Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT JÖRG Haider, leiðtoga austurríska Frelsisflokksins, hefur verið líkt við flest þekktustu illmenni 20. aldar. Sökum öfgafullra skoðana sinna og hins austurríska upprana síns hefur hann verið nefndur „bai’nabarn Hitlers“ en aðrir telja nærtækara að líkja honum við bandaríska kynþátta- hatarann illræmda David Duke. Sú mynd sem dregin hefur verið upp af Haider í alþjóðlegum fjölmiðlum er þó jafnan heldur einfólduð og enginn stjómmálaleiðtogi yst á hægri vængnum í Evrópu getur státað af viðlíka árangri og hann. Nú beinist kastljósið eina ferðina enn að Haider í austurrískum stjómmálumæftir endurkjör Thomas Klestils, forseta Austurríkis, fyrir skemmstu hafa deilur vaknað á ný um hvort Haider geti undir nokkram kringumstæðum orðið kanslari landsins. Klestil var endurkjörinn forseti Austurríkis um miðjan aprílmánuð er hann sigraði örugglega í fyrstu um- ferð kosninganna. Klestil fór að þessu sinni fram sem óháður fram- bjóðandi en hann naut stuðnings stjórnarflokkanna tveggja Þjóðar- flokksins íhaldssama (ÖVP) og Jafn- aðarmannaflokksins (SPÖ). A loka- spretti kosningabaráttunnar fékk forsetinn einnig verulegt fylgi frá liðsmönnum Frelsisflokks Haiders (FPÖ). Haider afréð seint og um síðir að flokkurinn myndi ekki stilla upp frambjóðanda í forsetakosningunum. Þessi ákvörðun kom Klestil án nokk- urs vafa til góða. I Austurríki telja ýmsir að óbeinn stuðningur Haiders hafi verið til kominn sökum varfærn- islegra yfirlýsinga forsetans um Haider og flokk hans. Orð Klestils voru túlkuð á þann veg að hann teldi engan veginn unnt að útiloka að Haider myndi einhvem tíma í fram- tíðinni gegna embætti kanslara, sem er jafngildi stöðu forsætisráðherra í Austurríki. Forsetinn kvað sýnt að sú ákvörðun yrði á endanum í hönd- um kjósenda. Nýtt bandalag? I ljósi þess að Klestil sigraði í for- setakosningunum vilja ýmsir stjórn- málaskýrendur halda því fram að sú niðurstaða hafi styrkt mjög stöðu Haiders í austurrískum stjórnmál- um. Alitjent sé unnt að fullyrða að skörð hafi verið rofin í þann múr ein- angrunar sem verið hefur hlutskipti leiðtogans og flokks hans á síðustu árum. Því er jafnvel spáð að í upp- siglingu kunni að vera nýtt bandalag íhaldsmanna (ÖVP) og Frelsisflokks- ins. Vert er þó að leggja áherslu á að því fer fjarri að einhugur ríki um þessa túlkun á rás atburða 1 Austur- ríki. Þekktir austurrískir stjórnmála- fræðingar á borð við Peter Gerlich hafa sagt að útilokað megi telja að efnt verði til samstarfs þessara flokka. „Flokksstjórn ÖVP er algjör- lega andvíg samstarfi við Haider og Klestil er enginn vitleysingur," segir Gerlich. Uggnr í Evrópu Enginn vafi leikur á því að loka- markmið Haiders er kanslaraemb- ættið. Mörgum hryllir við þeirri til- hugsun, ekki aðeins í Austurríki heldur og í öðrum löndum Evrópu- sambandsins. Kjarninn í málflutningi Haiders er í raun fallinn til að draga fram ókosti Evrópusamrunans og röksemdir hans eiga víðai' við en í Austurríki. Að auki horfa margir til þess með skelfingu að valdataka Haiders í Austurríki gæti reynst vatn á myllu viðlíka samtaka yst á hægri vængnum í öðrum Evrópuríkj- um. Sjálfur segist Haider hvorki vera til hægri né vinstri heldur „í farar- broddi". Jörg Haider vakti fyrst verulega athygli undir lok síðasta áratugar er þessi ungi og bráðmynd- arlegi leiðtogi Frelsis- flokksins tók að láta frá sér fara yfirlýsingar sem þóttu um margt minna á kynþáttahyggju landa hans, Adolfs Hitlers. Menn fylltust almennt hryllingi er þeir meðtóku málflutning, sem þótti einkennast af útlendingahatri og heiftarlegri þjóð- ernisrembu. Snögg fylgisaukning Haider hefur á hinn bóginn mildað málflutning sinn vemlega á síðustu Jörg Haider, leiðtogi austurríska Frelsisflokksins Bandarískar fyrirmyndir STEFNA Jörgs Haiders minnir um margt á kenningar bandarískra einangrunarsinna enda sækir hann Bandarikin reglulega