Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 40

Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 40
40 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR G. KRIS TINSDÓTTIR + Sigríður G. Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1921. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Ein- arsdóttir, húsmóðir, og Kristinn E. Magnússon, bakara- meistari. Sigríður ólst upp í Þingholts- stræti 23, og hóf þar einnig sinn bú- skap þar til hún flutti 1974. Sigríður á eina syst- ur, Margréti K. Jackson, fædda 1926, er hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá 1944, og er nú búsett í Okala í Flórída. __ Sigríður giftist Þorsteini S.H. Ólafssyni skipasmið, 24. sept- ember 1950. Þorsteinn lést 12. mars 1977. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Kristín, f. 10. ágúst, 1955, sambýlismaður hennar er Sölvi Sölvason. Guðrún á tvö börn, Sigríði Maríu, f. 1974, og Philip Hrafn, f. 1981. 2) Elínborg Jóhanna, f. 1. febrúar 1960. Eiginmaður hennar er Valgarður Ár- mannsson og eiga þau 3 börn, Þor- stein Víði, f. 1983, Margréti Sigríði, f. 1986, og Einar Ár- mann, f. 1992. 3) Ólafur Guðmundur, f. 15. maí 1962. Hann er ókvæntur en á eina dóttur, Elísabetu, f. 1983, með fyrrverandi sambýiiskonu sinni, Brynju Haraldsdóttur. Sigríður giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Guðmundi Þóri Magnús- syni, fyrrv. starfsmanni Reykja- víkurborgar, 31.12. 1983. Útför Sigríðar fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 2. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við kveðjum næstkomandi þriðjudag, 2. júní, kæra frænku, vinkonu og móður, Sigríði Kristins- dóttur, sem lést eftir nokkurra mánaða vanheilsu 77 ára að aldri. Hún er öllum harmdauði er henni kynntust. Sigríður, eða Sigga frænka, eins og við kölluðum hana, fæddist í einu af elstu húsum Reykjavíkur, Veltu- sundi 3B, dóttir hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Kristins Magnús- sonar, Benjamínssonar úrsmiðs. í miðbænum steig því Sigríður frænka sín fyrstu skref, þar sem hún ólst upp við mikið ástriki for- eldra sinna. Á þeim árum var Reykjavík að breytast úr bæ í borg. Eftir nokkurra ára búsetu í Veltu- sundi, fluttist hún með foreldrum sínum í glæsilegt hús í Þingholtun- um, Þingholtsstræti 23, þar sem önnur dóttir Guðrúnar og Kristins kom í þennan heim, og var hún skírð Margrét. Hún hefur um 50 ára skeið verið búsett í Bandaríkj- unum. í Þingholtsstræti 23 rak Kristinn, faðir þeirra systra, bakarí, en hann var bakarameistari að mennt. Fyrsti starfsvettvangur Siggu frænku var því í bakaríinu hjá föður sínum, og sýndi hún starf- semi föður síns mikinn áhuga, eins og öllu, sem hún tók sér fyrir hend- ur á lífsleiðinni. Sökum heilsu- brests, varð Kristinn að hætta rekstri bakarísins, en hóf síðar störf á úrsmíðaverkstæði Magnúsar Benjamínssonar og Co. í Veltusundi við klukkuviðgerðir, enda þótti hann sérstaklega handlaginn mað- ur. Var honum m.a. falið að sjá um viðhald og stillingu á klukkunni í tumi Dómkirkjunnar í Reykjavík um margra ára skeið. Sigríður stundaði nám við Mið- bæjarbamaskólann í Reykjavík, sem lengi var eini barnaskólinn í Reykjavík en að því loknu fór hún í kvöldskóla sem KFUM rak á þess- um ámm í húsakynnum sínum við Amtmannsstíg, sem var vísir að því gagnfræðaskólanámi sem við þekkj- um í dag. Þá stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi, þaðan sem hún lauk prófum með glæsibrag. Þaðan