Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Hrifnari af hljómsveit-
um sem hafa skapgerð
Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi
BBC Fílharmóníusveitarinnar stjórnar
sinfóníutónleikum á Listahátíð föstudaginn
5. júní. Dagur Gunnarsson hitti Yan
Pascal Tortelier að máli á heimili hans í
Kensington hverfínu í London.
YAN Pascal Tortelier hljómsveit-
arstjóri hefur verið aðalstjórnandi
BBC Fílharmóníusveitarinnar síð-
an 1992 og stjórnað flestum sinfón-
íuhljómsveitum Bretlands. Hann
hefur í seinni tíð unnið með hljóm-
sveitum á Norðurlöndum, í Þýska-
landi, Italíu, Frakklandi, Rúss-
landi, Bandaríkjunum, Kanada og
Japan og framundan eru verkefni
víða um heim, m.a. á Islandi.
Yan Pascal Tortelier var uppal-
inn við tónlist, foreldrar hans voru
bæði sellóleikarar, systur hans eru
tónlistarmenn og sjálfur lærði
hann á fíðlu og píanó frá fjögurra
ára aldri og hóf tónlistarferil sinn
fjórtán ára. Um tvítugt vann hann
fyrir sér og var orðinn reyndur
fiðluleikari og fór eins og hann seg-
ir sjálfur „að fikta við“ hljómsveit-
arstjórn.
„011 fjölskyldan er músíkölsk,
foreldrarnir og systur mínar, fyrir
nú utan önnur skyldmenni, frænd-
ur og frænkur, Tortelier ættin
hefur verið tengd tónlistinni í ára-
tugi, afar mínir hétu báðir Jósef
og voru báðir listfengir húsgagna-
smiðir. Það er kannski ekki svo
langt skref frá því að búa til smíð-
isgripi og að spila á haganlega
smíðuð hljóðfæri eins og selló og
fíðlu.“
Ertu búinn að leggja fiðluna á
hilluna?
„Já, ég er ekki lengur fiðluleik-
ari, ég hef einfaldlega ekld tíma til
að sinna henni, hljómsveitarstjóra-
in á hug minn allan núna. Eg sá
mjög snemma hveraig faðir minn
helgaði sig gjörsamlega tónlistinni,
það var og er enn hvatning fyrir
mig að þróa tónlistarhæfileika
mína sem ég frekast má og hljóm-
sveitarstjóm gefur mér mun breið-
ara svið ojg að mér finnst meira
svigrúm. Eg fann að ég gat ekki
náð lengra með fiðlunni, þar voru
takmarkanir og hindranir, sem ég
finn ekki fyrir sem stjómandi. Föð-
ur minn langaði alltaf að verða
stjómandi en náði því ekki, það
veitir mér því mikla ánægju að
hafa náð hans mark-
miði. Þó að ég hafi
fengið smá reynslu í
hlj ómsveitarstj órn
mjög snemma, þá
sneri ég mér ekki al-
farið að því fyrr en ég
var milli þrítugs og
fertugs."
Hvernig verður
maður hljómsveitar-
stjóri?
„Þetta er nokkuð
sem ekki er hægt að
læra á skólabekk, og
það er ekki nóg að
hafa hæfileika, það
þarf að rækta hann,
það er helst að maður
geti setið við fótskör meistaranna
og lært af þeim, en það er ekki nóg,
aldur og reynsla er það eina sem
gildir. Þetta er dálítið eins og að
vera forstjóri, það er enginn sem
kennir manni að vera forstjóri og
það er hæpið að gerast forstjóri um
tvítugt."
Hefurðu unnið áður með Viviane
Hagner?
„Nei, aldrei, ég er mjög spennt-
ur að fá að vinna með henni. Eg hef
heyrt hana spila nokkrum sinnum,
síðast í Dresden þar sem hún spil-
aði með Dresden fílharmóníunni.
Það er ekki nokkur vafi á að hún er
hæfileikaríkur fiðluleikari og það
verður ný reynsla fyrir mig að
vinna með henni, ekki síst þar sem
við ætlum að spila frekar óvenju-
lega blöndu af verkum. Það er ein
ástæðan fyrir því að
ég hlakka til tónleik-
anna á íslandi, hin er
að ég hef heldur ekki
unnið með íslensku
Sinfóníuhlj ómsveitinni
áður og það er alltaf
spennandi að sjá
hvemig samstarfið
þróast. Maður veit
aldrei hvemig sam-
band eða skilningur
næst á milli stjómand-
ans og hljómsveitar-
innar. Það gæti orðið
„ástarsaga" úr sam-
starfinu, það gæti ver-
ið frekar venjulegt,
það gæti líka orðið að
stórslysi, það er ekki nokkur leið
að spá um það.“
Ertu kröfuharður stjómandi?
„Já, það held ég, og þegar mér
tekst að ná góðu sambandi við
hljómsveit þá held ég að útkoman
sé meira gefandi en hjá þeim
stjórnendum sem tilheyra „auð-
velda klúbbnum". Þó að ég telji
mig vera kröfuharðan þá hef ég
lært með aldri og reynslu að vera
sveigjanlegur, þegar ég var yngri
vildi ég sýna fram á styrk minn og
að ég hefði ákveðnar hugmyndir
um tónlistina, sem ég hef ennþá, en
núna reyni ég frekar að vinna að
því takmarki í samstarfi við hljóm-
sveitina. Það er misjafnt hvemig
hljómsveitir bregðast við manni
þegar maður mætir með sínar eig-
in væntingar og hugmyndir sem
Yan Pascal
Tortelier
maður vill miðla og koma til áheyr-
enda. Eg reikna með að Islending-
ar séu með frekar norræna skap-
gerð en það segir mér svosem ekki
mikið því ég hef unnið á öllum hin-
um Norðurlöndunum og það var
mikill munur á milli þeirra. Eg er
hrifnari af hljómsveitum sem hafa
skapgerð og em ekki of tæknilegar
eða klínískar, það er líka mikilvægt
að það sé samspil milli hljómsveit-
ar og stjómanda."
