Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MINNINGAR
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
AÐALBJÖRG
GUÐBRANDSDÓTTIR
THORODDSEN
+ Aðalbjörg Guð-
brandsdóttir
Thoroddsen fæddist
á Heydalsá í
Strandasýslu 10.
nóvember 1930.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
17. aprfl síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Lágafells-
kirkju 24. aprfl.
Einhvernveginn er
það svo, að í barnslegu
hugsunarleysi og
amstri daglegs lífs hneigist maður til
að halda að sumt fólk hljóti að njóta
úrlendisréttar andspænis Manninum
með ljáinn. Slíkur er lífsþróttur þess
og tilverugleði, að öll hugsun um
kvilla, mein, hrörnun eða endadægur
handan við hornið virðist fráleit og
ógild.
Ein úr hópi slíkra lífsins bama var
hún Alla, vinkona mín, ráðgjafí og
hjálparhella í áranna rás. I huga
mínum var hún alltaf hin sama þrótt-
mikla, hnarreista og glæsilega at-
hafnakona sem ég kynntist fyrir
rúmum aldarfjórðungi. Og ekki vant-
aði hana skörungsskapinn, þessa val-
kyrju norðan úr Strandasýslu sem
heita má að verið hafí einyrki um
heimilisrekstur og uppeldi fjögurra
barna til margra ára. Oiafur, bóndi
hennar, sinnti rafiðnum sínum á
kaupskipum og gisti langdvölum höf
og fjariægai- hafnir. Pað var á árun-
um þeim þegar ekki tíðkaðist að
sækja allar lífsþarílr einnota út í búð
* og væntingar því miklar á hendur
húsmæðram. En sjálfs-
þurftaráhöld létu Öllu
vel því hún var búkona í
besta lagi og slíkur völ-
undur í hannyrðum og
saumaskap að hún hafði
atvinnu af fatabreyting-
um um árabil og þurftu
ekki aðrir þau hand-
brögð upp að vinna.
Þannig hélt gi-asekkjan
í alla þræði í landi, sið-
aði afkomendur sína og
skikkaði með árangri
sem kalla má prýðis-
góðan og hélt öllum
skaranum réttum meg-
in lasta og laga og mér með. Hana
munaði ekki um einn kepp í slátur-
tíðinni og leysti snarlega úr öllum
vandamálum mínum, unglingaból-
um, uppvaxtarverkjum og sálar-
flækjum - og féll aldrei verk úr
hendi á meðan. En sjálfur sat ég í
auðmýkt á eldhúsbekknum, raðaði í
mig kjarnameðlæti að hætti
Strandamanna og tók hvert hennar
ráð og lausnir sem Stórasannleika.
Og víst var mér það óhætt, enda
hvort tveggja kjarngott og ósvikið,
kaffibrauðið og „pedagógíarí'.
Ekki var annað hægt en að hrífast
af persónutöfrum og atorku þessar-
ar konu! Enda sat ég ekki einn þann
aðdáendabekkinn; þau hjón áttu
stóran ættingja- og vinahóp sem oft
fyllti stofur í Alfheimunum. Þá
svignuðu borðin undan kræsingum
sem orðið hefðu hverri hnallþóru öf-
undarefni og margir Carásóarnir
tóku lagið með tilþrifum. Sjaldan sá
ég Öllu geisla sem á slíkum stund-
um, enda var hún veitul „selskabs"
dama sem hvergi naut sín betur en í
kátum hópi þar sem hlátrarnir gullu
og tónlistin ómaði. Þá var sem við
manninn mælt að hún dreif Óla son
sinn að hljóðfærinu og lét strákinn
„brillera" fyrir gestina. Þau hjón
höfðu ekki látið sig muna um að
kaupa flygil fyrir píanistann sinn og
Alla hafði stutt hann í tónlistarnámi
með ráðum og dáð svo árum skipti.
Illu heilli naut ég ekki slíks aðhalds,
enda kárnaði gamanið þegar Alla
skikkaði svo mig arman að hljóm-
borðinu. Dapraðist þá flugið á
„konsertinum" - en þó skal fúslega
játað að vart gæti ég haltrað í gegn-
um „Fjárlögin" í dag, hefði Alla ekki
eggjað mig til úthalds í óvæginni
glímunni við Czerny-skalana hér í
árdaga. Munu fagurkerar í tónlist
vart þakka henni það framtak en
sjálfur bý ég að hennar góða vilja í
því sem öðra.
Öllu auðnaðist það umfram marga
í heimi hér að eignast mætan lífs-
fóranaut og gjöi’vuleg böm sem öll
komust til manns og mennta, auk
þess sem hún fékk að halda fríðum
hópi bamabarna á armi fyrr en saga
hennar væri öll. Hún átti hinar helstu
stritstundir mannlífsins að baki og
komin á það æviskeið þegar menn
ættu að fá að lifa lífínu í lygnu og
uppskera ávextina. Fráfall hennar
kalla ég í senn sviplegt og ótímabært.