átti hún margar ljúfar minningar. I æsku heillaði sveitalífíð Sigríði, en allt til 17 ára aldurs var hún við sumarstörf á Legsteinar Lundi v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 bænum Þurá í Ölfusi hjá frændsystkinum sínum, Kristínu, Sæmundi og Brynjólfi sem hún alla tíð mat mikils. Sigga starfaði um nokkurt skeið á saumastofu Magna hf. í Þingholtsstræti, sem lengi var þekkt fyrirtæki í Reykjavík, það fyrirtæki flutti síðan alla starfsemi sína til Hveragerðis. Þá hóf Sigga störf hjá Feldinum hf. sem á þeim árum var þekkt sauma- og verzlun- arfyririæki við Austurstræti. Hún starfaði þar í nokkur ár ætíð sam- viskusöm og húsbóndaholl. Áhugamál hennar voru mörg á yngri árum, en þar bar hæst mikinn áhuga hennar á skíðaíþróttinni, en í mörg ár lét hún sig ekki vanta á skíðalandsmótið á Isafirði, ásamt vinkonum sínum, og fyrir hana var ekki langt að fara úr Þingholtsstræt- inu á skauta á Reykjavíkurtjörn eða Austurvelli á vetrarkvöldum. I Þingholtsstræti 23 bjó Sigga í 50 ár og var stoð og stytta foreldra sinna eftir að heilsu þeirra tók að hraka. Heimilið í Þingholtsstræti 23 var rómað fyrir gestrisni og hlýjar mót- tökur og þaðan fór enginn svangur. Jólaboðin þar voru ætíð fjölmenn, glæsileg og eftinninnileg. Þama kom stóra ástin hennar Siggu inn í líf hennar, hann Steini eins og við kölluðum hann. Sigga var orðin 28 ára þegar hún giftist Þorsteini Ólafs- syni skipasmið og þúsundþjalasmið 26. september 1950. Ættuðum frá Snæfellsnesi. Þau eignuðust í fyrstu ekki böm en tóku í fóstur tvær dæt- ur Guðrúnu Kristínu nú starfsstúlku á Landakoti, og Elínborgu Jóhönnu en hún starfrækir nú saumastofuna Nálina í Reykjavík. En komin yfír fertugt eignaðist Sigga dreng, sem skírður var Ólafur, hann starfar nú sem verktaki í Reykjavík. Þegar Sigga og Steini seldu Þing- holtsstræti 23, keyptu þau stóra hæð á Sundlaugavegi 12. Veikindi vom þá farin að segja til sín hjá Þor- steini. Hann lést langt um aldur fram árið 1977. Þrátt fyrir aðsteðj- andi veikindi hélt hún góða skapinu og léttleikanum, enda liðu ekki mörg ár, þar til hún eignaðist nýjan vin. Það var síðan á gamlársdag 1983, sem hún giftist aftur, Guðmundi Magnússyni, starfsmanni hjá Reykjavíkurborg. Guðmundur var ekkjumaður. Því varð Grenimelur 31 heimili hennar síðustu árin, og þar, eins og í Þingholtsstrætinu og á Sundlaugaveginum, var tekið á móti gestum og gangandi opnum örmum. Sigga hafði mikinn áhuga á ferða- lögum og saman fóm þau Guð- mundur í ferðalög um Evrópu og heimsóttu ættingja í Bandaríkjun- um. Hún dvaldi m.a. um eins árs skeið í Bandaríkjunum, skömmu eftir að Margrét systir hennar flutti vestur. Hannyrðir vom henni mikið áhugamál, og þau em ófá teppin og peysumar sem eftir hana liggja. Þá var hún virkur félagi í Kvenfélagi Neskirkju, sótti flesta fundi þess og lagði sitt af mörkum við bakstur á ljúffengum tertum fyrir kvenfélags- fundina. Þá eru ferðalögin orðin mörg hjá henni gegnum árin með Kvenfélaginu. Eftir langt hlé á vinnumarkaðinum, hóf hún störf aftur og starfaði þá i nokkur ár hjá Sælgætisgerðinni Freyju við Lind- argötu, eða þangað til það fyrirtæki flutti í Kópavog. Þá flutti hún sig til Nóa/Siríusar við Barónsstíg, en þar varð hennar síðasti starfsvettvang- ur. Foreldrar Sigríðar frænku vora ávallt léttir í lund, og því átti hún ekki langt að sækja góða skapið, hreinskilnina og létta húmorinn sem ávallt fylgdi henni, jafnvel þeg- ar öldur erfiðleika og veikinda risu