Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hvað segirðu? En gaman. Ég vona
bara að íslendingar hafi jafn gam-
an af að hlusta á mig og ég hef af
að syngja þessi lög,“ sagði
Gortsjakova, þegar Morgunblaðið náði tali af
henni, er hún átti stund milli stríða austur í
Pétursborg. Henni voru þá sögð þau tíðindi,
að fljótlega hefðu allir miðar á tónleika henn-
ar selst. Lögin eru rússneskir ástarsöngvar.
„Ég verð svo hamingjusöm, þegar ég syng
þessa ástarsöngva," segir hún. „Astin gefur
manni svo mikið líf.“ Og hlær björt, þegar
hún er spurð um ástina. Hún segist vera
hamingjusamlega gift og eiga þau hjónin 11
ára gamlan dreng. Eiginmaðurinn er bassa-
söngvari og syngur við lítið óperuhús í Pét-
ursborg, en stóru húsin eru vettvangur henn-
ar. Og sonurinn? „Hann er mjög músíkalsk-
ur,“ segir hún og móðurstoltið skín í gegn
um símann. „Hann er að læra á píanó. Syng-
ur svolítið. Og minn draumur er að sjá hann
sem söngvara." Það er þá væntanlega tekið
lagið á þessu heimili! Gortsjakova hlær.
„Okkar leiðir liggja ekki saman á sviðinu,“
segir hún svo. „Við erum hamingjusöm fjöl-
skylda utan þess.“
Sjálf segist hún hafa verið heimagangur í
óperahúsi í Nowosibirsk, þar sem móðir
hennar söng. „Og ég var komin upp á sviðið
sex, sjö ára,“ segir hún. „I fyrsta hlutverkinu
mínu gekk ég bara yfir sviðið, orðalaust. En
ég man, að ég var þá strax ákveðin í að verða
söngkona, eins og mamma, og mig dauðlang-
aði að fara syngjandi um sviðið!"
Og sópransöngkonan Galína
Gortsjakova, hefur heldur betur
látið drauminn rætast. Hún hefur
unnið hug og hjarta fólks með söng
sínum, túlkun og framkomu á nýliðnum ár-
um, austan hafs sem vestan. „Tónninn er
hreinn, sterkur og auðugur; tjáskipti henn-
ar við áheyrendur bera vitni meðfæddum
hæfileikum mikils listamanns," sagði tón-
listargagnrýnandi The Sunday Telegraph
eftir umtalaða tónleika hennar á Edinborg-
arhátíðinni um árið og starfsbróðir hans hjá
The Herald bætti um betur: „Þetta voru
einhverjir mikilfenglegustu einsöngstón-
leikar sem ég hef sótt um dagana... fágætt
tækifæri til að hlýða á eina mestu söngrödd
samtímans."
Galína segist muna sitt fyrsta óperahlut-
verk. Það var í Eugen Onegin við Swer-
dlowsk óperana. Og nú er hún orðin vön
stærri sviðum en því, sem hún gekk þegjandi
í bernsku í Nowosibirsk. Hún skóp sér fyrst
og fremst nafn sem söngkona við Kírov-óper-
una í Pétursborg og var þegar dáð og dýrkuð
í Rússlandi, þegar hún hélt vestur á bóginn
árið 1991 til að syngja fyrir Breta. Um
frammistöðu hennar í hlutverki Renötu í
Eldengli Prokofieffs á Prominade-tónleika-
hátíð BBC hefur einkum eitt orð verið notað:
„Ogleymanleg!"
Ari síðar steig Galína fyrst á svið í Covent
Garden og söng þar sama hlutverk. Síðan
hefur hvert sögufrægt húsið rekið annað,
Metropolitan, Þjóðaróperan í Vínarborg, Ba-
stillu-óperan, La Scala og Kölnaróperan svo
dæmi séu tekin.
Af verkefnum hennar á óperusviðinu
allra síðustu misseri má nefna
Toscu í Covent Garden, La Scala og
í Bastillu-óperanni, þar sem Plaeido
Domingo söng á móti henni, Madama Butt-
erfly á La Scala og Metropolitan-óperanni og
Evgín Ónegín í Metropolitan-óperanni og
Verð svo hamingju-
söm, þegar ég syng
þessa ástarsöngva
Rússneska sópransöngkonan Galína Gortsjakova
kemur fram á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í
Háskólabíói þriðjudaginn 2. júní næstkomandi.
