 1984. Þetta hefðu menn aldrei viðurkennt opinberlega en hefðu þótt stórtíðindi á þeim tíma. Hafskip stóð þá í kröppum dansi og varð að lokum gjaldþrota." Huguðu snemma að flugrekstri I bókinni eru einnig rakin afskipti Eimskips af ýmsum málum eins og flugrekstri. Þar koma fram ýmsar nýjar, áhugaverðar upplýsingar, að sögn Guðmundar. „Margir hafa deilt á Eimskipafélagið íyrir þátt þess í Flugleiðum, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir því, hve for- ystumenn félagsins höfðu snemma farið að hugsa til flugrekstrar," seg- ir hann. Hann bendir á að eitt af því sem einkennt hafi fyrirtækið frá upphafi sé að kjami manna hafi stýrt félag- inu. Árið 1919 ákváðu nokkrir þess- ara manna að stofna Flugfélag Is- lands hið fyrsta og flytja hingað flugvél. „Menn voru því strax farnir að huga að samgöngubótum. Þetta mistókst, en á næstu árum voru mönnum flugferðir ofarlega í huga. Á stríðsárunum áttuðu menn sig á því, að farþegaflug var að leysa far- þegasiglingar af hólmi. Ég rek það aðeins hvemig mönnum verður þetta ljóst og hvemig skipafélög hljóti að bregðast við breyttum tíma. Þessi þróun átti sér reyndar stað um allan heim. Árið 1945 keypti Eimskip hlut í Flugfélagi Is- lands og upp frá því var Eimskipa- félagið ráðandi í FÍ og síðar Flug- leiðum.“ Flokkadrættir um félagið Guðmundur segir að vegna stærðar sinnar og eðlis, hafi miklir flokkadrættir verið um félagið og það hafi verið pólitískt umdeilt. Stuðningsmenn þess framan af voru sjálfstæðismenn með Morgun- blaðið og Vísi í fararbroddi og hins vegar framsóknarmenn, sem héldu uppi harðri gagnrýni í Degi og Tím- anum. ,Ádeilan gekk út á það, að þjónustan við landsbyggðina væri ekki nógu góð og að kaupmenn og útgerðarmenn í Reykjavík væru að sölsa fyrirtækið undir sig. Þetta vom mjög óvægnar deilur á stund- um. Þegar Alþýðuflokkurinn og síð- ar Sósíalistaflokkurinn komu til sögunnai- fóru að heyrast raddir um að þjóðnýta ætti Éimskipafélagið. Þrátt fyrir þessar pólitísku deilur má segja að meðal allra flokka og í öllum blöðum kæmi fram að Eim- skipafélagið væri þjóðþrifafyrir- tæki, sem menn hefðu ástæðu til að vera hreyknir af.“ Spurður um núverandi stöðu Eimskipafélagsins segir Guðmund- ur, að enn sé félagið umdeilt eins og allir viti. „Þó að mörgum finnist að itök þess séu mikil í þjóðfélaginu, þá er hitt ekki ágreinings- atriði, að fyrirtækið er mjög vel rekið. Það skilar góðum arði, greiðir fjölda manns laun, er framkvöðull að margs konar nýj- ungum í rekstri og viðskiptum. Það er ekki tilviljun að ungt fólk sem hugsar til framtíðar veðjar á það sem eitt af þeim fyrir- tækjum sem það vill helst starfa hjá í framtíðinni, eins og fram hefur komið í nýrri könnun." Að lokum segir Guðmundur að mjög gaman hafi verið að vinna að bókinni og gríðarlega forvitnilegt. „Saga Eimskipafélagsins er samofin þjóðarsögu 20. aldar miklu meira en títt er um atvinnufyrirtæki. Þetta er ekki bara viðskiptasaga heldur saga sjálfstæðisbaráttu, stjórnmála, efnahagsmála, en einnig saga lit- ríkra einstaklinga og þeirra sem við getum sagt að hafi ratt nútímanum braut á íslandi. Vonandi verður þessi bók til þess að vekja athygli á ýmsum þeim athafnamönnum, sem lyftu hér grettistaki á fyrri hluta aldarinnar." Sagt er frá opin- berum deilum um hlutabréfakaup í félaginu og ásök- unum, ailt frá ár- inu 1918, um að hlutaféð væri að safnast á hendur fárra kaupsýslu- manna. Styrkurinn fólst í hinni breiðu sam- stöðu þjóðarinnar um að leggja fram fé, styðja fyrirtæk- ið og eiga við það viðskipti á erfið- leikatímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.