Að hvaða leyti er efnisskráin
óvenjuleg?
„Það verða tvö frönsk og tvö
þýsk tónskáld á efnisskránni,
Frakkarnir Gabriel Fauré og
Maurice Ravel og Þjóðverjamir
Alban Berg og Paul Hindemith.
Það er frekar óvenjulegt en um leið
spennandi að tefla fram þýskri og
franskri tónlist saman því þetta
era töluverðar andstæður. Þeir
vora allir uppi á sama tímabili, lok
síðustu aldar, þetta vora tuttug-
ustu aldar menn sem vora að gera
mjög ólíka hluti. Frakkarnir eru í
mýkri kantinum, með mjög falleg
og rómantísk verk, Þjóðverjamir
eru aðeins harðari, Alban Berg
samdi í tólftóna skalanum sem var
nýtt og nánast byltingarkennt
form í þá daga, dálítið eins og
kúbismi í málaralist. Þó að
Hindemith hafi verið uppfinninga-
samur og krefjandi sem tónskáld
þá aðhylltist hann aldrei tólftóna
skalann. Ég held dáh'tið uppá
Hindemith og tónlist hans og er
nýbúinn að ganga frá upptöku á
öllum verkum hans með hljóm-
sveitinni minni, BBC fílharmóní-
unni, sem Chandos útgáfan gaf út á
fimm geisladiskum.“
Hefurðu einhvern tíma til að
skoða þig um á Islandi?
„Já, eftir tónleikana ætlum við
konan mín að eyða nokkram dög-
um í skoðunarferðir, ég hlakka til
að fá að upplifa bjarta sumamótt á
ykkar fallega landi.“
Taktu þátt í léttum netleik á www.mbl.is og þú
getur unnið nýju plötuna með Smashing
Pumpkins, Adore, Smashing Pumkins-póstkorta-
pakka eða -plakat.
www.mbl.is
Fiðluleikarinn Viviane Hagner
Eftirsóttur einleikari
þrátt fyrir ungan aldur
VIVIANE Hagner, sem leikur
einleik á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar fslands næstkom-
andi föstudagskvöld, er þrátt fyr-
ir ungan aldur með áralanga
sviðsreynslu sem ein-
leikari og eftirsótt
sem slíkur af þekkt-
um hljómsveitum
víða um heim.
Hún fæddist í
Miinchen 1976, þar
sem hún ólst upp, en
móðir hennar er
kóresk. Fiðlunám
hóf hún fimm ára.
Síðar kenndi henni
hinn heimskunni
Thomas Zehetmair
og frá því 1996 hefur
hún notið handleiðslu
Thomas Brandis við
listaháskólann í
Berlín.
Segja má að einleikaraferill
Hagner hafí hafízt árið 1988,
þegar hún var 12 ára, en þá
vann hún fyrstu verðlaun í
keppninni „Jugend musiziert",
sem tónlistamemar frá öllu
Þýzkalandi taka þátt í ár hvert.
Formleg frumraun hennar sem
einleikara á opinberum tón-
leikum var með fflharmóníu-
hljómsveit Hamborgar (Phil-
harmonisches Staatsorchester
Hamburg) undir stjórn Gerd
Albrechts 1989. í kjölfarið var
henni boðið að spila með mörg-
um þekktum hljómsveitum og
virtum hljómsveitarsljórum,
svo sem Þýzku sinfóníuhljóm-
sveitinni (Deutsches Symphonie-
Orchester, RSO) í Berlín,
fflharmóníusveit útvarpsins í
Hilversum í Hollandi, kammer-
sveit Litháens, kammersveit
Wurttemberg og fflharmóníu-
sveitum Tékklands og Hol-
lands.
1990 fór Hagner í tónleikaferð
með fflharmóníusveit Berlínar til
ísraels og spilaði einleik á sam-
eiginlegum tónleik-
um sveitarinnar með
fflharmóníusveit fsra-
els undir stjórn Zubin
Mehtas.
Hefur leikið með
Mehta, Barenboim
og Norrington
Hagner hefur tekið
þátt í fjölda lista- og
tónlistarhátíða í Evr-
ópu, Japan og víðar.
Þá hefur hún alloft
komið fram f útvarpi
og sjónvarpi.
Á starfsárinu 1996-
1997 fór Hagner í
tónleikaferðir með
fílharmóníuhljómsveit Rotterdam
um Holland og með fflharmóníu-
sveit Strassborgar um Frakkland
og Austurríki. Hún spilaði einnig
með sinfóníuhljómsveit Birming-
ham undir stjórn Rogers Norr-
ington. Síðastliðið haust lék hún
einleik á tónleikum Staatskapelle
Berlin undir stjóm Daniels
Barenboims á listahátíðinni í
Berlín.
Ilagner og 18 ára gömul systir
hennar Nicole tróðu upp saman á
tónlistarhátíðinni í Ravinia í
marz í fyrra. Þær systumar
komu fram saman á tónleika-
ferðalögum um Þýzkaland og um
nokkur lönd Suður-Ameríku í
fyrrasumar.
Á tónleikunum með Sinfóníu-
hljómsveit Islands á föstudaginn
Ieikur Viviane Hagner einleik í
verkum eftir Fauré, Ravel,
Hindemith og Alban Berg.
Viviane
Hagner