...í hlutverki Renötu í Eldengli
Prokofjews.
...í hlutverki Jaroslawna GALÍNA Gortsjakova.
í Igor fursta.
...í hlutverki Toscu á sviði Covent Garden.
Vínaróperanni, auk þess sem hún hljóðritaði
nýverið Madama Butteríly ásamt Domingo
undir stjórn Seiji Ozawa.
Hvernig finnst henni, þegar hún sér og
heyrir henni líkt við Maríu Callas eða hún er
kölluð rödd 21. aldarinnar?
„Mér finnast þessar samlíkingar gagn-
rýnenda lýsa mikilli vinsemd í minn garð,“
segir hún. Röddin er alvarleg og í fyrsta
skipti í samtali okkar hef ég það á tilfinning-
unni að hún velji orðin vandlega. En svo
glaðnar yfir og hún gefur í: „María Callas er
aðeins ein. Og ég er ég, gædd eigin vilja og
hæfileikum. Eigum við ekki að bíða og sjá
hvað úr mér verður?" Nú hlær röddin aftur
björt.
Fara þessar samlíkingar í taugamar
á henni? „Nei. Alls ekki. María
Callas er mín uppáhaldssöngkona.
Svo ég get látið mér vel líka. En
hún er engri lík.“ Afköst einsöngvarans Ga-
línu Gortsjakovu hafa jafnframt verið mikil
en á tónleikum sínum setur hún rássnesk
sönglög jafnan í öndvegi og á tónleikunum í
Háskólabíói mun Galína syngja rássneska
ástarsöngva. Hefur hún meðal annars komið
fram í Berlín, Lundúnum, Lissabon, Mílanó,
París, New York, Toronto, Vínarborg, Genf,
Hong Kong og Helsinki. Nýtur hún ýmist
fulltingis píanóleikarans Larissu Gergievu,
sem verður með í för til íslands, eða hljóm-
sveita undir stjórn manna á borð við Alex-
ander Anissimov, Jukka-Pekka Saraste,
Tony Pappano og Andreas Delfs.
I hljóðver skundar Galína líka annað veif-
ið. Söng hennar er meðal annars að finna á
geislaplötu með aríum úr óperam eftir Verdi
og Tsjajkovskíj og á einsöngsplötu með ráss-
neskri tónlist. Hún hefur tekið þátt í upptök-
um Kírov-óperunnar á Igor prinsi eftir
Borodin, Eldenglinum eftir Prokofíeff, Rusl-
an og Ludmillu eftir Glinka og Iolanta eftir
Tsjajkovskíj. Þá hefur hún tekið þátt í að
syngja Vald örlaganna og Don Carlos eftir
Verdi inn á plötur.
Það er alltaf gaman að koma á nýjar
slóðir,“ segir Galína Gortsjakova.
„Ég hlakka til að heimsækja ísland.
Ég hef að vísu ekki mikinn tíma,
tónleikar í Múnchen taka við af tónleikunum
í Reykjavík. En ég ætla að sjá eins margt og
ég kemst yfir. Ég bara veit svo lítið. Segðu
mér. Er ísland eyland?“
„Gott. Eylönd era svo spennandi.“
Uni
píanóleikarann
Larissa Gergieva hefur skipað sér sess
innan söngheimsins sem mikilsvirtur leið-
beinandi og meðleikari einsöngvara. Hún
stýrir Master Class námskeiðum fyrir söngv-
ara í Perm óperahúsinu í Pétursborg, þar
sem þátttakendur era bæði innlendir og er-
lendir söngvarar og hún er yfirstjórnandi
Rimsky-Korsakov einsöngvarakeppninnar
sem haldin er annað hvert ár i þeirri sömu
borg. Larissa hefur starfað hjá öllum helstu
óperahúsum Rússlands og víða erlendis, s.s. í
La Scala í Mflanó, Santa Caccilia í Róm, í
Hamborg, Leipzig, Dresden, Zwickau, San
Francisco, New York, Queen’s Hall í Edin-
borg og í Wigmore Hall og Queen Elizabeth
Hall í Lundúnum.
Þess má að lokum geta að Ingibjörg Har-
aldsdótth- hefur þýtt söngva Galínu
Gorchakovu á íslensku og fylgir þýðingin
efnisskrá tónleikanna.
