Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 51 ** I DAG BRIDS Umsjón (íiiAiiiundiir l'áll Ariiursiin HVERSU heppinn er hægt að vera með legu? Lesand- inn ætti að fá sér sæti í suður og reyna við þrjú grönd með smáum spaða út: Suður gefur; AV á hættu. Norður * 64 ¥ÁG5 ♦ Á10753 *DG8 Suður AÁ7 V K1064 ♦ D84 * K1095 Hvernig þarf spilið að liggja til að það vinnist með bestu vörn? Ef austur á gosann biank- an í tígli er hægt að ná þar í fimm slagi með þvi spila íyrst drottningunni og gleypa gosann. Síðan má svína íyrir níu og sexu vest- urs. Suður drepur því strax á spaðaás og spilar tíguldrottningu. Vestur læt- ur kónginn, ásinn í borði og gosinn dettur. En spilið er rétt að byrja: Norður * 64 V ÁG5 ♦ Á10753 * DG8 Vestur Austur * K1082 * DG953 ¥ D7 ¥ 9832 ♦ K962 ♦ G *432 * Á76 Suður AÁ7 ¥ K1064 ♦ D84 + K1095 Nú þarf að kom að kom- ast tvisvar heim til að svína fyrir níu og sexu vesturs í tígli. Ennfremur verður að fá þrjá slagi á hjarta til að ná níu í allt. Ein hugmynd er að spila litlu hjai-ta úr borði og svína tíunni. Þá má komast tvisvar heim á hjarta ef austur á drottn- inguna. En góður varnar- spilari gæti tekið upp á því að stinga drottningunni upp og þá hverfur önnur inn- koman. Með bestu vörn, verður þvi að spila upp á drottningu aðra í hjarta; taka ásinn og yfidrepa gos- ann. Þetta spil er úr nýrri kennslubók Forrester og Seniors, sem heitir „Yfir öxl meistarans". Þeir félagar hafa þann sið að gefa góð ráð í lok hvers kafla, og eitt er svohljóðandi: „Gerðu ráð fyrir því versta í sterkum spilum, en þvi besta þegar allt virðist vonlaust.“ Fyrri hluti heilræðisins er góðra gjalda verður, en því miður vinnast svona spil bara í bókum. Árnað heilla Q/\ÁRA afmæli. í dag, i/Usunnudaginn 31. maí, verður níræð Guðlaug Guð- rún Guðlaugsdóttir, Efsta- landi 10, Reykjavík. Guð- laug tekur á móti ættingjum og vinum í Félagsmiðstöð aldraðra, Hraunbæ 105, í dag, milli kl. 15 og 18. I7QÁRA afmæli. Á morg- I V/un, mánudaginn 1. júní, verður sjötug Þóra Guðmundsdóttir, Bólstaðar- hlíð 29. Eiginmaður hennar er Sigurður Árnason. Þau verða að heiman á afmælis- daginn. />QÁRA afmæli. Á morg- öUun, mánudaginn 1. júní, verður sextugur Sigurð- ur Friðriksson, Vörðubrún 4, Keflavík. Eiginkona hans er Ragnheiður Þórisdóttir. Þau hjónin verða að heiman. QÁRA afmæli. Á morg- OUun, mánudaginn 1. júní, verður fimmtug Dagný B. Sigurðardóttir, Lækjar- bergi 7, Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar Guð- mundur Þórarinsson taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn á milli kl. 17- 20. QÁRA afmæli. í dag, OUsunnudaginn 31. maí, verður fimmtugur Hreiðar Gislason, Baldursgötu 16, Reykjavík. í tilefni dagsins tekur afmælisbamið á móti ættingjum og vinum í Lions- heimilinu, Sóltúni 9, frá kl. 19. ^—I—501 ÉG beit hann til baka. ÉG ætla að fá að skipta þessu bindi, það hljóp. ORÐABÓKIN Að fá byr undir báða vængi 22. MARZ sl. var rætt um orðalagið að fá byr í seglin. Tilefnið var það, að lesandi þessara pistla sagðist hafa heyrt talað um, að eitthvert mál hefði fengið byi' undir seglin. Var ég sammála honum um það, að hér væri röng notlöm á þekktu orðtaki úr sjómannamáli, og skýrði það svo nánar. Nú hafa tveir ágætir lesendur bent mér réttilega á, að hér sé á ferðinni ruglingur við ann- að orðtak, sem ég að sjálf- sögðu hefði átt að muna eftir, svo algengt sem það örugglega er, þ.e. að fá byr undir báða vængi. Þarna hefur sá, sem talaði um að fá byr undir seglin, trúlega haft hið síðarnefnda í huga, enda er merkingin hin sama. Þetta mundu einmitt þessir ágætu les- endur, og þakka ég ábend- inguna. Annar þeirra er gamalreyndur flugmaður, sem oft hefur fengið byr undii■ báða vængi í bók- staflegri merkingu eins og fuglar himinsins. Þetta orðtak fmn ég ekki í Orð- takasafni Halldórs pró- fessors Halldórssonar, en vafalaust þekkir hann það eins og flestir aðrir. Það er hins vegar i OM frá 1983 undir no. byi- og þannig orðað: „e-ð gefur e-m b. í seglin (b. undir undir (báða) vængi) þ.e. hjálpar honum, örvar hann.