heim og fylgist grannt með þjóðmálaumræðunni þar. Hér ræðir Haider við bandarísku leikkonuna Raquel Welch en myndin var raunar tekin i Austurríki, á árlegum dansleik yfírstéttarfólks í í Vínaróperunni í febrúarmánuði. Bjargvættur eða barnabarn Hitlers? s A skömmum tíma hefur Frelsisflokkur Jörgs Líkt við árangur nas ista 1932 Haiders, sem er yst á hægri vængnum í austurrískum stjórn- málum, margfaldað -------------------- fylgi sitt. Asgeir Sverr- isson segir frá póli- tískri heimspeki Haiders og rekur hvernig hann hefur nýtt sér djúpstæðan ótta margra Austur- ríkismanna við hnattvæðingu og Evrópusamruna. ámm. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Þegar Haider tók við flokknum árið 1986 var FPÖ lítill öfgaflokkur yst. á hægri vængnum. Nú er flokkurinn tekinn að keppa við stóra flokkana tvo og hefur fest sig í sessi sem stjómmálaafi á landsvísu. Flokkurinn hefur nú 42 menn á þingi Austurríkis þar sem 183 fulltrúar sitja. Þingmannatalan hefur fjórfald- ast frá árinu 1986. Fyrir tíu ámm var fylgi flokksins 4% en nú mælist það 28%. Segja má að kjarninn í pólitískri heimspeki Haiders sé tvíþættur. Annars vegar heldur hann fram ómengaðri þjóðemis- hyggju en hinn þátturinn er gagnrýni hans á valda- stéttina og þá varðstöðu um hagsmunina sem stóra flokkarnir tveir hafa sam- einast um. Brestir hafa verið að myndast í þessu kerfi á síðustu áram og almennt er litið svo á að þá fái ekki staðist til lengdar. Ótti við innflutning og atvinnuleysi Af ofansögðu leiðir að flokkurinn hefur lýst alvarlegum efasemdum um Keuters Kanslaraefni? JÖRG Haider (t.h) við hlið Franz Vranitsky, kanslara Austurríkis, í sjón- varpsþætti. Þau ummæli Thomas Klestil forseta að Haider geti ekki sjálfkrafa verið úrskurðaður óhæfur til að gegna embætti kanslara vöktu mikla athygli og Vranitsky og aðrir helstu ráðamenn þjóðarinnar hafa neyðst til að taka mið af stefnu flokksHaiders í vaxandi mæli. gildi aðildar Austuiríkis að Evrópu- sambandinu en hitt aðal baráttumálið hefur verið krafa um að horfið verði frá þeirri frjálslyndu stefnu sem gilt hefur í innflytjendamálum í Austur- ríki. Á báðum þessum vígstöðvum hefur Haider haft mikil áhrif og segja má að almennt hafi tilhneiging- in á síðustu áram verið sú að herða reglur um landvistarleyfi innflytjend- um til handa. Haider hefur óspart nýtt sér þá óvissu sem ríkt hefur í austurrískum efnahagsmálum og ESB-aðildin hef- ur ekki orðið til að minnka. Dyggustu stuðningsmenn hans hafa löngum verið iðnaðarverkamenn sem óttast um störf sín og hræðast áhrif hnatt- væðingar efnahagslífsins. Þessi hóp- ur hefur, ásamt yngri kjósendum, einnig reynst tilbúinn til að hlýða á fordæmingar hans á meintri spillingu valdastéttarinnar. „Hustað á þjóðarsálina" Bændur og landbúnaðarverka- menn hafa síðan bæst í hópinn en þeir óttast að ódýrar landbúnaðar- vörur frá ríkjum Austur-Evrópu flæði inn á markaðinn í pakkningum merktum ESB og þvingi þá til að stórlækka verð á afurðum sínum. í báðum þessum tilvikum beinist áróðurinn gegn ESB-aðiIdinni. Verkamenn frá ríkjum í Austur-Evr- ópu hafa flætt inn í Austurríki í leit að störfum. Atvinnuleysið er að sönnu lítið á evrópskan mælikvarða eða um 4,4%. Engin hefð er hins veg- ar fyrir fjöldaatvinnuleysi í landinu og óttinn við breytingar er djúpstæð- ur. Það er til marks um pólitíska hæfileika Haiders að hann hefur nýtt sér til fullnustu þá möguleika sem hann eygði til sóknar á þessum for- sendum. Hann virðist óvenju glöggur á viðhorf „þjóðarsálarinnar" og hefur nú stillt sér upp sem bjargvætti verkalýðsins. Hið sama gerðu vitan- lega þeir tveir menn sem Haider hefur gjarnan ver- ið borinn saman við, þeir Adolf Hitler og Benito Mussolini, leiðtogi ítalskra fasista. Haider hefur hins vegar haft vit á því að breyta málflutningi sínum í takt við breyttar aðstæður. í stað þeirrar ómenguðu kynþáttahyggju og útlendingahaturs sem lagt var upp með