Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 25

Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 25 Dauðbrá að koma úr belg- ískum skóla í agaleysið á íslandi að sumir sem féllu á prófi voru há- grenjandi í skólanum; þorðu varla heim. Eg hef alltaf átt mjög auðvelt með að læra þegar ég legg mig fram og námið var mér auðvelt fyrst eftir að ég kom heim.“ Svo segist hann hafa fylgt straumnum. „Varð latur eins og hinir.“ Eftir gi-unnskólapróf hóf Eiður Smári nám í Menntaskólanum við Sund „en ég verð að við- urkenna að ég einbeitti mér ekki mikið að námi. Vissi þá að ég myndi fljót- lega skrifa undir samning við knattspymulið ein- hvers staðar á meginland- inu og tók námið ekki al- varlega. Var aðallega þar til að geta sagst vera í skóla.“ Feðgarnir höfðu verið mikið til umfjöllunar í heimspressunni skömmu áður en Eiður Smári meiddist, 7. maí 1996. I apríl urðu þeir fyrstir feðga í veröldinni saman í landsliðshópi, fyrstir til að taka þátt í sama leiknum, en það sem all- ir biðu eftir - að þeir spiluðu saman í landsleik - varð ekki að veruleika „og verður aldrei", segir Eiður nú. Leikurinn sögulegi var gegn Eistum í Tallinn. Faðirinn var í byrjunarlið- inu en sonurinn kom inná í hans stað um miðjan seinni hálfleik. Eiður Smári segist stundum hugsa um atvikið, sem hefur svipt hann atvinnunni að meira eða minna leyti síðustu tvö ár; þegar írskur mótherji fótbraut hann á mjög ruddalegan hátt. Spen-ileggur hægri fótar brotnaði og liðbönd í ökklanum slitnuðu. „Fáránlegt brot,“ sagði hann þá við Morgun- blaðið, en segir nú ekki til neins að hugsa til baka. „Margir spyrja hvort mig langi ekki að drepa þennan Ira, en staðreyndin er sú að ég hefði al- veg eins getað lent í því að tækla einhvern og fótbrjóta í leik, þó ég voni að það gerist aldrei." Hann seg- ist ekki hafa hugmynd um hver það var sem braut á honum, eða hvar sá drengur sé nú niðurkominn. En við- brögð hans voru athyglisverð: „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég brotnaði var: þar fór leikurinn með pabba! Þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann." Hann segist ekki reiður yfir því að ekkert hafí orðið úr því að þeir feðgar spOuðu saman í landsliðinu; hins vegar hafi hann orðið mjög vonsvikinn, og sé raunar enn í dag. „Nú er það hins vegar úr sögunni. Eg vil ekki að pabbi sé eingöngu valinn til að við spilum saman í landsliðinu. Ef við spilum saman vil ég að við eigum báðir heima þar.“ Eiður Smári taldi sig tryggðan hjá KSÍ þegar hann mætti í nefndan leik með landsliði 18 ára og yngri gegn írum. Svo var hins vegar ekki og hefur reynst honum dýrkeypt. „Eg er tryggður hjá PSV fyrir grunnlaununum en hef ekki fengið neinar bónusgreiðslur þessi tvö ár. Liðið varð bikarmeistari, við komumst í Evrópukeppni og urðum Hollandsmeistarar; bónusarnir hafa hingast upp - bæði vegna sigra í einstaka leikjum og árangurs liðsins í heild. Ég býst við að hafa orðið af um 30 milljónum króna í bónus- greiðslur á þessum tíma. Ég ætlaði í rauninni aldrei að fara í leikinn en KSÍ lagði mikla áherslu á að ég yrði með; liðið átti möguleika á að komast í átta liða úrslit Evrópu- keppninnar í fyrsta skipti í sex ár. PSV sagði nei og aftur nei; enda lið- ið að fara í bikarúrslitaleik í Hollandi viku eftir íraleikinn. Ég hafði verið að leika svolítið með lið- inu og öruggt að ég yrði að minnsta kosti á varamannabekknum, jafnvel í byrjunarliðinu. Þess vegna var beiðni KSÍ hafnað. Eftir að KSÍ hafði borið fyrir sig reglur UEFA [Knattspyrausambands Evrópu] gaf PSV þó eftir, en eftir á að hyggja finnst mér fáránlegt að ég skyldi fara því ég var farinn að spila með A-landsliðinu og landsliði 21 árs og yngri en þarna var ég allt í einu kall- aður í lið 18 ára og yngri. Mér finnst nauðsynlegt að hugleiða hvað er best fyrir leikmanninn í svona stöðu; þó svo alltaf sé gaman að vinna.“ Hann er afar ósáttur við að hafa ekki verið tryggður fyrir bónus- greiðslum; slíkt tíðkist annars stað- ar, þar sem hann hafi kynnt sér þessi mál. „KSÍ verður að gera sér grein fyrir því að ég er í annarri stöðu en hinir strákarnir í liðinu - með fullri virðingu fyrir þeim. Ég er ekki að segja að ég sé betri en hinir en ég er farinn að lifa af fótboltanum og er að reyna að vinna mér inn pen- inga sem ég ætla að lifa af þegar ég hætti að spila. Þess vegna munar rosalega um þessa peninga sem ég hef misst af,“ segir atvinnumaðurinn ungi, en undirstrikar þó að pening- arnir séu ekki aðalatriðið, heldur það að hafa ekki getað stundað atvinnuna að neinu marki allan þennan tíma. Auðvelt er að trúa Eiði Smára þegar hann segist orðinn mjög pirraður á ...