í lífi hennar. Beinskeyttar athuga- semdir og létt „skot“ á vini og vandamenn verða öllum er henni kynntust ógleymanleg. Hún var allt í senn, fáguð, nett og stórbrotin kona sem gott var að leita til. Hún mátti ekkert aumt sjá. Hún var vin- ur vina sinna, lítilmagnans, og sinnti skyldum sínum við þá er henni stóðu næstir af mikilli samvisku- semi. Síðustu mánuðir vom henni erfið- ir. Heilsu hennar tók að hraka í september á síðasta ári, þegar hjartað byrjaði að gefa sig. Hún lifði í voninni þrátt fyrir áfollin á Sjúkra- húsi Reykjavíkur um páskana. Stutt heimsókn Margrét systur hennar veitti henni mikla ánægju. Elsku Sigga mín, það er komið að kveðjustund, kallið kom allt of fljótt. Eg þakka þér alla þína vin- áttu. Kaffisopamir eru orðnir marg- ir í gegnum árin hjá þér. Eg þakka matarboðin og jólaboðin. Guð blessi minningu þína. Kæri Guðmundur, Gunna Stína, Óli og Ella, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Magnús Sverrisson. Eitt af því dýrmætasta sem við eignumst á lífsleiðinni er sönn vin- átta. Við voram ekki háar í loftinu, systumar, þegar við gerðum okkur grein fyrir því, að orðið vinkona merkti eitthvað fallegt og gott, eitt- hvað eftirsóknarvert, eitthvað sem gæfi lífinu gildi. Sú vinátta, sem myndaðist milli móður okkar og Sigríðar Kristins- dóttur var ef til vill ein þessara til- viljana sem gera lífið auðugt og skemmtilegt. Þær voru báðar í Mið- bæjarskólanum hjá sama kennara, en ekki í sama bekk. Kennari þessi ákvað að fara með bekkina sína í ferðalag og til að allir kæmust með þurftu tveir nemendur að deila sæti í rútunni. Tvær stelpur úr Þingholt- unum lentu í sama sætinu og þar með hófst vinátta sem staðið hefur í hartnær sjö áratugi, vinátta sem snerti ekki einungis þær heldur for- eldra og forráðamenn þeirra, maka, börn og að lokum barnaböm. Seinna bættist þriðja vinkonan í hópinn og saman hafa þær gengið lífsins veg. Allar stofnuðu þær heimili um svipað leyti og allar höfðu þær móður sína á heimii sínu, nokkuð sem er óalgengt í dag. Fyrstu minningar okkar um Siggu tengjast einmitt bernsku- heimili hennar í Þingholtsstræti 23, en þar hóf hún búskap. Það var fastur liður í bæjarferðum okkar mæðgnanna að fara í heimsókn upp í Þingholtsstræti. Þar var okkur alltaf tekið opnum örmum. „Sælar elskurnar, mikið er gaman að sjá ykkur,“ hljómaði ofan af stigapallin- um. Og það var líka gaman hjá okk- ur því okkur fannst svo skemmti- legt að heimsækja Siggu og fjöl- skyldu hennar. Heimilið í Þingholts- stræti 23 var að mörgu leyti alveg einstakt. Þar var anddyrið svo stórt, stiginn upp á loft breiður og glæsilegur, eins og í bíómyndum, klukkan í borðstofunni svo falleg, að ógleymdu jólatrénu. Það var alveg ómissandi að fara með jólapakkana til Siggu á aðfangadag og sjá jóla- tréð við homgluggann í stofunni því þegar við vorum litlar var það stærsta og fallegasta jólatréð sem við sáum í heimahúsi. En það var þó fólkið sem þama bjó sem tók öllu þessu fram enda lögðu margir leið sína þangað og oft var margt um manninn við borð- stofuborðið enda tekið á móti öllum af sérstakri hlýju og gestrisni. Frændfólk, vinir og kunningjar litu iðulega inn, allir vom jafn velkomn- ir og alltaf var heitt á könnunni og heimabakað góðgæti á borðum. Þær vora mjög samstiga, Sigga og Guð- rún, móðir hennar, í því að láta fólki líða vel og minnumst við þess sér- staklega hvað okkur fannst hún Guðrún alltaf kát og skemmtileg. Þessir eiginleikar, glaðværð