hefur nú komið fram ný tegund þjóðemishyggju sem einkennist af varðstöðu um störf Ótti við breyt- ingar og Evrópuþróun austurrísks verkafólks á þessum samrunatímum. Fylgismenn Haiders verða því almennt ekki vændir um nasíska kynþáttahyggju og þjóðem- isrembu heldui- ræðir hér miklu fremur um fólk sem telur breyting- amar í nútímanum ógna hagsmunum sínum. Og um leið er spurt um rétt- indi austurrískra ríkisborgara til að njóta öryggis og lífsgæða í landi sínu. Að þessu leyti minnú’ Haider um margt á stjómmálamenn á borð við Pat Buchanan í Bandaríkjunum, sem lagst hafa gegn fríverslunarsamning- um og halda uppi þeim málflutningi að stöf bandarískra verkamanna verði þá í hættu. Nasísk fortíð Með þessu er þó ekki sagt að Haider hafi staðið fyrir einhvers kon- ar uppgjöri innan flokks síns við for- tíðina eða að hann hafi afdráttarlaust hafnað hugmyndafræði nasismans. Foreldrar Haiders vora bæði félagar í Nasistaílokknum og hann hefur oft- lega látið ummæli falla sem era til vitnis um að heimspeki Hitlers og undirsáta hans stendur honum nærri. Árið 1991 ætlaði allt að ganga af göfl- unum í Austurríki er Haider sagði að þýskir nasistar hefðu haldið fram „traustri atvinnustefnu í þriðja rík- inu.“ Einungis tæp þrjú ár era liðin frá þvi er hann vísaði til útrýmingar- búðanna í Auschwitz sem ,4’efsibúða“ ( „Straflager“ á þýsku) og sama ár lét hann þau orð falla um hóp gamalla SS-manna að þar færi sveit „rétthugs- andi mana“. Haider heldur því nú fram að þessi ummæli hafi verið slitin úr samhengi og neitar að kannast við að hann sé haliur undir nasismann. Á það hefur hins vegar verið bent að þótt leiðtoginn hafi heldur mildast í málflutningi á seinni árum verði það sama ekki sagt um fjölmarga áhrifamenn innan samtakanna sem hann stýrir. Þar sé að finna marga réttnefnda öfgamenn sem haldi fram skoðunum er byggist á mannhatrí og fyrfrlitningu. Er oft og vísað til könnunar sem Gallup-fyi-irtækið gerði árið 1995 þar sem 17% stuðn- ingsmanna Haiders kváðust telja að útrýmingarbúðir nasista hefðu aldrei verið starfræktar. Lýðskrum og persónudýrkun Haider, sem er 47 ára og lögfræð- ingur að mennt, hefði aldrei náð slík- um árangri væri hann ekki hæfur ræðumaður og prýðilega sjónvarps- vænn. Hann er vændur um ómerki- legt lýðskrum en margh’ stjórmála- menn öfunda hann af því hversu auð- velt hann á með að tala til almenn- ings en þá bregður hann gjarnan fyrir sig hinum ýmsu mállýskum sem talaðar eru í Austurríki og eru landsmönnum sífellt tilefni til gam- anmála. Aukinheldur er hann maður atorkusamur og i flestu prýðilega þjóðlegur, stundar fjallaklifur og tók ekki alls fyrir löngu þátt í maraþon- hlaupinu fræga í New York. Mörg- um þykir hann ala á sérlega ógeð- felldri persónudýrkun innan flokks síns og er bókin „Jörg í myndum" höfð til marks um það en hún geymfr hvorki fleiri né færri en 345 litmynd- fr af leiðtoganum frá því hann vai’ hvítvoðungur og til nútímans. Nýr Hitler? Flokkur Haiders fékk í fyrra 28% atkvæðanna í kosningum í Austurríki sem fram fóra til Evrópuþingsins. Þessi sigur vakti mikla athygli og í blöðum i Evrópu var honum gjarnan líkt við árangur þýskra nasista í kosningunum 1932 skömmu áður en Hitler vai’ð kanslari Þýskalands. Þessi túlkun á sigri Haiders var trúlega full „dramatísk“ en á hinn bóginn virðist tíminn ætla að vinna með honum. Hann hefur nú mótandi áhrif á þjóðfélagsumræðuna í Aust- urríki og stóru flokkarnir tveir hafa séð sig til neydda til að færa sig nær stefnumiðum hans til að _________halda völdunum. Margir telja hræðsluáróður og lýðskrum Haiders mikið áhyggju- efni. Mestu skiptir ef til vill að um- ræðan hefur færst hröðum skrefum til hægri og þótt mjög sé nú horft til þingkosninganna á næsta ári kunna áhrif Haiders í stjórnmálum Austur- ríkis og hugsanlega víðar í Evrópu að felast í þessu þegar fram líða stundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.