“ Eg held, að þetta geti táknað nokkru meira en kemur fram í OM og þá með so. að fá. Málið fékk byr undir báða vængi, en auðvitað ekki undir seglin. J.A.J. STJÖRNUSPA eftir Kranccs llrake TVIBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert lokaður og hieypir ekki mörgum að þér. Þú þarft að vera í öruggu skjóli bæði í einkalífí og starfí. Hrútur . (21. mars -19. apríl) Notaðu daginn til að fara í stutta skemmtiferð með fjölskyldunni. Takið með ykkur nesti og nýja skó. Naut (20. apríl - 20. maí) Reyndu að koma lagi á málin meðan þú hefur tækifæri til þess. Brjóttu odd af oflæti þínu og vertu auðmjúkur. Tvíburar ^ (21. mai - 20. júní) rtA Þú ert í góðu skapi og til í að framkvæma hlutina. Settu þér takmark og byrj- aðu á því sem er mest að- kallandi. Nrobbi ^ (21. júní - 22. júlí) H7K Þú þarft á því að halda nú að hlusta á góðra manna ráð. Einbeittu þér að því að vera jákvæður og bjart- sýnn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú sérð hlutina loksins í réttu ljósi og getur nú stefnt ótrauður að tak- markinu. Láttu ekkert tefja þig. Meyja (23. ágúst - 22. september) (D(L Þú einn getur leyst málin og fylgt þeim í höfn. Að því loknu geturðu helgað þig fjölskyldunni og heimilinu. Vo£ 'rxx (23. sept. - 22. október) A W Einhver spenna ríkir heima fyrir. Láttu aðra um að ráða sínum málum og haltu þér utan við það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú vaknar hress og glaður og ert tilbúinn að koma miklu í verk. Njóttu kvölds- ins með nánum vinum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Æ.Q- Nú er rétti tíminn til að hreinsa til í geymslunni. Gefðu til góðgerðastarf- semi það sem má missa sín. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4K Þér hættir til að hvarfla úr einu úr annað. Settu þér skýrari starfsáætlun og haltu þig svo við hana. Vatnsberi , (20. janúar -18. febrúar) Cíiffi 011 menntun kostar pen- inga en á þessu sviði sem öðrum er hægt að sníða sér stakk eftir vexti. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú munt hitta gamla skóla- félaga og njóta endurfund- anna. Kvöldið skaltu helga þínum nánasta ástvini. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. 17. júni Sölutjöld - Sölubu Álblöðrur fyrir helíum. Rellur, fánar og blöðrur með íslenska fánanum Venjulegar blöðrur og margt fleira í tilefni útihátíða. E.G. Ólafsson, heildverslun, Arnarbakka 2, Rvík, sími 567 0799. KAFFIHLAÐBORÐ I DAG FRÁ 14 TIL 17 Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935 Hueradölum, 110 Reykjauík, borðapantanir 567-2020, fax 507-2337 Opið laugardag 10—16. \c#HW5IÐ .3® Mörkinni 6, sími 588 5518 Áhrif búnaðar sem ræður ekki við árið 2000 á rekstur fyrirtækja og stofnana Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga boðar til morgunverðarfundar í Skála Hótel Sögu fimmtudaginn 4. júní kl. 8:00-9:30 Framsögumaður: Per Raith framkvæmdastjóri IBM á Norðurlöndum og sérfræðingur á þessu sviði Per Raith heldur fyrirlesturinn á ensku og mun m.a. fjalla um : - Að skilja árið 2000 vandamálið og áhrif þess á viðskiptalífið - Hvers vegna á að bregðast við núna ? - Hvaða þekking þarf að vera til staðar til að hefjast handa ? - Alþjóðleg staða og hve langt eru lönd komin í undirbúningi - Spurningar og svör I FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA I OG HAGFRÆÐINGA Fundurinn er öllum opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.