En mein hennar spurði ekki að
slíku - né skapanomirnar. Og nú er
hún horfin, þessi fallega og lífsglaða
kona, og með henni hluti af okkur
öllum sem hana þekktum, eins og
ávallt verður þegar einhver kveður
sem hvað stærstar vörðurnar hefur
hlaðið á vegferð okkar. En vist á hún
sér tilveru í minningum okkar og
hugsunum og sem slík mun hún
fylgja okkur fram á veg.
Bónda hennar, börnum og öðru
vensialiði votta ég samúð mína og
bið þeim allrar blessunar.
Við fráfali hennar fækkar öndveg-
iskonum um eina.
Jón B. Guðlaugsson.
AGUST V.
ODDSSON
tÁgúst V. Oddsson fæddist í
Ársól á Akranesi 3. aprfl
1945. Hann lést á heimili sínu í
Garðabæ 30. apríl síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Hafnarijarðarkirkju 12. maí.
Okkar kæri vinur Ágúst V. Odds-
son lést á heimili sínu hinn 30. apríl
síðastliðinn eftir hetjulega baráttu
* við illvígan sjúkdóm.
Vinátta okkar hófst á Norður-
landamóti íslenskra hesta í Dan-
mörku sumarið 1976. Þar voru þau
Gústi og Ella nýtrálofuð og ham-
ingjusöm að bóka sig inn á hótel um
leið og við. Umræður hófust á milli
okkar þegar Viðar og Gústi komust
að því að þeir voru alveg jafn gamlir,
munaði einum degi á þeim og hafði
Viðar vinninginn, en þeir áttu fleira
sameiginlegt og var það áhugi á ís-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Ailan sólarhringinn.
lenska hestinum. Hestamennska átti
hug hans allan frá unga aldri og var
mikið rætt um hesta allt fram á það
síðasta. Var hann mjög vel að sér um
alla þætti hestamennskunnar, þ.á m.
reiðmennsku, ræktun hrossa og
mótahald og var Gústi óþreytandi að
miðla af þekkingu sinni. Ánægjulegt
var að fylgjast með hvað hann stóð
þétt við bakið á Ragnari einkasyni
sínum í gegn um hans keppnisferil á
hestum og ekki var Ella langt undan,
alltaf tilbúin að leggja sitt af mörk-
um til að strákarnir hennar nytu sín
sem best.
Margar minningar koma nú upp í
hugann. Ferðirnar á heimsmeistara-
mótin, hestamannamótin hér heima,
á Landsþingum hestamanna og
hestaferðalög um landið. Ógleyman-
leg var hestaferðin frá Skaftártung-
um um Fjallabaksleið nyrðri, niður
með Laxárgljúfrum að Dalsmynni í
Biskupstungum og endað á Fossi í
Grímsnesi. í löngum hestaferðum
SuðurlandsbrautlO
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um hclgar.
Skreytingar fyrir öU tiiefni.
Giafavörur.
kynnist fólk mjög vel og koma þá
mannkostir og gallar oftast í ljós.
Hvað Gústa varðar komu mannkost-
ir hans vel fram í þessari ferð. Viidi
svo slysalega til að einn hesta Gústa
hrapaði niður í Laxárgljúfur og
stöðvaðist á syliu um 50 metrum
neðar í 100 metra djúpu gljúfrinu.
Varð mönnum mikið um þegar þeir
séu hestinn falla fram af bráninni og
töldu víst að hann væri allur. Þegar
litið var niður í gljúfrið kom hinsveg-
ar í ljós að hesturinn var staðinn upp
og farinn að bíta gras á syllunni. Við
riðum í ofboði til byggða til að sækja
hjálp sem kom frá Hjálparsveit
Biskupstungna. Farsællega gekk að
koma hestinum upp, hann var óslas-
aður, aðeins stirður í fyrstu og örlítið
hruflaður. Á meðan verið var að ríða
eftir hjálp hét Gústi á Ragnar son
sinn að hann fengi hestinn ef hann
kæmist heill út úr þessari raun. Stóð
hann við það og reyndist hesturinn
Ragnari vel í keppni eftir þetta.
Þær voru ófáar stundirnar sem við
áttum saman í fjölskylduboðum hjá
hvort öðru. Börnin okkar minnast
þess þegar fjölskyldur okkar komu
saman á gamlárskvöld í mörg ár. Þá
lá Gústi ekki á liði sínu að skjóta upp
rakettum með krökkunum og gerðu
þau hjónin allt til þess að gera þessi
kvöld sem eftirminnilegust. Álltaf
var hann tilbúinn að hjálpa til þegar
á þurfti að halda og var mjög dugleg-
ur og ósérhlífinn og vann auðsjáan-
lega af mikilli þekkingu og kunnáttu.
Hann var vel vakandi fyrir því sem
þurfti að gera, þægilegur í umgengni,
glaður og hress á góðri stund.