Sidney er Cassandra
KVIKMYNIIIR
Laugarásbfó, R«gn-
boginn og Bfðböllin
SCREAM2
★ ★★
Leikstjdri: Wes Craven. Handrils-
höfundur: Kevin Williamson. Aðal-
hlutverk: Neve Campbell, David
Arquette, Jamie Kennedy, Liev
Schreiber, Laurie Metcalf, Elise
Neal, Jerry O’Connor. Miramax
Entertainment 1998.
FYRRI mynd Wes Craven um
menntaskólakrakkana sem lenda
í klóm grímuklædds morðingja
vakti mikla lukku meðal ungs
fólks, og virðist framhaldsmyndin
Scream 2 ekki ætla að standa
henni að baki í þeim efnum. Þótt
aðalsöguhetjurnar Sidney og
Randy hafi nú flutt eltir hrylling-
urinn þau og fréttakonan metnað-
argjama Gale Weathers, sem
óbeint bjargaði lífi þeirra, hefur
skrifað bók um morðmálin. Þegar
allt bendir til að atburðimir muni
endurtaka sig er hún ekki lengi
að mæta á svæðið.
Wes Craven heldur áfram að
kryfja hryllingsmyndaformið,
vitna í þær myndir og bætir um of
með því að vitna aðallega í sjálfan
sig í fyrri Scream-myndinni.
Hann byrjar á þrælmögnuðu at-
riði sem gerist í kvikmyndahúsi
þar sem fullur salur af ungu fólki
(sem er raunin ef maður fer á
þessa mynd) horfir á kvikmynd
gerða eftir bók Gale Weathers um
atburði seinustu myndar, og er
það stæling á upphafsatriði henn-
ar.
Menntaskólanemendurnir eru
sem fyrr mikið áhugafólk um
kvikmyndir og í kvikmynda-
fræðitímum ræða þau gæði
framhalda vinsælla mynda, sem
Scream 2 er einmitt. Allar þess-
ar tilvitnanir og það að maður
þekkir formið og aðalpersónurn-
ar skapa skemmtilega stemmn-
ingu eins og þegar maður horfir
á vini sína í framhaldsmynda-
þáttum sem maður er farinn að
þekkja og þykja vænt um.
Craven gerist nú „hámenning-
arlegri11 og lætur fyrstu vampíra-
myndina Nosferatu eftir Murnau
sjást á sjónvarpsskermi. Auk þess
grefst hann fyrir um þá persón-
una sem Sidney leikur, og hlut-
verk hennar í frásögninni frá upp-
hafi. Sidney tekur þátt í skólaleik-
riti þar sem hún leikur Cassöndra
í gríska harmleiknum um Tróju.
Cassandra gengur í gegnum
mikla erfiðleika en það skiptir
öllu máli að hún gefist ekki upp,
og þar er henni Sidney okkar vel
lýst.
Að öðra leyti svipar Scream 2
mikið til fyrirrennara síns þar
sem húmorinn er sá sami, per-
sónurnar og formið. Upphafið er
gott einsog ég sagði, myndin
dettur svo eilítið niður í spennu
en tekur svo dágóðan kipp í lokin
í mjög spennandi og óvæntu loka-
atriði.
Það er ósköp gaman og nota-
legt að sjá sumar persónumar
aftur. Sidney er aðallietjan okkar
og við höldum með henni, þótt
hún sé ekki sérlega skemmtilegur
og fullalvarlegur karakter. Hins
vegar fær Neve Campbell að láta
ljós sitt skína þar sem mun meira
reynir á leikhæfileika hennar nú.
Lögregluþjónnin Dewey, leikinn
af David Arquette, er ennþá jafn-
klaufskur og brjóstumkennanleg-
ur, en kemur nú skemmtilega á
óvart, þar sem hann er ekki allur
þar sem hann er séður. Liev
Screiber leikur Cotton Weary
sem var granaður morðingi í fyrri
myndinni. Hann snýr aftur aftur
með athyglissýki, og er alltaf
jafnógeðfelldur. Það er merkilegt
að eins og hann Screiber er fínn
leikari, og hefur í gegnum tíðina
sýnt á sér margar og ólíkar hlið-
ar, þá fær hann alltaf mjög leiðin-
leg hlutverk.
Craven vill láta taka sig alvar-
legar er þegar hann gerði Scr-
eam, þótt hann gleymi ekki að
vera fyndinn og hrollvekjandi. Úr
því kemur bæði betri og
skemmtilegri mynd.
Nú er ég orðin spennt að sjá Scr-
eam 3.
Hildur Loftsdóttir