og gestrisni, einkenndu Siggu alla tíð þótt aðstæður breyttust. Árin liðu eitt af öðra. Fjölskyldan fluttist úr Þingholtsstrætinu, Sigga missti fyrri mann sinn, Þorstein, en hún hélt ótrauð áfram með stuðn- ingi barna sinna. Hún kynntist Guð- mundi sem síðar varð eiginmaður hennar og heimili þeirra hefur verið á Grenimel 31. Þar var sama gest- risnin í hávegum höfð og nú hafið bæst við ný kynslóð sem kunni jafn vel að meta það að fara í heimsókn til Siggu vinkonu hennar ömmu og við til Siggu vinkonu hennar mömmu. Umhyggjan sem Sigga sýndi okkur systranum náði líka til barnanna okkar og alla tíð fylgdist hún af áhuga með okkur og sam- gladdist á góðum stundum. Þegar við lítum til baka koma svo ótalmargar myndir fram. Okkur systrunum fannst alltaf gaman þeg- ar mamma og Sigga voru að rifja upp gamla daga og segja sögur frá þeim tíma sem þær vora að alast upp. Sögur frá bakaríinu, þegar þær máttu eiga rjómakökurnar sem gengu af, frá ýmsum leikjum, ferða- lögum, árinu sem þær eyddu saman í Kvennaskólanum á Blönduósi, vinnunni í Magna, skömmtunarár- unum þegar erfitt var að fá skó, fatnað eða t.d. bíómiða svo og skemmtunum fyrri ára. Það virtist allt hafa verið svo skemmtilegt og allir dagar sólskinsdagar. En eitt er víst, minningin um hana Siggu er böðuð ljósi sólar og við vonum að sú birta og gleði, sem hún alltaf bar með sér, muni lýsa börnum hennar og fjölskyldum þeirra, svo og Guð- mundi og öðrum ættingjum sem hjá henni áttu skjól og athvarf. Við sendum þeim öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur um leið og við, fyrir hönd móður okkar og fjöl- skyldu hennar, þökkum margra áratuga vináttu og velvild. Blessuð sé minning Siggu vin- konu. Dóra og Guðrún Matthíasdætur. Ef maður vill era ærin tilefni til núnings milli nágranna eða fólks sem býr í nábýli. Það er því eðlilega alltaf nokkur spenna í fólki sem flyt- ur búferlum og eignast nýja granna. Þannig vissum við ekki hvemig sambýlið við hjónin á neðri hæðinni yrði þegar við fluttum hingað á Grenimelinn fyrir 15 áram með tvö ung böm en af barnafólki stafar oft- ast meiri órói og ónæði en öðram. En þau Guðmundur og Sigríður tóku okkur strax tveim höndum enda bæði vel skapi farin. Það má segja að aldrei hafi verið orðinu hall- að öll þessi ár þótt við séum á marg- an hátt ólík. Þvottahús, garður og hiti var sameiginlegt en aldrei kom til neins ágreinings út af neinu því viðvíkjandi. Sama var að segja þegar þurfti að ráðast í ýmiss konar um- bætur og lagfæringar á húsinu, að þau samskipti gengu afar liðlega þrátt fyrir margs konar umstang og ónæði. Frá öllum þessum samskipt- um lifa góðar og ánægjulegar minn- ingar. Sigríður Kristinsdóttir var glað- lynd og hlýleg kona, alltaf brosandi þegar maður mætti henni á tröpp- unum. Oft söng hún eða sönglaði lag við vinnu sína. Það var gaman að koma til hennar því stundum vant- aði kannski tvö, þrjú egg eða hveitilúku í baksturinn og þá var nærtækast að skjótast niður og fá þetta lánað, þiggja kaffibolla og spjalla svolítið í leiðinni. Þau Guðmundur og Sigríður voru komin á efri ár þegar við kynntumst þeim, farin að minnka við sig vinnu og fóra bæði á eftirlaun fyrir nokkr- um árum. Þau eiga bæði ættingja og vini í Bandaríkjunum og gafst nú betra tóm til að heimsækja sitt fólk þar, voru stundum nokkrar vikur í senn og komu aftur brún og sælleg og kát. Upp á síðkastið var heilsan tekin að bila og síðustu vikur séð hvert stefndi eftir hjartaáfall sem