Gústi naut þess vel að fá að eyða
síðasta mánuði ævi sinnar heima í
faðmi fjölskyldu sinnar. Fann maður
fyrir ást og kærleika milli þeirra
Ellu og hvað hann mat mikils dugn-
að hennar, ósérhlífni og umhyggju í
sinn garð og hversu hetjulega hún
stóð sig við hlið Gústa.
Við kveðjum þig, Ágúst minn, með
söknuði og hlýju, um leið þökkum við
þér samfylgdina, við munum geyma
góðar stundir í minningunni.
Elsku Ella mín, guð gefi ykkur
Ragnari og öðrum aðstandendum
styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minn-
ing Ágústar V. Oddssonar og megi
guð varðveita hann.
Ragna og Viðar.
MARGRÉT Friðriksdóttir skólameistari ávarpar útskriftarnema.
Hröð þróun
í Menntaskólanum
í Kópavogi
MENNTASKÓLINN í Kópavogi
útkrifaði 183 nema nú á dögunum.
Athöfnin fór fram í Digraneskirkju
og var hin hátíðlegasta. Nýstúdent-
ar, sem útskrifuðust af sex braut-
um, voru 53, 46 verknámsnemar út-
skrifuðust úr fimm deildum, mat-
reiðslu-, framreiðslu- og bakara-
deild, grunnnámi matvælasviðs og
matsveinanámi. Af eins árs skrif-
stofubraut brautskráðust 16, 43 úr
ferðafræði og 25 frá Leiðsöguskóla
MK.
Ur þessum hópi hlutu sex nem-
endur viðurkenningu úr viðurkenn-
ingarsjóði MK. Það voruþær Linda
Rós Svendsen, Jóhanna Ósk Jensen
og íris P. Svendsen nýstúdentar,
Bjöm H. Bjömsson framreiðslu-
nemi, Reynir Örn Þrastarson mat-
reiðslunemi og Hrefna Ólafsdóttir
sem útskrifaðist af skrifstofubraut.
Auk þess voru veittar viðurkenning-
ar fyrir góðan árangur í raungrein-
um og fyrir félagsstörf.
Verknámsaðstaða í matvæla-
greinum á heimsmælikvarða
í ræðu sinni sagði Margrét Frið-
riksdóttir skólameistari að þróun
innan skólans hefði verið ótrálega
hröð á þeim fimm árum sem liðin
væru frá því að fyrstu framkvæmd-
ir hófust við verknámshús skólans.
Húsnæði hefur á þeim tíma aukist
um helming og nemendafjöldi tvö-
faldast. Nú eru um 900 nemendur 1
dagskóla og á annað hundrað í
kvöldnámi.
I Menntaskólanum í Kópavogi er
nú verið að leggja lokahönd á síð-
asta áfanga verknámshússins sem
tekið verður í notkun í haust. Það
mun hýsa kjötiðnaðardeild, smui’-
brauðsdeild og fiskiðn auk inn-
kaupadeildar skólans og búningsað-
stöðu verknámsnema. Skólameist-
ari sagði þá starfsaðstöðu sem verið
væri að byggja upp mjög glæsilega
og með því besta sem þekktist í
heiminum.
Vólskóli íslands
HLUTI útskriftanema ásamt skólameistara við
anddyri Sjómannaskóla Islands.
Nýr vólarrúms-
hermir í notkun
VÉLSKÓLA íslands var slitið laug-
ardaginn 23. maí. Á þessum vetri út-
skrifuðust 24 með 4. stigs lokapróf,
38 luku fyrsta stigi eða vélaverðir,
29 öðru stigi og 41 þriðja stigi.
Skólameistari, Björgvin Þór Jó-
hannsson, lýsti í ræðu sinni ánægju
með undirritun nýs viðhalds- og þró-
unarsamnings um kennsluhenna
milli Kóngsberg Norcontrol í Nor-
egi annars vegar og Vélskóla Is-
lands, Verkmenntaskólans á Akur-
eyri, Stýrimannaskólans í Reykja-
vík, Ríkiskaupa og menntamála-
ráðuneytisins hins vegar.
í framhaldi af undirritun samn-
ingsins var á síðstliðnu hausti tekinn
í notkun nýr hermisbúnaður við
skólann. Settar voru upp fjórar lit-
grafískar hermisstöðvar af mjög
fullkominni gerð. Annar hluti samn-
ingsins kom síðan til framkvæmda í
mars síðastliðnum en þá var sett
upp rafmagns- og samfösunartafla
við eldri hluta hermisins ásamt
stjórnstöð fyrir rekstur á gufukatli.
Þessi búnaður, sem tekinn var í
notkun í byrjun apríl, hefur gefist
mjög vel. í ræðu skólameistara kom
einnig fram að með tilkomu þessa
seinni hluta fullnægir hermisbúnað-
ur skólans þeim kröfum sem Al-
þjóða Siglingamálastofnunin gerir
til kennslu- og þjálfunarherma.