■“ meiðslunum, enda strítt við vandamálið í tvö ár. „Ég hef tap- að lærdómsríkustu árunum sem knattspyrnumaður; hver veit hvert ég væri kominn í dag hefði ég ekki meiðst? Hvað hefði gerst hefði ég skorað á móti Barcelona? Ég fékk einmitt mjög gott tækifæri til þess í Evrópuleik. Nafn mitt var farið að koma við sögu í Hollandi, allir sem fylgjast með þekktu mig. Auðvitað þýðir ekkert að velta þessu fyrir sér, og borgar sig engan veginn,“ segir hann, en kveðst þó stundum laumast til þess. Þolinmæði er dyggð og mikilvæg þegar íþróttamaður meiðist. „Það hefur reynt ansi mikið á hana hjá mér, eftir að vera meiddur í tvö ár. Ég hef orðið brjálaður á köflum. Hef að vísu aldrei gengið svo langt að hugleiða að hætta, en mikið ofboðs- lega hefur mér stundum leiðst. Nú er ég feginn að vera kominn heim þótt mér finnist ekkert gaman að vera hér sem knattspyrnumaður; það er auð- vitað miklu skemmtilegra að vera á fullu í atvinnumennskunni. En ég er ánægður með að málin eru farin að skýrast og meiðslin að lagast.“ Eiður Smári segir forráðamenn PSV hafa hugsað vel um sig þrátt fyrir að hann hafi lítið sem ekkert nýst félaginu í tvö ár. „En mér finnst skiljanlegt að þeir séu að gef- ast upp á mér eftir þrálát meiðsli, þó svo ég hafi örlítið getað spilað fyrir ári með varaliðinu. Það var alltaf hugsað vel um mig en ég var sjálfur orðinn mjög pirraður og þá er ekki gaman að vinna með mér. Það var ömurlegt að vita til þess að þurfa að mæta á morgun til að hjóla, en geta ekki farið í fótbolta, Eg veit að strákamir í liðinu fundu allir til með mér og gátu engan veginn ímynd- að sér hvernig mér leið. Einn var meiddur í fjórar vikur og var alveg brjál- aður.“ ......... Hann segir mikil viðbrigði að æfa hér heima eða hjá PSV. „Hér eru margir efnilegir strákar en ég er bara kominn miklu lengra sem knattspyrnumaður en þeir og það pirraði mig svolítið á æfingum til að byrja með. Margir þeirra mjmdu Dantax Sjálfstraustið mikið; hefði líklega getað flogið, hefði ég viljað! alls ekki standa sig illa erlendis ef þeir fengju tíma, en agaleysið hér er of mikið. Ef sending mistekst á æf- ingu úti verður allt brjálað; þá er öskrað á mann. Hvað ertu að gera, drengur? Drullaðu boltanum á næsta mann!“ Hann segir þetta e.t.v. af sama meiði og agaleysið sem hann minntist á í skólanum. „Kemur næst“ finnst honum of algeng setn- ing á æfingum hérlendis. „Ef hlutimir ganga ekld upp er bara sagt að þetta komi næst. Það má ekk- ert segja við menn. Þótt hér séu áhugamenn verð- ur að mega skammast .......... svolítið. Úti er það bara hluti af heUdarmyndinni, og svo eru allir vinir eftir æfingu.“ Eiður Smári er hvergi banginn. Er tilbúinn andlega og þess verður vonandi ekki langt að bíða að líkam- lega verði hann fullfrískur á nýjan leik; fær um að fljúga. HM-sparktilboð á sjónvarpstækjum frá danska fyrirtækinu Dantax. Dantax TLD 30 • 28" Black Matrix myndlampi • Nicam Stereo magnari • Allar aðgerðir á skjá • íslenskt textavarp • Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfi • Tímarofi • Fjarstýring Ótrúlega góð kaup. Misstu ekki af tækifærinu. Dantax FUTURA 4400 • 28" Black Line S myndlampi • Nicam Stereo magnari • Allar aðgerðir á skjá • íslenskt textavarp • 2 Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfi • Tímarofi • Fjarstýring. Stói sérstal rglæsilegt aklega sk< tæki með arpri mynd. Dantax FUTURA 7300 • 28" Black Matrix myndlampi • 2 x 50 W Nicam Stereo magnari • Dolby Surround Pro-Logic • Innbyggður bassahátalari • Allar aðgerðir á skjá • Islenskt textavarp • 16:9-breiðtjaldsstilling • Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfi • Tímarofi • Barnalæsing • Fjarstýring Frábær ítölsk hönnun. Dúndurhljómur. Loksins, loksins á íslandi: 100 riða þýsk sjónvarpstæki frá Metz sem skipa sér (flokk þeirra allra bestu í heiminum. 110 ár samfellt hefur Metz verið valið besti framleiðandinn i könnun þýska fagtímaritsins „markt intern" meðal fagverslana á þessu sviði i Þýskalandi þar sem allir þekktustu sjónvarpstækjaframleiðendur heims keppa um nafnbótina. Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Komdu til okkar og láttu sannfærast. Við bjóðum nú þessi hágæða sjónvarpstæki á ........................'H-afsl........... Og nú er engin ástæða til að nilssa af einum einasta leik. Myndbandstæki frá Dantax á klassaverði. sérstökum HM-afsláttarkjörum. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími: 520 3000 www.tv.is/sminor Munið umboðsmenn okkar um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.