Sigríð- ur fékk í apríl. Bömin okkar, Ema Kristín og Torfi Stefán, Sigfríð og barnabömin áttu alltaf hlýhug að mæta hjá Sig- ríði og skal hér þakkað fyrir það. Að lokum vottum við börnum Sigríðar og Guðmundi og öðrum vanda- mönnum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Jón Torfason, Sigríður Kristinsdóttir. Haustið 1961 stofnuðum við Guð- rún kona mín heimili í Þingholts- stræti 23. Húsráðendur í því húsi voru þá hjónin Þorsteinn Olafsson, ættaður úr Stykkishólmi, og kona hans, Sigríður Kristinsdóttir, sem á morgun verður lögð til hinstu hvílu. Því er skemmst frá að segja að við teljum það mikla gæfu að hafa ratað í þetta hús og öðlast vináttu þess góða fólks sem þar bjó. Kristinn Magnússon, faðir Sigríðar, var ný- lega látinn þegar þetta var, en móðir hennar, Guðrún Einarsdóttir var í heimili með Sigríði og Þorsteini, tengdasyni sínum. Þorsteinn var skipasmiður að iðn, og rak trésmíða- verkstæði í viðbyggingu við húsið. Tvær kjördætur áttu þau Sigríður og Þorsteinn þegar við kynntumst þeim, en stuttu síðar varð þeim son- ar auðið. Mikillar ástar og um- hyggju foreldra sinna, og ekki síður Guðrúnar ömmu sinnar nutu systk- inin öll sem nærri má geta, á þessu góða heimili, og reyndist Sigríður þeim frábær móðir. í þessu húsi hafði Sigríður alið allan sinn aldur þegar hér var komið sögu en Mar- grét systir hennar hafði flutt til Bandaríkjanna og stofnað fjölskyldu þar. Ekki er að efa að æsku- og ung- dómsár Sigríðar hafa liðið glaðvær í góðra vina hópi og umhyggju góðra foreldra. Kristinn faðir hennar var uppalinn í Reykjavík, kjörsonur Magnúsar Benjamínsonar úrsmiðs. Hann rak lengi bakarí á jarðhæð hússins, en starfaði síðar hjá Versl- un Magnúsar Benjamínssonar. Guð- rún var einnig Reykvíkingur. Það var gaman og lærdómsríkt að kynn- ast þeim heimilisbrag sem ríkti í Þingholtsstræti 23 á þessum áram og ekki var um að villast að hann stóð traustum fótum í fortíðinni. Kristinn og Guðrún höfðu búið í húsinu í áratugi eins og fram hefur komið og Sigríður og Þorsteinn gerðu sér far um að viðhalda með reisn þeim venjum og siðum sem skapast höfðu. Einstök gestrisni vai’ fjölskyldunni í blóð borin, og svo gestkvæmt var á heimilinu að ekki leið sá dagur að ekki bæri einhvern að garði og öllum var vel tekið. Eng- um duldist hve þessi fjölskylda var einstaklega vinafóst; það sást best á því hve oft fólk leitaði funda við hana og þeirri umhyggju sem öllum var sýnd. Þar nutu sín vel þeir eigin- leikar Sigríðar sem eftirminnileg- astir era; glaðværð, mildi, og löngun til að láta gott af sér leiða. Mikilsvert var Sigríði að hafa Guðrúnu móður sína hjá sér á heim- ili þegar hún var að ala upp böm sín. Margt er líkt með skyldum og þær mæðgur voru ákaflega vel skapi farnar, og mjög samrýndar. Léttar í lundu og glaðværar á hverju sem gekk. En samfara glað- værð, góðvild og jafnaðargeði hafði Sigríður einnig til að bera mikla þrautseigju og styrk. Á því þurfti hún sannarlega að halda síðar á æv- inni, við veikindi Guðrúnar, og síðar Þorsteins eiginmanns síns, en þau era bæði löngu látin. Aðdáunarvert var hve vel hún annaðist móður sína síðustu æviár hennar. Seinni maður Sigríðar er Guð- mundur Magnússon, fyi-rum sund- laugavörður, og hefur heimili þeirra staðið á Grenimel 31. Við Guðrán vottum honum og börnum Sigríðar Kristinsdóttur samúð okkar og kveðjum hana með miklu þakklæti fyrir vináttu hennar. Sverrir Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.